Dagblaðið - 05.04.1977, Side 4
4
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 5. APRÍL 1977.
12. skoðanakönnun Dagblaðsins:
Hvaða st jórnmálaf lokk styðjið þér um þessar mundir?
„Pólitíkin hér er
orðin steingeld
í skoðanakönnuninni kom f ram mikil óánægja með
f rammistöðu flokkanna
Niðurstöður skoðanakönnunarinnar
urðu þessar:
Alþýðuflokkur 14 4%%
Alþýðubandalag 31 10%%
Framsóknarflokkur 20 6% %
Sjálfstæðisflokkur 66 22%
Samtökin 1 %%
„Vinstri“ 2 %%
Engan flokk 73 24%%
Vilja ekki svara 20 6%%
Óákveðnir 73 24%%
Ef aðeins eru teknir þeir sem tóku af-
stöðu með flokkunum, verða niðurstöð-
urnar þessar:
Alþýðuflokkur 10,4%
Alþýðubandalag 23,1%
Framsóknarflokkur 14,9%
Sj álf stæðisf lokkur 49,3%
Samtökin 0,8%
„Vinstri“ 1,5%
Til samanburðar eru niðurstöður síðustu
þingkosninga, sem urðu þessar:
Alþýðuflokkur 9,1%
Alþýðubandalag 18,3%
Framsóknarflokkur 24,9%
Sjálfstæðisflokkur 42,7%
Samtökin 4,6%
Komi hitamál upp í Þinginu, mætir sjónvarpið stundum með
myndavélar sinar og tekur upp. Haft hefur verið á orði að nærvera
sjónvarpsmanna hafi örvandi áhrif á störf þingsins. Hér er Bene-
dikt Gröndal að tala fyrir sjónvarpið.
„Það er ófremdarástand með núverandi stjórn, en hvor er
svo sem betri, brúnn eða rauður?“ (Kona á Norðurlandi).
„Ég hef stutt Framsóknarflokkinn í tugi ára, en eitt er víst:
Ég geri það ekki i næstu kosningum." (Karl á Neskaupstað).
„Ég hef alls ekki gert upp við mig hvað ég ætla að kjósa
næst, en ég kýs ekki það sama og síðast." (Karl í Ólafsvík).
„Ég styo engan flokk því að enginn flokkur verndar hags-
muni vinnandi fólks.“ (Karl á Reykiavíkursvæðinu).
„Ég hef stutt sama flokkinn í 36 ár þar til i fyrra. Siöan er
ég ekki í neinum flokki því að mér sýnast hinir ekki koma til
móts við mig fremur en gamli flokkurinn. Hér vantar nýja
strauma. Pólitíkin hér er orðin steingeld." (Karl á Reykjavík-
ursvæðinu).
„Ég er með Sjálfstæðisflokknum en hann þarf að endur-
skoðunar við.“ (Karl á Reykjavíkursvæðinu).
„Það er sami grautur i sömu skál. Ég styð engan.“ (Kona á
Reykjavikursvæðinu).
„Eg kýs Sólnes, alveg sama í hvaða flokki hann er.“ (Karl á
Akureyri).
„Mér er sama um öll stjórnmál. Það er sami rassinn undir
öllum þessum stjórnmálamönnum þegar þeir eru seztir á
AIþingi.“ (Kona á Suðurlandi).
„Þetta er einkamál. Ég svara svona spurningum ekki."
(Kona á Ölafsfirði).
„Ég fylgi alls ekki neinum flokki. Ég kýs eftir málefnum
og ætla að sjá til hvað þeir hafa fram að færa fyrir næstu
kosningar." (Kari á Sauðárkróki).
„Ég vil koma honum Ólafi Ragnari Grímssyni á þing.“
(Kona á Akureyri).
Þetta eru dæmi um svör fólks
við spurningunni: Hvaða
stjórnmálaflokk styðjið þér um
þessar mundir? 1 skoðanakönn-
un Dagblaðsins. Eins og í fyrri
könnunum voru í þessari könn-
un spurðir alls 300, 150 karlar
og 150 konur. Helmingurinn
var á Reykjavíkursvæðinu og
annar helmingur úti á lands-
byggðinni. Hringt var í síma-
númer á ákveðnum stað í
hverri opnu í símaskránni.
Könnun af þessu tagi á að gefa
svo góða mynd af afstöðu al-
mennings, að ekki skakki nema
fáeinum prósentum. En vegna
skekkjunnar verður að fara
varlega í að draga ályktanir í
þeim dúr að einhver flokkurinn-
hafi tapað eða grætt nokkm
prósent frá síðustu kosningum.
Niðurstöður skoðanakönnunar-
innar gefa hins vegar mjög
merkilegar vísbendingar um
hvernig stjórnmálin standa.
Fjórðungur sagði
„Engan flokk“
Athyglisverðasta niðurstaða
könnunarinnar er sú, að um
það bil f jórði hver svaraði óum-
beðið „engan flokk“, og létu
menn venjulega fylgja því
nokkur ummæli um vesöld
flokkanna. Þar að auki sagðist
annar fjórðungur vera óákveð-
inn. Samtals voru því óákveðnir
og utan flokka menn tæplega
49 af hverjum hundrað. Rúm-
lega sex af hundraði neituðu
svo að svara spurningunni af
því að hún væri of „persónu-
leg“.
Þessi afstaða sýnir megna
ðánægju með stjórnmálaflokk-
ana. Það verður mikið verkefni
fyrir þá að koma þessum hóp til
„föðurhúsanna" fyrir næstu
kosningar.
Konur svöruðu frekar „eng-
an flokk“ en karlar en fleiri
karlar sögðust óákveðnir.
Framsókn stendur verst
Þegar aðeins eru teknir þeir
sem tóku afstöðu með flokkum,
koma út tölur sem kannski gefa
gleggri mynd af þvi hvernig
einstakir flokkar standa. Með í
þeim tölum höfum við tekið þá
sem sögðust kjósa „vinstri",
þótt ekki sé víst hvaða flokkur
það yrði.
Út úr þessu kemur að Fram-
sóknarflokkurinn virðist eiga
mest í vök að verjast gagnvart
óánægju kjósenda. I þessari
könnun var fylgi hans tíu af
hundraði undir því sem hann
fékk 1 siðustu þingkosningum.
Þetta er svo mikið að af því má
draga ályktanir.
Þá kemur ekki á óvart að
Samtök frjálslyndra og vinstri
manna eru í dauðanum sam-
kvæmt þessari könnun.
Skipting flokkafylgisins milli
karla og kvenna var yfirleitt
nokkuð jöfn þó hafði Alþýðu-
bandalagið meira fylgi meðal
karla.
Framsóknarflokkurinn hafði
miklu meira fylgi úti á landi en
á Reykjavíkursvæðinu, eins og
við var að búast. Sjálfstæðis-
flokkurinn og Alþýðubandalag-
ið höfðu meira fylgi á höfuð-
borgarsvæðinu en úti á lands-
byggðinni samkvæmt þessari
könnun. -HH
DAUF VIKA VIÐ —aðeins2873
L0ÐNUVEIÐAR lestir ínæturnar
Loðnuveiðin síðustu vikuna hefur aé ir, en síðan koma Sigluf jörður, Reykjavik Rauðsey AK 14 12462 Guðmundur Jónsson GK475 9557
mestu legið niðri, aðeins þeir hörðustu og Eskif jörður. Loftur Baldvinsson EA 24 12344 Skarðsvík SH 205 9544
eru enn við veiðar og fá ekki nándai Efstu skipin á þessari vertíð eru þessi: Fífill GK 54 12099 Bjarni Ólafsson AK 70 9210
nærri sama aflamagn og fyrr á vertíðinni. Sigurður RE 4 20725 Albert GK 31 11705 Kap II VE 4 8895
Flestir hafa bátarnir tekið upp önnur Börkur Ni\ izz ibJ90 Gullberg VE292 11138 Helga II RE 373 8652
veiðarfæri og reyna nú við þann gula, Guðmundur RE 29 18138 Jón Finnsson GK506 10946 Stapavík SI 4 8533
þorskinn. Gísli Árni RE 375 17445 Hákon ÞH 250 10689 Óskar Halldórsson RE 157 8411
í síðustu viku veiddust 2873 lestir og er Grindvíkingur GK606 14518 Ásberg RE 22 10622 Sæbjörg . VE 56 7557
hcildaraflinn þá orðinn 547.377 lestir. Pétur Jónsson RE 69 14316 Árni Sigurður AK370 10608 Svanur RE 45 7175
meira en nokkru sinni fyrr. Langmesta Súlan EA300 14043 Huginn VE 55 10451 ísleifur VE 63 7133
aflamagnið hefur borizt til Vestmanna- Örn KE 13 12818 Þócður Jónasson EA350 10020 Magnús NK 72 6410
eyja, liðlega 90 þús. lestir, Seyðisfjarðar Hilmir SU 171 12766 Helga Guðmundsdóttir BA 77 9873 Helga RE 49 6114
57 þús. Icstir, Neskaupstaðar 43 þús. lest- Eldborg GK 13 12538 llrafn GK 12 9797 Skírnir AK 16 5877