Dagblaðið - 13.05.1977, Blaðsíða 1

Dagblaðið - 13.05.1977, Blaðsíða 1
i i i dagUað 3. ARG. — FOSTUDAGUR 13. MAÍ 1977 — 107. TBL. RITSTJÓRN SÍÐUMÚLA 12, AUG’LÝSINGAR ÞVERHOLTI 11, AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI 2 — AÐALSlMI 27022 Gengið aðýms- um sér- kröfum: „Rofartilí samninmm wn” *— segirformaður idnrekenda—en formaður Verka- mannasam- bandsinsekki jafnbjartsýnn Rofað hefur til í samningun- um, að sögn Daviðs Scheving Thorsteinssonar, formanns Félags islenzkra iðnrekenda, í morgun. „Gengið hefur verið að ákaflega mörgum sérkröfum. Þær eru búnar. Þetta eru kröfur um leiðréttingar- og hag- ræðingaratriði og samræmingu, sem ekki kostar peninga," sagði Davíð. ,,Þá eru eingöngu eftir þær kröfur, sem fjalla um kaup, og ef tekst að fá verkalýðsfélögin til að fallast á að afgreiða þær með samræmdum hætti, þá er langt komið. Mér finnast lík- urnar fyrir því, að þær verði afgreiddar með samræmdum hætti, aukast með hverjum degi. Nú hafa kjötiðnaðar- menn, fyrstir faglærðra, bætzt í þann hóp, sem vill þessa afgreiðslu," sagði Davíð. Með samræmdum hætti á hann við að afgreiða þær til dæmis með prósenti. Guðmundur J. Guðmunds- son, formaður Verkamanna- sambands, var ekki jafnbjart- sýnn í morgun. Hann taldi það „litilfjörlegt“, sem atvinnurek- endur hefðu fallizt á. Þó hefðu „nokkur atriði skýrzt“. Enn væri mikið bil óbrúað og ágreiningur mjög djúpstæður. Að sögn Davíðs eru þær kröfur, sem gengið hefur verið að, eða samið um, til dæmis um kaffitíma Iðjufólks í nætur- vinnu og greiðslufyrirkomulag á tryggingu allan sólarhring- inn. Þá hefði verið gengið að 6-7 kröfum rafvirkja og ýmsum kröfum málmiðnaðarmanna. Samningafundur verður í dag klukkan fjögur. Framsókn styður lúglaunastefnuno A sameiginlegum fundi stjórna fulltrúaráðs Fram- sóknar og Framsóknarfélag- anna í Reykjavík í gær var lýst stuðningi við-yfirlýsingu Ölafs Jóhannessonar ráðherra um eitt hundráð þúsund krónur sem lágmarkslaun verkafólks. Fundurinn fagnaði samþykkt SlS, sem gekk í sömu átt. Norðmaður skoðar málin hér Richard Trælnes, fram- kvæmdastjóri Norræna verka- lýðssambandsins, kemur hingað hinn 18. til að kynna sér ástandið í samningamálum. Á tveimur síðustu stjórnarfund- um sambandsins var fjallað sér- staklega um stöðuna á tslandi. HH Trúðar á Bern- höfts- torfu Þeir sem leið áttu um miðbæinn í gærdag upp úr klukkan fjögur ráku að vonum upp stór augu þegar þeir sáu nokkra trúða sem frömdu alls> konar kúnstir við trumbuslátt og lúðraþyt. Þarna voru komnir leikarar og hljóðfæraleikarar og voru þeir að selja aðgöngumiða að skemmtun svonefnds Slysasjóðs leikarafélagsins og Sinfóníu- hljómsveitarinnar, sem er i kvöld í Háskólabíói. DS. Á þessari mynd, sem Hörður Vilhjálmsson ljósmyndari DB tók i gær, sjást tveir trúðanna. Konan lá á Hafnar- fjarðar- veginum — og bílstjörinn uggði ekkiaðsér Nitján ára gömul reykvisk kona liggur nú í sjúkrahúsi mjaðmargrindarbrotin og með fleiri meiðsli eftir að bifreið ók yfir hana á Hafnarfjarðarvegi á móts við Silfurtún kl. rúmlega eitt í nótt. Konan var í annarlegc ástandi og hafði lagzt á Hafnarfjarðarveginn. Öku- maður bifreiðarinnar, sem að bar, hélt í fyrstu að þarna lægi einhver pokadrusla og uggði ekki að sér fyrr en um seinan, er hann sá að þarna lá manneskja á götunni. Fór bifreiðin yfir konuna með fyrrgreindum afleiðingum. ASt. ,fÉg hef leikið alltfrákóngum, — upp íhórkarla” — Rúrik á 30 ára leikafmæli — sjá bls. 5 Dagblaðið hefur rof ið ein- okunaraðstöðu Morgun- blaðsins _ Sjá föstudagskjallara Vilmundar Gylfasonar á bls. 10 og 11 Helgarkrossgátan — hana er að f inna á bls. 12 í blaðinu f dag Dagblaðið kemur ekki út á morgun vegna eftirvinnubanns prentara Upplagseftirlit dagblaðanna að verða að veruleika — Dagblaðið og Morgunblaðið undirrituðu samning þess efnis við Verzlunarráð íslands ígær Dagblaðið og Morgunblaðið urðu í gær fyrst blaða til að skrifa undir samning við Verzlunarráð íslands þess efnis að ráðið kanni upplagstölur blaðanna annars vegar og tekjur hins vegar, sem á að gefa mjög raunhæfa mynd af út- breiðslu þeirra. Dagblaðið skrifaði undir samninginn án nokkurs fyrirvara. Verzlunarráðið er að gangast fyrir þessari könnun vegna óskar aðila innan þess um það. Eins og nafn ráðsins gefur til kynna, er það ráð aðila innan verzlunarinnar og telja þeir mikinn feng í því að fá sem gleggsta mynd af útbreiðslu blaðanna, m.a. til að gera sér grein fyrir hagkvæmni auglýsinga í hinum ýmsu blöðum. Fulltrúi Morgunblaðsins skrifaði undir samninginn með fyrirvara um samþykki stjórnar. Dagblaðið fregnaði það hjá formanni V.I. í morgun, að hann hefði ekki náð í fleiri aðila í gær til undirskriftar samningsins, en honum var kunnugt um að stjórnarfundir yrðu haldnir hjá einhverju blaðanna í dag til að fjalla um málið. Vonaðist hann til að undirskriftir hinna blaðanna lægju fyrir eftir helgi. -G.S. A

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.