Dagblaðið - 12.02.1977, Blaðsíða 11
■N t
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUH 12. FEBRÚAR 1977.
11
Þulir og hermikrákur
_ Náin tenssl við sjónvarp hafa
stundum i för með sér undar-
legar ofskynjanir og makalausa
draumóra. Þá sjaldan að
martraðir sækja á mig, er það
ein súpermartröð sem ofsækir
mig framar öðrum. Þar er um
að litast eins og í hamfaramynd
á vegum Dino de Laurentis,
nema hvað stjörnurnar vantar,
— hallir hrynja. flóð skella yfir
og rauðglóandi hraunbreiður
uml.vkja allt, — i stuttu máli,
heimsendir. En innan um öll
ösköpin situr pen og brosandi
ung stúlka eins og á fjöður og
segir fréttir af því sem er að
gerast í kringum hana. Ég man
aldrei hvort hún hverfur í
hraunið eins og við hinir, en
alltént virðist mér þetta
nokkuð góð lýsing til að grípa
til, þegar fjallað er um frétta-
flutning í sjónvarpi eins og ég
þekki hann frá nokkrum
löndum. Blaðaformið virðist oft
meira við hæfi þegar fluttar
eru fréttir af stríði og öðrum
hörmungum, svart letrið er
einfalt, gróft og jafnvel brútalt
og meðfylgjandi myndir undir-
strika hinar ömurlegu
staðreyndir. En fyrir þá sem
ekki vilja vita um þær, þá
fylgja blaðinu greinar um
íþróttir, garðrækt og almennt
slúður. Blaðaformið er því
hreinna og beinna en inniheld-
ur þó ýmsar undankomuleiðir.
Sjónvarpsfréttir geta ekki
boðið upp á slík undanbrögð,
það er. ef þær ekki bregðast
hlutverki sínu nteð því að segja
frá einhverjum ómerkilegheit-
um. Tími sá sem þær hafa til
untráða er naurnur og verður að
nýtast betur en síður blaðanna
og fáir hafa tilhneigingu til að
slökkva á sjónvarpsfréttum,
eins og að hlaupa yfir
óþægilega blaðadálka. En eins
og það er úr garði gert, gerir
það miðlunarform okkur þá
ekki ónæm fyrir því válega sem
er að gerast í kringum okkur? í
bíó förum við til að sjá film-
aðan skáldskap (eða þá endur-
bættan veruleika eins og
Árásina á Entebbe) og allar
aðstæður, — myrkrið, tónlistin
og poppkornið, miða að því að
undirstrika þykjustuna. Þaðan
komum við ósnert og meö
óvaranlegt tjón á sálinni. En í
fréttum er verið að segja frá
sannindum, — blóðsúthelling-
um, hamförum og svívirðingum
og tíðindin eru sögð af vei
klæddu og myndarlegu fólki í
þægilegum og hlutlausum tón,
án svipbrigða. Er nokkur leið
að trúa á það að þessar illu >
fréttir. eins og þær eru upp-
settar. séu ekki skáldskapur og
að þær komi okkur við? Sjálfur
hef ég engin úrræði nema ef
nefna skyldi fleiri vandaða
fréttaskýringarþætti. Þetta er
líkast til nokkuð sem við
verðum að umbera.
Þetta var dauf sjónvarpsvika
hér úti á Dumbshafi — það sem
ég sá af henni. A föstudaginn
gat ég ómögulega fengið af mér
að horfa á Kastljós um Geir-
finnsmál. svo ítarlega sem þau
hafa verið reifuð. Bergman er
ávallt þess virði að horfa á
hann og í návist lífsins voru
sálarrannsóknir hans
raunsannar, en e.t.v. ívið lang-
dregnar. 1 íþróttum á laugar-
dag var loks sýnt heillegt efni,
bróðurpartur af landsleik og
ísland vann meira að segja, sem
gerði þáttinn meir aðlaðandi.
Síðar það kvöld tók sá ágæti
leikari Dirk Bogarde þátt í
heldur blautlegri mynd, Flug-
hetjunni og komst betur frá
henni en margir aðrir. Fátt fer
eins í fínu taugarnar á
mörgum og börn í skemmti-
kraitahiuiverkum og er ég
meðal þeirra, sérstaklega þegar
þau taka að sér hegðun full-
orðinna. Shirley Temple er gott
dæmi í yfirveguðum sætleika
sínum. í Fjölleikahúsi Billy
Smarts á sunnudag komu fyrir
nokkrir slíkir grislingar hve«’
öðrum fimari. Það er ekki bara
ofbeldi sem ýtir undir krakka:
fyrir utan hjá mér voru nokkrir
ungir snillingar farnir að
fremja miklar jafnvægislistir á
snúrustaurum daginn eftir.
Síðan kom ein sprautan enn í
æð fyrir framhaldsþátta-
neytendur, en þá hófst fyrsti
þáttur Jennie um ævi merkrar
konu. Ég hefði haldið að Lee
Remick væri of gömul til að
leika hina ungu Jennie, en
alveg síðan ég man eftir mér,
hefur hún leikið vergjarnar
konur í fjölda Hollívúddmynda.
En ekki bar á öðru en föðrunar-
deiidin hafi leyst verk sitt vel
af hendi En hvort þetta er eins
áhugaverður þáttur og aðrir
þeir sem hér hafa gengið, það á
eftir að koma í ljós. Ansi var
lítið að hafa upp úr spekingum
þeim sem spjölluðu í Hring-
f
I kringum
skjáinn
Aðalsteinn Ingdlfsson
borösumræóum frá sænska
sjónvarpinu síðast það kvöld,
þótt umgjörð þáttarins væri
hátíðleg og greinilega miðuð
við sölu til legíó erlendra
sjónvarpsstöðva. Það er oft
þannig, að spekingar og stór-
menni eiga erfitt með að tjá sig
munnlega um fræði sín.
Mánudagur tilheyrdi einnig
Bretum, en þá var sýnt annað
leikritið í flokki hneykslismála
frá Viktoríutímanum, en þar er
um auðugan garð að gresja. í
Miðlinum lék sú tágranna
Twiggy (man nokkur eftir
henni?) og gerði það gott, svo
notuð séu fleyg orð og meira að
segja vantrúaður ég kipptist við
þegar andstæðingur hennar
Home gerði ýmsar kúnstir.
Tilgangur þessara þátta virðist
fyrst og fremst vera sá a*
skemmta fólki með frásögnum
af uppátækjum forfeðranna, en
engin tilraun er gerð til þess að
rannsaka orsakir þeirra og svo
langt sem hún nær er þessi
skemmtun ásjáleg. Langt er
síðan við höfum séð góðar
heimildamyndir, — Japans-
myndirnar voru þær síðustu.
En myndin um Angóla var vel
gerð, þótt hun tæki ekki tillit til
allra viðhorfa, — en það gerði
Japansmyndin ekki heldur og
var sterkari fyrir vikið. Kom
þar fram að þeir MPLA menn
eru engir græningjar og vilja
móta sér eigin sósíalisma. Nú er
að vita hvort þeir fá til þess frið
og ráðrúm.
íslensk vísnasöngva- og
hermikrákuhefð er orðin
nokkuð gömul og væri vel til
fundið að kanna hana í máli og
myndum eins og gert er fyrir
okkar bestu leikara í útvarpi
þessa dagana. En á þriðjudag
komu fram nokkrir góðir í
gamalli Uglu. Ómar var aldeilis
makalaus og eru það ekki marg-
ar sjónvarpsstöðvar sem hafa
slíka fugla við fréttaflutning.
Eflaust gæti hann lífgað upp á
fréttirnar með einhverjum til-
burðum í þessa átt. Karl heit-
inn Einarsson var einnig snjall
maður á sínu sviði. — en ósköp
er maður orðinn leiður á eftir,-
hermum stjórnmálamanna,
kannski vegna þess að maður er
orðinn ennþá leiðari á stjórn-
málamönnunum sjálfum. En
stjarna kvöldsins var án efa
Árni Tryggvason og atómljóð
hans. Rokkveita ríkisins er enn
á óguðlegum tíma og því gat
undirritaður ekki gert skyldu
sína við þann þátt. Síðar á
miðvikudagskvöldið var Vaka
stutt og laggóð, — langbest var
söngkonan Ragnheiður og var
bæði höggmyndum og veflist
gerð góð skil. Og boðskapur
vikunnar kom fram í Hvers er
að vænta: við erum að éta fæðu
komandi kynslóða.
Verðbólga, vemdaðu oss!
Það er ekki út í bláinn að
ætla, að verðbólga sé meginor-
sök þess efnahagsástands, sem
ríkir hér á landi. Hins vegar er
það hreinlega út í bláinn, þegar
fullyrt er, að verðbólga sé al-
hliða bölvaldur í íslenzku efna-
hagslífi.
Staðreyndin er sú, að þegar
verðbólga hefur náð því marki.
sem raunin er hér á landi, og
allur almenningur hefur hag af
því, að hún sé sem mest, þá fer
verðbólgan að vinna með fólki,
þ.e. fólk tekur hana í þjónustu
sína.
í alvöruþjóðfélögum er
verðbólgu ekki leyft að komast
yfir ákveðið mark. og er það
gert með ýmsu móti, svo sem
raunhæfu verðlagseftirliti á
nauðsynjavörum og nteð vernd
viðkomandi gjaldmiðils svo að
hann se' eftirsóttur til eignar og
ávöxtunar sem slíkur af hinum
almenna borgara.
I verðbólguþjóðfélagi sem
íslenzku, þar sem verðbólga
hefur geisað svo lengi, að sú
kynslóð, sem nú hefur stærstan
hóp á vinnumarkaði, þekkir
ekki aðra verðmætasköpun en
þá, sem verðbólga getur með
beinu samspili magnað upp, er
litið á yfirlýsingar stjórnmála-
manna og forystumanna í fjár-
málum um nauðsyn þess að
sporna við verðbólgu sem
marklaust hjal, og raunar
óábyrgt líka, meðan engar
raunhæfar aðgerðir fylgja þeim
yfirlýsingum. '
Það vekur t.d. ekki traust
fólks á stjórnmálamönnum,
sem tala opinberlega um
nauðsyn þess að kveða niður
verðbólgu, en bera fram og
styðja á Alþingi frumvörp, sem
beinlínis verka eins og olía á
verðbólgubál það, sem fyrir er.
Það vekur heldur ekki traust
fólks á forystumönnum efna-
hagsmála, þegar þeir stuðla vís-
vitandi að rýrnun gjaldmiðils
þjóðarinnar, með því að láta
stöðugt slá nýja og verðlausa
mynt eða prenta nýja seðla til
þess að halda í við verðbólguna,
í stað þess að snúa undanhaldi
upp í sókn með því að fella úr
gildi núverandi myntkerfi og
byrja á ný frá grunni með
gjaldmiðil, sem getur fengið al-
menning til þess að öðlast rétt
verðskyn og gildismat á pening-
urn.
Megum við þá heldur biðja
um þá stjórnmálamenn, sem
viðurkenna hreinskilnislega, að
verðbólgan hafi, svo óæskileg
sem hún í eðli sínu er, þrátt
fyrir allt, orðið þess valdandi að
uppbygging í landinu hefur
aldrei verið meiri, bæði hvað
varðar eigið húsnæði lands-
manna og uppbyggingu ýmissa
opinberra mannvirkja og
þjónustustofnana, sem að öðr-
um kostiiiefðu orðið að bíða til
seinni tíma, jafnvel leitt til
þess, að fólk hefði beinlínis séð
sig tilneytt til að flytjast af
landi brott, ef ekki hefði verð-
bólgan hjálpað til.
Það mun nú almennt álitið af
fróðurn mönnum um efnahags-
mál, að þrátt ' fyrir þá
staðre.vnd, að verðbólga er um
sinn eitthvað minni en þegar
hún var mest, þá se'u þau teikn
á lofti. að verðbólga muni nú
enn taka stórt stökk upp á við
og jafnvel fara langt fram úr
því marki, sem hæst var, yfir
50% árið 1975.
Mun ýmislegt verða þess
valdandi. Má þar nefna nýja
væntanlega kjarasamninga,
sem munu, þótt kauphækkanir
verði ekki umtalsverðar, verða
í formi opinberra styrkja til
þeirra, sem helzt eru taldir
þurfa slíks við, eða svonefndra
láglaunahópa, áframhaldandi
útgáfu nýrrar, verðlausrar
myntar frá Seðlabankanum og
slælega stjórn á útflutnings-
verzlun og reyndar á inn-
flutningi landsmanna einnig.
I raun veit enginn ennþá, á
hvern veg væntanlegir kjara-
samningar kunna að beinast, og
sú staðreynd. að hin svokölluðu
„rauðu strik", sem voru hluti
Geir R. Andersen
síðustu kjarasamnirtga, vernda
engan veginn kaupmátt launa,
mun eflaust leiða til þess, að
krafizt verður, að laun verði
verðbætt mánaðarlega, sam-
kvæmt óskertri vísitölu. Þarf
ekki nema meðalgreinda menn
til þess að sjá hvert stefnir eftir
slíka samninga eða til þess að
sjá, hvern fjörkipp verðbólgan
þá fyrst tekur.
Það er eitt með öðru, sem ýtir
undir þá óáran, sem hér ríkir í
efnahagsmálum, að markaðs-
mál og útflutningssölustarf-
semi eru slælega rekin og í
raun hörmulega á sig komin.
Má minna á þann þátt, sem
snýr að viðskiptum okkar við
Rússa og hvernig þeir taka
okkur íslendinga kverkataki í
hverri samningagerðinni á eftir
annarri og þröngva verði niður
á vel seljanlegum vörum,
meóan verð á fiski hækkar í
þeim löndum öðrum, sem við
gætum hæglega skipt við.
þ.á m. í Bandaríkjunum. I
staðinn erum við neyddir til
þess að kaupa olíu af Rússum á
svokölluðu heimsmarkaðsverði,
sem að viðbættum hinum ýmsu
sköttum, sem hér bætast ofan á,
gera t.d. bensin að lúxusvöru
miðað við önnur vestræn ríki.
Skyldu margir trúa því hér á
landi, að í Bandaríkjunum kost-
ar útseldur bensínlítri 25-30 kr.
Þessu er ekki haldið hátt á lofti
í fréttum hér, og ef á slíkan
samanburð er minnzt yfirleitt,
er hann ófullnægjandi og oft
villandi, eins og t.d. kom fram
i erlendu frétta.vfirliti í einu
dagblaði fyrir nokkru (Visi, ef
rétt er munað). Þar var greint
frá verði á þessari vöru i
Bandaríkjunum og fullyrt, að
lítrinn af bensíni kostaði þar 60
,,cent“ eða um 114 kr. ísl.!
Það má öllum vera ljóst, að
sú sölu- og markaðspólitík sem
stunduð er í viðskiptum okkar
við Rússa samanstendur af
engu öðru en hreinni „gjafa-
pólitík“ annars vegar og
„þvingunarpólitík" hins vegar.
Eða dettur nokkrum manni í
hug að Rússum, sem eiga um
40% alls fiskiskipaflota heims,
sé beinlínis nauðsyn á að kaupa
sjávarafurðir af okkur
Islendingum? Nei, annað og
meira er þar á bak við,
nefnilega sú hægfara en mark-
vissa stéfna Sovétríkjanna að
koma vestrænum ríkjum efna-
hagslegaá kné.fyrst þeim minni
og vanmáttugri, sem ekki hafa
bolmagn, þekkingu eða vörn til
þess að standast þessa ásókn.
Skyldi nokkurn tímann hafa
verið hugað að því að kaupa þá
oliu og það bensín, sem við
þurfum á að halda, frá Banda-
ríkjunum, frá því landi, sem
greiðir okkur hæst verð fyrir
útflutningsafurðir okkar? Væri
ekki eðlilegra að íslenzkir inn-
flytjendur á bensíni t.d. gætu
selt neytendum þær mis-
munandi tegundir bensíns, sem
finna má í öllum vestrænum
löndum, nema á Islandi, og þá
undir réttu heiti, í stað þess
ófremdarástands, sem nú er, að
öll olíufélögin selja einu og
sömu tegundina af rússnesku
bensíni, sem er svo lélegt að
gæðum, að bifreiðaeigendur og
þjóðarbúið í heild verður fyrir
stórtjóni árlega vegna viðhalds
og varahlutakaupa.
Þáttur utanríkisverzlunar
okkar íslendinga er stór Iiður í
þeirri efnahagslegu óáran og
verðbólgu, sem hrjáir þetta fá-
menna þjóðfélag. Þessu er þó
auðvelt að breyta, ef stjórn-
málamenn og forystumenn í
efnahagslífi okkar sneru við
blaðinu, settu hreinskilnina
ofar hræsninni, beittu skyn-
semi í stað skinhelgi og stydd-
ust við frjálshyggjustefnu í
stað einangrunarstefnu og
ríkisumsvifa.
En kannski er slíkrar stefnu-
bre.vtingar ekki að vænta, fyrr
en aldamótamennirnir og arf-
takar þeirra í hugsun hafa
runnið sitt skeið. Og ef það er
alfarið stefna þeirra
„erfingjanna”, sem sitja í
„öruggu" sætunum í ríkisum-
svifunum að viðhalda öngþveiti
og einangrun um ókomin ár,
þegar raunhæfar úrbætur
felast í ráðstöfunum, sem
samanstanda af einu eða
tveimur pennastrikum, ef svo
má segja, þá er vart um annað
að ræða en að þeir menn, sem
aðhyllast enn frjálshyggju og
vestræn samskipti, taki hönd-
um saman til þess að láta alda-
mótamenn og erfingja þeirra
rýma hin „öruggu" sæti.
Hins vegar, ef við stöndum
frammi fyrir þeirri staðreynd,
þegar öllu er á botninn hvolft,
að verðbólgan er ein sú náðar-
gjöf, sem við getum vænzt
mestrar og beztrar í þessu
landi, þá geta landsmenn
sannarlega og án samvizkubits
bætt einni setniogu við hænir
sinar: — Verðbólga. verndaðu
oss!