Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 24.03.1977, Qupperneq 9

Dagblaðið - 24.03.1977, Qupperneq 9
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 24. MARZ 1977. 9 Velheppnaö „flugslys” á Egilsstöðum „Flugslys hefur orðið á norð; urenda flugbrautarinnar," til- kynnti flugvallarstjórinn á Egilsstöðum viðkomandi yfir- völdum á staðnum kl. 10:17 í gærmorgun. Réttir aðilar, svo sem slökkvilið og læknar, brugðu hið skjótasta við og drifu sig út á völl enda sást reykjarmökkur stíga upp af brautarendanum. Þegar bangað var komið sást hinsvegarhvarlítil flugvél stóð óskemmd.en eldiir var í rusli skammt frá. Kom þá á daginn að þarna var um almannavarna- æfingu að ræða. Björgunár- menn héldu þó áfram störfum eins og um slys hafi verið að ræða enda var búið að falsa sár á flugmann og farþega og voru þeir meðhöndlaðir skv. því. Að sögn Gunnars Egilssonar flugvallarstjóra tókst æfingin vel að hans mati, þótt nú eigi eftir að vinna úr þeim gögnum sem til urðu við æfinguna. Að vísu komu einhverjir smáagnú- ar í ljós en það var að heyra á Gunnari að hann hafi búizt við meiri vandræðum. Enginn af þeim sem kallaðir voru út vissu af þessu með fyrirvara. -G.S. Bflaleiga Akur- eyrar í Reykjavík I Síðumúlanum í Reykjavík má sjá stórt skilti sem stendur á Bílaleiga Akureyrar. En hvernig stendur á því að Bíla- leiga Akureyrar er allt í einu komin í Siðumúlann? Baldur Ágústsson sem við hittum á Bílaleigunni sagði að hún hefði starfað í tiu ár á Akureyri. Það varð sífellt al- gengara að fólk sem fékk sér bíl fyrir norðan vildi skilja hann eftir f Reykjavík. Varð þvi úr að setta var upp útibú í höfuðborginni sem auðveldaði mjög afgreiðsluna. Utlendingar sem taka bíl á leigu vilja flestir fá hann í Keflavík. Þá geta þeir ekið sjálfir hvert á land sem er og skilið svo bílinn eftir þar sem þeir tóku hann. Einnig er algengt að þeir aki yfir hálend- ið frá Akureyri og til Keflavík- ur. Bílaleiga Akureyrar hefur milli 120 og 130 bíla af öllum stærðum og gerðum, bæði jeppa og fólksbíla. Verðið fer svo eftir tegund og þeir minnstu eru ódýrastir. -KP Menntaskólanemar vilja bjórsölu Ályktunarhæfur félagsfund- ur í Framtíðinni, málfundafé- lagi menntaskólanema í Reykjavík, samþykkti nýverið að beina því til alþingismanna að þeir stefni að því að leyfa björsölu á ísiandi. Segir í sam- þykktinni, „að engin ástæða sé til þess að íslendingar einir allra Evrópuþjóða fari á mis við þá ánægju og það andrúms- loft sem honum fylgir.“ Fundurinn vildi strangt eft- irlit með bjórsölu og að hann yrði aðeins seldur í verzlunum ÁTVR eins og annað áfengi svo og í viðurkenndum veitinga- húsum. Fundurinn vildi að bjórfrum- varpið yrði borið undir þjóðar- atkvæði og kosningaaldur mið- aður við átján ár. -ASt. LAUNAKJÖR BAR- ÞJÓNA A Sigurlaug Bjarnadóttir al- þingismaður hefur beðið blaðið að birta eftirfarandi svar vegna áskorunar þjóna til hennar um að finna orðum sínum í sjón- varpsþætti stað. Svar Sigur- laugar er á þessa leið: Það er rangt að ég hafi stað- hæft að „barþjónar hefðu hærri laun en ráðherrar'*. Ég sagði orðrétt: „Barþjónar, sem fá prósentur af víninu, sem þeir selja — ja, þeir eru liklega ÍSLANDI tekjuhærri en ráðherrar hér á Islandi". Hér er því, samkvæmt orð- anna hljóðan, um tílgátu mína (en ekki staðhæfingu) að ræða sem ég tel mig ekki þurfa að standa framreiðslumönnum nein reikningsskilá.Hins vegar gæti þessi krafa þeirra orðið mér sérstakt tilefni til að kanna nánar, hver eru launakjör bar- þjóna á íslandi. Þorsteinn Gunnarsson í hlutverki vitavarðarins í Iðnó-útgáfunni af Skjaldhömrum. Enskir, pólskir og sænskir Skjaldhamrar Jónas Árnason þarf að gera víð reist um hinn stóra heim ef hann ’ætlar að sjá leikrit sitt, Skjald- hamra, þar sem það er sýnt. Nú síðast var hann í Texas í Banda- rikjunum. Þar var leikritið frum- sýnt í baajarleikhúsinu í Midland sl. föstudag. Leikritið hlaut mjög góðar undirtektir, segir i skeyti frá leikhússtjóranum Art Cole, sem sent var Iðnó. Jönas var gest- ur leikhússins og eftir sýningu var haldin mikil veizla honum til heiðurs, þar sem voru um 200 manns. Cole leikhússtjóri sá verk Jón- asar í Dundalk á írlandi í fyrra vor og fékk það til sýningar í leikhúsi sínu. Hann mun einnig hafa áhuga á því að gefa verkið út á vegum sambands háskóla- og áhugaleikhúsa vestra. Skjaldhamrar verða víðar á döfinni erlendis á næstunni. Leik- ritið verður flutt í útvarpi í Finn- landi nú í vor. Norbotten- leikhúsið i Sviðþjóð mun taka það til sýningar á næstunni. Þar er leikhússtjóri Christian Lund en hann hefur leikstýrt sýningum hér t.d. Þjófar, lík og falar konur eftir Dario Fo. Pólverjar geta brátt kynnt séi leikrit Jónasar. Nú í vor kemur út þýðing i virtu pólsku leiklistar- tímariti sem nefnist Dialog. Pólsku þýðinguna annast Piotr Szymanowski. Alan Boucher hef- ur þýtt verkið á ensku og Inger Pálsson á sænsku. -KP Fyrstu BS-hjúkr- unarfræðingamir brátt útskrifaðir „Fyrstu 14 nemendur munu brautskást með BS-gráðu í hjúkrunarfræði í júní. Ekki er enn vitað hvar þeir standa að loknu námi launalega séð, hvort þeir ganga inn í Hjúkrun- arfélag íslands og það semji fyrir þá um laun eða Bandalag háskólamanna.“ Þetta sagði Ingibjörg Magn- úsdóttir námsbrautarstjóri í viðtali við Dagblaðið í gær. Hún sagði að svona nám væri mjög algengt í Bandaríkjunum og Kanada og væri sett upp við hlið hjúkrunarnáms. Hins veg- ar væri námið I Háskólanum mikið meira bóklegt. Það er fjögurra ára nám en hjúkrunar- skólinn tekur 3 ár. I verklegu námi njóta háskólanemendurn- ir leiðsagnar hjúkrunarkenn- ara á sjúkradeildum sjúkra- húsa og í heilsugæzlustöðvum. Ingibjörg sagði að hjúkrunar- skólanemar þæðu laun i sínu námi og væru hluti af starfs- krafti sjúkrahúsanna. Þá læra háskólanemar i þess- um fræðum að kenna og einnig taka þeir þátt í stjórnunar- fræði. Ingibjörg sagði ao það hefði háð starfsemi hjúkrunarskóla íslands hversu mjög það hefði vantað kennara. Hjúkrunar- fræðingar sem óskuðu að geta kennt hefðu þurft að fara í framhaldsnám erlendis í 1-2 ár. EVI Alþingi: Tillaga um úrsögn úr NAT0 Þingmenn Alþýðubanda- lagsins lögðu í gær fram til- lögu um úrsögn úr Atlants- hafsbandalaginu. Ennfremur yrði ríkisstjórn- inni falið að æskja nú þegar endurskoðunar á varnarsamn- ingnum og leggja fyrir Alþingi frumvarp um uppsögn á þeim samningi þegar endurskoðun- arfresturinn sem ákveðinn er í samningnum heimilar að hon- um verði sagt upp. -HH Járnsmiðir Öskum að ráða járnsmiðí eða menn vana jámsmíði.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.