Dagblaðið - 01.03.1977, Blaðsíða 13

Dagblaðið - 01.03.1977, Blaðsíða 13
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 1. MARZ 1977. 13 Iþróttir Iþróttir iverjar eru tthlauparar eik sínum — Island og Spánn leika í : íkvöld og þá leikur Austur-Þýzkaland viöHolland heilir og þeir reikna með erfiðum leik við Spánverja. Spánska liðið samanstendur af leikmönnum nær eingöngu frá tveimur liðum. Fimm eru frá Atletico Madrid, en skrifarfráLinz átta frá Calpiza. Leikmenn Spánar hafa ekki eins mikla leik- reynslu og íslenzku leikmenn- irnir. Sá þeirra, sem leikið hefur flesta landsleiki, er með áttatíu. Ékkert varð af því, að við fengjum myndsegulband það, sem Norðmenn tóku af leik sínum við Hollendinga. Þar hljóp ein- hver misskilningur í málið. Janusz Czerwinski hefur hins vegar ýmsar upplýsingar um hol- lenzku leikmennina, auk þess, sem tækifæri gefst til að sjá þá í leiknum við Austur-Þjóðverja í kvöld. Það er talsverð spenna hér i mönnum vegna leiksins við Spánverja í kvöld — og fastlega má reikna með því, að það liðið, sem sigrar, leiki um þriðja sætið í- B-keppninni hér í Linz á laugar- dag. Það er því til mikils að vinna. Síðustu leikirnir í milliriðlinum verða hér í Linz á fimmtudag. Þá leikur ísland við Holland — og Austur-Þjóðverjar, sem allir virðast spá sigri í B-keppninni, við Spánverja. lórunn var í sérf lokki —á punktamóti á Húsavík Punktamót fullorðinna í alpa- greinum á skíðum var háð á Húsa- vík um helgina. Völsungur, íþróttafélagið kunna á Húsavík, er 50 ára á þessu ári og var þetta fyrsta mótið af mörgum, sem haldið verður á árinu í tilefni afmælisins. Urslit urðu þessi: Svig karla 1. Haukur Jóhannsson, Ak. 94.00 2. Tómas Leifsson, Ak. 96.81 3. Böðvar Bjarnason, H. 97.22 Brautin var 850 metrar. Fallhæð 180 metrar og hlið 57. Svig kvenna 1. Jórunn Viggósdóttir, R. 94.02 2. Nína Helgadóttir, R. 97.41 3. Kristín Úlfsdóttir, I 97.73 Brautin var 750 metrar. Fallhæð 170 metrar og hlið 46. Þessar keppnisgreinar voru á laugardag og þá var hægviðri og sólskin. Hiti við frostmark. Færi hart, en mildaðist er á leið. Stórsvig karla 1. Hafþór Júlíusson, I 168.58 2. Árni Óðinsson, Ak. 169.87 3. Bjarni Þórðarson, R. 174.87 Þeir Haukur og Tómas keyrðu út úr brautinni, sem var 1250 metrar. Fallhæð 320 og hlið 60. Stórsvig kvenna 1. Jórunn Viggösdóttir, R. 99.30 2. Sigurlaug Vilhelmsd. Ak. 102.41 3. Kristín Ulfsdóttir, I 103.94 Veður var svipað og daginn áður. I alpatvíkeppni sigraði Böðvar Bjarnason, H. Guðjón Ingi Sverrisson, R, varð annar og Árni Jónsson þriðji. I alpatvíkeppni kvenna sigraði Jórunn Viggós- dóttir. Kristín Úlfsdóttir varð önnur og Nína Helgad., þriðja. Keppendur á mótinu voru 50 og ný tímatökutæki voru í notkun, sem Lionsklúbburinn gaf Völsungi. Þau beztu sem gerast og eru notuð á skiðamótum í Ölpunum. ‘A- Bj. c Hreinn Halldórsson, KR, nálgast nú stöðugt 20 metrana innanhúss f kúluvarpinu. A iaugardag setti hann þriðja íslandsmetið á stuttum tíma — varpaði 19,89 metra, sem iofar góðu fyrir Evrópumótið 12. marz á Spáni. A DB-mynd Bjarnleifs er Hreinn að undirbúa sig fyrir metkastið. 77 KEPPENDUR Á REYKJA- VÍKURMÓTI í B0RÐTENNIS Reykjavíkurmeistaramótið í borðtennis fór fram sl. sunnudag í Laugardalshöllinni. Þátttaka var mjög góó, sem sést af því að 77 þátttakendur voru mættir. Úrslitin voru: Einliðaleikur karla: Hjálmtýr Hafsteinsson KR vann Tómas Guðjónsson KR í úrslita- leik 15-21, 24-22. 16-21, 21-19, 21- 15. Einliðaleikur kvenna: Ásta Urbancic Ö. vann Bergþóru Valsdóttur Ö. í úrslitum 21-16, 21-9,21-11. Einliðal. Old Boys: Jósep Gunnarsson KR vann Birki Þ. Gunnarsson Ö í úrslitaleik 21-8, 21-15. 24-22. Tvíliðaleikur karla: Ragnar Ragnarsson og Gunnar Finnbjörnsson O unnu Olaf H. Olafsson og Birki Þ. Gunnarsson Ö í úrslitaleik 17-21, 21-19, 12-21, 21-19.21-18. Tvenndarkeppni: Ásta Urbancic Ö og Hjálmar Aðal- steinsson KR unnu Bergþóru Valsdóttur og Ölaf H. Olafsson í úrslitaleik 21-18, 21-15, 18-21, 21- 15. Einliðaleikur unglinga 15—17 ára: Hjálmtýr Hafsteinsson KR vann þú hélzt áfram að >tið slæm meiðsli..., fæja, en hvað þýðir það? ^Það þýðir, Bommi. að meiðslin urðu verri viður Á^_eignar. 'Tl’að er greinilegt að)- Á-þú ætlar að segja mér 1 (að ég geti ekki leikið framar. ------------------ Læknirinn iítur með samúð á Bomma. ~r. J Ef til vill, en ég get ekki verið viss um meiðslin. >. mc 1975 wona m J&AWIMAC 2-20 Sveinbjörn Arnarsson Ö 21-19, 21- 19. Einliðal. ungl. 13—15 ára: Örn Fransson KR vann Vigni Kristmundsson Ö í úrslitaleik 21- 13,21-15. Einliðal. ungl: yngri en 13 ára: Lárus Halldórsson Leikni vann Ilauk Stefánsson Víking 21-14, 21- 18. Tvíliðaleikur unglinga: Hjálmtýr Hafsteinsson og Tómas Guðjónsson KR unnu Ágúst Haf- steinsson og Öskar Bragason KR í úrsiltaleik 21-12, 21-23, 21-17. Iþróttir ^BRUPPEJ ^4? 1977 ^ Einnig leikir íVínarborg — íB-keppninni íkvöld Tveir leikir verða í Vínarborg í kvöld í miiliriðlinum þar í B- keppninni. Fyrst leika Tékkar, sigurvegarar í A-riðlinum við Frakka, en þeir urðu í öðru sæti í B-riðli. Síðan leika Svíar, sem sigruðu í B-riðlinum, við Búigaríu. Ef að líkum lætur ættu Tékkar að vinna auðveldan sigur gegn Frakklandi — og fastlega er reiknað með, að Svíar sigri Búlgari. Það þýðir, að á fimmtu- dag leika Tékkar og Svíar nær örugglega um réttinn til að ieika úrslitalcikinn í B-keppninni. Sá leikur verður einnig í Vínarborg, og jafnframt ieika þá Frakkland og Búlgaría. Erfitt er að spá fyrir um úrslit i þeim leik. Úrslitaleikurinn í B-keppninni verður á sunnudag í Vínarborg — og flestir hallast að þeirri skoðun, að það verði Tékkar og Austur- Þjóðverjar, sem leiki þann leik. Þá verður einnig keppt um fimmta og sjötta sætið — en á laugardag verður keppt um þriðja og fjórða sætið i Linz, og einnig um sjöunda og áttunda sætið. Sá ieikur hefur þó engan raunhæfan tilgang, þar sem löndin, sem leika þann leik, komast ekki í úrslitakeppnina í Danmörku 1978. Aðeins sex efstu iöndin í B-keppninni komast i HM 1978 og eiga því tvö lönd enn eftir að falla úr — auk þeirra fjögurra, sem féllu úr eftir riðla- keppnina, það er Noregur, Sviss, Portúgal og Austurríki. -h. halls. 100. lands- leikur ÓHJ íkvöld Frá Halli Hallssyni, Linz i morgun. íslenzka landsiiðið verður skipað eftirtöldum leikmönnum gegn Spánverjum í kvöld. Markvcrðir Ólafur Benedikts- son Vai, og Gunnar Einarsson, Haukum. Aðrir leikmenn: Ólafur H. Jónsson, Dankersen, sem leikur sinn 100. landsleik fyrir ísland í kvöld, Björgvin Björgvinsson, Víking, Axel Axelsson, Danker- sen, Ólafur Einarsson, Víking, Viðar Símonarson, FH, Jón Karls- son, Val, fyrirliði Geir Hallsteins- son, FH, Agúst Svavarsson, ÍR, Þórarinn Ragnarsson, FH og Þor- björn Guðmundsson, Val. Jafntefli Félagaskipti toppliða samþykkt Stjórn Knattspyrnusamb. ísl. samþykkti nýlega féiagaskipti þriggja leikmanna. Það eru þeir Kristinn Björnsson, sem mun leika með Akurnesingum næsta sumar, en var áður í Val, Örn Óskarsson, sem flyzt frá Vest- mannaeyjum og mun leika með KR, og Arni Geirsson, sem gengur úr Val í FH. Arni var fvrirliði íslenzka ungiingalands- liðsins 1970. Úrslit í 1. deildinni i spönsku knattspyrnunni á sunnudag urðu þessi: Eiche — Espanol 4-1 Betis — Sociedad 2-1 Racing — Vaiencia 2-2 Real Madrid — Zaragoza 4-2 Malanga — Burgos 1-2 Salamanca — Sevilla 1-0 Bilbao — Hercules 3-0 Barcelona — Atletico M. 1-1 Eftir 24 umferðir er Atietico Madrid efst með 33 stig. Barce- lona hefur 31 stig, Bilbao og Valencia 27 stig, Real Madrid og Espanol 26 stig.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.