Dagblaðið - 24.03.1977, Blaðsíða 12

Dagblaðið - 24.03.1977, Blaðsíða 12
12 DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 24. MARZ 1977 I Iþróttir Iþróttir Iþróttir iþróttir Iþróttir Hreinn Halldórsson, Evrópumeistari innanhúss í kúluvarpi. Hann mætir Geoff Capes í Lundúnum 18. maí. Hreinn mætir Capes í London —18. maíá miklu frjálsíþróttamóti. Þarverður viðureign íslenzka Evrópumeistarans og Geoff Capes einn helzti viðburðurinn — Maðurinn, sem sigraði Geoff Capes á Evrópumeistaramótinu innanhúss í San Sebastian á Spáni og varð Evrópumeistari í kúluvarpi, Hreinn Halldórsson, íslandi, mun keppa við Capes í kúluvarpinu, sagði brezka útvarpið, BBC, í gær, þegar skýrt var frá miklu íþróttamóti, sem verður á Crystal Palace- leikvanginum í Lundúnum 18. maí. Það verður mikið um að vera á því móti. Keppendur frá 19 löndum og þar á meðal margir af þekktustu frjálsíþróttamönnum heims. Meðal annars 18 verðlaunahafar frá Olympíuleikunum í Montreal sl. sumar. Greinilegt var á frásögn BBC, að kúluvarpskeppnin þar verður einn af hápunktum mótsins. Einvígi Evrópumeistarans íslenzka, Hreins Halldórssonar, við Evrópumeistarann 1976, Geoff Capes, Englandi. Auk verðlaunahafanna frá Montreal verða frægustu hlauparar Afríku á mötinu. Filbert Bayi, Tanzaníu, heimsmethafinn í 1500 m hlaupi, og John Akii-Bua, Uganda, sem varð olympíumeistari í 400 m grindahlaupi á Munchen-leikunum 1972 og setti heimsmet. Þá hefur Rod Dixon, Nýja-Sjálandi, verið boðið að taka þátt í mótinu, en hins vegar ekki John Walker, landa hans, heimsmethafanum í mílu- hlaupi. Meðal keppenda verður Kúpumaðurinn Juanterano, olympíu- meistari í 400 og 800 m hlaupi. Don Quarry, Jamaíka, olympíumeistarinn í 200 m hlaupi. Pólski olympíumeist- arinn í hástökki, Wzsola, keppir í sinni grein við Dwight Stones, heims- methafann frá Bandaríkjunum.i og Joy, Kanada. Að Hreinn Halldórsson hlaut böð á þetta mikla mót sýnir vel, að hann er orðinn stórt nafn í heiminum í frjáls- um íþróttum. Sigur hans í kúluvarpinu í San Sebastian vakti heimsathygli — var óvæntasti sigurinn á mótinu, og síðan hafa margir viljað fá Hrein á mót til sín, þegar keppnistímabilið byrjar fyrir alvöru utanhúss. Jafntefli írans og Argentfnu Argentína undirbýr knatt- spyrnuiandsiið sitt nú af kappi fyrir heimsmeistarakeppnina i knattspyrnu á næsta ári — en keppnin fer einmitt fram í Argentínu. 1 gærkvöld lék Argen- tína við landslið irans og fór Ieikurinn fram í Madrid — var liður í móti sem Real Madrid gengst fyrir vegna 75 ára afmælis félagsins. Real Madrid hefur boðið til kcppninnar Iandsliðum íran og Argentínu auk þess tekur lið félagsins þátt i því og meistarar Afríku. Mjög á óvart varð jafnt i leik Argentínu og irans — 1-1. En Argentína sigraði síðan á víta- spyrnukeppni — þá kom reynsla þeirra í Ijós, sigruðu 4-1. Afmælisbarnið, Real Madrid, átti í höggi við Mouloudia, Afríkumeistarana og sigraði Real 2-1. Mörk Real skoruðu Paul Breitncr og Javier Aguilar en Bachta svaraði fyrir Mouloudia. Aston Villa nú með fæst töpuð stig! — Sex leikir í 1. deild, sem eru á skrá nk. laugardag, voru leiknir ígærkvöld. Færðir fram Taugaspennan hjá leik- mönnum í fallbaráttunni í ensku knattspyrnunni setti mörk sín á leikina á Englandi í gær. Þá voru sex leikir háðir í 1. deild og í tveimur þeirra var leikmönnum vikið af velli. Liam Brady hjá Arsenal og Colin Waldron, Sund- 'erland — en hann er lánsmaður frá Manch. Utd. Arsenal náði jafntefli i Stoke 1-1 og þar með lauk Iangri tapgöngu félagsins — eða stig eftir átta tapleiki í röð — en Sunderland steinlá í Birmingham fvrir Aston Villa 4- 1. Manch. Utd., sem lék i gær 15. leikinn í röð án taps, tapaði dýrmætu stigi á heimavelli gegn WBA — og lengi vel leit út fyrir tap. Þar voru flestir áhorfendur, eða 51 þúsund, og þeir urðu hljóðir, þegar WBA náði tveggja marka forustu. David Cross skoraði á 18. mín. og á 35. min. kom Robson WBA í 2-0 með marki eftir fallegt upphlaup Johnston og Martin. En tveimur mín. fyrir hlé felldi Robertson Jimmy Greenhoff innan vitateigs og víta- spyrna var dæmd á WBA. Úr henni skoraði Gordon Hill örugg- lega. t síðari hálfleiknum sótti United mjög — en Hill og Macari fóru illa með góðtækifæri áður en Steve Coppell jafnaði í 2-2 tveimur mín. fyrir leikslok. Enski landsliðsmiðherjinn Stuart Pearson hjá United meidd- ist í leiknum. Þá lék Brian Greenhoff ekki með liðinu vegna meiðsla og lék Arthur Albison í hans stað. Vafasamt er að þessir leikmenn geti leikið gegn Luxem- borg í HM-leiknum og einnig Colin Todd, Derby, sem meiddist í leiknum við Tottenham. Úrslit í leikjunum á Bretlands- eyjum í gær urðu þessi: 1. deild Aston Villa—Sunderland 4-1 Leeds—Norwich 3-2 Man. Utd.—WBA 2-2 Newcastle—Coventrv 1-0 Stoke—Arsenal 1-1 Tottenham—Derby 0-0 Allir þessir leikir áttu að fara fram næstkomandi laugardag, 26. marz, samkvæmt leikjaskrá, en voru færðir fram. 2. deild Hereford—Sheff. Utd. 2-2 4. deild Crewe—Newport 2-0 Brentford—Watford 3-0 Torquay—Southport 0-0 Skotland Aberdeen—Motherwell 2-1 Hibernian—Hearts 3-1 Rangers—Ayr 1-1 og þar fór áreiðanlega síðasta von Rangers að verja meistaratitil sinn. Tottenham missti af dýrmætu stigi gegn Derby. Leikurinn var afar lélegur en Lundúnaliðið hefði átt að tryggja sér bæði stigin. G. Hoddle átti skot í þverslá og Ralph Coates spyrnti yfir markið 1 opnu færi — fjóra metra frá marki. Charlie George hjá Derby meiddist eftir 25 mín. og varð að yfirgefa völlinn. Varamaður kom í hans stað og þeir Hector og James voru oftast einu menn Derby í sókninni. Todd átti frábæran leik með Derby, þar til hann meiddist í lokin, og Colin Boulton varði tvívegis hreint á undraverðan hátt skot frá fram- herjum Tottenham. Aston Villa lék Sunderland grátt. John Deehan skoraði tvö af mörkum Villa, en John Gidman og Andy Gray eitt mark hvor. Colin Waldron var rekinn af velli á 69. mín. fyrir ljótt brot, en tap Sunderland var þá staðreynd. Þá var leikur Stoke og Arsenal mjög harður — og hnefar látnir skipta. Liam Brady var rekinn af velli fyrir að slá Steve Waddington — son Tony Waddington, sem sagði upp stöðu sinni sem fram- kvæmdastjóri Stoke í fyrradag. Steve Waddington var bókaður af dómara leiksins í sama atviki. Ar- senal náði forustu í leiknum en Terry Conroy jafnaði fyrir Stoke. Ekkert var sagt frá leikjunum i Leeds og Newcastle í gær i BBC eða i fréttaskeytum Reuters. Með sigrinum á Coventry komst New- castle upp í fimmta sæti í 1. deild — en Aston Villa er það liðið, sem tapað hefur fæstum stigum. Staða efstu liða er þannig: Ipswich Liverpool Man. City Newcastle Man. Utd. WBA Leicester A. Villa 32 18 32 18 31 31 13 7 7 14 12 29 14 57-30 43 50- 27 43 42-23 40 51- 36 37 53-38 36 32 12 11 9 46-40 35 32 11 13 8 43-46 35 27 15 4 8 55-31 34 Meistaramót Reykjavíkur Dagana 25. og 26. marz verðui haldið meistaramót Reykjavíkui í frjálsíþróttum innanhúss. Mótit hefst föstudaginn 25. marz ki 18.00 í Baldurshagáá 50 m hlaup: karla og kvenna, lángstökki karlí og hástökki kvenna. Laugardag inn 26. marz verður keppt kl. 13.00 í Laugardalshöllinni í 800 m hlaupi karla og kvenna, kúlu- varpi karla og kvenna og hástökki karia. Kl. 15.30 sama dag verður keppt í 50 m grindahlaupi karla og kvenna, langstökki kvenna og þristökki, en keppni í stangar- stökki verður 2. april annaðhvort í höllinni eða í KR heimilinu. Þetta mót er fyrsta mót sem nýendurvakið Frjálsíþróttaráð Reykjavíkur gengst fyrir og hefur stjórn þess undirbúið mótið mjög vel og á að reyna að „keyra“ það á sem skemmstum tíma svo áhorfendur geti haft sem Imest gaman af því að koma og fylgjast með. Það ætti að vera áhugavert því frjálsíþróttafólk okkar hefur verið iðið við að bæta Íslandsmetin að undanförnu. FH ekki íerfiö- leikum gegn Fram — íslandsmeistarar FH sigruðu Fram 26-22 í 1. deild íslands motsins íhandknattleik og eygja enn von að halda ítitilinn Íslandsmeistarar FH áttu ekki í erfiðieikum að taka bæði stigin í viðureign sinni við Fram í 1. deild isiandsmótsins í handknatt- leik en liðin léku suður í Hafnar- firði í gærkvöld og sigraði FH 26-22. Ekki var leikur liðanna til- þrifamikill — þessara gömlu keppinauta. Til þess er Fram með of veikt lið í dag. En Fram fékk byr undir báða vængi í byrjun leiksins — náði góðri forustu og lék þá liðið ágætan handknattleik. Knött- inn gekk vel hjá leikmönnum og mun meiri léttleiki var yfir spili liðsins en oftast áður. Enda fór svo að vörn FH opnaðist iðulega illa og ef íslandsmeistarar FH vilja halda í von um meistaratign1 verða þeir að sýna betri leik í' mótinu en hingað til. Já, Fram virkaði mun sterkara liðið í byrjun. Þannig var staðan, eftir 10 mínútna leik, 5-2 fyrir Fram og síðan 4-7. En þá fóru mistökin að segja til sín — leik- menn misstu knöttinn oft klaufa- lega og meistarar FH jöfnuðu 7-7 og komust síðan yfir 9-8. Eftir það var ekki spurning um hvort liðið ,bæri sigur úr býtum — F’H virkaði sterkara þao sem eftir var leiks. Nei, því miður, Fram er fjarri því að vera gott lið — aðeins skuggi fyrir ára. Félagið á engan afgerandi leikmann eins og stendur — heldur einungis mið- lungsleikmenn. Nú, en FH hafði yfir í leikhléi 13-11 og rétt framan af síðari hálf- leik var leikurinn í jafnvægi — þó forusta FH eitt til tvö mörk. Þegar staðan var 18-16 var Guð- mundi Þorbjörnssyni vikið af leikvelli og Islandsmeistarar FH nýttu það vel — skoruðu tvö næstu mörk og breyttu stöðunni í 20-16. Þar með útslagið gert — FH sigraði 26-22. FH lék síður en svo vel í gær- kvöld og af Austurrikisförunum þremur — Viðari, Þórarni og Geir leikur Viðar aðeins af eðlilegri getu. Hinir tveir eru aðeins skugginn af sjálfum sér. Það er því F’H til láns hvað Janus Gúð- laugsson hefur komið skemmti- lega sterkur upp. Ákaflega lipur og eldsnöggur leikmaður, sem setur varnarmenn úr jafnvægi með hraða sínum og krafti. Janus skoraði 9 mörk í gærkvöld en hingað til hefur Janus verið þekktari úr knattspyrnuheimin- um — þar hefur hann leikið með íslenzka landsliðinu. Fram er alveg heillum horfið nú — leikur liðsins er ráðleysis- legur, liðið vantar illa afgerandi langskyttu og sterkan lfnumann. Eins saknar liðið Guðjóns Er- lendssonar í markið — því þó Einar Birgisson verji iðulega vel þá vantar hann enn kraft og reynslu í harða leiki 1. deildar. Mörk FH skoruðu: Janus Guð- laugsson 9 — 2 víti. Viðar Sím- onarson 8 — 5 víti, Geir Hall- steinsson og Guðmundur Magnús- son 3 hvor, Sæmundur Stefánsson 2 og Guðmundur Árni Stefánsson 1 mark. Þeir Andrés Bridde og Pálmi Pálmason skoruðu 6 mörk hvor — Pálmi 4 víti. Sigurbergur Sig- steinsson 4, Guðmundur Þor- björnsson 3 og þeir Pétur Jóhannsson, Árni Sverrisson og Ragnar Hilmarsson skoruðu eitt mark hver. Leikinn dæmdu þeir Gunnar Kjartansson og Ólafur Stein- grimsson og heldur fannst manni dómgæzlan hallast á Fram. h halls.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.