Dagblaðið - 14.02.1977, Blaðsíða 6

Dagblaðið - 14.02.1977, Blaðsíða 6
6 DAGBLAÐIÐ. MANUDAGUR 14. FEBRCAR 1977. ( Stefnubreyting Palestínuaraba gagnvart ísrael: ] Vilja stofna smáríki á vesturbakka Jórdanár Bruno Kreisky kanslari Austurríkis tilkynnti í gær- kvöld að hann hefði fengið í hendur skjal frá Frelsishreyf- ingu Palestínuaraba, PLO, sem boðaði gjörbreytta stefnu í baráttu hennar gegn Israel. I skjalinu, sem birt var í gær í Bruno Kreisky. austurríska blaðinu Arbeiter Zeitung, segir að Arabahreyf- ingin sé reiðubúin að stofna smáríki þar sem flóttamenn- irnir gætu búið í sátt og sam- lyndi við nágranna sína, þar með talda Israelsmenn. Kanslarinn var beðinn um að láta í ljósi álit sitt á þessu skjali. Hann sagði: „Það lítur út fyrir að um al- gjöra stefnubreytingu sé að ræða af hálfu Palestínuaraba. tsraelsmenneiga nú næsta leik við að finna leið til að geta búið við hliðina á smáríki Palestínu- araba.“ PLO hefur stungið upp á heppilegurri stað fyrir ríki sitt og vill helzt hafa það á vestur- bakka Jórdan, Gazasvæðinu og á tveimur öðrum stöðum. Young er kominn frá Suður-A fríku —gaf Carter skýrslu ígærkvöld Sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, Andrew Young, gaf Carter for- seta í gær skýrslu um tíu daga för sína til Suður-Afríku. Viðstaddir fundinn voru Cyrus Vance utanríkisráðherra og Zbigniew Brzezinski, einn helzti öryggisráðgjafi for- setans. Fundurinn stóð yfir í um klukkutíma. Upplýsingar um efni hans voru ekki gefnar upp að honum loknum. — Hann » Andrew Young, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum. kom í kjölfar þriggja daga frís Carters sem hann eyddi á forn- um slóðum í Plains í Georgia. Tyrkland: LÖGREGLUNÝLIÐIREYNDI AÐ RÆNA DC-9 ÞOTU Sautján ára gamall lögreglu- nýliði var handtekinn í borg- inni Izmir í Tyrklandi í gær eftir að hafa reynt að ræna DC- 9 farþegaþotu. Við þeta mis- heppnaða flugrán særði pilturinn flugstjóra þotunnar og eina flugfrevju. Flugvélin varað búa sig til lendingar á flugvellinum í Izmir þegar pilturinn ruddist inn í stjórnklefann og skipaði flugstjóranum að fljúga til Júgóslavíu. Hann rak pístólu í bak hans og þegar flugstjórinn hélt sínu striki skaut pilturinn á hann. Þotan sem var að koma frá Istambul með 52 farþega innan- borðs, lenti samt heilu og höldnu. Engir farþeganna slösuðust. Egyptaland: Lögregla og stúd- entar áttust v/ð í Kaíró ígær vetrarfrí. Fríin byrjuðu fyrr en venjulega að þessu sinni vegna uppþota í síðasta mánuði. Þá mótmæltu stúdentarnir hækkuðu verðlagi á matvælum. I þeim átökum létu 79 manns lífið og um 800 særðust. I síðustu viku fór fram þjóðaratkvæðagreiðsla í Egyptalandi um hert viðurlög við uppþotum. Nú er heimilt að dæma forsprakka uppþota í allt að lífstíðár þrælkunarvinnu. Upp úr sauð milli stúdenta og lögreglu í Kaíró í Egypta- landi í gær. Stúdentarnir beittu hnífum, grjóti og bareflum á móti lögreglunni. Al-Ahram, hálfopinbert málgagn egypzku stjórnarinnar segir að einn maður úr starfs- liði háskólans hafi særzt og átta stúdentar verið handteknir. Um það bil hálf milljón háskólastúdenta sneri til náms á laugardaginn eftir miðs- FRAMTÍD KÝPUR RÆDD AÐ NÝJU Leiðtogar Kýpur og Tyrklands hafa orðið ásáttir um að endur- vekja viðræður um stjórnmála- lega framtíð Kýpureyjar. Þessi árangur náðist á fundi leiðtog- anna, Makariosar og Denktashar, og Kurt Waldheim aðalfram- kvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna á laugardaginn. Viðræðurnar fara fram i Vínar- borg en dagsetning hefur ekki verið gefin upp. Djúpur ágreiningur er enn á milli leiðtoganna um hvernig stjórnarfar á Kýpur skuli vera. Ekkert hefur enn verið sagt um, á hvaða skilmálum valdhafarnir tveir hafi samþykkt að byggja viðræðurnar. Á ýmsu hefur gengið i sambúð Tyrkja og Kýpurbúa. A þessari mynd eru Tyrkir að ráðast inn á eyjuna. Ástralía: Um 100 bændabýli brunnu til grunna i skógareldi Verstu skógareldar, sem kviknað hafa í Ástralíu um átta ára skeið, geisuðu um helgina. Eldarnir voru aðallega í þrem- ur austurríkjum álfunnar. Victoríu, Austur-Astralíu og Tasmaníu. Alls létu fimm manns lífið í eldunum og ekki færri en þrjár milljónir sauðfjár og naugripa hafa farizt. Eldarnir geisuðu á tvö hundruð þúsund hektara land- flæmi og brenndu niður um eitt hundrað bændabýli. Að minnsta kosti sautján manns hafa særzt í viðureigninni við eldana. — Neyðarástandi hefur verið lýst yfir i Victoríu. Fjöldamorð í Uganda Fjöldi Uganda-manna hefur verið tekinn af lífi og mörg hundruð verið handteknir eftir að upp komst um samsæri til að ráða Idi Amin, forseta landsins, af dögum. Brezka blaðið Ob- server skýrði frá þessu á laug- ardagskvöldið. Fréttamaður blaðsíns í Lusaka, David Martin, hafði eftir heimildarmönnum í aust- anverðri Afríku að ofsóknir þessar hefðu hafizt þegar Amin' komst að raun um samsærið sem átti að hrinda í fram- kvæmd 25. janúar þegar hann fagnaði hátíðlega sex ára valda- afmæli sínu. Hermenn, sem fluttir voru til Kampal'a vegna hátiðahald- anna, áttu að myrða Amin. Þeir, sem hafa verið hand- teknir, eru einkum af Acholi- og Langi-ættbálkunum. Eru þeir pyntaðir hroðalega áður en þeir eru teknir af lífi. Sjónar- vottar skýrðu brezka frétta- manninum svo frá, að þeir hefðu séð lík liggja í hrúgum á götum nokkurra borga og þorpa í norðurhluta landsins. og einnig að heilum bílförmum af líkum hefði verið sturtað í ána Níl við Karuma-fossa. Munu þetta vera mestu fjöldamorð sem Amin hefur látið fremja síðan hann brauzt til valda 1971. Erlendar fréttir FERÐA- TASKA FULL AF EITRI Lögreglan á Kai Tak flug- vellinum í Hong Kong lagði á laugardaginn hald á ferða- tösku sem hafði að geyma eiturlyf að verðmæti um 287 milljónir íslenzkra króna. Taskan var ómerkt. Innihald hennar var skráð sem skraut- blóm. Talsmaður lögreglunnar í Hong Kong sagði að innihaldið hefði heldur betur reynzt vera annað. Þar funduzt 14 kíló af morfíni og tíu af heróíni. Taskan kom með flugvél frá Bangkok í Thailandi á laugar- daginn. Enginn hefur verið handtekinn vegna þessa máls. Neitaði að greiða að- göngumiða í næturklúbb — tók f jóra gísla og hóf skothríðá lögregluna Japani, vopnaður riffli, tók fjóra menn í gíslingu og hélt uppi skothríð á lögregl- una í borginni Kishiwada í nótt. Hann var yfirbugaður snemma í morgun. Maðurinn, sem er 24 ára gamall, greip til þessara að- gerða, þegar hann lenti í rifrildi við dyraverði nætur- klúbbs vegna miðaverðsins þar. Hann greip riffil í bíl sínum, tók gíslana og stal síðan öðrum bíl. Síðan brauzt hann inn í hús og vígbjóst þar. Um 200 lögreglumenn um- kringdu húsið þegar í stað. Nokkrir þeirra særðust lítil- lega í aðgerðunum en gísl- arnir sluppu ósærðir. Maðurinn náðist ekki fyrr en hann tók skyndilega á rás út úr húsinu, skjótandi í all- ar áttir. Idi Amin komst í tima að þvi að áform voru uppi um að myrða hann er hann fagnaði sex ára valdaferli sínum. Hann pyntaði samsærismennina f.vrst og drap þá síðan.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.