Dagblaðið - 24.03.1977, Side 2
2
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 24. MARZ 1977.
Er hagsýni gætt
með almannafé?
— Sýslumannsembættið í Borgarnesi flytur ídýrara
húsnæði
Jcnni R. Ólason, Borgarnesi
skrifar:
Um síðustu mánaðamót flutti
sýslumannsembættið í Borgar-
nesi starfsemi sína í nýinn-
réttað leiguhúsnæði að Borgar-
braut 61 hér í bæ.
Áður hafði sýsluskrifstofan
um langt árabil verið í leigu-
húsnæði að Skúlagötu 13.
Hið nýja húsnæði er lítið eitt
rýmra en eldra húsnæðið, en sá
ávinningur er þó óverulegur,
einkum þegar tekið er tillit til
þess að fyrir dyrum stendur að
byggja nýtt hús yfir embættið
þannig að hér er aðeins um
bráðabirgðaráðstöfun að ræða.
Húsnæðið að Borgarbraut 61
er eign Jóns Kr. Guðmunds-
sonar, pípulagningameistara og
hefur henn rekið þarna verk-
stæði vegna starfs slns.
Óneitanlega er það dálítið
dapurlegt I vaxandi iðnaðarbæ
eins og Borgarnesi, að iðnaðar-
húsnæði skuli með þessum
hætti vera lagt undir skrif-
stofuhald.
Það minnir okkur reyndar á
að þetta þjóðfélag okkar virðist
stefna hraðfara í þá átt að fást
helst eingöngu við skriffinnsku
og þjónustu og traust ýmissa
ráðamanna á þeim atvinnuveg-
um sem borið hafa uppi tilveru
landsmanna um aldir sýnist
ekki lengur vera upp á marga
fiska.
Annars er forsaga þessara
búferlaflutninga sýslumanns-
embættisins I stórum dráttum
sú, að á siðasta ári höfðaði eig-
andi húsnæðisins að Skúlagötu
13, Bragi Jóhannsson, mál til
ógildingar á leigusamningi við
embættið. Þessi leigusamning-
ur var til fimm ára og átti að
renna út á miðju ári 1978.
Samningurinn var I upphafi
bundinn vísitöluákvæði þannig
að leiga skyldi hækka í sam-
ræmi við vísitölu skrifstofuhús-
næðis. Snemma á leigutímabil-
inu voru svo sett verð-
stöðvunarlög sem sviptu eig-
andann rétti til hækkunar á
leigu á sama tíma og allur til-
kostnaður, þar á meðal gjöld til
hins opinbera hafa hækkað í
takt við óðaverðbölguna sem
OECD lýsti nýlega að ríkis-
stjórn íslands notaði sem hag-
stjórnartæki.
Ailir menn með óbrenglaða
réttlætisvitund hljóta að sjá að
í því er hvorki réttlæti né sæmi-
legt siðferði þegar ríkisvaldið
gerir samninga af þessu tagi við
einstaka þegna og beitir síðan
löggjafarvaldinu til að svipta
þá réttindum, jafnframt því.
sem það áskilur sér allan þann
rétt sem um var samið.
Þessu vildi húseigandinn
ekki una og þegar ljóst var
orðið að hann mundi á leigutím-
anum tapa hundruðum
þúsunda króna miðað við það
sem í upphafi var samið um,
höfðaði hann eins og áður segir
mál til ógildingar samningnum.
Kröfu sína byggði hann aðal-
lega á þeirri röskun á högum
sínum sem orðið hefði vegna
verðstöðvunarlaganna, en til
vara á nokkrum vanskilum sem
orðið höfðu á greiðslu leigu af
hálfu embættisins.
Nokkrar sviptingar urðu í
málinu meðan það var í með-
ferð dómstóla, t.d. var Braga
neitað um hækkun á leigu sem
verðlagsnefnd heimilaði á
miðju sumri 1976. Sú afstaða
breyttist þó og var hækkunin
greidd I nóvember sama ár.
Skemmst er svo frá því að
segja að seint í desember sl.
kvað Þorsteinn Thorarensen,
en hann var dómari í máli
þessu, upp þann dóm að húseig-
anda skyldi heimilt að láta bera
sýslumannsembættið út og
málskostnaður kr. 80.000.00 féll
á embættið.
Húseigandinn hafði hins
vegar aldrei ætlað sér að reka
embættið út á gaddinn, heldur
aðeins losa sig frá samningi
sem orðinn var óviðunandi
vegna aðgerða ríkisvaldsins og í
samræmi við það bauð hann því
embættinu þegar í stað áfram-
haldandi leigú á eðlilegum
kjörum.
Þessu boði var þegar í stað
hafnað fyrir hönd embættisins
og máiinu jafnframt áfrýjað til
Hæstaréttar.
Nú skyldu menn ætla ad
áfrýjað hafi verið til að rétt-
lætið næði örugglega fram að
ganga og leigusamningurinn þá
væntanlega látinn gilda fram á
mitt ár 1978 eins og uppruna-
lega var gert ráð fyrir en nú
tóku jafnfrámt að gerast
övæntir hlutir.
Embættið tók sem sé á leigu
annað húsnæði fyrir mun
hærra leigugjald.eða í sam-
ræmi við núgildandi vísitölu.
Jafnframt því greiðir það nýja
innréttingu sem kostar sam-
kvæmt varlegri áætlun nálægt
tveim milljónum króna. Húsa-
leigan er nú þess utan greidd
fyrirfram, eitt ár í senn en var
áður greidd mánaðarlega.
BÆJARFOGETINN
0G BRUGGH) HANS
Atli Rafn Eyþórsson skrifar:
Ég er hundavinur mikill og
mótmæli því harðlega skotgleði
Kópavogslögreglunnar. Bæjar-
fógetinn talar um brugg í grein
sem hann nefnir Athugasemd
að gefnu tilefni. Hann segir:
„Ég hef heldur ekki gefið lög-
regluliðinu fyrirmæli um að
færa bruggurum brugg sem
þeir kynnu að hafa týnt á al-
mannafæri." Ég spyr nú bara:
Hvað meinar maðurinn eigin-
lega? Svala þeir kannski skot-
gleði sinni á bruggkútum sem
þeir finna i hrjáðum Kópavogs-
bæ?
En það var enginn að tala um
dauða hluti.Hér er um að ræða
lifandi veru. Það virðingarleysi
sem eigendum hennar var sýnt
finnst mér til háborinnar
skammar. Sá maður sem stóð
fyrir því að hundurinn var
skotinn er engan veginn hæfur
í sitt starf. Honum ætti að vera
vikið úr starfi meðan á rann-
sókn stendur, eins og dæmi eru
til um.
Bæjarfógeti segir ennfremur
að hundahald sé bannað með
lögum, Gott og vel, en stendur
það einhvers staðar að alla þá
hunda sem stíga á Kópavogs-
grund eigi að skjóta tafarlaust
án þess að vitja um eiganda og
einnig ef um er að ræða merkt-
an hund?
Vert er að íhuga hvort þarna
er nægilegrar hagsýni gætt i
meðferð á almannafé.
Um leið og húsnæðið að
Skúlagötu 13 var rýmt var hús-
eigandanum tilkynnt að
greiðsla leigu felli þar með;
niður.
Málið er þó í fullum gangi
fyrir Hæstarétti og vekur þessi
meðferð þess því nokkra furðu,
einkum ef svo kynni nú að fara
að embættið ynni málið þar.
Það er því sérstök ástæða til
að fylgjast vel með lyktum þess
íHæstarétti.
Því er þetta mál rakið hér að
það vekur mann til umhugs-
unar um hvernig er orðið
háttað samskiptum ríkisvalds-
ins og þegnanna. Sannleikur-
inn er sá, eins og meðal annars
kemur ljóslega fram í þessu
dæmi, að einstaklingar eiga
nánast aðeins fræðilegan
möguleika á að ná rétti sínum
gagnvart kerfinu.
Þetta kemur fram á mörgum
sviðum og ágerist sífellt eftir
þvi sem kerfið verður óper-
sónulegra og dauðar tölvur taka
sífellt við stærra hlutverki
lifandi manna með eðlilegar til-
finningar gagnvart öðru fólki.
Við svo búið má með engu
móti standa.
Það er skylda stjórnmála-
manna okkar þeirra sem sitja á
Alþingi að grípa í taumana
áður en allt er um seinan.
Ef þeim tekst að snúa þessari
óheillaþróun við er vel að verki
staðið og þá mun þeim lika
fyrirgefast margt sem þeim
hefur áður farið miðlungi vel
úr hendi.
Lífgum upp á miðbæinn með músik um helgar, segir bréfritari.
Fáum tónlist
á Torgið iim
helgar
Ein giöð yfir góða veðrinu
hafði samband:
Ég er nú ein af þeim sem
alltaf vinna á daginn, innilokuð
á sama stað frá morgni til
kvölds. Nú brá ég mér í hádeg-
inu niður á Lækjartorg og hví-
lík upplyfting! Sólin kemur nú
öllum í svo gott skap og þarna
var ys og þys, allir að spóka sig í
góða veðrinu og tónlistin úr
nærliggjandi verzlunum lifgaði
svo upp á andrúmsloftið að ég
fékk eina ágætis hugmynd.
Hvernig væri að hafa einhverja
lifandi tónlist og eitthvað að
— veðrið kemur manni
ísvo gott skap
gerast á Torginu um helgar
fyrir 'þá sem bundnir eru i
vinnu allan daginn? Manni
finnst að yfirleitt rölti fólkið
um með jarðarfararsvip og þori
ekki að blanda geði hvert við
annað. Það þyrfti að hressa upp
á bæjarlífið með því að fá
tónlistarmenn til að syngja og
spila á Torginu á laugardögum
og sunnudögum, þá mundu for-
eldrarnir frekar fá sér göngu-
túr í bænum með börnin, kann-
ski skreppa inn á Hressó í kakó
og kökur, gefa öndunum eða
bara sleikja sólskinið.
GENGISSKRANING
OG KAUPGJALD
— réttlátari tekjuskiptingu
Flutt hefur verið á Alþingi
frumvarp um lágmarkslaun.
Flutningsmaður er Benedíkt
Gröndal. Frumvarpið er gagn-
merkt og ætti að leysa brýnustu
vandamál launþega nú um sinn
en verðbólgan æðir áfram svo
að 100 þúsund króna lágmarks-
laun, eins og frumvarpið gerir
ráð fyrir, þyrftu að vera komin
upp í 120 þúsund krónur nú
með vorinu eins og ÁSÍ stjórn-
in getlar sér. Slik er verðbólgan
í landinu en við slikt má ekki
una. Og hvað ber að gera?
Jú, við stöndum frammi fyrir
augljósri staðreynd. Hún er sú
að við erum með fljótandi gengi
krónunnar. Verðbólgan í land-
inu er fljótandi gengi krónunn-
ar. Þannig að fyrst hækkar
vöruverð af því að krónan er
fljótandi, síðan hækkar kaupið
af þvi að vöruverð hækkaði og
loks hækkar vöruverð af því að
kaupið hækkaði. Sem sagt sam-
verkandi aðgerðir 'en grunn-
tónninn er fljótandi gengi krón-
unnar. Verðbólga sem hægt
ætti að snúast gegn, en Seðla-
bankinn sem ákvarðar gengi
krónunnar segir: Við erum I
Efnahagsbandalagi Evrópu,
sem þýðir að við verðum að
taka þátt í samverkandi
aðgerðum. EBE heimtar nefni-
lega að við séum með aðgerðir
er séu samverkandi Efnahags-
bandalaginu. Sem sagt, Efna-
hagsbandalagið ákvarðar og við
verðum að hlýða. Og þá er stóra
spurningin, er vera okkar i
Efnahagsbandalaginu nauðsyn-
leg?
Að vísu eru markaðir okkar í
Efnahagsbandalagslöndunum
geysilega mikilvægir, svo sem
Vestur-Þýzkaland og fleiri
lönd. En hlýtur það ekki að
vera krafa allra landsmanna
að ná samkomulagi við EBE um
hið fljótandi gengi krónunnar,
svo búandi sé í landinu fyrir
okkur öll. Nei, það verður að
stöðva verðbólguna og Alþingi
þarf að kippa í tauminn. Verka-
lýðsfélögin segja frjálsa kjara-
samninga en það sýnir sig að
aldrei hefur verið eins að laun-
þegum í landinu sorfið, þegar
þingmenn sjá sig tilneydda að
bera fram frumvarp eins og það
sem Benedikt Gröndal hefur
lagt fram. Nei, endarnir þurfa
að ná saman og það verður ekki
gert á lægri launum en 100 þús-
undum á mánuði.
Verkalýður og raunar allir
launþegar í lándinu þurfa að
vera sér þess meðvitandi að nú
sé teflt til sigurs. Það þarf að
nást algjör samstaða um kjara-
málin, kauphækkunarprósent-
una þarf að fastsetja og frá
henni má ekki hvika. Einnig
verður að fella inn í heildar-
kröfugerðina önnur mál, svo
sem launajafnrétti, orlof,
vinnutíma og réttindi sem ekki
falla beint undir kaupgjalds-
kröfuna. Það er kominn tími til
að verkalýðshreyfingin fái að
njóta þess bata semorðið hefur
í þjóðfélaginu og á ég þar alveg
sérstaklega við batnandi við-
skiptakjör við útlönd. Verka-
lýðshreyfingn á ekki lengur að
þurfa að heyjar varnarstríð.
Hún á að leggja spilin á borðið
og boða sókn og heimta aukna
þátttöku í þjóðmálabaráttunni.
Verkalýðurinn í landinu veit að
nú má ekki missa af strætis-
vagninum. Leggjumst á eitt svo
sá sigur náist. Ég vil hvetja alla
launþega til að hasla sér völl
innan Alþýðuflokksins fyrir
þessa sigurbaráttu. Hann
verður stærri flokkur og þú
nærð því að þjóðartekjunum sé
réttilega skipt. Láttu það verða
heiður þinn að kallast alþýðu-
flokksmaður. Snobb eða brodd-
borgaramennska er ekki við
hæfi okkar alþýðuflokks-
manna. Við viljum sannleikann
í sjálfum þér á borðið. Sölumál
úti í hinum stóra heimi eru mál
málanna. Megi þau þróast svo
að verkalýðurinn og raunar all-
ir launþegar og öll þjóðin geti
deiit geði innbyrðis sem sönn
menningarþjóð. Frá réttlátri
tekjuskiptingu má ekki
hvarfla. Það er sjálf menning-
in. Á vegum Alþýðuflokksins
ertu nær þeirri sigurbaráttu.
Megi Alþingi Islendinga verða
skipað nær vitund þjóðar-
sálarinnar. Það er krafa okkar í
dag að svo verði.
Steinarr Benediktsson.