Dagblaðið - 13.05.1977, Page 2

Dagblaðið - 13.05.1977, Page 2
2 r DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 13. MAÍ 1977. ff Og gettu nú ff Við skulum hefja þetta spjall á að leiðrétta þann leiða mis- skilning sem gætt hefur hjá les- endum Dagblaðsins, vegna greinar um Tjörnina (og þá einkum kríuna), sem birtist fyrir viku síðan, hér á sama stað í blaðinu. Þar sagði að það vekti furðu að skáld þessa lands skyldu ekki hafa lof- sungið þann fima fugl í ljóðum sínum. Það var ekki meiningin að móðga þau skáld sem ort hafa lofgjörð til kríunnar, síður en svo. Það sem við var átt var það að „kríukvæði" heyrast varla, eða ekki, af vörum lands- manna. Hins vegar eru til ágæt ljóð um kríuna, t.d. eftir Kára frá Víðikeri og Jónas Árnason. Nóg um það. Við skulum snúa okkur að efni þessa þáttar en uppistaða þess eru tvær vísna- gátur er skrifaðar voru niður á dögunum eftir Bergþóri Magnússyni Þorsteinssonar prests á Mosfelli í Mosfells- sveit. Fyrri gátuna kvaðst Bergþór En visan er svona, höfð eftir Bergþóri: Fyrsti gerir á isum herja. Annar byrjar viku hverja. Þriðji gjörir að húsum hlúa. Fjórði kann á guð sinn trúa. Fimmti hylur ásýnd ýta. Ei má skarn á sjötta lita. Sjöundi sýnist nærri dottinn. Áttundi, það er meiri spottinn. Níunda ei dauðinn nálgast hót. Með nauð sá tíundi fær sér snót. Hjá ellefta stendur heimskan hátt. Heiðra ég þann tólfta mest um slátt. Þrettánda fýsir fjöri að granda. Fjórtándi ræður skipting landa. Fimmtándi í loftinu fæðist og deyr. Sextándi fleygir hvössum geir. Sautjándi er afleiðing unaðstíða. Átjándi gerir í saurnum skríða. Nítjánda fæ ég á eld að kasta. Með andanum næ ég þeim tuttugasta. hafa eftir afa sínum, Þorsteini Jónssyni, fyrrum héraðslækni í Vestmannaeyjum. Gátan felur í sér mannanöfn og skal lesand- anum gefið tækifæri til að ráða í nöfnin en lausnir birtast þó á síðunni. Þannig er þá vísan um mannanöfnin. Og er þá önnur vísa sem einnig er gáta. Þar er þó ekki um mannanöfn að ræða, heldur einn ,,hlut“. Vís- una kvaðst Bergþór hafa lært af Kristínu heitinni á Æsustöð- um í Mosfellssveit, sem hann kvað hafa verið margfróða og skemmtilega konu. Vísan er svona af vörum Bergþórs: Hver er sá hinn frægi bur fjörgynja, sem í skothríð treður tign konunga. Hofmóðug hjörtu lægir. Kempur sterkustu á kné fellir. Rarast þykir þar honum að ræna borgir sem nutu friðar i nægjuleysi. Drepinn lifnar og deyr á víxl. Liggur í skógar skugga leynum, finnur þó veg að fylgsnum nógum, þar sem að allir ýtar synir vatni flotnir voru forðum. Og getið nú. Vonandi tekur enginn þetta spjall sem „vísnaþátt“, enda stendur ekki til að keþpa við þann ágæta Jón Gunnar, hér neðar á síðunni, en væntanlega hafa einhverjir lesendur gam- an af að spreyta sig á gátunum. Ef einhverjir kunna vísurnar betur eða réttar en hér er með þær farið, er leiðrétting vel þegin. Ráðningar á mannanöfnunum: •in;joi oz unpuejg 61 jnuijo '81 næsjy ’ZI iSog 9x jnSea ex ‘WOM H Jnppo £1 tPHjeuins z\ Jnjiv II •;ubaX3iý ot 'JnSiajo '6 JnjII!3 '8 jnilBH 'L •uuiajH 9 ■jnuiuo g uuijsuyi v MJJOX 0 !§IOH Z ujQfe I Þunga af lofti bar hún Vísur og vísnaspjall Jön Gunnar Jónsson Láttu skína bros á brá, breyttu kulda i hita. Barm þinn skaitu utan á aldrei tárum rita. Ofanskrifuð vísa er eftir .Jón S. Berg- mann og eftir hann er lika vísan, sem hér fer á eftir. Hér er kannski ekki djúpstæð viska á ferðinni, en svona yrkja þeir þó einir, er sjálfir geta talað af dýrkeyptri reynslu. Þeir gera hvort tveggja í senn, gefa ráð, sem þeir hafa áður af öðrum þegið, og tjá hvernig það hefur gefist að hlíta þeim. Þó að ieiðin virðist vönd, vertu aldrei hryggur. Það er eins og hulin hönd hjálpi, er mest á liggur. í þessum vísum Páls Ólafssonar gætir greinilegra áhrifa frá Bólu-Hjálmari. Þær eru ortar þegar Jón rauði drukkn- aði, sem virðist Páli ekki mikill harm- dauði, ef dæma má eftir eftirmælunum: Rauði Jón í saltan sjó sagður er nú dottinn. Þarna fékk þá fjandinn nóg í fyrsta sinn í pottinn. Ljótur var nú líkaminn og lítið á að græða, en aftur sálar andstyggðin afbragðs djöflafæða. Fyrir um það bil 30 árum lærði ég þá vísu, sem hér verður birt. Henni fvlgir eftirfarandi saga. Tveir menn komnir af léttasta skeiði voru saman að skemmta sér — og voru nokkuð við skál. Annar þeirra var búsettur i vesturbænum í Reykjavík og bauð nú félaga sinum þangað til þess að njóta nokkurrar hvíld- ar. Var þetta seinni hluta dags, en gleðskapur hafði staðið nokkuð lengi. En eins og oft vill verða undir slíkum kring- umstæðum tók kona húsráðanda ekki vel á móti eiginmanni og gesti hans, reyndi maðurinn þó að blíðka hana með ýmsu móti. Gesturinn fékk sér sæti i eldhús- inu, en hjónin fóru inn í næsta herbergi, sem var svefnstofa þeirra. Ekki féll hurð fast að stöfum og mátti lengi vel heyra þaðan mikla orrahríð. Loks dró þó úr henni, uns hún þagnaði alveg. Hvort gesturinn hefur nú séð inn i herbergið gegnum rifu, þaðan sem hann sat, eða bara hugsað sitt, er ekki gott að vita, en hér varð vísa til: Storminn hefur heldur lægt, hér var saminn friður, yfirsængin hægt og hægt hreyfist upp og niður. Höfundur vísunnar var Ásgeir Jóns- son, sem lengi var járnsmiður í Lands- smiðjunni, síðast búsettur i Kópavogi. Hann var sunnlendingur, en ólst upp í Mývatnssveit, fæddur 1901, dáinn haust- ið 1975. Sá er þetta ritar var kunnugur Ásgeiri ímörg ár. Hann var gamansamur .u.aður, orðheppinn en hlédrægur. Ég þekkti og fjóra bræður hans, er voru um skeið kunnir borgarar í Reykjavík, Björn Jónsson prentsmiðjustjóra í Víkingsprenti, Þorleif stýrimann, Þóri og Harald, tónlistarmenn. Margir hafa verið nefndir höfundar að þessari visu, en ég veit með vissu að hun er eftir Ásgeir, enda gekkst hann við henni, þeg- ar ég spurði hann, hvort það væri ekki rétt að hann hefði gert hana. Hér koma svo tvær aðrar vísur eftir Ásgeir. Vínið er mitt vænsta hnoss, ver það sorg og trega. Það er eins og konukoss, kysstur innilega. Og þessi mannlýsing eða sjálfslýsing, því glettni höfundar kemur þar gréinilega fram. Hugsaðu fyrir heila þjóð uns hárin tóku að visna og falla. Ennþá lifir andans glóð undir þessum bera skaila. Ásgeir leyfði mér að birta þessar vísur. Það stóð líka til að ég kæmi heim til hans og fengi fleiri, en það fórst alltaf fyrir. Ekki veit ég hvaða Loftur kemur við sögu í vísunni þeirri arna og þaðan af síður kann ég skil á vinkonu hans, enda er hér um algjört leyndarmál að ræða. Auðvitað geta menn ráðið því sjálfir hvar þeir setjá stóran staf fyrir lítinn. Þráði loft og þurfti ioft, þunga af lofti bar hún. Upp á iofti upp í loft undir lofti var hún. Margar urðu ástandsvísurnar fleygar á hernámsárunum, enda áttu sumir um þau sár að binda hér á landi, sem mönnum hættir helst til að kveinka sér undan, þótt ekki þyki alltaf karlmann- legt. Hér kemur ein þeirra. Ungur maður kom til hagyrðings og bað hann að yrkja fyrir sig um tiltekið efni. En sá hagmælti átti litla huggun handa pilti, sem auðvitað hafði orðið að sjá á eftir stúlkunni sinni í ástandið, hélt að þeir, sem ekki gátu passað sínar stelpur fyrir erlendum her, myndu hvort eð er hafa misst þær með öðrum hætti, og ekki væri tiltökumál að útlendir strákar, þótt her- búningi klæddust, væru kvensamir En vísu orti hann og hún var svona. Við skulum ekki vila hót, við erum hörkustríðandi. Það er þó alltaf búningsbót að bretagreyjunum ríðandi. Hér er svo önnur eftir sama ónefnda höfund ort nokkrum árum síðar. Ástandsstúlka kom til baka frá skamm- vinnri hjúskaparsælu í Bandarikjunum. Hún gerðist bústýra hjá virðulegum embættismanni úti á landi. Ein sú reyndist ferð til fjár, sem fór hún Maja vestur. Henni líður heldur skár, nú heldur við ’ana prestur. J.G.J. — S. 41046.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.