Dagblaðið - 05.04.1977, Síða 23
23
DAGBLAÐIÐ. ÞKIÐJUDAGUR 5. APRÍL 1977.
Útvarp
Sjónvarp
»
Útvarp íkvöld kl. 22,50: Á hljóðbergi
Moll vargerð öllu
djarfari fmyndinni en
hún er í bdkinni
sagan af Moll Flanders lesin af írskri leikkonu
Moll Flanders verður á dag-
skránni í þættinum Á hljóð-
bergi í kvöld kl. 22.50. í fyrri
viku var sagan sýnd í sjónvarp-
inu í tvennu lagi. í kvöld er það
írska leikkonan Sioban
McKenna sem les. Umsjónar-
maður þáttarins er Björn Th.
Björnsson listfræðingur.
„Það er öll sagan sem verður
lesin, að vísu er sleppt nokkr-
um atriðum innan úr sögunni.
Þetta er samt mjög góður út-
dráttur úr henni. Það er lesið
orðrétt úr texta höfundarins,
Daniels Defoe.
í myndinni sem sjónvarpið
sýndi var aðalpersónan gerð
aðeins rómantískari en í sög-
unni. Annars er þessi saga
mjög djörf miðað við að hún er
frá 18. öldinni. Hún var t.d. alls
ekki gefin út á 19. öld í Bret-
landi.
Leikkonan sem les upp,
Sioban McKenna, starfar í
London þar sem hún hefur
bæði leikið í kvikmyndum og á
leiksviði. Fer bezt á því að
sagan sé lesin af konu enda er
þetta saga konu,“ sagði Björn
Th. Björnsson.
Daniel Defoe er einnig
þekktur fyrir aðrar sögur sínar
sem eru af allt öðrum toga
spunnar en Moll Flanders, t.d.
Robinson Crusoe.
Það verður gaman fyrir þá
sem sáu sjónvarpsmyndina um
Moll P’landers að fylgjast með
lestri sögunnar í útvarpinu í
kvöld. Það er ekki oft sem
svona góð „samvinna" er milli
útvarps og sjónvarps og því
sjálfsagt að vekja athygli á því.
A.Bj.
Foster var alveg stórgóð í hlutverki Moll Flanders í sjón-
^ Útvarp
Þriðjudagur
5. apríl
12.25 Veðurfregnir og fréttir. Tilkynn-
ingar. Viðvinnuna: Tónleikar.
14.30 Pó*tur frá útlöndum. Sendandi: Sig-
mar B. Hauksson.
15.00 Miðdagi*tónleikar. Fílharmoníu-
sveit Vínarborgar leikur F'orleik í C-
dúr í itölskum stil eftir Franz Schu-
bert: Istvan Kertesz stj. Felicja
Blumental og Nýja kammersveitin í
Prag leiKa Pianókonsert í D-dúr eftir
Leopold Kozeluch; Alberto Zedda stj.
Cleveland-hljómsveitin leikur Sin-
fóníu nr. 95 í c-moll eftir Joseph
Haydn; George Szell stj.
16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15
Veðurfregnir).
16.20 Popp.
17.30 Litli bamatíminn. Guðrún "Guðlaugs-
dóttir stjórnar tímanum.
18.00 Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins.
19.00 Fróttir. Fréttaauki. Tilkynningar.
19.35 Hver er róttur þinn? Umsjónarmenn
þáttarins Eiríkur Tómasson og Jón
Steinar Gunnlaugsson iögfræðingar.
20.00 Lög unga fólksin*. Sverrir Sverris-
son kynnir.
20.50 Frá ým*um hliöum. Hjálmar Árna-
son og Guðmundur Árni Stefánsson
sjá um þáttinn.
21.30 Tríó fyrir fiölu, selló og píanó eftir
Charles ives. Guðný Guðmundsdóttir,
Hafliði Hallgrímsson og Philip
Jenkins leika.
22.00 Fréttir.
22.15 Veðurfregnir. Lestur Passíusálma
(48).
22.25 Kvöldsagan: „Sögukaflar af sjálfum
mór" eftir Matthias Jochumsson. Gils
Guðmundsson les úr sjálfsævísögu
hans og bréfum (16).
22.50 Á hljóðbergi. Moll Flanders eftir
Daniel Defoe. Irska leikkonan Sioban
McKenna les.
23.50 Fréttir. Dagskrárlok.
Miðvikudagur
6. apríl
7.00 Morgunútvarp. Veðurfregnir kl.
7.00, 8.15 og 10.10. Morgunleikfimi kl.
7.15 og 9.05. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og
forustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00.
Morgunbnn kl. 7.50. Morgunstund
bamanna kl. 8.00: Sigrún Björnsdóttir
heldur áfram að lesa „Strák á kú-
skinnsskóm" eftir Gest Hannson (5).
Tilkynningar kl. 9.30. Þingfráttir kl.
9.45. Létt lög milli atriða. GuAsmynda-
bók kl. 10.25- Séra Gunnar Björnsson
les þýðingu sína á predikunum út frá
dæmisögum Jesú eftir Helmut Thie-
licke: IX Dæmisagan af vínyrkjunum
vondu. Morguntónleikar kl. 11.00:
Roger Bourdin, Colette Lequien og
Annie Challan leika Sónötu fyrir
flautu, lágfiðlu og hörpu eftir Claud
Debussy / Susanne Danco, Gérard
Sousay, franskur kirkjukór og Suisse
Romande hljómsveitin flytja Requiem
op. 48 eftir Gabriel Fauré; Ernest
Ansermet stjórnar.
12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynning-
ar.
Sjónvarp
t>riðjudagur
9
5. apríl 1977
20.00 Fróttir og veAur.
20.25 Auglýsingar og dagskrá.
20.30 Þingmál. Þáttur um störf Alþingis.
Umsjónarmaður Haraldur Blöndal.
21.10 Colditr. Bresk-bandarískur fram-
haldsmyndaflokkur. Svikarinn. Þýð-
andi Jón Thor Haraldsson.
22.00 Utan úr heimi. Þáttur um erlend
málefni. Umsjónarmaður Jón Hákon
Magnússon.
22.30 Dagskrárlok.
BLADID
Húsavík
Blaðburðarbörn óskast í
suðurbæ
Upplýsingar ísíma 41644
-
Arnað heilla
Þann 11. nóv voru gefin saman
1 hjónaband af séra Ragnari F.
Lárussyni I Hallgrímskirkju
Guðný Jónsdóttir og Hafsteinn
Á. Hafsteinsson. Heimili þeirra
er að Hátúni 9, Keflavík. Ljós-
myndastofa Gunnars Ingimars,
Suðurveri.
Þann 29. des. voru gefin saman
i hjónaband af séra Magnúsi
Guðjónssyni í Fríkirkjunni í
Hafnarfirði Margrét B. Árna-
döttir og Jón Gunnar Gfslason.
Heimili þeirra er að Hamra-
borg 8, Kóp. Ljósmyndastofa
Gunnars Ingimars, Suðurveri.
Þann 8. jan. voru gefin saman f
hjónaband af séra Ragnari
Fjalari Lárussyni Sigrún Jóns-
dóttir og Hjalti Björnsson.
Heimili þeirra er að Túngötu
40, Siglufirði. Ljósmyndastofa
Gunnars Ingimars, Suðurveri.
Þann 15. jan. voru gefin saman
í hjónaband af séra Guðmundi
Ola Ólafssyni í Skálholtskirkju
Elínborg Sigurðardóttir og
Guðmundur Ingólfsson. Heim-
ilid þeirra er að Iðu, Biskups-
tungum. Ljósmyndastofa
Gunnars Ingimars, Suðurveri.
Þann 30. des. voru gefin saman
f hjónaband af séra Tómasi
Sveinssyni 1 Háteigskirkju
Sigurveig Sigmundsdóttir og
Sveinn Guðmundsson. Heimili
þeirra er að Hornbrekkuvegi 5,
Ólafsfirði. Ljósmyndastofa
Gunnars Ingimars, Suðurveri.
Þann 8. jan. voru gefin saman i
hjónaband af séra Árna Páls-
syni f Kópavogskirkju Hafdfs
Jónsdóttir og Halldór Gunnars-
son. Heimili þeirra er að
Skeiðarvogi 3, Rvfk. Ljós-
myndastofa Gunnars Ingimars,
Suðurveri.
Þann 19. feb. voru gefin saman
f hjónaband af séra Ólafi Skúla-
syni Ásta Sverrisdóttir og
Stefán ö. Jónsson. Heimili
þeirra er í Kolding, Dan-
mörku. Ljósmyndastofa
Gunnars Ingimars, Suðurveri.
Þann 15. jan. voru gefin saman
i hjónaband af séra Árna Páls-
syni f Kópavogskirkju Stanis-
lawa Krawczk og Jón Björns-
son. Ileimili þeirra er að
Borgarholtsbraut 29, Kóp. Ljós-
myndastofa Gunnars Ingimars,
Suðurveri.