Dagblaðið - 01.03.1977, Blaðsíða 12
12
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 1. MARZ 1977.
Iþróttir
I /
\
SlWJ^
100% nýting
ívítum
— hjá ísienzka
landsliðinu
íslenzka liðið fékk fjórtán víta-
köst í leikjum sinum við
Portúgal og Austur-Þýzkaiand —
og skorað var úr þeim öllum.
100% nýting hjá þeim Viðari
Simonarsyni, sem skorað hefur úr
átta vítaköstum, og Jóni Karls-
syni, sem skorað hefur úr sex
vitaköstum.
í leikjum sínum í C-riðlinum
skoruðu íslenzku leikmennirnir
49 mörk. 29 gegn Portúgal og 20
gegn Austur-Þýzkalandi. Aðeins
Austur-Þjóðverjar — 63 mörk —
og Svíar, sem skoruðu 53 mörk,
skoruðu fleiri mörk i riðla-
keppninni.
Mörkin skiptust þannig á leik-
menn islenzka liðsins. Viðar 11,
Jón Karlsson 9, Axel Axelsson 8,
Geir Hallsteinsson 7, Ölafur H.
Jónsson 4, Björgvin Björgvinsson
3, Þorbjörn Guðmundsson 3,
Þórarinn Ragnarsson 2, Ágúst
Svavarsson 1 og Viggó Sigurðsson
1.
Nicklaus
sigraði
Frægasti golfmaður heims,
Jack Nicklaus, vann sinn fyrsta
sigur á golfmóti í ár, þegar Jiann
hreppti efsta sætið í Florida í
gær. Það var á móti leikarans
kunna, Jackie Gleason.
Niklaus hafði eins höggs for-
skot, þegar lokaumferðin hófst —
en eftir átta holur hafði Garry
Player náð forustu. Eftir 10 holur
voru Nicklaus, Player og Morgan
jafnir — en Nicklaus náði
forustu á þeirri þrettándu á ný.
Tryggði sér raunverulega sigur á
þeirri 15., þegar 20 feta pútt hans
heppnaðist fullkomlega. Hann
lék holurnar 78 á 275 höggum, 13
undir pari. Player varð annar
með 280 högg og Morgan 3ji
ásamt tveimur öðrum á 282
höggum.
Þessi sigur Nicklaus er hans 61.
í keppni atvinnumannanna í
golfinu. Ben Hogan var með 62
'sigra á keppnisferli sínum — en
Sam Snead, sem enn er í fullu
fjöri þó kominn sé á sjötugs-
aldurinn, hefur 84 sigra.
Fræðsluráð-
stefna KSÍ
Tækninefnd KSÍ gengst fyrir
fræðsluráðstefnu fyrir stjórn-
endur knattspyrnudeilda, sem
hefst laugardaginn 12. marz nk.
kl. 10.00 f.h. stundvíslega í Alfta-
mýrarskólanum, Reykjavík.
Stjórnandi verður Reynir G.
Karlsson, æskulýðsfulltrúi.
Meðal efnis, sem tekið verður
fyrir er:
1. Skipulag knattspyrnudeilda,
störf og verkasRipting.
2. Starfsáætlanir stjórnar.
3. Samstarf við þjálfara — skipu-
lagt kcnnslustarf.
4. Veigamikil atriði úr lögum og
reglugerðum KSl.
5. Réttindi og skyldur félaga, sem
þátt taka í UEFA keppnum.
Stjórn KSÍ og Tækninefnd
mæta á ráðstefnunni.
Gert er ráð fyrir umræðum um
hvern þátt. Aætlað er að ráðstefn-
unni ljúki kl. 18.00 sama dag.
Þátttökutilkynningar berist skrif-
stofu KSÍ fyrir þriðjudag 8. marz.
Fréttatilkynning frá KSÍ.
Iþróttir
Iþróttir
fþróttir
Það var hörð og skemmtileg keppni í Bikarglímu tsiands i íþróttahúsi Kennaraháskólans á sunnudag. Tíu
keppendur voru í flokki fullorðinna og þar bar Islandsmeistarinn 1975, Pétur Yngvason, HSÞ, sigur úr
býtum. Hann hlaut sjö vinninga af átta möguleikum. Tvö jafnglími hjá honum við þá Guðmund Ólafsson
og Halldór Konráðsson. i öðru sæti með 6 vinninga varð Guðmundur Freyr Haildórsson, Armanni, og í
þriðja sæti tvíburabróðir Péturs — Ingi Yngvason, Íslandsmeistarinn í fyrra. Ingi hlaut 5,5 vinninga.' í
unglingaflokki sigraði Auðunn Gunnarsson, UÍA, hiaut 2,5 vinninga af þremur mögulegum. A DB-mynd
Bjarnleifs eru verðlaunahafarnir í glímunni. Frá vinstri: Pétur, Guðmundur og Ingi.
ENN LEIKUR LIVER-
P00L Á HEIMAVELLI
— í sjöttu umf erð ensku bikarkeppninnar
— Þegar Liverpool fær heima-
leik í fjórða sinn í röð í bikar-
keppninni er ekki furða þó allir
haldi, að liðið sé á leið á
Wembley, sagði Jackie Charlton,
framkvæmdastjóri Middlesbro, í
gær — en það verður einmitt íið
hans, sem leikur við Liverpool i
sjöttu umferðinni á Anfield í
Liverpool. Við munum þó selja
okkur dýrt þar, bætti Charlton
við.
1 gær var dregið í sjöttu um-
ferðina — og það er langt síðan
jafn sterk lið hafa verið f hattin-
um og að þessu sinni. Niðurstaðan
varð þessi:
Everton — Derby
Southampton eða Manch. Utd. —
Aston Villa
Wolves — Leeds
Liverpool — Middlesbro
Bikarmeistarar Southampton
leika við Manc. Utd. næsta þriðju-
dag á Old Trafford og þá fæst
sennilega úr því skorið hvort lið-
anna leikur við Aston Villa í
sjöttu umferðinni. Saunders,
framkvæmdastjóri Villa, sagði í
gær, að honum væri nokkuð sama
hvort Aston Villa léki við Manch.
Utd. eða Southampton. Lið hans
þyrfti að ná hefndum í báðum
tilfellum á þessum liðum vegna
úrslitanna á síðasta leiktímabili.
Everton og Derby leika á Goodi-
son Park í Liverpool á sama tima
og Liverpool og Middlesb. leika á
Anfield, svo hlutur Liverpool-
liðanna er mikill í umferðinni.
Báðir ættu leikirnir að geta orðið
skemmtilegir og tvísýnir. Þá fá
Úlfarnir Leeds í heimsókn — og
hafa þegar hækkað verð aðgöngu-
miða á þennan stórleik að þeirra
áliti.
Einn leikur var háður í 1. deild-
inni ensku í gær. WBA sigraði
Birmingham 2-1 i þessari inn-
byrðisviðureign Birmingham-
liðanna. í 3. deild tryggði Mans-
field enn stöðu sína. Vann góðan
sigur á heimavelli gegn Walsall
3-0. Þá vann Port Vale Reading
1-0.
QPR fær ekki að leika Evrópu-
leik sinn gegn AEK, ■ Aþenu, á
Wembley-leikvanginum í
Lundúnum á fimmtudag eins og
farið hafði verið fram á vegna
þess hve leikvöllur félagsins,
Loftus Road, er lélegur. Knatt-
spyrnusamband Evrópu ákvað í
gær, að leikurinn yrði á Loftus
Road á miðvikudag eftir að
Grikkir höfðu mótmælt að leika á
Wembley.
Reykjavíkur-
mótí
badminton
Reykjavíkurmótið í badminton
verður haldið í Laugardalshöll-
inni helgina 5. og 6. marz nk.
Valsmenn munu sjá um mótið að
þessu sinni.
Keppt verður í meistara- og a-
flokki, karla og kvenna; í-einliða-
tvíliða- og tvenndarleik. Þátttöku-
tilkynningar skulu hafa borizt
badmintondeild Vals, Valsheimil-
inu við Hlíðarenda, Laufásvegi,
fyrir 1. marz.
Nánari upplýsingar veita
Ragnar Ragnarsson, sími 20280,
og Axel Ammendrup, sími 81866.
íþróttir
Spái
sprel
— í handknattl
milliriðlinum íLim
Frá Halli Hallssyni, Linz,
Austurríki, í morgun.
Það er búið að velja íslenzka
landsliðið, sem leikur hinn
þýðingarmikla leik i milliriðlin-
um við Spánverja hér í Linz í
kvöld kl. átta að staðartíma — eða
sjö að íslenzkum tíma. Ein
breyting er gerð á liðinu frá leikj-
unum við Portúgal og Austur-
Þýzkaland. Ólafur Einarsson, Vík-
ing, kemur í stað Viggós Sigurðs-
sonar, Víking. Ólafur hefur ekki
leikið fyrr vegna meiðsla og síðan
veikinda. Hann var þó orðinn
góður fyrir leikinn við Austur-
Þýzkaland, en Janusz Czerwinski
valdi hann þá ekki og ætlar að
reyna að koma á óvart með hann í
kvöld. Spánverjar hafa fylgzt með
leikjum tslands í B-keppninni —
en þekkja ekki til Ölafs.
Þeir Sigurður Jónsson og Karl
Benediktson fylgdust með leik
Spánar og Noregs í D-riðlinum á
sunnudag. Ég spurði Karl
hvernig honum hefði litizt á Spán-
verjana.
Karl sagði, að handknattleikur
á Spáni væri í gífurlegri framför.
Snerpa spænsku leikmannanna
væri geysilega mikil og þeir væru
mjög fljótir. Beinlínis eins og
spretthlauparar í leik sinum í
handknattleiknum. Gegn Norð-
mönnum skoruðu þeir níu af 16
mörkum sínum úr hraðaupp-
hlaupum — skildu norsku varnar-
leikmennina eftir. Þá eru horna-
menn spánska liðsins stórhættu-
legir — og harðir af sér. Við
eigum aftur á móti betri lang-
skyttur — en íslenzka liðið þarf
að ná toppleik til að sigra Spán-
verja, sagði Karl ennfremur.
Annars fannst mér Norðmenn
slakir í leik sínum við Spánverja,
hélt Karl áfram. Þeir einbeittu
sér ekki nóg og norskur hand-
knattleikur hefur orðið fyrir
miklu áfalli hér i B-keppninni.
Allir reiknuðu með, að Noregur
kæmist í milliriðilinn, og við sigur
Hollancjs á Noregi hefur skipulag
framkvæmdanefndarinnar farið
úr skorðum. Það var þó reyndar
furðulegt að Norðmenn skyldu
tapa fyrir Hollendingum. Þegar
aðeins fimm mínútur voru til
leiksloka höfðu Norðmenn þrjú
mörk yfir, 17-14, en þá hrundi
leikur þeirra alveg. Holland
skoraði fjögur síðustu mörkin í
leiknum og sigraði með 18-17. Það
var furðulegt, sagði Karl að lok-
urn.
íslenzku leikmennirnir fóru á
æfingu í morgun — og var
æfingin í íþróttahöll þeirri hér í
Linz, sem leikið verður i í kvöld.
Allir landsliðsmennirnir eru nú
Sannleikurinn er að
leika eftir að hafa hl