Dagblaðið - 01.03.1977, Blaðsíða 5

Dagblaðið - 01.03.1977, Blaðsíða 5
DAGBLAÐIÍXÞRIÐJUDAGUR 1. MARZ 1977. 5 Skuldir ríkissjóðs jukust um 500 milljónir í desember - skýrir það aukna seðlaprentun í desember?- staða ríkissjóðs 3 mill jörðum lakari en að var stef nt bankann um 1500 milljónir á síðasta ári í stað þess að endur- greiða 1400 milljónir. Staða ríkissjóðs og ríkisstofnana gagnvart Seðlabankanum varð því um 3 milljörðum króna lak- ari um síðustu áramót en að var stefnt. Engu að síður full.vrðir fjár- málaráðherra að fjárhagsáætl- un ársins 1976 hafi slaðizt. -JFM- .... w Ef skoðaðir eru reikningar Seðlabankans frá 1976 ber hvað hæst skuldir ríkissjóós og ríkis- stofnana við bankann. Rikissjóður skuldaði i nóv- ember sl. 10.917 milljónir króna en i desember hafði skuldin aukizt í 11.418 milljón- ir. M.ö.o., ríkissjóður jók skuld sína urn 500 milljónir kr. í des- ember. Þá eru ótaldar skuldir ríkis- stofnana við Seðlabankann. Þær jukust úr 847 milijónum í nóvember í 2.818 milljónir í desember. Er þetta skulda- aukning ríkisstofnana sem nemur 1971 milljón króna á einum mánuði. Eins og fram kom í DB í siðustu viku nam aukning seðla í umferð um 500 milljón- um króna í desember. Hér eru nefndir aðeins tveir liðir af mörgum sem gætu að einhverju leyti átt sök á þessari auknu seðlaprentun. Ýmsum kynnu nú að koma í hug afdrif þýzka marksins eftir gengishrunið mikla í stríðslok. Þá var einmitt brugðist á það ráð að prenta nýja seðla við- stöðulaust. Þessi viðbrögð stjórnvalda eru e.t.v. ekki óeðlileg ef skýrsla ríkisstjórnarinnar um lánsfjáráætlun 1976 er borin saman við útkomuna í árslok sama árs. i skýrslu þessari er gert ráð fyrir því að ríkissjóður endurgreiði Seðlabankanum 800 milljón kr. af lánum fyrri ára og a.m.k. 600 milljónir vegna lána á yfirstandandi ári. Staðre.vndin er hins vegar sú að ríkissjóður hefur aukið nettóskuldir sínar við Seðla- Fegurðardrottning og kóngur í Garðaskóla Skólafólkið gerir sér margt til skemmtunar og sums staðar er sá siður enn í heiðri hafður að kjósa feg- urðardrottningu og fegurð- arkóng skóla. Þetta gerðu nemendur í Garðaskóla sér til gamans nú á dögunum. Fór fyrst fram kjör ,,drottninga“ og „kónga“ í bekkjum, en síðan mættu þessir fulltrúar bekkjanna til úrslitakeppni sem fram fór á svonefndu Opnu húsi, sent eru skemmt- anir nemenda skólans. Þar valdi fimm manna dómnefnd „fegurðardrottn-' ingu“ og „fegurðarkóng" Garðaskóla. Unndís Ölafs- dóttir, sem fædd er 1961, var kjörin fegurðardrottning og Októ Einarsson, fæddur 1962, var kjörinn fegurðar- kóngur. Dómnefndin dæmdi eftir vexti, útliti og fram- komu. Hér sjást sigurvegar- arnir með kórónur sínar og önnur táknmerki virðingar- innar. DB-mynd Ivar Brynjólfsson. Það var síðasta sýningarhelgin i TÓNABÍÓ I Enginn er fullkominn (Some like it hot) Slæm mistök áttu sér stað hjá auglýsingadeild blaðsins á laugardaginn. Er verið var að vinna bíóauglýsingarnar slæddist sú villa inn í auglýs- ingu Tónabiós að sagt var að viðkomandi m.vnd væri sýnd í síðasta sinn. Þar átti að standa „síðasta sýningarhelgi". Beðið er velvirðingar á mistökum þessum. Kvartmílukempur spyrna á ný Kvartmílukempur eru byrjaðar að spyrna aftur á vegum úti, þrátt f.vrir gefin loforð um að hætta því. Spyrnusvæði þeirra er við Hólmsárbrú, skammt fyrir ofan Geitháls, og einnig hefur sézt til þeirra á Vesturlandsvegi. Að sögn lögreglunnar hefur þessi spyrnuakstur ágerzt mjög að undanförnu. Til dæmis tilkynnti kona í fyrrinótt að hún hefði oró- ið að forða sér af veginum er tvö tryllitæki komu æðandi á móti henni. Er Kvartmíluklúbbnum var út- hlutað keppnissvæði á síðasta ári lofuðu meðlimir að halda sig utan þjóðveganna. Nú hafa þeir sem sagt svikið þetta loforð. -AT- P2 040305 . FlM>nHlN»fU TUU ])A‘H)(I754 jeitt i! ÍÍRO'" r börn og unglinga ■ s »- aS «>oo „ «3«ós> PfeSSStóft frá lcr. S!,l|itÍ8.000.- "s?;* -'-y<aw ■yvr"1 x'___ v, . ,.., ^ jTfiörgtím $tærðum og gerðum 1 1XI;M 11 UM)ii 11D sto 3 sæta, 2 sæta, stóll og 2 borð -^•^,aɧy! pimo.. O - ,,, ' ■ iou( Hringið eða skrifið eftir nánari upplýsingum og myn___ ^ Einnig getið þér komið með yðar hugmynd og við smíðum fyrir yður *g§ það sem þér óskiö. Þessi húsgögn eru öll úr harðfergðum spónarplötum, bæsuð og íökkuð . í mörgum litum. ' fv'v' ' '-■ u vrrr þúsund JföteteL* >'AÍ/ír44^ & EA3,3m-m eitt þúsund 176372 ' KRÖNUR f • ..„KRÓNUR Ath. Við sendum hvert á land sem er. - Greiðsluskilmálar. AUÐBRiKKU 63

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.