Dagblaðið - 14.02.1977, Blaðsíða 1

Dagblaðið - 14.02.1977, Blaðsíða 1
RITSTJÖRN SÍÐUMCLA 12, SÍMI 83322, AUGI.VSINGAR OG AFGREIÐSLA, ÞVERHOLTI 2, SÍMI 27022. Upp víst um smygl á miklu magni af LSD —stórhættulegt ofskynjunarefni selt unglingum hér—handtökur um helgina íffluiiefnamálinu Tveir lögreglubílar, annar úr Reykjavík og hinn úr Keflavík, mættust á Keflavíkurveginum síödegis í gær. Var ungur maður fluttur yfir í Reykja- víkurbílinn og síðan tekinn til yfirheyrslu hjá fíkniefnadeild lögreglunnar vegna rannsóknar sem þar stendur nú yfir. Var piltinum sleppt undir kvöldið. Fíkniefnadeildin staðfesti þetta við DB í morgun. Sex ungir menn, fimm Is- lendingan og einn bandarískur ,,ferðamaður“, sitja nú í gæzlu- varðhaldi vegna rannsókna á fíkniefnamálum. Hafa þeir allir áður komið við sögu þessara mála hér. Var einn látinn laus á laugardaginn og annar úrskurð- aður í allt að 30 daga gæzlu- varðhald í gær. DB hefur fregnað að grunur leiki á innflutningi á mörgum kílóum af kannabis-efnum og töluverðu magni af of- skynjunarefninu LSD — lík- lega meira magni en áður hefur komizt upp um innflutning á. -ÓV. Svartolfuhækkunin: „Hættum ekki að lifa” „Við hættum ekki að lifa vegna þessarar hækkunar á svartoliu," sagði Jónas Jónsson, fram- kvæmdastjóri Síldar- og fiski- mjölsverksmiðjunnar hf., í viðtali við DB. „Því er ekki að leyna að við erum óhressir yfir svona mikilli hækkun á stórum kostnað- arlið hjá verksmiðju eins og okkar,“ sagði Jónas. Hann bætti við: „Annars hefur þessi hækkun legið í loftinu og gerði það raunar þegar verðlagt var án þess að mér sé kunnugt um að hverju leyti var unnt að taka tillit til hennar á þeim tíma.“ „Loðnan er eflaust á vestur- leið,“ sagði Jónas, „og ég get ekki neitað þvi, að við förum að líta eftir skipakomum." Allar verk- smiðjur á Suð-Vesturlandi eru nú í viðbragðsstöðu. 1 morgun var von á fyrstu loðnunni til Grinda- víkur eins og getið er í annarri frétt hér í DB BS. Lögreglu- TThasar” helgarinnar Gæzluvarðhald að ósekju í Geirf innsmálinu: Skaðabótamál gegn Hafnarfjarðarbæ —hugsanlega samið um bætur úr ríkissjóði „Skaðabótamál vegna uppsagnar Einars Bollasonar hjá Námsflokkum Hafnar- fjarðar verður höfðað gegn bæjarstjóra fyrir hönd bæjar- sjóðs,“ sagði Ingvar Björnsson, lögmaður Einars, í viðtali við Dagblaðið. Lögmaðurinn kvaðst á sínum tima hafa rætt við Kristin Ö. Guðmundsson, bæjarstjóra í Hafnarfirði, um bætur vegna uppsagnar Einars úr starfi forstöðumanns Náms- flokka Hafnarfjarðar. Taldi bæjarstjórinn, að nauðsyn bæri til að dómstólar skæru úr um skaðabótakröfu Einars á hendur bæjarsjóði. Ekki taldi lögmaðurinn vafa á þvi að uppsögn Einars hefði verið með þeim hætti að hún væri skaðabótaskyld. Sem kunnugt er var Einar Bollason kennari einn þeirra fjögurra manna sem sat í gæzlu- varðhaldi að ósekju vegna framburðar sakborninga í Geirfinnsmálinu. Varðandi kröfur á hendur ríkissjóði vegna gæzluvarðhaldsins vildi Ingvar Björnsson ekki tjá sig. Taldi hann einsýnt að lögmenn þeirra manna, sem sættu gæzluvarðhaldi að ósekju, biðu þess að málið allt, fullrannsak- að, yrði afhent ríkissaksóknara tií frekari ákvörðunar. Gæfist þeim þá kostur að skoða nánar öll gögn málsins sem að þessu atriði lúta. „Að sjálfsögðu er samninga- leið um bótagreiðslur alltaf athuguð,“ sagði Ingvar Björns- son lögmaður en sem fyrr segir vildi hann ekki tjá sig frekar um málið, hvorki bótafjár- hæðir né önnur atriði. I Sakadómi Reykjavíkur er nú unnið að þvi að ganga frá öllum gögnum Geirfinns- málsins og niðurstöðum rannsóknarinnar í hendur ríkissaksóknara til ákvörðun- artöku um frekari meðferð. -BS Þingmenn rumskaí stóriðju- málum — leiðari um óeðlilega lágt rafmagnsverð - bls. 10 • Breytt stefna Palestínuaraba gagnvart ísraelsmönnum? Sjá erl. fréttir ábls.6-7 • Víst er skíðasnjór á Suðurlandi DB heimsótti Bláf jöllin ígóða veðrinu -Sjábls.8 ÓlafurH. Jónsson slasaðist íMoskvu — sjá íþróttir bls. 14

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.