Dagblaðið - 24.03.1977, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 24.03.1977, Blaðsíða 10
10 DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 24. MARZ 1977. Útgefandi Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson. Ritstjóri: Jónas Krístjánsson. Fróttastjóri: Jón Birgir Pótursson. Ritstjómarfulltrúi: Haukur Helgason. Skrifstofustjórí ritstjómar: Jóhannes Reykdal. íþróttir: Hallur Símonarson. AfistoAarfróttastjórí: Atli Steinarsson. Safn: Jón Sævar Baldvinsson. Handrit: Ásgrímur Pálsson. Blafiamenn! Anna Bjarnason, Ásgoir Tomasson, Bragi Sigurfisson, Ema V. Ingólfsdóttir, Gissur Sigurfisson, Hallur Hallsson, Helgi Pótursson, Jakob Magnússon, Katrín Pálsdóttír, Krístín Lýfis- dpttir, Ólafur Jónsson, Ómar Valdimarsson, Ragnar Lár. Ljósmyndir: Bjamleifur Bjamleifsson, Hörfiur Vilhjálmsson, Svuinn Þormófiason. Skrifstofustjórí: Ólafur Eyjólfsson. Gjaldkerí: Þráinn Þorieifsson. Dreifingarstjórí: Már E. M. 'falldórsson. Áskriftargjald 1100 kr. á mánufii innanlands. I lausasölu 60 kr. eintakifi. Ritstjóm Sífiumúla 12, sími 83322, auglýsingar, áskriftir og afgreifisla Þverholti 2, sími 27022. Setning og umbrot: Dagblafiifi og Steindórsprent hf., Ármúla 5. Mvnda-oq plötugerA: Hilmirhf., SíAumúla 12. Prentun: Arvakur hf., Skeifunni 19. Indverskur sigur Fáir trúðu fyrirfram á aftur- hvarf Indverja til lýðræðis- legra stjórnarhátta. Hið ind- verska lýðræði var orðið eins og tímaskekkja í vaxandi harð- stjórn og einræði þriðja heims- ins. Menn voru ekki heldur vissir um, að lýðræðið væri raunhæft, því að sami flokkurinn hafði verið við völd frá upp- hafi sjálfstæðis Indlands og stjórnarskipti því aldrei orðið á tímabilinu. Og gerræðislegt stjórnarfar Indiru Gandhi á síðustu valdaárum hennar sannfærði menn um, að leifar ind- versks lýðræðis mundu brátt hverfa. Það var því mikill og óvæntur sigur fyrir lýðræðið, er Indira Gandhi aflétti neyðará- standslögum og efndi til heiðarlegra þing- kosninga. Ekki var það minni sigur, er hún sagði af sér með lýðræðislegum hætti, þegar stjórnarandstaðan hafði unniö meirihluta á þingi. Með því að innleiða lýðræði á nýjan leik hefur hún unnið persónulegan sigur í ósigri sínum. Hún hefur gert hreint fyrir sínum dyrum og verður hér eftir ekki sökuð um afnám lýðræðis í landinu. Indira Gandhi tapaði kosningunum vegna gerræðis síns á undanförnum árum. Hún hafði látið setja lög um neyðarástand og notað þau til að treysta völd sín. Hún hafði varpað stjórnar- andstæðingum þúsundum saman í fangelsi. Hún hafði með margvíslegum hætti reynt að ofsækja þá fáu frjálsu og óháðu fjölmiðla, sem þorðu að dansa ekki eftir hennar pípu. Indland stefndi hraðbyri til einræðis og ógnarstjórnar, þegar Indira Gandhi snéri skyndilega við blaðinu. Það stuðlaði að tapi hennar, að hún hafði látið son sinn, Sanjay, leika lausum hala í þjóðfélaginu. Þetta er dekurbarn, sem kann sér ekki hóf í sjálfstrausti. Meðal annars hafði hann teiknað bíl, sem indversk bílaverksmiðja neyddist til að framleiða af pólitískum ástæðum, en var gersamlega ónothæfur. Enn- fremur gekk hann of hart fram í vönunum á óviðbúnu fólki. Undir verndarvæng móðurinn- ar gekk hann berserksgang í stjórnmálunum, svo að menn töldu, að nú ætti að innleiða arfgengt konungsveldi ofan á harðstjórn og einræði. Ekki er við því að búast, að hagur Indverja batni verulega með nýrri stjórn. Það eru ósamstæðir hópar lýðræðissinna, sem nú hafa náð völdum. Og mikil bjartsýni væri að ætla þá geta náðeinlægu samstarfi um framfarir Ind- lands. En alténd fær Kongressflokkurinn nú tíma og tækifæri til að sleikja sárin og byggja upp sterkt framboð í næstu kosningum. Og aldrei er að vita nema hinir nýju valdhafar geti rýrteitthvaðspillinguna, sem grafið hefur um sig á löngu valdaskeiði Kongress. Indverjar geta borið höfuðið hátt við stjórnarskiptin, þrátt fyrir hina efnahagslegu eymd í landinu. Þeir hafa sýnt fram á, að pólitískt siðgæði þeirra er á mun hærra stigi en víðast hvar í þriðja heiminum. Þeir hafa sýnt fram á, að þeir geta skipt um valdhafa með lýðræðislegum og friðsamlegum hætti. Ekki er þessi útkoma minni sigur fyrir lýðræðisöflin í heiminum. Það munar um minna en 600 milljónir Indverja, sem skyndilega hafa flutzt úr herbúðum einræðis í herbúðir lýðræðis. Þetta er mikill sigur eftir áralanga framsókn einræðis og ógnarstjórnar í þriðja heiminum. DagblaAiA hf. mBlAÐIÐ frjálst, úháð dagblað V Hvertfór leiðtogi Klöakrottanna? Flóttinn sem allt Frakkland hlær að „Hvað? Ég!? Kæru vinir, svona stórt mótorhjól myndi ég aldrei geta ráðið við“... Maðurinn með skyggð sólgleraugun var saklaus eins og lamb á svipinn þegar lögreglan barði þar að dyrum með ljós- myndir sem þeir vildu sýna honum. Gerard Rang, 30 ára, neitar því stöðugt að vera „maðurinn á Kawasakiinum," maðurinn á mðtorhjóli, sem ðk með leiðtoga Klóakrottanna í burtu frá dómshúsinu I Nissa, eftir að hann hafði hoppað sjö metra niður á götuna úr glugga á hei:- bergi dómara, sem var að yfirheyra hann. Albert Spaggiari er gjörsam- lega horfinn sjónum manna. Frakkar skellihlæja að þessum djarfa flótta og lögreglan vinnur allan sólarhringinn við að reyna að hafa upp á honum. Fyrir skömmu voru bæjar- stjórnarkosningar í Frakk- landi. Innanríkisráðuneytið hefur umsjón með þeim kosningum, en það er sagt, að innanríkisráðuneytið hafi haft annað í huga í síðustu viku. /ffh CQ37 50 milljónir upp úr krafsinu Það sem ráðherrann, Michael Poniatowski, hefur haft i huga er Albert Spaggiari, 40 ára leið- togi Klóakrottanna svonefndu, sem rændu banka í Nissa með því að notfæra sér klóakkerfi borgarinnar. Höfðu þeir meira en 50 milljónir franka í gulli, seðlum og skartgripum upp úr krafsinu. Og nú er Spaggiari einfald- lega horfinn. Menn um allt Frakkland hlæja mikið að þessu öllu saman og segja, að „nú sé Albert kominn í sumar- frí“. Og þó hlæja menn ennþá meira að rannsóknar- dómaranum Richard Bouzais,. sem þótti Spaggiari svo skemmtilegur maður, að hann lét taka af honum handjárnin og lét verðina bíða fyrir utan, svo að hann gæti rætt við hinn ákærða í ró og næði. Eins og sneyptur hundur En Albert Spaggiari notfærði sér heldur betur þessa skoðun dómarans á sér. Hann hoppaði út um gluggann, sjö metra niður á götuna og þar beið ein- hver félagi hans á mótorhjóli og ók honum á fleygiferð I átt til frelsisins. Innanríkisráðherrann hefur verið foxillur alla tíð siðan. SÞ fellt er verið að ræða við Bouzais i sjónvarpi og er hann Albert Spaggiari, leiðtogi Klóakrottanna er horfiun.Hann stökk sjö metra niður úr glugga og hvarf á mótorhjóii.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.