Dagblaðið - 24.03.1977, Page 5
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 24. MARZ 1977. 5
....
8. skoðanakönnun Dagblaðsins:
* Eruð þér f ylgjandi eða andvígur ..s
hundahaldi íþéttbýli?
„ÞAÐ ER ANDSTÆTT HUNDSEÐUNU”
„Hundahald i þéttbýlinu er
andstætt hundseölinu. Hund-
arnir njóta ekki eðlilegs frelsis
við þau skilyrði sem almennt
eru sett fyrir hundahaldi í þétt-
býli, svo að sífellt þurfi að hafa
taumhald á hundunum.“ (Karl
úti á landi).
„Ég hef kynnzt hundahaldi
erlendis og veit hvaða vanda-
mál þetta getur verið. Ég er því
á móti hundahaldi í þéttbýli."
(Kona á Reykjavíkursvæðinu).
svæðinu).
„Ég er á móti en hundar eru
dásamlegir.“ (Kona á Reykja-
víkursvæðinu).
„Hundar eru leyfðir hér og
ég get ekki annað en vorkennt
þessum greyjum sem eru lokuð
inni daginn út og inn.“ (Kona í
Mosfellssveit).
Þetta eru dæmi um svör fólks
við spurningunni Eruð þér
fylgjandi eða andvígur hunda-
haldi i þéttbýli? Dagblaðið
Niðurstöður skoðanakönnunarinnar urðu þessar:
Fylgjandi 57 eða 19%
Andvígir 233 eða777/3%
Óókveðnir lOeðaS'6%
Ef aðeins eru teknir þeir sem tóku afstöðu verða
niðurstöðurnar þessar:
Fylgjandi 19,6%
Andvígir 80,4%
„Ég hef enga samúð með
þessum hundum." (Karl á
Reykjavíkursvæðinu).
„Ég er á móti bönnum ai-
mennt.“ (Kona í Keflavík).
„Það er allt í lagi að hafa
hund hér á Akureyri. Það er
svo nálægt sveitinni.“ (Karl á
Akureyri).
„Ég á dóttur sem var bitin af
hundi og ég vil því ekki leyfa
hundahald í þéttbýli.“ (Kona á
Húsavík).
„Ég er á móti hundahaldi í
þéttbýli hundanna vegna. Þar
eru þeir ekki í réttu umhverfi."
(Kona á Reykjavíkursvæðinu).
„Það er gott að spjalla við
hunda og tryggari verur finnast
ekki.“ (Karl á Reykjavíkur-
spurði alls 300 manns í þessari
skoðanakönnun, 150 á Reykja-
víkursvæðinu og 150 utan þess
Hringt var í símanúmer á
ákveðnum stöðum í hverri
opnu símaskárinnar. Helming-
ur þeirra sem spurðir voru eru
konur og helmingur karlar.
Þannig eiga að fást niðurstöður
sem ekki skakkar nema um
nokkur prósent. Úrslit þessarar
könnunar um afstöðu til hunda-
halds í þéttbýli eru greinileg.
Yfirgnæfandi meirihlutu
landsmanna er andvígur
hundahaldi í þéttbýli. Konur á
höfuðborgarsvæðinu mest á
móti.
Andstæðingar þess eru í
miklum meirihluta bæði á
Reykjavíkufsvæðinu og úti á
landi og bæði meðal karla og
kvenna. Andstaðan var mest
meðal kvenna á Reykjavíkur-
svæðinu. Þess vegna var hlut-
fallið óhagstæðast hundahald-
inu á Reykjavíkursvæðinu. Alls
reyndust tæplega áttatiu af
hverjum hundrað vera andvígir
hundahaldi í þéttbýli.
Fólk hefur skoðun á þessu
máli. Óvenjufáir voru óákveðn-
ir, aðeins um þrir af hverju
hundraði.
Hvað er að óundum?
Mjög algengt var í svörum
fólksins að það væri óeðlilegt
að hafa hunda bundna og inni-
lokaða. Dýrunum liði þá ekki
nógu vel. Þeim væri vorkunn.
Hundar þyrftu að vera sem
frjálsastir. Auðvitað er þetta
ekki ný kenning og hundaeig-
endur í þéttbýli munu hafa
margt við hana að athuga, en
þetta er dómur almennings.
Margir minntust einnig á að
sóðaskapur fylgdi hundunum.
Fáir töluðu um að af þeim staf-
aði hætta.
Karlmaður í Keflavík lét þess
getið að hann teldi óverjandi að
taka hunda og skjóta þá. Það
væri ógeðslegt.
Nefnt var að sumir hundar
gætu vanizt innilokun en aðrir
gerðu það aldrei. Það færi
nokkuð eftir tegundum.
Meðal fylgjenda hundahalds
í þéttbýli var nefnt að það væri
andstætt mannréttindum að
banna fólki að hafa hunda eða
taka þá og stytta þeim aldur.
Margir af fylgjendunum tóku
fram að auðvitað yrði hunda-
hald í þéttbýli að vera undir
mjög ströngu eftirliti. -HH
V
✓
Skólahljómsveit efnir til
tónleika í Háskóiabíói
Skólahljómsveit Kópavogs er
tíu ára um þessar mundir og til
að minnast tímamótanna efnir
hljómsveitin til tónleika i Há-
skólabíói á laugardaginn kemur
kl. 3 síðdegis. Kynnir hljóm-
leikanna verður Jón Múli Árna-
son en stjórnandi sveitarinnar
Björn Guðjónsson, sem var
aðalhvatamaður að stofnun
sveitarinnar og hefur leitt hana
allan áratuginn.
I hljómsveitinni hafa frá
upphafi leikið 2-300 unglingar.
Starfar sveitin i reynd í þremur
hópum. Yngsti hópurinn er á
aldrinum 10 ára fram að upp-
hafi gagnfræðaskólanáms. Mið-
hópurinn er hin eiginlega
skólahljómsveit, þ.e. unglingar
á gagnfræðaskólaaldri. Loks er
þriðji hópurinn, unglingar sem
lokið hafa skyldudnámi en
ganga þá í Hornaflokk Kópa-
vogs.
Á hljómleikunum á laugar-
daginn leika 52 unglingar í
sveitinni.
Skólahljómsveit Kópavogs
hefur getið sér góðan orðstír.
Hún hefur m.a. leikið við
fjölda landsleikja í knattspyrnu
og í handknattleik, komið fram
á tyllidögum í Kópavogi og víð-
ar. Sveitin hefur nú nýlega
leikið inn á LP-hljómplötu auk
þess sem sveitin hefur tvívegis
haldið til Norðurlanda og einu
sinni til Skotlands og ráðgerir í
sumar Noregsferð. Sveitin
hefur ætíð starfað af mikilli
grósku og má búazt við að tón-
leikarnir á laugardaginn beri
þess ljósan vott.
-ASt.
Efnilegur tónlistar-
maður frá íslandi
Alþingi:
Ingvar vill
stöðva van-
hirðustefnuna
Ingvar Gíslason alþingis-
maður (F) vill að veigamikil
breyting verði gerð á starfsemi
Byggingarsjóðs, Nú er aðalhlut-
verk sjóðsins að lána til ný-
smíði íbúðarhúsnæðis en þing-
maðurinn vill að sjóðurinn láni
fé til að endurnýja gamalt hús-
næði. Þá verði meira gert af því
að lána til kaupa á gömlu hús-
næði.
„Um áratugaskeið hefur það
verið ríkjandi siður hér á landi
að láta hús og heil bæjarhverfi
drabbast niður fyrir alls konar
vanhirðu,“ segir Ingvar og
nefnir þetta ,,vanhirðustefnu“.
Geysimikil verðmæti hafi farið
í súginn fyrir þessar sakir.
Þingmaðurinn lagði í gær
fram frumvarp sem gengur út á
þetta. -HH
í fréttabréfi frá háskólanum
í Illinois í Bandaríkjunum segir
að nýtt tónverk eftir ungan Is-
lending hafi verið valið úr
fjölda nýrra tónverka til flutn-
ings á hljómleikum Sinfóníu-
hljómsveitar Illinois-háskólans.
Verk þetta nefnist Drengur-
inn og glerfiðlan (The boy and
the glass violin) og er samið
fyrir stóra sinfóníuhljómsveit
með hefðbundinni hljóðfæra-
skipan en verkið býður þó á
köflum upp á frjálsa tjáningu
hljóðfæraleikaranna og jafnvel
einskonar „happening".
Höfundar þessa verks heitir
Þorsteinn Hauksson og stundar
hann nám í tónsmíð hjá Ben
Johnston og Salvatore Martir-
ano við háskólann í Illinois.
Þorsteinn stundaði áður nám í
klassískum píanóleik við Tón-
listarskólann í Reykjavík. I
fréttabréfinu segir að nafn tón-
verksins höfði til þeirrar hug-
myndar eða skoðunar höfundar
að tónlist skuli fara varlega
með, af alúð og nærgætni, líkt
og fiðlu úr gleri. Á umræddum
hljómleikum sem fóru fram
fyrir skömmu var einnig flutt
verk eftir Samuel Barber sem
hann samdi aðeins 28 ára að
aldri og loks sú sinfónla
Brahms sem hvað sjaldnast
hefur verið leikin, sinfónía no.
3 í F dúr.
Þorsteinn Hauksson gat sér
gott orð sem gítar- og hljóm-
borðsleikari í hljómsveitinni
Töturum sem hér starfaði fyrir
nokkrum árum, þá alllangt á
undan sínum tíma. Þótti hann
jafnvígur á bæði hljóðfærin og
minna 1 leik sínum helzt á gítar-
leikarann Jimi Hendríx og org-
elleikarann Keith Emerson,
sem flestir munu kannast við.
Þorsteinn Hauksson mun
vera einn af efnilegustu nem-
endum Tónlistarskólans sem
farið hafa erlendis til áfram-
haldandi náms og er eflaust
mikils að vænta af honum í
framtíðinni.