Dagblaðið - 05.04.1977, Page 13
12
OAdBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 5. APRÍL 1977.
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 5. APRÍL 1977.
13
3 nýir smurostar
1 stœrriöskjur-
lcekkað verð
Ostarnir eru mýkri en
áður og bragðið breytt
Öskjurnar eru
bráðfallegar—
hreinasta borðprýði.
Og verðið
hefur lækkað.
Rækju-, sveppa- og
paprikuostur eru því
veizlukostur
til daglegrar neyzlu
Englandslagret ger effekt
att laget nátt en hel del pá
vágen
HALLUR
HALLSSON
Iþróttir
Iþrottir
iþrottir
íþróttir
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
MATTHIAS BRUKAR GORA MAL:
Skorar í hverjum
leik með Halmia!
— Þetta hefur gengið prýðilega hjá
mér í æfingaleikjum Halmia. í síðustu
fjórum leikjunum hef ég skorað mark
i hvcrjum leik, sagði Matthías Hall-
grimsson, þegar Dagblaðið ræddi við
hann nýlega. Matthías leikur með
Ilalmia í Ilalmstad á vesturströnd
Svíþjóðar. Halmia leikur í 2. dcild i
Svíþjóð og þeíta er annað árið, sem
Matthías, sem leikið hefur flesta lands-
leiki ailra íslenzkra landsliðsmanna í
knattspyrnu, leikur með liðinu. Það
var neðarlega í 2. deild, þegar Matthías
byrjaði að leika með iiðinu í fyrra-
sumar, en náði prýðilegum árangri
síðari hluta keppnistimabilsins — en
cndaði vel fyrir ofan miðju.
Halmia fór í keppnisför til Englands
um miðjan marz og iék þrjá leiki á
þremur dögum frá 14.—16. marz. Tveir
leikjanna voru við lið utan ensku deild-
anna í Doncaster. Sá fyrri á móti
Worksop, en hinn síðari gegn Gains-
borough. Matthías lék fyrri hálfleikinn
gegn Gainsborough en hinn síðari gegn
Worksop.
Aðalleikurinn í keppnisförinni var
hinn þriðji við Rotherham, sem er
meðal efstu liða í 3ju deildinni ensku.
Matthías spilaði þann leik allan og varð
jafntefli 2-2. í blöðum fékk Matthías
mjög góða dómá eftir leikinn. Var
sagður bezti maður á vellinum og ann-
að eftir því.
— Þér hefur tekizt þarna vel upp?
— Já, sagði Matthías. Ég hef aldrei
leikið jafn vel með Halmia og skoraði
annað niark liðsins. Ég held ég hafi
aldrei verið eins þreyttur eftir knatt-
spyrnuleik, en leikurinn var þreytunn-
ar virði.
Annars var ferðin erfið æfingaferð,
auk leikjanna. Æft tvisvar á dag og
vorum 10 daga á Englandi. Við Halmia-
leikmennirnir sáum tvo leiki í 1. deild,
Everton — Aston Villa 1-1 og Manch.
Utd. — Aston Villa 2-1. Við vorum aliir
í rauðum og hvítum jökkum og lentum
í hópi aðdáenda Aston Villa. Þeir héldu
að við værum stuðningsmenn Manch.
Utd. — og einn leikmanna Halmia varð
heldur betur fyrir barðinu á lýðnum.
Hlaut fast að því rothögg, og varð að
liggja tvo daga í rúminu eftir barsmíð-
ina talsvert meiddur.
Hvenær hefst deildakeppnin hjá
ykkur í Sviþjóð?
— Það verður 11. apríl og ég vona að
ég standi mig eins vel þá og í æfinga-
leikjunum að undanförnu. Halmia lék
nýlega æfingaleik við Landskrona, sem
leikur í Allsvenskan (1. deild). Lcikur-
inn var á útivelli og jafntefli varð 1-1.
Það voru réttlát úrslit og ég skoraði
mark Halmia í leiknum. (Sjá úrklipp-
una úr sænska blaðinu, sem fylgir þess-
ari grein, og þar er sagt meðal annars,
að Matthías sé vanur að skora mörk.
Markaskorarinn Hallgrímsson).
Eru æfingar ekki strangar?
— Jú. það er æft mjög vei — og
almennt virðist reiknað með því, að
Matthías Hallgrímsson.
Ilalmia nái góðurn árangri í sumar. Ég
hef lagt mjög hart að mér — æfi einni
æfingu meira á viku, en aðrir leikmenn
liðsins. Hleyp þá 5—6 km með eins
miklunt hraða og mér er unnt. Með
þessu vonast ég til að komast í betri
æfingu, en nokkru sinni fyrr á keppnis-
ferli mínum.
Hvað er að frétta af Þorsteini Ólafs-
syni, markverði Keflvíkinga?
— Við höfum samband, við Þor-
steinn, enda stutt á milli, og hann segir
mér, að það hafi gengið upp og ofan hjá
liði hans. Liðið vinnur og tapar til
skiptis, en það leikur í 3. deild eins og
þú veizt. Þorsteinn er þó bjartsýnn á
árangur liðsins i sumar. Davíð
Kristjánsson leikur með 3. deildarliði
— en hann var markvörður Akraness
fram á síðasta keppnístímabil. Þá er
DB-mynd Bjarnleifúr
Teitur Þórðarson auðvftað einnig hér í
Svíþjóó og gerir það gott, sagði
Matthías að lokum.
Það er sama hvar slegið er niður.
tslenzku landsliðskapparnir, sem leika
erlendis og þeir eru ekki fáir, standa
sig vel og eru sér og landi sínu til sóma.
Asgeir Sigurvinsson, Guðgeir Leifsson,
Marteinn Geirsson og Stefán Halldórs-
son í Belgíu, Jóhannes Eðvaldsson á
Skotlandi, Matthías, Teitur, Þorsteinn
og Davíð í Svíþjóð. Atli Þór Héðinss. i
Danmörku og Elmar Geirsson í Þýzka-
landi, en hann er væntanlegur heint
innan skamms. Heilt lið íslenzkra
knattspyrnumanna á erlendri grund,
sem allir eru að gera það gott eins og
hann Helgi okkar Pétursson hér á Dag-
blaðinu syngur.
-hsím.
LANDSKRONA (HP) TraningslSgret i England har fátt
fart pá Halmia, och i lördags fick allsvenska Landskrona
BOIS erfara detta. 1 —1 slutade matchen vilket var ett
rSttvist resultat.
— TrSningslSgret har gjort nytta. Killarna fick spela
tre hárda matcher, som har ISrt dem en hel del. Det syntes i
dag. Jag drar inga slutsatser av detta, Landskrona Sr ett
bra lag, inen planen var mycket dálig, vilket missgynnade
deras spel, kommenterar haliniatranaren Frank Marshall.
Halmia tog initiativet i matchen
och spelade idérik fotbolt. Lands-
krona fick inte göra fór mycket,
och det blev ocksá Halníia som tog
ledningen.
Matthias Hallgrimmsson höll sig
pápassligt framme och nickade in
1—0. BOIS málvakt Ronny Sö-
rensson, missbedömde situatio-
nen, vilket Mattias utnyttjade.
— Matthias brukar göra mál.
Han ár plgg och háller slg framme,
och jag ár nöjd med hans insatser i
dag, menade Frank.
I den andra halvleken gick spelet
över till Landskrona. Allsvenskar-
na breddade spelet över hela pla-
nen och attackerna blev betydligt
aggressivare.
Bosse Augustsson sköt en fris-
park direkt och tvingade Ove
Olsson i Halmias mál till en fin
ráddning. BOIS-kvitteringen kom
cftcr en inövad hörna. Stefan
Nilsson nickade otagbart i mál.
Vi fár mánga mál bakát pá
frisparkar och hörnor, men de sa-
kerna skall vi trána den nármaste
tiden, kommentcrade Frank.
Saknur Stellan
Fyrbackslinjen gör Frank fun-
dersam.
VI saknar Stellan Nilsson, och
nu nár ocksá Leif Bengtsson ár ska-
dad blir det en del problem i början.
Jag hoppas att Leif kan vara med
till premiáren. Jag tycker att vi ár
pá rátt vág, och sámre án i fjol skall
vi inte behöva bli, menar
ránaren.
ochinitiativrikt.
Det gáller för Halmia att pricka
in formcn till premiáren. och det
stár klart
r
I
Det ár ett ungt lag som Frank
basaröver, ett lagsom sákert kom-
mer attstállatill enhel del problem
för favoriterna i serien.
Mot Landskrona spelade málgö-
raren Mattias Hallgrimsson, Ove
Olsson och Kennet Sjöblom piggt
Víkingur vann sinn
tíunda sigur í röð
— í 1. deild íslandsmótsins íhandknattleik gegn Reykjavíkurmeisturum Þróttar
ígærkvöld 24-18 — hefur nú hlotið 20 stig ásamt Val
Víkingur þokaði sér ao hlið
Vals á toppi 1. deildar íslands-
mótsins i handknattleik eftir 24-
18 sigur gegn Þrótti i gærkvöld.
Það stefnir þvi í úrslitaleik þess-
ara Reykjavíkurrisa — þó ef til
vill sé enn of snemmt að spá
nokkru þar um. Bæði lið eiga
eftir erfiða leiki — Víkingur
gegn FH í Hafnárfirði og síðan
Fram — Valur tvívegis gegn
Fram. Því má ef til vill segja að
Fram hafi lykilinn að úrslitum
íslandsmótsins í hcndi sér.
Ilvað um það — Víkingur tók
bæði stigin í gærkvöld án jtess þó
að leika sannfærandi — raunar
vantaði kraftinn og snerpuna sem
svo oft hefur einkennt leiki
Vikings. En i lokin stóðu Víkingar
uppi sem öruggir sigurvegarar
gegn Reykjavíkurmeisturum
Þróttar.
Það sem ef til vill vakti mesta
athygli hinna fáu áhorfenda í
gærkvöld var ágæt markvarzla
beggja liða, Landsliðsmarkvörður
Þróttar undir — 21 árs —
Sigurður Ragnarsson varði mark
Re.vkjavíkurmeistaranna af stakri
prýði — og Rósmundur Jónsson
stóð allan tímann í marki Víkings
og varði oft mjög vel — meðal
annars þrjú vítaköst. Raunar var
Rósmundur mjög óheppinn í fyrri
hálfleik — hvað eftir annað var
hann í skotum frá Þrótti — þrátt
fyrir að knötturinn hafnaði í
netinu.
Þróttur hafói frumkvæðið í
fyrri hálfleik — komst í 8-5 og
síðan 9-6 en Víkingar náðu að
minnka muninn fyrir leikhlé í 9-8.
Raunar er það alveg dæmalaust
hvað Víkingar hafa að undan-
förnu byrjað leiki sína illa — liðið
hefur átt í vök að verjast í fyrri
hálfleik en síðan náð sér betur á
strik í þeim síðari. Eina undan-
tekningin var leikur liðsins gegn
Val á fimmtudag — þá gekk
dæmið ekki upp í síðari hálfleik
eftir slæman fyrri hálfleik. Vissu-
lega umhugsunarvert fyrir
Víkinga.
Nú, hvað um það — eins og í
undanförnum leikjum þá byrjuðu
Víkingar síðari hálfleikinn af
krafti og þeir náðu fljótlega að
breyta stöðunni sér í vil í 13-10
— en fram yfir miðjan síðari hálf-
leik héldu Þróttarar í við Víkinga
— þannig var staðan til að mynda
16-15 Víking í vil eftir 20
minútna leik. Þá komu hins vegar
fjögur mörk Víkinga gegn einu
Þróttar og úrslit voru í raun ráðin
— 20-16 og lokatölur urðu 24-18.
Víkingur og Valur halda því enn
einvígi sínu áfram — bæði lið
hafa hlotið 20 stig úr 12 leikjum.
Víkingar hafa hlotið 20 stig úr
síðustu 10 leikjum sínum —
töpuðu tveimur fyrstu leikjum
sínum í Islandsmótinu og hafa
síðan verið óstöðvandi — meðal
annars sigrað Val tvívegis.
Þeir Olafur Einarsson og Þor-
bergur Aðalsteinsson voru at-
kvæðamestir í liði Víkings —
Úlafur með 9 mörk, Þorbergur 5
— sum hver gullfalleg þrumu-
skot. Páll stjórnaði leik liðsins en
vantar enn snerpu til að brjótast í
gegn og skora. .Varnarleikur Vík-
ings með Rósmund að baki
varnarinnar var hins vegar aðall
liðsins í síðari hálfleik. Páll
Björgvinsson bindur vörnina vel
saman — og eins eru þeir Þor-
bergur, Erlendur Hermannson og
Björgvin sterkir varnarmenn.
Þróttur þarf nú að undirbúa sig
undir leikinn, væntanlega gegn
KR, um sjöunda sætið í 1. deild í
haust. Liðið sem í gærkvöld lék
gegn Víking var óþekkjanlegt frá
því er lék við Gróttu suður í
Ilafnarfirði um helgina. Ekki þar
fyrir að nú væru aðrir leikmenn
— síður en svo heldur var bar-
áttan í liðinu mun betri og ekki
hvað sízt markvarzla Sigurður —
vissulega mikið efni þar á ferð.
Konráð Jónsson er ákaflega vax-
andi leikmaður og drjúgur við að
skora — 10 í gærkvöld — en því
miður vantar meiri breidd í lið
Reykjavíkurmeistaranna — þar
munar mestu að alls ekki hefur
komið nóg út úr leikmönnum eins
og Bjarna Jónssyni, Sigurði
Sveinssyni og Halldóri Bragasyni.
Hins vegar er Gunnar Gunnars-
son athyglisverður leikmaður —
einkar laginn við að skora úr
hornunum — mörkin sem hann
skoraði í gærkvöld úr hornunum
voru gullfalleg.
Mörk Vikings skoruðu: Ölafur
Einarsson 9 — 4 víti. Þorbergur
Aðalsteinsson 5, Björgvin
Björgvinsson og Viggó Sigurðsson
4, Páll Björgvinsson 2 og þeir
Ólafur Einarsson skoraði 9 mörk í
gærkvöldi.
Olafur Jónsson og Jón Sigurðsson
1 mark hvor.
Mörk Þróttar skoruóu: Konráð
Jónsson 10 — 3 víti. Halldór
Bragason, Jóhann Frímannson og
Gunnar Gunnarsson 2 mörk,
Bjarni Jónsson og Sigurður
Sveinsson 1 mark.
Leikinn dæmdu þeir Gunnar
Kjartansson og Karl Jóhannsson
og höfðu þeir góð tök á leiknum.
h.halls.
Staðaní
1. deild
Staðan í 1. deild er nú eftir
24-18 sigur Víkings gegn Þrótti:
Valur-
Víkingur
FH
Haukar
ÍR
Fram
Þróttur
Grótta
Valur á eftir tvo leiki — gegn
Fram tvívegis en Víkingur á eftir
að leika við FH suður í Hafnar-
firði — og síðan gegn Fram.
Víkingur leikur á miðvikudag við
FH — síðan mætast Grótta og
Haukar suður i Hafnarfirði. Á
miðvikudagskvöldið mætast
Þróttur og ÍR í Laugardalshöll.
12 10 0 2 268-228 20
12 10 0 2 295-256 20
12 6 2 4 272-250 14
12 5 3 4 244-245 13
12 6 2 4 265-262 12
11 4 2 5 231-236 10
13 1 4 8 244-286 6
12 0 1 11 234-285 1
Gunnar Páll vann
Álafosshlaupið
Fjörutíu og þrír keppendur
tóku þátt í Álafosshlaupinu og
var keppt í fjórum flokkum.
Afturelding sá um framkvæmd
hlaupsins, en Álafossverksmiðjan
hefur gefið verðlaun. Þrenn í
hverjun. flokki auk farandbikars.
Vegalengdin, sem hlaupin var hjá
kvenfólkinu og drengjunum var
2.9 km., en 6.3 km. í eldri flokki.
Urslit urðu þessi.
Karlaflokkur
1. Gunnar Páll Jóakimsson,
ÍR 21:29.5
2. Ágúst Gunnarsson,
UBK 21:39.9
íþróttir
3. Einar Guðmundsson,
FH
Kvennaflokkur
1. Aðalbjörg Hafsteins-
dóttir HSK.
2. Tetma Björnsd., UBK
3. Guðrún Árnadóttir, FH, 11:13.5
Barnaflokkur
1. Ingvar Þórðarson, FH, 10:17.5
2. Guðjón Ragnarsson, IR, 10:22.0
21:44.5
10:52.5
10:58.0
3. Albert Imsland, Leikni, 10:31.3
Unglingaflokkur
1. Ingvi Guðmundsson, FH, 9:44.8
2. Guðni Sigurjónsson UBK 9:50.0
3. Jóhann Sveinsson, UBK, 9:50.5
Gunnar Páll sigraði í annað
sinn í röð í hlaupinu — og Yngi
Guðmundsson vann einnig sigur í
unglingaflokki annað árið í röð.
Ármann í 1. deild
Ármann tryggði sér sigur í 2.
deild íslandsmótsins í handknatt-
leik er lióið vann sannfærandi
sigur á Fylki um helgina — 21-13.
Staðan í leikhléi var 9-6 og var
varnarleikur Ármenninga aðall
liðsins — eins og svo oft áður í
vetur.
Vissulega verður fróðlegt að
íylgjast með liði Ármanns næsta
vetur — liðið er ungt og framtíð-
in þess.
KR sigraði Viking í 1. deild
ísiandsmótsins i handknattleik
kvenna í gærkvöld 12-6 eftir að
hafa haft yfirburði í fyrri hálf-
leik — 8-2.
Þá sigruðu bæði efstu liðin í 1.
deild um helgina — Valur sigraði
Breiðabiik 25-12 — Fram sigraði
einnig Breiðablik — en þurfti að
hafa meira fyrir sigrinum gegn
botnliðinu — sigraði 21-17. Þá
sigraói KR lið FH einnig um
helgina 9-8 — og loks léku FH og
Ármann — og FH sigraði þar
örugglega 22-17.
Staðan í 1. deildinni er nú:
Valur 13 12 1 0 198-115 25
Fram 12 11 0 1 176-123 22
FH 14 7 1 6 179-167 15
Þór 14 7 0 7 159-153 14
KR 13 6 0 7 131-130 12
Armann 12 4 1 7 130-148 9
Víkingur 12 2 0 8 116-158 4
Breiðab!ikl3 1 1 11 128-208 3
Ekki heima? eða viTÍ ^'Afsakaðu \
hún ekk' tala við _/ Bomm:, en ég-
Mín, BommiU
rir'
Þín. Hvers vegna
Rikki?^ry
Hvers fyrir-
mæli. Hcnnar?
I hef mín fyrir-
V/ mæli
V ■
1.1
y Mér þykir vænt um
þig Bommi, en dóttir
mín hefur liðið mikið þín
vegna.
Jafntefli
West Ham
West Ham krækti sér í dýr-
mætt stig á Loftus Road í
Lundúnum er liðið lék við QPR í
gærkvöld. Þrátt fyrir stigið er
West Ham enn í neðsta sæti 1.
deildar — hefur hlotið 23 stig —
jafnmörg og Sunderland og
Bristol City — en hefur óhag-
stæðari markatölu.
QPR náði forustu á 58. mínútu
er Peter Estoe skoraði fyrir liðið
úr Vestur-Lundúnum en aðeins 5
mínútum síðar jafnaði Bryan
Robson fyrir West Ham.
Hér á Alan Taylor, West Ham í
höggi við Peter Simpson Arsenal.