Dagblaðið - 01.03.1977, Blaðsíða 15

Dagblaðið - 01.03.1977, Blaðsíða 15
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐ.IUDAGUR 1. MARZ 1977. 15 ■N sem var til húsa i Aðalstræti 6B, þar sem Morgunblaðshúsið stendur nú. Þetta var aðeins þriggja her- bergja íbúð, svo það má nærri geta að mömmu mátti bregða að flytja með okkur stelpurnar úr heilu húsi. Það var svo mikill hávaði frá vélsmiðjunni í íbúðinni hjá okkur að mamma sagði stundum að hún vaknaði ef vél- arnar hættu að ganga. Mamma þurfti, ekki síður en pabbi, að leggja mikið á sig alla tíð og þótt þau væru mjög ólík að mörgu leyti þá voru þau alla tíð ákaflega samhent, byggðu hvort annað upp. Einu sinni bilaði skrúfa úr stóru skipi og þurfti nauðsyn- lega að fá gert við hana. Það var engin véismiðja nógu stór til þess að hægt væri aö taka skrúfuna í hús og til stóð að flytja hana til útlanda til við- gerðarinnar. En pabbi tók hana í sína smiðju og þurfti þá að gera gat í eldhúsgólfið hjá mömmu til þess að koma henni fyrir. Guðrún, Sigrún og systursonur þeirra Markús Sveinsson hjá málverki af Markúsi fvarssyni. Hann var alla tið mjög grannur sögðu þær systurnar — enda oft matarlaus á milii landa vegna sjóveikinnar. Kjarvai fór út í Skerjafjörð um eftirmiðdaginn og kom aftur um kvöldið með myndina sem hann hafði málað. Pabbi var hálffeginn að vera búinn að kaupa siifurdisk í brúðargjöfina því hann var svo hrifinn af myndinni," sagði Sigrún. Þetta var á árunum rétt eftir 1920 og þá var pabbi farinn að kaupa málverk og önnur lista- verk. Húsið hér við Sólvalla- götu var byggt árið 1926 en það var leigt út til að byrja með og við fluttum ekki í það fyrr en 1929, og þá í þriggja herbergja íbúð sem var uppi í risinu. Það var ekki fyrr en nokkuð mörgum árum seinna sem mamma og pabbi fluttu niður á fyrstu hæðina. Hæðirnar voru leigðar út. Þá átti pabbi orðið stórt málverkasafn en myndun- um gat hann ekki komið fyrir heima. Hann ,,lánaði“ þær vinum sínum og kunningjum og héngu þær þar uppi. Hann sagði sem svo að þegar hann tæki myndirnar aftur yrði fólk búið að læra að meta að hafa falleg listaverk hangandi á veggjunum hjá sér og myndi þetta verða til þess að það keypti sér málverk sjálft. Stundum kallaði pabbi á okkur stelpurnar og gaf okkur hverri sitt málverkið. Það voru kannski þrjú málverk eftir Kjarval eða Asgrím eða ein- hvern annan. Stundum átti hann til. ef ein- hver var í heimsókn og dáðist mikið að einhverri myndinni, að gefa viðkomandi myndina. Hann gaf einu sinni gesti eina Asgrímsmynd, sem hann hafði gefið mér." sagði Sigrún. „Mér þótti þetta náttúrlega leiðinlegt en þegar ég sagði Ásgrími frá þessu gaf hann mér óðara aðra mynd, mjög fallega " Á heimilum þeirra systra, Guðrún býr á neðri hæðinni og Sigrún á þeirri efri, eru vegg- irnir þaktir hstaverkum og einn- ig eru á heimilum þeirra beggja margir aðrir fagrir og fágætir gripir úr heimili foreldra þeirra. „Foreldrar okkar voru vanir að gefa málverk eða eitthvert annað listaverk í brúðar- og tækifærisgjafir. Einu sinni ætluðu þau að gefa brúðargjöf og höfðu fært í tal við Kjarv-al að hann málaði mynd af því tilefni. Það dróst eitthvað hjá listamanninum, þannig að þau voru búin að kaupa silfurdisk til þess að gefa. Svo kemur Kjarval í eftirmiðdagskaffi og fór pabbi þá að minnast á þetta. „Allt í lagi," sagði Kjarval. snaraðist út úr dýrunum, fór út í Skerjafjörð og málaði allan daginn og kom aftur klukkan ellefu um kvöldið með for- kunnarfagurt málverk. Satt að segja held ég að pabbi hafi verið hálffeginn að vera búinn að kaupa silfurdiskinn þannig að hann gat sjálfur átt mál- verkið!" sagði Sigrún. „Einu sinni fór ég með pabba í vinnustofuna til Áágríms," sagði Guðrún. „Þá sá ég óskap- lega fallega mynd og spurði hvort ég gæti fengið hana keypta — upp á afborganir auð- vitað. Þá sagði Ásgrímur að hann hefði aldrei ætlað þessa mynd til sölu en ég skildi bara taka hana með mér heim og vita hvernig mér líkaði við hana. Ég gerði það og eftir smátíma spurði Ásgrímur hvernig mér líkaði við myndina og var ég enn á þeirri skoðun að ég vildi eignast hana. Þá sagði Ásgrím- ur: „Hún átti aldrei að seljast, svo þú mátt bara eiga myndina." Og myndina á ég enn og mun aldrei skilja hana við mig meðan ég lifi," sagði Guðrún. „En það var ekki einungis pabbi sem hafði auga fyrir list- inni." sagði Sigrún. „Mamma var ákaflega listræn í sér líka. Einu sinni sagði Björn Th. Björnsson listfræðingur í er- indi í útvarpinu að það væri s.vnd að íslenzkar konur skuli e.vða lífi sínu í að kópíera danska list. Þá sagði mamma: „Stelpur. komið þið með blað og blýant." Og hún teiknaði upp útsaumsm.vnstur þarna á Vi „Stelpur, komið þið með blað og blýant," sagði mamma, og svo teiknaði hún upp mynstrið sem hún síðar saumaði í bekk sem var útskorinn af Stefáni Eiríkssyni. borðstofuborðinu, náði síðan í garnpokann sinn og saumaði mynstrið. Þetta er setan í út- skornum bekk hér á ganginum. Bekkurinn er útskorinn af Stefáni Eiríkssyni myndskera, eins og margir aðrir gripir sem við systurnar eigum. Við fengum t.d. útskorna gripi eftir Stefán í fermingargjöf," sagði Sigrún. Nú var komið fram að hádegi og saltkjötið og baunirnar sem verið var að sjóða á báðum hæðum af því þetta var á sprengidaginn var tilbúið. Við kvöddum. þökkuðum fyrir spjallið og héldum út í góða veðrið. DB-m.vndir Hörður Vilhjálms- son. Texti: A.Bj.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.