Dagblaðið - 13.05.1977, Blaðsíða 16

Dagblaðið - 13.05.1977, Blaðsíða 16
16 DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 13. MAÍ 1977. Mannátsmynd í Laugarásbíói Harla óvenjuleg kvikmynd verður sýnd í Laugarásbíói í Reykjavík um næstu mánaða- mót. Það er kvikmyndin „Sur- vive“ sem fjallar um flugslys í Andesfjöllum í árslok 1972 og 70 daga raunir þeirra sextán sem komust af. Urðu þeir m.a. að leggja sér til munns lík félaga sinna sem fórust í slys- inu. Kvikmyndin, sem gerð er af suður-amerískum kvikmynda- gerðarmönnum, er byggð á viðtölum við þá sem lifðu slysið af og tóku þátt í mannátinu sér til iífsbjargar. Á slysstað í Andesfjöllum um áramót 1972/73. Útboð Tilboð óskast í uppsteypu og utan- hússfrágang þriggja fjölbýlishúsa við Ugluhóla í Breiðholti III. Útboðsgögn verða afhent á Verkfræði- stofu Gunnars Torfasonar, Ármúla 26, i gegn 15.000 kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð þriðjudaginn 24. maí 1977 kl. 11.00. Gunnar Torfason verkfr. Störf við Mjólkárvirkjun Staða vélstjóra og raftæknis við Mjólkárvirkjun er laus til umsóknar. Umsóknir með upplýsingum um menntun, fyrri störf, aldur og fjöl- skyldustærð sendist fyrir 1. júní nk. til Rafmagnsveitna ríkisins Laugavegi 116, Reykjavík, og þar eru veittar nánari upplýsingar um störfin og hjá rafveitustjóranum á Vestfjarðaveitu, Aage Steinssyni, ísafirði. Lögregluvakt íBerg- björnen og allir skip- verjar yf irheyrðir — hinn slasaði fer heim flugleiðis er hann verðurferðafær í allan gærdag stóðu tveir lög- reglumenn f brúnni á norska fiskiskipinu Bergbjörnen, sem komst í sviðsljósið í fyrradag, er þar varð mikil og almenn ölvun skipverja. Lauk „leiknum" með miklum slagsmálum tveggja skip- verja og var gripið til heljar mik- illar lúðusveðju. Hlaut annar þátttakenda 2 stór sár á hendi og á síðu en fékk auk þess marga aðra smærri skurði, bæði á baki og á fæti. Var ljót aðkoman i skipinu er lögregluna bar að og skakkaði leikinn. Norska sendiráðið óskaði eftir lögregluvakt í skipinu svo það léti ekki úr höfn fyrr en allir skip- verjar hefðu verið yfirheyrðir um atburðinn. Var farið með skip- verja í gær einn af öðrum inn í Sakadóm þar sem yfirheyrslurnar fóru fram. Sumir skipverja voru þó enn svo illa haldnir af áfengis- neyzlu að þeir voru óhæfir til yfirheyrslu. Er því ekki að vita hvenær skipið lætur úr höfn ef yfirheyra á alla. Hinum særða var í fyrrakvöld komið fyrir á Hótel Borg eftir að gert hafði.verið að sárum hans og búið um. Átti hann að halda heim til Noregs flugleiðis er hann treystist til fararinnar. Bergbjörnen hefur verið að veiðum í rúmlega tvo mánuði. Skipið er nú komið með um 150 tonn af þorski sem búið er að verka í salt og auk þess nokkurt magn af lúðu sem er fryst um borð. -ASt. Atvinnumiðlun menntaskóla- nema komin afstað Mennfaskólanemar hafa undanfarin vor gengizt fyrir atvinnumiðlunarskrifstofu til að sjá atvinnulausum nemum fyrir vinnu og at- vinnurekendum um leið fyrir góðum starfskrafti. Þessi miðlun þeirra fór af stað þetta vorið núna á mánudaginn. Þegar starfs- maður hennar hafði samband við DB voru all margir þegar búnir að láta skrá sig og hann bjóst við að þeim ætti eftir að fjölga verulega. Atvinnulausum mennta- skólanemum er ráðlagt að láta skrá sig í Menntaskólan- um við Hamrahlíð þar sem miðlunin er til húsa. Fyrir þá atvinnurekendur sem vantar fólk er tilvalið al gera hið sama. -DS. Siöapostulinn Vilmundur og sannanirnar Það var vonum seinna að Hæstiréttur íslands fengi að kenna á vendi siðapostulans Vilmundar Gylfasonar. Með því að koma auga á hvorki meira né minna en „sannanlega rangan dóm Hæstaréttar" hefur Vilmundur komist í óskaað- stöðu hins gagnrýna blaða- manns. Geri aðrir betur. Og nú skyldi maður ætla að ekki skorti sannanirnar. En, svo ótrúlegt sem það kann að virðast, ritar siða- postulinn grein í Dagblaðið fyrir 2 vikum síðan þar sem hann fullyrðir að Hæstiréttur Islands hafi kveðið upp „sannanlega rangan dóm“, og dylgjar með að Hæstiréttur sé „valdhlýðinn" og „auðsveipur" án þess að telja sig þurfa að færa nokkur einustu rök máli sinu til sönnunar. Grein Vilmundar Gylfasonar er hvorki byggð á rökstuðningi né staðreyndum. Hún er byggð á lesendabréfi þeirra Bjarna Jónssonar og Þóru Árnad. í Morgunblaðinu á dögunum. Bréf þeirra hjóna birtist skömmu eftir að Hæstiréttur hafði fellt dóm i máli, sem reis út af bílskúr nokkrum í Skerja- firði. Féll dómurinn á annan veg en þau hjónin höfðu vonast til. Varð það þeim tilefni til að lýsa því yfir í Morgunblaðinu að Island sé ekki réttarríki. Ýmsir hafa áður freistast til að gefa slíkar yfirlýsingar eftir að hafa beðið lægri hlut fyrir dóm- stólunum. Slíkt er ekki stór- mannlegt en ef til vill mann- legt. En þegar lesendabréf á borð við þetta verður blaða- manni tilefni til heiftarlegrar árásar á Hæstarétt Islands, án þess að hafa annað fram að færa máli sínu til stuðnings en „vei gerða og rökstudda grein" þeirra hjóna þar sem „sýnt er fram á“ rangan dóm Hæsta- réttar, horfir málið öðru vísi við. Ekki bætir það úr skák fyrir blaðamanninum að aug- ljóst er, að sjálfur hefur hann aldrei lesið þennan dóm Hæsta- réttar sem hann þó segir vera sannanlega rangan. Sé lesandinn nú hættur að trúa eigin augum, skal honum bent a eftirfarandi: I grein Vil- mundar Gylfasonar er hvergi minnst á efni dóms Hæstarétt- ar. Hann bendir ekki einu sinni á úrlausn hvaða þáttar þessa máls það er sem er ,,röng“ í dómi Hæstaréttar. En hvorki dómurinn í heild né efnisleg niðurstaða hans hafði komið fyrir almennings sjónir þegar grein Vilmundar Gylfasonar birtist í Dagblaðinu. En blaða- maðurinn lætur sig hafa það að skrifa tæplega heilsíðu grein um „rangan dóm Hæstaréttar", sem hvergi hafði birst, án þess að hafa fyrir því að kynna fólki niðurstöðu hans. Ástæðan er augljós. Blaðamaðurinn hélt að niðurstaða dómsins væri bæði honum og blaðalesendum kunn. En hann hefði vitað betur. hefði hann sjálfur lesið dóm Hæstaréttar. Það eina sem birst hafði um þennan dóm Hæstaréttar í fjöl- miðlum, sem vera mátti al- menningi til upplýsingar um efni hans, voru tvær villandi frásagnir í Morgunblaðinu. Fyrst stutt frétt þar sem greint var frá því að Hæstiréttur hefði staðfest sýknun Sakadóms Reykjavíkur í máli þessu. Síðan sagði í fréttinni að Sakadómur Reykjavíkur hafi talið bílskúr- inn brjóta í tilteknum atriðum í bága við skipulagslög en hefði samt sem áður sýknað eiganda Kjallarinn Óskar Arnbjarnarson hans með tilvísun til hagsmuna- mats. Síðari frásögnin var grein þeirra Bjarna Jónssonar og Þóru Árnadóttur þar sem enn er greint frá efnislegri niður- stöðu Sakadóms Reykjavíkur og því síðan haldið fram að Hæstiréttur hafi talið að bygg- inganefnd hafi brotið af sér við veitingu leyfis fyrir bílskúrn- um. Þetta er fáránleg rangtúlk- un á dómi Hæstaréttar. Þvert á móti felst i dóminum, að hvorki lög né skipulagssamþykkt hafa verið brotin við leyfisveiting- uria. Og niðurstaða dómsins er sú að bílskúr þessi brjóti ekki í bága við nein lög eða sam- þykktir, hvorki að því er hæð, stærð eða staðsetningu varði. Ég hef orðið þess var að fólk almennt hefur skilið þessar frá- sagnir Morgunblaðsins, fréttina og grein hjónanna, svo, að Hæstiréttur hafi staðfest þetta mat Sakadóms Reykjavíkur og þar með að bílskúrinn bryti að einhverju leyti í bága við skipu- lagslög. Þetta hefur Vilmundur Gylfason augljóslega einnig haldið. Þess vegna minnist hann ekki á efni dóms Hæsta- réttar, þess vegna talar hann í grein sinni um „lögbrotinn bíl- skúr“, „brotnar leikreglur“ og „valdníðslu í leyfisveitingum“. Má nú öllum ljóst vera hvers konar vinnubrögð eru hér á ferðinni. Maður sem tekið hefur að sér hlutverk vandlætarans verður að gera einhverjar lágmarks- kröfur til sjálfs sín. En það uppfyllir ekki þær kröfur sem gera verður til siðapostulans að halda því fram að dómur Hæstaréttar tslands sem hann hefur aldrei lesið sé sannanlega rangur. I stað þess að kynna sér sjálfan dóminn, sem er aðeins fjórar vélritaðar síður og að- gengilegt, opinbert plagg, eins og blaðamaðurinn mætavel veit, notast hann við, upplýs- ingamiðlun“ af þvi tagi sem fram kom í grein þeirra Bjarna Jónssonar og Þóru Árnadóttur. Hvert mannsbarn veit, og hvað þá heldur reyndur blaða- maður, að ekki er alltaf á það treystandi að „upplýsingamiðl- un“ af því tagi, sem annar aðili deilumáls kemur á framfæri i blaðagrein, feli i sér allar þær upplýsingar sem nauðsynlegar eru til að leggja hlutlægt mat á málið. Ekki dregur það úr til- efni til varkárni af L_ blaða- mannsins hálfu þegar að hans eigin mati er um að ræða „ótrú- lega lýsingu" sem hlaut „nánast ótrúlega niðurstöðu". En óðagotið og græðgin í að að afhjúpa spillinguna var svo mikil að „ótrúleg lýsing“ og „nánast ótrúleg niðurstaða“ urðu honum tilefni til umsvifa- lausrar árásar á Hæstarétt íslands. En blaðamaðurinn veit að svona vinnubrögð sam? rýmast ekki kröfum lesenda um gagnrýna blaðamennsku svo hann segir: „Hæstiréttur tekur ákvörðun, sem að mati allra sem kynna sér málavöxtu, hlýtur að vera röng“ þetta gerir hann til að blekkja lesendur og láta lita út fyrir, að hann hafi kynnt sér önnur og marktækari gögn um dóm Hæstaréttar en grein þeirra Bjarna Jónssonar og Þóru Árnadóttur. Undir lokin skal lesendum til glöggvunar dregin saman nokk- ur stóryrði og fullyrðingar úr grein blaðamannsins: 1. Hæstiréttur feilir sannanlega rangan dóm. 2. Hæstiréttur er valdhlýðinn og auðsveipur og ekki lengur yfir tortryggni hafinn. 3. Sakadómur Reykjavíkur missir sjónar á réttu og röngu í valdhlýðni sinni. 4. Það hafa augljóslega verið teknar rangar ákvarðanir á neðri stigum dómskerfisins. 5. Valdníðsla í leyfisveitingum. Allt þetta fullyrðir blaða- maðurinn í grein sinni án þess að benda á eitt einasta atriði máli sínu til stuðnings; án þess að vitna í nokkur einustu gögn þessa máls, álitsgerðir, úr- skurði eða dóma. Aðeins með visun til túlkunar þeirra Bjarna Jónssonar og Þóru Árnadóttur. Enda getur Vii- mundur Gylfason ekki staðið við eina einustu þessara alvar- legu ásakana. Öskar Arnbjarnarson.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.