Dagblaðið - 24.03.1977, Page 1
\
frialst,
áháð
dagblaú
3. ARG. — FIMMTUDAGUR 24. MARZ 1977 — 70. TBL.
RITSTJÓRN SlÐUMÚLA 12, SÍMl 8332S. AUGLYSINGAR OG AFGTREIÐSLA<. ÞVERHOLTI 2, SIMI 27022.
34 ára kona lézt eftir
átök á heimili sínu
Hjónín voru ein heima og er eiginmaðurinn ígæzlu lögreglunnar
Tæplega fimmtugur maður
er nú í haldi hjá lögreglunni
vegna dauða eiginkonu hans.
Atburður sá, er talið er að
kunni að hafa leitt til dauða
konunnar, sem var 34 ára göm-
ul, gerðist að heimili þeirra
hjóna við Sölheima í Reykjavík
í nótt.
Klukkan rúmlega fjögur i
nótt var lögregiunni gert við-
vart. Þegar hún kom á vettvang
var konan látið. Er talið að hún
hafi látizt nokkru fyrr en
hringt var.
Líklegt er talið að til átaka
hafi komið á milli hjónanna en
þau voru ein heima í ibúð sinni.
Öhætt er að gera ráð fyrir því,
að maðurinn hafi neytt áfengis
og verið drukkinn. Hafði reynzt
erfiðleikum bundið að yfir-
heyra hann um atburð þennan,
þegar síðast var vitað, vegna
áfengisneyzlu.
Sennilegt er að konán hafi
látizt af völdum barsmíða sem
hún hefur orðið fyrir af hendi
eiginmanns síns. Rétt er að,
taka fram að krufning hefur
ekki farið fram, sem staðfesti
dánarorsök.
Rannsóknarlögreglan varðist
í morgun allra frétta af þessu
óhugnanlega máli, enda rann-
sókn á frumstigi.
-BS/GS
Séra Gunnþór kjörinn
Atkvæði voru talin í
prestskosningunum í Hafnar-
firði á skrifstofu biskups í
morgun.
I Hafnarfjarðarprestakalli
hlaut sr. Gunnþór Ingason 1467
atkvæði en sr. Auður Eir 950
atkvæði. Sr. Gunnþór hlaut því
lögmæta kosningu. Á kjörskrá
voru 3565. Alls kusu 2465.
Auðir seðlar voru 35 og 13
ógildir.
í Víðistaðasókn voru 2112 á
kjörskrá og kusu tæplega 50%.
Sr. Sigurður Guðmundsson var
einn í kjöri. -ASt.
JtsH* SKJALFTUM FJOLGAR
„Síðasta sólarhring voru
skjálftar 134 og líklegt er að fjöld-
inn verði svipaður þennan sólar-
hring,“ sagði Einar Svavarsson
jarðfræðinemi, í samtali við DB.
Hann var á skjálftavaktinni í
Reynihlið í morgun. Um níuleytið
í morgun voru skjálftar orðnir
101. Nokkur aukning hefur orðið
á stærri skjálftum. Þeir voru 13
siðasta sólarhring. Einn var 2,8 á
Richter.
Stöðvarhúsið rís hægt. Hreyf-
ingarnar eru mjög óreglulegar
undanfarið.
„Það er engu hægt að spá um
hvað eða hvort eitthvað gerist
bráðlega,“ sagði Einar.
Skjálftum fer nú fjölgandi á
nýjan leik en landrisið er ekki
eins mikið og áður.
-KP
„Ha, bldm handa mér...”
„Ha, blóm handa mér!“ gæti Pétur Östlund hafa hrópað
þegar Rúnar Marvinsson hjá Klúbb 32 afhenti honum blóni-
vönd við komuna til Keflavikur. ___bðkSi'ðd
DAGINN FARIÐ AÐ LENGJA -
ÁFRAMHALD Á GÓÐ A VEÐRINU
Nú er daginn farið að lengja þannig að menn vakna nú upp í björtu, jafnvel hinir mestú
morgunhanar. f morgun kom sólin upp í Reykjavík kl. 7.15. Veður hefur leikið við íbúa suðvestur-
hornsins og svo sem ekki verið amalegt í öðrum landshlutum heldur. í dag verður áfram gott veður í
höfuðborginni, hitinn 2—5 stig, en búast má við örlitlu næturfrosti í nótt. Það verður tilvalið veður til
þess að dorga af bryggjunni í dag — en gleymið ekki að klæða unga krakka í björgunarvesti ef þeir
eru að leik niðri á höfn. — A.Bj./Db-mynd Hörður Vilhjálmsson.
Skoðanakönnun Dagblaðsins:
>
Yfirgnæfandi meirihluti andvígur hunda■
haldi íþéttbýli -sjábiaðsíðus