Dagblaðið - 24.03.1977, Page 4
4 DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 24. MARZ 1977.
..... .... '
Sorp af Keflavíkurvelli meira en af öllum Suðurnesjum:
Vamarliðið opnar nýjan
ruslahaug utan girðingar
—fellur þö innan leigunámssvæðis ríkisins. Sveitarfélögá
Suðurnesjum vilja reisa sorpeyðingarstöð með aðild liðsins
Þannig er farið að safnast fyrir á nýja haugnum
sem opnaður var fyrir stuttu. DB-mynd: Hörður.
„Við erum fyllilega meðvit-
andi um sorpvandamálið á
Keflavikurflugvelli og hefur sá
vandi blandast inn í viðráeður
sveitarfélaga á Suðurnesjum
um byggingu sameiginlegrar
sorpeyðingarstöðvar með þeim
afleiðingum að hún er ekki enn
risin þrátt fyrir 3ja ára við-
ræður um málið,“ sagði Alfreð
Alfreðsson sveitarstjóri í Sand-
gerði í viðtali við DB í gær.
Haft var samband við Alfreð
eftir að blaðamaður og ljós-
myndari höfðu kynnt sér þessi
mál í fyradag og var hann
spurður hvort nálæg sveitarfé-
lög reyndu ekki að beita ein-
hverjum þrýstingi í ljósi hins
óhugnanlega ástands.
Sem fyrr segir hefur hluti
sveitarstjórnarmanna á Suður-
nesjum viljað byggja eina sam-
eiginlega sorpeyðingarstöð með
aðild varnarliðsins. Að sögn Al-
freðs hafa yfirmenn þar sýnt
nokkurn skilning en borið við
að langan tíma taki að fá fjár-
veitingu til þess háttar þar sem
hún þurfi að ganga í gegnum
fjárveitinganefnd Bandaríkja-
þings. Hefur því dregizt á lang-
inn að sveitarfélögin gerðu eitt-
hvað sjálf.
Skv. mælingu á sorpi á
Suðurnesjum fyrir tveim árum
kom í ljós að sorp frá vellinum
var heldur meira en frá öllum
Suðurnesjunum. Því taldi Al-
freð eðlilegt að varnarliðið
greiddi ríflega helming stofn-
kostnaðar.
Fyrir um tveimur árum kusu
sveitarstjórnarmenn þá Alfreð
og bæjarstjórann í Keflavík til
að ganga á fund utanríkisráð-
herra og ræða þessi mál í þeirri
von að hann gæti beitt áhrifum
sínum til að flýta þátttöku
varnarliðsins í málinu. Ráð-
herra tók þeim vel en síðan
hefur ekkert heyrzt, að sögn
Alfreðs. Alfreð tók fram að
einn hæstsetti yfirmaður liðs-
ins nú, væri mjög jákvæður i
þessu máli og hefði lýst áhuga á
varanlegri lausn, þótt málið
yrði ekki leyst á einum degi.
Hefur hann átt viðræður við
sveitarstjórnarmenn.
Það nýjasta í sorphaugamál-
um varnarliðsins er að nú
hefur verið opnaður nýr haug-
ur, eða haugstæði, þar sem
ófremdarástand ríkir á því
fyrra. Er beygt til nýja haugs-
ins skammt sunnan við afleggj-
arann til neðansjávarhlustun-
arstöðvarinnar Dive Five. Er
hann utan flugvallargirðingar-
innar en þó innan þess svæðis
sem ríkið tók á sínum tíma
leigunámi undir völlinn og her-
stöðina. -G.S.
Þetta er leiðin að nýjasta ruslahaug varnarliðsins og iiggur vegurinn út um girðinguna og fram af
smáhæð sem haugurinn er á bakvið. DB-mynd: Hörður.
1
Þar sem umhverfisvernd og
snyrtimennska hafa gleymzt
— DB kannar slatta af ruslahaugum á Kef lavíkurf lugvelli
Hólar og hæðir af sorpi og aftur sorpi. Lág girðing er umhverfis
þannig að bréfarusl á greiðan útgang út fyrir í minnstu golu. Þessir
haugar eru í 200 metra fjarlægð frá svefnskálum Islenzkra aðal-
verktaka og veldur fnykur og reykur frá haugnum oft vandræðum
og óþægindum þar. DB-mynd: Hörður.
Það er öldungis ótrúleg
óvirðing við umhverfið og
snyrtimennsku yfirleitt sem
blasir við á Keflavíkurflugvelli
ef aðeins er farið út fyrir þá
alfaraleið sem liggur milli flug-
stöðvarinnar og aðalhliðsins og
gjarnan er kölluð andlit Vallar-
ins.
Á innan við kílómetra spotta
mátti telja sex hauga, en þar af
voru tveir minniháttar. Voru
þeir þó til óprýði og sóðalegt
umhverfis. Tveir haugar fund-
ust annars staðar.
Sé beygt til vinstri, nokkur
hundruð metrum eftir að komið
er í gegnum aðalhliðið, blasir
við haugur nokkur hundruð
tómra asfalttunna og eru þær
mismunandi ryðgaðar eða
tjöruataðar eftir aldri Munu
íslenzkir aðalverktakar eiga
þennan haug og annan smærri
skammt frá. Sá samanstendur
aðallega af sundurryðguðum
tunnum. Áður en lengra er
haldið skal það tekið fram að
þetta fyrirtæki hefur þó sýnt
árangursríka viðleitni við að
snyrta umhverfi vinnu- og íbúa-
skálasinna.
Skammt austan haugs nr. 2
er svo amerísk-íslenzkur haug-.
ur, margfalt stærri en þeir
fyrri, sennilega um tveir hekt-
arar. Þar er svokallað port
Sölunefndar varnarliðséigna og
mátti þar m.a. sjá áratuga
gamla og sundurryðgaða bíla og
vélar auk hverskyns torkenni-
legra hrúgalda annarrra. Þar
þarf nýi forstjóri Sölunefndar-
innar að taka til höndunum.
Skammt þar suður af, svo
sem 50 til 70 metrum frá, er svo
annar haugur, eiginlega tví-
skiptur í spýtna- og járnahaug.
Þann haug og nokkurt brak um-
hverfis eiga Islenzkir Aðalverk-
takar. Sýnast þeir þó hafa sýnt
einhvern lit við að hrauka
draslinu saman.
Eftir ríflega 300 metra akst-
ur þaðan er svo komið á aðal-
sorphaug varnarliðsins sem er,
nokkur þúsund fermetra
dyngja af daunillu sorpi, girtu
neti festu á svera rafmagns-
staura til að láta ekki undan
farginu. Talsverð umferð var
með hvers kyns drasl þangað og
rauk hér og þar úr eldi í drasl-
Aðeins litið skot innan girð-
ingarinnar er enn nothæft til
losunar svo stækkun virðist
fyrirsjáanleg.
Er .haugurinn i ca 200 metra
fjarlægð frá svefnskálum
starfsmanna íslenzkra Aðal-
verktaka og hefur blaðið eftir
nokkrum þar að mikil reyk-
mengun stafi af haugmim í
vissum vindáttum. Við hlið
sorphaugsins er svonefndur
Metal dump haugur, sem eink-
um er ætlaður járnarusli eða
fyrirferðameiri úrgangi.
Kantar vegspottans að sjálfum
haugnum eru reyndar orðnir
einn samfelldur ruslahaugur og
svo erfitt að snúa þar við eða að
losna lengur við rusl að nýlega
var gripið á það ráð að opna
nýjan haug utan girðingar. Þar
er rusl nú byrjað að safnast
saman. Er það haugur nr. 7 sem
við töldum.
Síðasti haugurinn var
skammt frá flugbraut og ekki
langt frá hliðinu út í Rockville
stöðina. Þar er allstór haugur
samþjappaðra flugvélaflaka
sem slökkviliðið hefur æft sig
á, tvö uppistandandi flugvéla-
flök úttætt og rifin eftir æfing-
ar liðsins við að brjótast inn í
vélar og loks olíutankurinn
frægi, einnig æfingatæki
slökkviliðsins. Er kveikt í þess-
um tank, eða eftirlíkingu flug-
vélaskrokk, af og til til að æfa
slökkvistarf. Hefur mikill úlfa-
þytur orðið út af þessu og olíu-
mengun talin berast ofan í jarð-
veginn frá þessum æfingum.
Skammt utan hliðsins til
Rockville og Keflavíkur er svo
ruslahaugur Keflvíkinga og var
verið að urða þar rusl er okkur
bar það að. Er það urðað nokk-
urn veginn jafnóðum og síðan
sáð yfir þannig að þar er orðin
allstór græn spila.
•G.S.
Leiðin að ruslahaugnum sem ekki er unnt aó nota lengur fyrir
rusli. Myndin er tekin eftir öðrum vegarkantinum i átt að haugn-
um. DB-mynd: Hörður.