Dagblaðið - 14.02.1977, Blaðsíða 4

Dagblaðið - 14.02.1977, Blaðsíða 4
4 DAGBLAÐIÐ, MÁNUDAGUR 14. FEBRUAR 1977. Elliheimili Eskif jarðar 8 milljón kr. hús ofviða bæjarsjóði Ágreiningur milli bæjarstjóra og bæjarst jórnar sem ráðuneyti verður að skera úr—vegna annarra f járfrekra f ramkvæmda ,.Eg held að þessi undir- skriftasöfnun hafi verið á rnis- skilningi byggð, þótt kvenfélag- inu ok öðrum hafi gengið gott eitt til." sagði bæjarstjóri Eski- fjarðar Jóhann Klausen. en 346 Eskfirðingar skrifuðu undir kaup á Botnabraut 3a fvrir dvalarheimili aldraðra eins og sagt var frá i Dagbiaðinu á föstudag. Tillagan um kaupin var samþvkkt af 4 bæjarfulltrúum af 7 á fjárhagsáætlunarfundi á fimmtudaginn og urðu miklar hitaumræður um málið. Jóhann kvað það rétt að þegar atkvæðagreiðslu um fjár- hagsáætlun hefði verið lokið. hefði hann staðið upp og lýst því yfir að þar sem naumleg samþykkt bæjarstjórnar um kaup á fasteigninni á Botna- braut hefði í för með sér stór- um meiri kostnað en gert hefði verið ráð fyrir á gildandi fjár- hagsáætlun og mvndi valda röskun á fjárhag bæjarsjóðs, hefði hann ákveðið að fella ál.vktun þessa úr gildi um sinn í samræmi við 31. grein sam- þ.vkktar um stjórn bæjarmál- efna Eskifjarðarkaupstaðar. Jóhann kvað þetta mál hafa haft langan aðdraganda sem byrjaði á því að stofnuð var nefnd árið 1975 sem safna skyldi upplýsingum um hvern- ig rekstri og byggingu dvalar- heimilis skyldi háttað. í janúar- mánuði 1976 gerði hefndin ál.vktun um starfstilhögun sina og sendi bæjarstjórn í marz með sérstöku tilliti til þess að ekki kæmi upp ágreiningur um störf nefndarinnar og starfstil- högun. Þetta var samþykkt í bæjarstjórn. í nánu samstarfi við Skipulag ríkisins og hús- næðismálastjórn. voru gerðir samningar við tæknideild um hvernig skyldi staðið að undir- búningi, bæði teikningu húsa og skipulagningu svæðisins. Þá sagði Jóhann að á síðast- liðnu hausti hefði skotið upp þeirri hugmynd að hentugt hús fengist á Botnabraut 3a og hef- ur hugmvndin verið til umræðu í bæjarstjórn og bæjarráði. Málinu var síðan vísað til ákvörðunar dvalarheimilis- nefndar og bæjarráðs og 4 af 6 sömdu ál.vktun þar sem ákveðið var að halda sér við það sent bæjarstjórn hefði lagt f.vrir í marz. Til þess að gera langt mál stutt voru það 2 sjálfstæðis- menn og 2 alþýðuflokksmenn sem greiddu atkvæði með húsa- kaupunum en 2 framsóknar- menn og 1 alþýðuflokksmaður voru á móti. Lá við að samstaða í bæjarstjórn væri brostin fyrir þessara hluta sakir. Jóhann benti á. að þótt bjóða hefði átt allt að 8 milljónum í húsið á Botnabrautinni, yrði margs konar aukakostnaður þeim kaupum fylgjandi. Væri þeUa bæjarsjóði ofviða eins og sakir stæðu. Er þá sérstakega haft í huga að bygging grunn- skóla er nú á byrjunarstigi sem mun kosta bæjarsjóð á annað hundrað milljón kr. EVI DB-myndir Sveinn Þormóðsson Fjóra lögreglumenn þurfti til að handtaka eina konu —hún sparkaði, barði, kýldi og virtist gædd forynjuafli Lögreglumenn á Arbæjarstöð ásamt ne.vðar- hjálparsveit lentu i hasar helg- arinnar á sviði lögreglúmál- anna er kall barst urn aðstoð frá Kaffistofu Fáks á svæði fé- lagsins við Elliðaár. síðla dags á laugardag. Þar voru nokkrir menn og ein kona eitthvað við skál og hafði konan gerzt mjög erfið viðfangs. Þegar kallað var á aðstoð lögreglu hafði ver- ið brotið leirtau í nokkrum mæli í kaffistofunni svo og velt unt borðum og konan hafði gerzt mjög uppivöðslusöm og meðal annars slegið starfsstúlk-. ur kaffistofunnar. Koma lögreglumannanna boðaði engan frið í samkvæm- inu. heldur kannski þvert á móti. Fór svo að þarna uröu átök sem sjaldgæf eru og lauk þeim svo að einn lögreglumann- anna er sennilega fingurbrot- inn. Ekki er enn Ijóst hvert var upphaf ófriðarins í kaffistof- unni i Faxabóli. en svo heitir svæði Fáks við Elliðaárnar og kaffistofan er eins konar mið- depill svæðisins. Eitthvert vín mun hafa verið haft um hönd og jók það á skaphita manna og konunnar herskáu. Sáttatal lögregluntanna bar engan árangur og voru húfur slegnar af þeim og tekið ill- þyrnilega til þeirra á annan hátt. Urðu þarna átök milli fólksins svo að blóð tók að renna og allt æsti þetta spennu augnabliksins: Svo fór að lögreglumenn undir forvstu varðstjóra Arbæj- arlögreglunnar ákváðu að rýma kaffistofuna. Gekk það engan veginn átakalaust og erf- iðust viðureignar var unga kon- an. Re.vndist hún búa yfir óvenjulegu afli og þurfti margra manna átök til að koma henni í lögreglubílinn. Félagar hennar urðu sumir fegnir skjóli lögreglubílanna eftir átök við hana áður og eftir að lögregl- una bar að garði. Konan notaði jafnt hnúa sem fótlimi og kom ýmsum höggum og tökum á nærstadda, einkennisklædda sem óeinkennisklædda. Ljós- myndari DB sem þarna bar að garði varð einnig fvrirkynngi- afli hennar. en af ljósmyndavéi hans sneri hún linsuna. Svipuð átök upphófust er koma átti konunni i fangageymslu og öll eru átökin við konuna með þeim illvígari sem lögreglu- menn hafa komizt í upp á síð- kastið. Kona þessi hefúr áð'ur gerzt uppivöðslusömí Faxabóli, en þá tökst lögreglumönnum að sefa niður ofsa hennar án átaka. Átök sem þessi eru afar sjald- gæf á svæði Fáks og lög- reglumenn segja að það sé ekki nema örlítið brot félags- manna Fáks sem þeir þurfi að hafa afskipti af. -ASt. Útafakstur og eyðilagðir bflar á Hafnarf jarðarvegi Þrír ungir menn slösuðust er bíll þeirra fór út af Hafnar- fjarðarveginum kl. 20.30 á laug- ardagskvöld. Ökumaðurinn var á leiðinni suður Reykjanes- braut og ætlaði að beygja inn í Þúfubarð en bíllinn fór yfir gatnamótin og lenti ofan í gjótu sem er þar. Billinn skemmdist mikið og eins og f.vrr segir slösuðust allir þrir sem í honum voru og einn það mikið að hann var lagður inn á gjörgæzludeild Borgar- spítalans. A sunnudagsmorgun rétt fyr- ir klukkan átta ók maður frá Hafnarfirði áleiðis til Re.vkja- víkur. Er hann var kominn á móts við Arnarnes lenti bifreið hans út af veginum og á ljósa- staur. Staurinn stóð eftir óskemmdur en bifreiðin var gjöreyðilögð. Ökumaðurinn sem var einn í bílnum slasaðist en grunur leikur á að Bakkus hafi þarna verið með í ferðinni. A.Bj. Tóbaki fyrir hálfa milljón stolið Tóbaki f.vrir 450-500 þúsund krónur var stolið úr verzlun- inni Krónunni í Mávahlíð að- faranótt sunnudags. Brotizt var inn meö þeiih hætti að stungin var upp kjallarahurð. Málið er í rannsókn hjá lögreglunni. A.Bj. Yfirbuguð af ofurefli er konan herskáa borin í lögreglubílinn. Þessi varð feginn skjóiinu í lögreglubilnum eftir að hafa orðið undir í átökum er á staðnum urðu. Hestarnir voru nálega þeir einu sem héidu ró sinni.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.