Dagblaðið - 05.04.1977, Side 10

Dagblaðið - 05.04.1977, Side 10
10 DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 5. APRlL 1977. HMEBIABW frjálst, úháð dagblað Utgofandi Dagblaðið hf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson. Ritstjóri: Jónas ftristjánsson. Fróttastjóri: Jón Birgir Pótursson. Ritstjómarfulltrúi: Haukur Helgason. Skrifstofustjórí ritstjórnar: Jóhannos Reykdal. íþróttir: Hallur Símonarson. Aðstoðarfrottastjori: Atli Steinarsson. Safn: Jórt Snvar Baldvinsson. Handrit: Asgrímur Palsson. Blaðamenn: Anna Bjarnason, Ásgeir Tomasson, Bragi Sigurösson, Ema V. Ingólfsdóttir, Gissur Sigurðsson, Hallur Hallsson, Helgi Pótursson, Jakob Magnusson, Katrín Pálsdóttír, Krístín Lýðs- dóttir, Ólafur Jonsson, Ómar Valdimarsson, Ragnar Lór. Ljósmyndir: Bjamleifur Bjarnleifsson, iHörður Vilhjalmsson, Svoinn Þormóðsson. Skrifstofustjori: Ólafur Eyjólfsson. Gjaldkerí: Þráinn 't>orieifsson. Dreifingarstjórí: Már E. M.. 'falldórsson. Áskriftargjald 1100 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 60 kr. eintakið. Ritstjórn Síöumúla 12, sími 83322, auglýsingar, áskriftir og afgreiösla Þverholti 2, sími 27022. Setning og umbrot: Dagblaðiö og Steindórsprent hf., Ármúla 5. Mynda-og plötugerð: Hilmir hf., Síöumúla 12. Prentun: Árvakur hf., Skeifunni 19. Valdastéttin veöurfram Hrun Þörungavinnslunnar við Breiðafjörð er dæmi um, hve illa getur farið, þegar stjórnmála- menn ráða fjármagni þjóðarinnar og sóa því í gæluverkefni, sem eiga að kaupa þeim atkvæði. Steingrímur Hermannsson, þingmaður Vestfjarða og framkvæmdastjóri Rannsóknaráðs ríkisins, hefur látið brenna einum milljarði af almannafé til að kaupa honum atkvæði í Reykhólasveit. En uppskeran er sú, að gæluverkefnið er gjaldþrota og sjálft sveitarfélagið rambar á barmi gjaldþrots. Þetta stafar ekki af óvæntum erfiðleikum. Það var fyrirfram vitað, að ekki yrði unnt að reka Þörungavinnsluna á þann hátt, sem til hennar var stofnað. Sá vísindamaður, sem hafði rannsakað málið í 17—18 ár, taldi tækn- ina við þangskurðinn enn ekki komna á það stig, að verksmiðjan yrði hagkvæm. Svona upplýsingar þola ekki valdastéttar- menn, sem búa yfir takmarkalítilli óskhyggju. Vísindamaðurinn var einfaldlega rekinn og fengnir jámenn til að komast að þeirri niður- stöðu, sem þingmaðurinn vildi fá. Og þessir jámenn neituðu bæði að lesa og greiða um- beðnar skýrslur vísindamannsins. Ekki fór hjá því, að framkvæmdastjórar og aðrir starfsmenn sæju, að dæmið gat ekki gengið upp. Samt voru viðvaranir þeirra látnar sem vindur um eyru þjóta. Og væri framhald á múðri þeirra, voru þeir einfaldlega reknir. Keyptir voru ónothæfir þangskurðarpramm- ar, sem ekki höfðu næg afköst. Og keyptur var þurrkari, sem ekki nýtti heita vatnið nógu vel. Höfðu þó tilraunir sýnt, að hvorugt kunni góðri lukku að stýra. Forvitnilegt er fyrir almenning að reyna að setja sig inn í hugarfarið, sem liggur að baki, þegar þannig er anað áfram í blindni án þess að hirða um staðreyndir, sem liggja á borðinu, og fórnað heilum milljarði króna af almannafé og f járhag heils sveitarfélags. Svona hugsun grefur um sig hjá valdastétt, sem hefur náð tökum á fjármagni þjóðarinnar með völdum síhum yfir bönkum, sjóðum og Framkvæmdastofnun.Hún fyllist nægum hroka til að telja sér heimilt að ráðskast í kunnáttu- leysi með fjármagn þjóðarinnar. Og hún fær útrás fyrir óskhyggju gagnvart margvíslegum gæluverkefnum, meðan heilbrigð iðnvæðing verður að sitja á hakanum. Gæluverkefnin fá fríðindi í tollum, sölu- skatti, raforkuveröi, jarðhitaborunum, vega- gerð og hafnargerð, svo að dæmi séu nefnd. Sá iðnaður, sem ekki liggur þannig upp á þjóðinni, fær hvergi fjármagn til eðlilegrar þróunar, því að þörungavinnslur óskhyggjunnar sleikja rjómann. Þjóðin getur haft þaó til merkis um sam- ábyrgð allra stjórnmálaflokkanna á þessu arð- ráni, að Steingrímur Hermannsson og jámenn hans verða ekki látnir sæta ábyrgð fyrir hina einstæðu framgöngu í þörungavinnslunni. Allir flokkarnir eiga sínar þörungavinnslur, þótt í smærri stíl kunni að vera. Þess vegna þegja þeir yfir syndum hver annars og láta þjóðina borga brúsann. Bjargvættur Verkamanna- f lokksins „Júdas” f augum íhaldsmanna DAVID STEEL Formaður Frjálslynda flokksins „David, þú gætir ekki einu sinni gert hvell, þó aö þú stæðir með sína logandi sprengjuna í hvorri hendi,“ sagði einn flokksbróðir Davids Steel í vor, er hann sótti eftir því að gerast formaður Frjálslynda flokksins í Bretlandi. Þrátt fyrir þetta álit flokksbróður síns og margra annarra tókst David að ná stöðunni. Og það sem meira er, — nú á ríkisstjórn Verka- mannaflokksins framtíð sína al- gjörlega undir góðvild Davids. Verkamannaflokkurinn er í minnihluta á brezka þinginu um þessar mundir. Með stuðn- ingi þrettán þingmanna Frjáls- lynda flokksins tekst henni þó að lafa í sessi. Fyrir um hálfum mánuði tókst James Callaghan forsætisráðherra að fá David Steel til að veita stjórn sinni stuðning, er Margaret Thatcher leiðtogi íhaldsmanna á þinginu lagði fram vantrauststillögu á stjórnina. Það kom flatt upp á flesta, að Steel skyldi sam- þykkja að styðja við bakið á Callaghan, — svo flatt að til f Vernd einstak- lingsins Islenskt þjóðfélag hefur tekið miklum stakkaskiptum á síðustu árum og eru augljós- ustu einkennin illkynjuð verð- bólga og sívaxandi nálægð óper- sónulegs ríkisvalds. Fram- leiðsluaukning eða hagvöxtur er skurðgoð nútímans. Auð- vitað er framleiðsluaukning nauðsynleg til þess að tryggja efnalegar framfarir, en fylgi- kvillar eru margir, m.a. sívax- andi miðstýring og verðmæta- skyn, sem gerir ráð fyrir ein- staklingnum sem einingu í framleiðslunni eða neytanda í neytendaþjóðfélagi. Mælitæki taka smám saman við stjórn- inni og það stefnir í þá átt, að einstaklingurinn verði nafn- spjaldið sem hann ber, hugtak í línuriti hagfræðings, spjald í tölvu. Einstaklingurinn og hin varanlegu verðmæti eru gerð hornreka. En maðurinn sjálfur, einstaklingurinn er meira virði en öll hagkerfi og allar kenn- ingar og það þjóðfélag, sem gleymir manninum sjálfum undir yfirskyni hagvaxtar, er vont þjóðfélag. Mörg dæmi eru um slíkt í heiminum og því miður þykir mér ýmislegt benda til þess, að þessi háska- lega þróun eigi sér nú stað meðal okkar íslendinga. Flestum ef ekki öllum mun mæta vel ljóst, að ríki og sveitarfélög þurfa á miklu fé að halda til að standa undir kostnaði af sameiginlegum þörfum og fæstir munu telja eftir sér að láta fé af hendi rakna til trygginga, sjúkrahúsa, skóla o.s.frv. enda er augljóst mál að þröngt er í búi hjá fólki sem á allt sitt undir trygginga- kerfinu. En á ríki og sveitar- y Skoðun Þjóðarflokksins: J Hættum samskipt- um við herinn Það hafa verið haldin mörg þing og ráðstefnur hér á landi á undanförnum árum þótt fæst hafi verið þjóðinni til góðs eða gagns. Meðal þeirra eru hin svokölluð sveitarstjórnarþing, þar sem auðvitað hefur verið teflt fram útdregnum gáfupost- ulum og frammáhetjum' hvers byggðarlags, hverjum og einum sér fyrir sitt byggðarlag og öllum til samans fyrir lands- byggðina i heild. Aðalhugar- fóstur þessara sendiboða hefur verið það hvernig ætti að afla fjár í stofnsjóði sveitarfélag- anna og er ekki að undra það, sér í lagi þó í dreifbýlinu. Þvi svo gjörsamlega arðræna stór- gróðafyrirtækin í þéttbýlinu hin smærri byggðarlög að þau eru nánast bjargarlaus og auð- vitað hefur útkoman alltaf verið sú hin sama, engin lausn, hvergi eyri að hafa. Aldrei hefur mátt taka spón úr aski þeirra stóru, þeir gætu jafnvel farið að gráta. aumingja krútt- in. Við þjóöarflokksmenn höfum hins vegar nokkuð aðrar skoðanir á þessum málum og teljum að það séu yfirdrifnir tekjumöguleikar fyrir stofn- sjóði allra sveitarfélaga í það minnsta í dreifbýlinu, ef íbúar sérhvers sýslufélags gætu staðið saman, en ekki verið eins og tvístraður hænsnahópur á flótta undan sinni eigin einstaklingshyggju. Það er engin sýsla á landinu svo að ekki renni þar nokkrar lax- eða silungsár til sjávar. Sumar eru leigðar og þá að nafninu til ræktaðar upp að einhverju leyti, aðrar - eru ónotaðar með öllu. Hvernig væri nú að fara þá leið til að afla sveitarsjóðum fjár að banna leigu á ánum út fyrir hver sýslumörk, hætta að leigja þáer til braskara í þéttbýlinu sem svo aftur endurleigja þær í mörgum tilfellum fyrir svim- andi háar upphæðir erlendum auðmönnum sem greiða auð- vitað leiguna í erlendum gjald- miðli og það undir borð, sem kallað er, gjaldeyrir, er sleppur við þá lítilsvirðingu að lenda í hinum galtómu islensku ríkis- fjárhirslum? Okkur finnst að það yrði ekki nein óviðunandi lítilsvirðing sem hinum erlenda gjaldmiðli væri sýnd þótt hinir erlendu auðmenn keyptu veiði- leyfin beint frá sýsluskrifstofu hverrar sýslu, gjaldeyrinum þannig tr.vggð rétt Ieið í gjald- eyrissjóði íslenskra bankastofn- ana. Og andvirði seldra veiði- leyfa rynni í sýslusjóðina sem aftur deildi þeim niður eftir ákveðnum reglum til sveitar- félaganna, sýslusjóður fengi ákveðna upphæð, landeigandi ákveðna upphæð sem færi eftir landsverði hverrar jarðar og einn hluturinn til klaks og við- halds og aukinnar ræktunar á ánum og afgangnum yrði skipt milli hreppsfélaganna í pró- sentuvís eftir fólksfjölda í hverjum hreppi. Því það segir sig sjálft að hreppur sem hefur engan íbúa, hefur ekkert með stofnsjóðstekjur að gera, nema hann byggist upp á ný. Þetta mundi skapa frjálsa samkeppni þannig að hver sem er gæti rennt fyrir fisk, svo framarlega sem hann ætti fyrir veiðileyf- inu. En eins og málum er háttað í dag einoka veiðifélög svo að segja hverja sprænu og má segja að þær tilheyri aðeins læknum, lögfræðingum og stór- kaupmönnum. En þjóðin er meira en þeir og á ekkert minni rétt til útiveru og ánægju- stunda. til dæmis að renna fyrir fisk, hvort heldur er silung eða lax. Hefðu hins vegar sýslurnar

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.