Dagblaðið - 24.03.1977, Side 24
„YFIR ENGIN SAR”
— sagði Spassky um kvikmynd f rá „einvígi aldarinnar”
„Þessi mynd ýfir ekki upp
nein sár í mínum huga,“ sagði
Boris Spassky að lokinni
sýningu á 15 mínútna mynd frá
einvíginu milli hans og Bobby
Fischers í Reykjavík.
Þau Spassky-hjónin og
Smyslov og frú voru meðal
nokkurra gesta á frumsýningu
á þessu stutta sýnishorni úr um
það bil 48 klukkustunda mynd-
segulbandi, sem Iðntækni hf.
gerði í samráði við Skáksam-
band íslands.
Brugðið var upp myndum úr
nokkrum skákum þeirra
Fischers og Spasskys. Þá var
sýnd krýning heimsmeistarans
að lokinni keppni. „Það er
erfitt að ráða í það, hvaða
hugsanir bærast með Spassky,“
sagði Friðrik Ölafsson, þegar
Spassky sat einn eftir við skák-
borðið eftir endanlegt tap.
Friðrik talaði texta inn á
myndina.
, Nú er talið að Chester Fox
eigi ekki lengur einkarétt á
þessari myndatöku og því sé
heimilt að nota hana til sýning-
ar.
-BS.
Biðskákir ígær:
Larsen á lakara — Kortsnoj-Petrosjan: Jafnteflisleg
Níunda einvigisskákin milli
Kortsnojs og Petrosjans í II
Giocco fór í bið í gær eftir 40
leiki. „Skákin er jafnteflisleg,"
segir í skeyti frá Sviss í gær.
i ii ii
Níunda skákin milli Larsens
og Portisch fór einnig i bið.
Talið er, að skákin sé töpuð hjá
Larsen. Ekki má þó gleyma því,
að Larsen er enginn aukvisi í
endatafli.
Polugajevski og Mecking
tefldu ekki í Luzerne í gær. Er
búizt við að þeir tefli 10. skák-
ina i dag. -B.S.
Hort- Spassky:
TÓLFTU
EINVÍGIS-
SKÁKINNI
FRESTAÐ
Að læknisráði fékk Hort
frestað tólftu einvígis-
skákinni við Spassky. Þessa
skák átti að tefla í dag.
Fyrirhugað er, að skákin
verói tefld næstkomandi
sunnudag kl. 17.
Leikar eru nú jafnir með
þeim Hort og Spassky, eins
og sagt hefur verið frá í
fréttum DB. Hafa þeir 5!4
vinning hvor. Þessi tólfta
skák, sem nú hefur verið
frestað, kann því að verða
úrslitaskákin í áskorenda-
einvíginu í Reykjavík. BS.
Stjórn Hjúkrunarfélags
íslands:
Styðurekki upp-
sagnir hjúkrunar-
fræðinga
„Stjórn Hjúkrunarfélags
Islands hefur fyllstu samúð með
uppsagnaraðilum og viðurkennir
þörfina fyrir bættum kjörum
hjúkrunarfræðinga," segir í
fréttatilkynningu félagsins, sem
blaðinu barst í gær. Þá segir enn-
fremur:
„Stjórn Hjúkrunarfélagsins
stóð á sínum tíma ekki að upp-
sögnum hjúkrunarfræðinga á
Borgarspítala, Landakoti og
Vífilsstöðum.
Hjúkrunarfélag íslands er aðili
að heildarsamtökum BSRB og fer
þar af leiðandi að gildandi lögum
um kjarasamninga." EVI
Allir tóku vel i að stilla sér upp í
hópmynd úti á Keflavíkurflug-
velli. Frá vinstri eru Sture
Aakeerberg, Magnús Kjartans-
son, Monica Zetterlund, Lars
Begge, Anji Nutini, Pétur
„Isiand'* Östlund, Rúnar Marvins-
son og Kristinn Haraldsson.
Fremst á myndinni er Sebastian
Östlund og lætur sér fátt finnast
um myndakallinn.
DB-mynd: Bjarnleifur.
MONICA ZETTERLUND
KOMIN TIL LANDSINS
Meðal undirleikara hennar verður Pétur „Island” Östlund
Monica Zetterlund — jazzsöng-
konan sænska — kom ásamt föru-
nautum sínum til Keflavíkurflug-
vallar í gærkvöld. Stjórn Klúbbs
32 var mætt á staðinn og gaf blóm-
vendi á báða bóga.
Með söngkonunni í þessari Is-
landsför eru maður hennar, Lars
Aakeerberg, Lars Begge bassa-
leikari og síðast en ekki sízt
sjálfur Pétur ,,Island“ Östlund,
kona hans Anji Nutini og sonur
þeirra Sebastian, tæplega tveggja
ára snáði.
Fyrstu hljómleikar sænska jazz-
fólksins verða í Norræna húsinu á
föstudagsvöldið. í dag verður
æfing en dagurinn tekinn rólega
að öðru leyti. Alls verða haldnir
fimm tónleikar sem allir eru á
vegum Klúbbs 32. Á mánudag
verður einnig tekinn upp sjón-
varpsþáttur.
Svíarnir voru fremur fámálir
við komuna til Keflavíkurflug-
vallar. Flugferðin hafði verið sér-
stakleg'a löng frá Stokkhólmi til
Kaupmannahafnar, þaðan til
Glasgow og loks til Keflavíkur.
Einnig sagði Pétur Östlund að
þau hjónin hafi verið veik að
undanförnu og frábað hann sér
algjörlega spurningar blaða-
manna.
Monica Zetterlund. Sture
Aakeerberg og Lars Begge dvelja
ER
hér á landi í viku en Pétur og
kona hans staldra við í hálfan
mánuð. Hún er blaðamaður við
sænska kvennablaðið Feminu og
ætlar að skrifa grein um íslenzka
þjóðbúninginn.
Fjöldi Islendinga og þá sér í
lagi jazzunnenda kannast við nafn
Monicu Zetterlund. Hún hefur
sungið inn á fjölda hljómplatna
og haldið hljómleika víða um
heim. Hún þykir nokkuð dýr
skemmtikraftur en Klúbbur 32
fékk hana í heimsókn fyrir gott
verð. Að sögn Magnúsar Kjartans-
sonar, eins stjórnarmanns klúbbs-
ins, hafði hún mikinn áhuga á að
heimsækja landið og gat því gefiö
góðan afslátt. -ÁT-
frfálst, óháðdagblað
FIMMTUDAGUR 24. MARZ 1977.
Kviknar ífisk-
mjölsþurrkara í
Vestmannaeyjum
Um klukkan 11.30 í gærkvöldi
varð eldur iaus í Fiskvinnslustöð
Einars Sigurðssonar I Vestmanna-
eyjum. Eldurinn kom upp I
þurrkara sem ofhitnaði með þeim
afleiðingum að kviknaði I
mjölinu.
Slökkvilið Vestmannaeyja kom
á staðinn og tókst að ráða niður-
lögum eldsins á hálftíma. Sam-
kvæmt upplýsingum lög-
reglunnar í Eyjum í morgun er
ekki talið að um miklar skemmdir
hafi verið að ræða, starfsemi
verksmiðjunnar hófst aftur af
fullum krafti I nótt.
Lögreglan sagði DB að ekki
væri óalgengt að þurrkararnir
ofhitnuðu ef spennufall yrði eða
önnur truflun á rafmagninu.
-A.Bj.
Mörg af mæli
skákfólks
Smyslov fyrrverandi heims-
meistari I skák, núverandi
aðstoðarmaður Spasskys,á 56 ára
afmæli 1 dag.
■ Victor Kortsnoj varð 46 ára
gamall í gær. Þau hjónin Marina
og Boris Spassky sendu honum
heillaskeyti í tilefni dagsins.
Fyrr í þessum mánuði varð
Bent Larsen 42 ára gamall og
Högni Torfason, varaforseti
Skáksambands Islands 53 ára.
Marina Spassky á afmæli næst-
komandi laugardag.
BS.
Leitað að
Vestfjarða-
loðnunni
— 3000 tonn síðasta
sölarhringinn
Enn eru bátar að fá reyting af
loðnu og var aflinn um 3 þúsund
tonn sl. sólarhring, skv.
upplýsingum Loðnunefndar. Haf-
rannsóknaskipið Árni Friðriks-
son lét úr Reykjavíkurhöfn í gær-
kvöldi og ætlaði að halda vestur
fyrir land að kanna hvort hugsan-
lpga væri ganga að koma vestur
fyrir, eins og nokkrum sinnum
hefði komið fyrir í lok vertíðar, til
hinnar mestu búbótar.
Ákveðið var að skipið hefði
þegar samband við Loðnunefnd
ef þáð yrði einhvers vart, en kl.
8.30 í morgun hafði nefndin ekki
heyrt frá því.
-G.S.
Ráðherrafundinum lokið:
er þitt og þitt er mitt”
„Við viðurkennum það að
það vantar mikið í þessa yfir-
lýsingu, enda getum við ekki
rætt öll mál á einum degi,“
sagði Einar Ágústsson utan-
ríkisráðherra, á blaðamanna-
fundi eftir að fundi utanríkis-
ráðherra Norðurlandanna lauk
í gærkvöldi. „Ilins vegar hafa
viðræður okkar verið gagnlegar
sem fyrr og skoðanaskipti verið
náin.“
í yfirlýsingunni, sem gefin
var út eftir fundinn, segir að
umræðurnar hafi mjög mótazt
af afstöðu Norðurlandanna til
V———
alþjóðamála, þá sérstaklega
með aðild landanna að hinum
ýmsu stofnunum Sameinuðu
þjóðanna í huga.
Sérstaklega hafi veriö rætt
um mannréttindainál og Iögðu
ráðherrarntr alltr áherzlu á að
Norðurlöndin myndu ekki taka
sér það á hendur að gagnrýna
eitt land eða heimshluta fyrir
brot á mannréttindaákvæðum
Sameinuðu þjóðanna, heldur
gagnrýna öll þau lönd þar sem
ákvæði þessi væru brotin.
Þá hafa ráðherrarnir rætt
afstöðu til framhaldsfundar
Helsinki-ráðstefnunnar sem
halda á í Belgrad og vildu
leggja áherslu á hinar jákvæðu
hliðar þess fundar. Vildu þeir
að það kæmi fram að
Norðurlöndin litu á fundinn í
Belgrad, sem Iið í áframhald-
andi tilraunum þjóða á milli við
að draga úr spennu í
heiminum, en ekki sem neinn
lokafund um málið.
Það kom fram á blaðamanna-
fundinum að mönnum þótti
ráðherrarnir lita heldur langt
yfir skammt og yfirlýsingar
þeirra um málefni Norðurlanda
þættu heldur klysjukenndar.
K.B. Andersen var m.a.
spurður að því hvort
Grænlendingar fengju einhver
yfirráð yfir fiskimiðum sínum,
sem Danir eru nú að semja um
við Efnahagsbandalagið og
sagðist hann þvertaka fyrir að
ræða fiskveiðisamningana, sem
nú eru í gangi við
Efnahagsbandalagið.
Ráðhctrarmr foru líka
heldur hjá sér er þeir voru
spurðir að því hvort einhvern
tíma mætti búast við því að
utanríkisráðherrar Norður-
landa yrðu átta, þ.e. ráðherrar
Færeyja, Álandseyja og Græn-
lands myndu bætast I
hópinn og minntu ráðherrar
Finnlands og Danmerkur á að
þeir væru fulltrúar þessara
þjóða á fundinum og vildu ekki
gerast spámenn um það hvort
þessar þjóðir fengju sjálfstæði.
Á fundi ráðherranna kom
einnig fram vilji þeirra til þess
að auka stuðning við frelsis-
hreyfingar í Afríku.