Dagblaðið - 24.03.1977, Side 11

Dagblaðið - 24.03.1977, Side 11
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 24. MARZ 1977. Um mannlrf —Sýning Riínars Gunnarssonar í GalleríSolon íslandus Myndlisf AÐALSTEINN INGÖLFSSON ljósmynda í efa (ég sæti ekki og skrifaði um þessa sýningu ann- ars...), en ég hef áhuga á rökum ljósmyndara í þessu efni. Ljós- myndir Rúnars eru allar stórar með „sepia“ tónum og fjalla þær um mannlifið í Grjótaþorp- inu, miðbænum og New York þar sem hann var á ferð ný- verið. Vart verður séð af svo fáum myndum hvers megin- hugsun Rúnars er sem ljós- myndara, en þó sýnist mér hún hneigjast meir til „komposi- sjónar" heldur en könnunar á sálfræði eða mannlegum sam- skiptum og er það þá einhvers konar myndrænt jafnvægi sem ljósmyndarinn er á höttum eftir. Þeir eru margir hæfileika- mennirnir innan sjónvarpsins. Fyrir skömmu hélt Egill Eðvarðsson ágæta sýningu á teikningum sínum og nú ríður starfsfélagi hans, Rúnar Gunnarsson, á vaðið með ljós- myndasýningu í Gallerí Sólon íslandus í Aðalstræti. Rúnar er reyndar enginn nýgræðingur í greininni, hefur tekið ljós- myndir í ein 15 ár og hélt sjálf- stæða ljósmyndasýningu í Unu- húsi árið 1969, en þekktastur mun hann vera fyrir vinnu sína við sjónvarpið'undanfarin ár. Á sýningu hans nú eru 23 ljós- myndir og virðist galleriið sem skapað fyrir sýningu af þessu tagi og fylgir henni prýðileg sýningarskrá með fjölda mynda og upplýsinga. Einmitt.það sem við myndrýnendur þurfum að hafa í höndunum þegar að skrifum kemur. Ljósmynd í lykilhlutverki í skránni er formáli þar sem Rúnar gerir grein fyrir þróun ljósmyndatækninnar en í eftir- mála skýrir hann eigin afstöðu til hennar. Ég er e.t.v. ekki alveg sáttur við allt i formála, — t.d. finnst mér of stórt tekið upp í sig að segja að ljósmynda- vélin hafi gegnt „lykilhlutverki í framþróun iðnaðar, tækni og vísinda“ á úthallandi 19. öld. Hún var orðin mikilvæg, vissu- lega — en ekki afgerandi. Einnig sakna ég skoðana Rúnars á því hvers vegna hann telur ljósmyndina nú eiga aðgang að „salarkynnum sem áður voru vigð málurum og myndhöggvurum eingöngu“ eins og segir í formála. Nú dreg ég sjálfur ekki listrænt gildi í jafnvœgi Mikilúðlegt frambretti á gömlum bil ber við gömul báru- járnshús, kræklóttu tré er stillt upp andspænis þrihyrningum húsa, gaskútar mynda sterka heild á móts við skýjakljúfa New York o.s.frv. Að vísu má á sýningu Rúnars finna persönu- stúdíur, — konu í flugstöð, negrapilt í New York og gamlar konur í gömlum húsum, en þar virðist Rúnar vera að túlka hug- takið „bið“ fremur en lesa úr ■eða lýsa persónuleika. Hinar yfirveguðu húsamyndir hans virðast honum nær hjarta, — en eins og ég hef sagt er erfitt að ráða stefnu ljösmyndarans af þessu úrtaki. En ekki verður dregin í efa kunnátta hans og smekkvísi sem skín út úr hverri mynd. alltaf eins og sneyptur hundur. Hins vegar er hafin mikil leit að fanganum, sem er eina leiðin til þess að fá Frakkana til þess að hætta að hlæja. Og í miðri kosninga- baráttunni fékk innanríkis- ráðherrann fréttir sem urðu honum mikið gleðiefni. Lögreglan taldi sig hafa hand- samað manninn sem ók Spaggi- ari á brott. Tveir menn höfðu séð hann fyrir utan dómshúsið í Nissa þennan sama dag, þar sem hann stóð og þvoði mótor- hjól af mikilli nákvæmni í þrjá og hálfan tíma. Gapandi Það var þá sem Spaggiari kom á fleygiferð út um glugg- ann og eftir fimm sekúndur var hann horfinn á mótorhjólinu út I umferðina. Eftir stóðu dómarinn Bouzais og aðstoðarmenn hans gapandi enda héldu þeir, að enginn myndi lifa stökkið af. Að Gerard Rang skuli nú hafa verið handtekinn er í sjálfu sér fréttnæmt, enda þótt hann neiti öllu staðfastlega. Hann er sjálfur þekktur hægri öfgasinni, glaumgosi og ævintýramaður. Rang var einnig handtekinn er verið var að rannsaka ránið í bankanum i Nissa. En honum tókst að sannfæra lögreglumennina um sakleysi sitt og lögreglan kom ekki auga á Spaggiari, fyrr en farið var að rannsaka vini Rangs. Gamall glœpamaður Rang er kunnur mótorhjóla- kappi og hefur meira að segja keppt í íþróttinni. Hann er einn hinna fáu leiðtoga í undir- heimunum og fyrrum OAS maður, sem talinn er hafa gétað átt þátttöku í því að frelsa Spaggiari. Þessu til viðbótar hefur lög- reglan komizt að þvi, að Rang átti kærustu, sem vinnur í skrifstofubyggingu beintiá móti dómshöllinni þar sem Spaggiari stökk út. Atburðurinn er Spaggiari var frelsaður virðist hafa verið ámóta vel skipulagður og þegar klóakránið var framið. Vitað er, að þeir hljóta að vera þó nokkrir sem viljað hafa Spaggiari lausan áður en réttar- höld hæfust yfir honum. En flóttinn gefur til kynna, að fleiri áhrifarikir menn standi að baki honum. En hverjir? Ekki er talið líklegt, að Rang komi til með að segja nokkurn skapaðan hlut við lögregluna. Hann segir sennilega, að hann „hafi fjar- vistarsönnun, sem hann geti ekki látið uppi í augnablikinu og að hann myndi aldrei geta ekið svo stóru mótorhjóli og Kawasaki 900 er“. Talið er fullvist, að Spaggi- ari sé kominn langt út fýrir landamæri Frakklands. Allt Miðjarðarhafið er einn stór gluggi éins og einn lögreglu- þjónninn orðaði það. Nýir brandarar Og sífellt er verið að búa til nýja ' brandara um flótta Spaggiaris Fólk bíður nú í ofvæni eftir því að fá að lesa um flóttann í endurminningum hans, því hann var búinn að skrifa þáttinn um klóakránið, en innanríkisráðherrann bannaði að bókin yrði gefin út. t ' ' " I Flytjum skipaviögerdir inn í landiö Talið er að viðgerðarkostn- aður íslenskra skipa erlendis hafi numið 1910 milljónum króna árið 1975 á gengi þess árs. Þar af nam viðgerðar- kostnaður farmskipa 1050 milljónum króna. Hér er allt meðtalið, viðhald, tjón og breytingar. Óhætt er að hækka þessar tölur um tæp 20% til þess að fá gengi síðastliðsins árs. Auk þess ma buasi við að einhver aukning hafi orðið á viðgerðum íslenskra skipa frá árinu 1975 m.a. vegna mikilla breytinga á skipum á síðastliðnu ári, má því telja að viðgerðarkostnaður íslenskra skipa erlendis hafi numið að minnsta kosti 2,4 milljörðum íslenskra króna árið 1976, þar af vegna farmskipa 1.2 milljörðum króna, þ.e. á gengi þess árs. Hér er um háar upphæðir að ræða, gjaldeyrisútlát sem spara mætti að verulegu leyti með því að flytja skipaviðgerðir að eins miklu leyti og unnt er inn í landið. Ég hef hér getið sérstaklega um viðgerðarkostnað farm- skipa okkar erlendis vegna þess að ókleift er að framkvæma flokkunarviðgerðir á stærstu farmskipum okkar íslendinga hér heima. Okkur skortir tækniútbúnað til þess að gera það kleift. Við þurfum stærri dráttarbrautir eða skipalyftur til þess að unnt sé að gera við stærstu skipin okkar hér heima. Slippfélagið í Reykjavik, eitt mikilvægasta iðnfyrirtæki höfuðborgarinnar, hefur nú mikinn áhuga á því að eignast skipalyftu er géri fyrirtækinu vonandi kleift að taka upp hin stærstu farmskip okkar íslendinga og framkvæma þar hinar stóru og tímafreku flokkunarviðgerðir. Slík skipa- lyfta mundi kosta 5-600 milljónir króna. En auk þess kostar það verulega fjármuni að koma slíkri lyftu fyrir og skapa nauðsynlega aðstöðu kringum hana. M.a. hefur slík hugmynd komið upp að koma skipalyft- unni fyrir á Ægisgarði og fella hana undir umráðasvæði Slippsins. En enda þótt sú leið verði ekki farin mun unnt að koma skipalyftu fyrir á at- hafnasvæði Slippfélagsins. Til skamms tíma var það stefna borgaryfirvalda að skapa Slippfélaginu nýja aðstöðu sem fyrst við Elliðaárvog þar sem framleiðsluaðstaða fyrir skipa- viðgerðir er ráðgerð. Nú hefur orðið stefnu- breyting í þessum efnum. Borg- aryfirvöld telja nú skynsam- legast að búa Slippfélaginu betri aðstöðu þar sem nú er, vegna þesshve dýrtogtímafrekt verði að byggja nýja viðgerðar- aðstöðu upp frá grunni í Elliða- árvogi. Tel ég hina nýju stefnu skynsamlegri og raunhæfari. Mikla nauðsyn ber til þess að hraða þessum breytingum og þeirri uppbyggingu sem nauðsynlegt er að fr^mkvæma á athafnasvæði Slippfélagsins. Ljóst er að þær breytingar verða ekki að veruleika nema til komi atbeini opinberra aðila. Mín skoðun er sú að hér eigi Reykjavíkurborg að koma tii aðstoðar. Borgin ætti að hafa forustu fyrir því að leiða til samstarfs þá aðila sem hér eiga mestra hagsmuna að gæta þ.e. Slippfélagið og hinar stærstu járnsmiðjur í Reykjavlk. Ef til vill væri skynsamlegst að stofna nýtt fyrirtæki um skipalyftu og nýja ful.lkomna viðgerðaraðstöðu. Reykjavíkur- borg ætti þá að leggja frármagn i slíkt fyrirtæki og gerast eign araðili. Hið nýja fyrirtæki gæti síðan skapað grundvöll skipa- smíða I Reykjavík. Höfuðborgin hefur dregist aftur úr sviði skipamsíða og skipaviðgerða. í Reykjavík var fyrsta ísl. stálskipið smíðað. En síðan hafa aðrir staðir tekið forustu i skipasmíðum enda þótt Reykjavík hafi ávallt átt mikið af hæfum iðnaðar- mönnum á þessu sviði. Ekki harma ég það að aðrir staðir landsins sýni dugnað og atorku á sviði skipasmíða. En ég tel að stærsta höfn landsins hljóti að hafa forustu á sviði skipavið- gerða og að eðlilegast sé að gert verði við stærstu farmskip okk- ar tslendinga í Reykjavík. Skipasmíðar komar þar áreiðanlega í kjölfarið. Mér er það ljóst, að við mun- um aldrei geta flutt skipa- viðgerðir að öllu leyti inn í landið. Skip okkar geta bilað erlendis og þá getur verið hent- ugast að sigla til næstu hafnar til viðgerða. En við getum stór- aukið skipaviðgerðir í landinu sjálfu. Björgvin Guðmundsson borgarfulltrúi. Gerard Rang, — maðurinn, sem trúlega hefur aðstoðað Albert við flóttann. En hann neitar öllu saman. Björgvin Guðmundsson Kjallarinn

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.