Dagblaðið - 13.05.1977, Qupperneq 28
ETTT LÖGREGLUÚTKALL
VEGNA LÆKJARINS
í NAUTHÓLSVÍK
— En þá lá við dauðaslysi er ölvaður maður lagði til sunds út á Fossvog
Mikið umtal hefur orðið um
heita lækinn opna í Nauthóls-
vík, sem margir sækja
reglulega og notaður er nætur
sem daga af alls kyns gestum.
Upphaflega mun lækurinn hafa
verið nýttur til baða af fólki,
sem var að koma af dans-
leikjum og fannst nóttin „of
ung“ til að nota hana til svefns.
Lögregluhlið málsins hefur
beinlínis aldrei komið fram og
því inntum við Pál Eiríksson
aðalvarðstjóra eftir þeirri hlið
málsins.
„Ég minnist þess ekki að lög-
reglan hafi verið beinlínis
kvödd að læknum nema einu
sinni,“ sagði Páll. „Þá ætlaði
ungur maður við skál sér þá
miklu ofraun að svnda yfir
Fossvoginn til Kópavogs. Það
hlýtur að hafa verið kallað frá
talstöðvarbíl, því lögreglan
komst snarlega á vettvang.
Pilturinn var ekki kominn
langt frá landi, en lögreglan
bjargaði honum í gúmbát. Var
pilturinn þá orðinn nær
meðvitundarlaus og óljóst
hvernig farið hefði, ef ekki
hefði verið komið með gúmbát
svo snarlega á vettvang."
Páll kváð lögregluna hins
vegar oft fara þangað suður eft-
ir til eftirlits, „og kannski
einnig fyrir forvitni sakir“ eins
og Páll orðaði það.
Páll kvað einhver dæmi þess
að fólk hefði brugðið sér nakið í
lækinn, svona undir morguninn
þegar fáir væru á ferli, og
einhver dæmi væru þess að
„topplausa tízkan" sæist þar.
Fólk fer einnig til baða þar í
misjöfnu ástandi hvað áfengis-
neyzlu snertir en ekki minntist
Páll þess að um slysaflutninga
hefði verið að ræða frá lækn-
um.
Það mun álit lögreglumanna
að það fólk sem lækinn sækir,
t.d. að næturlagi, myndi vart
rólegra annars staðar eða
minna fara fyrir því. Að degi til
sækir til lækjarins alls konar
fólk, konur og karlar á öllum
aldri, svo og unglingar og börn.
Aðstöðuleysið við lækinn er
að sjálfsögðu áberandi og slysa-
hætta gæti helzt stafað af gler-
brotum, sem bæði eru á
bökkum og kunna að vera í
læknum. Enginn kvörtun hefur
borizt frá flugvallarstarfs-
mönnum vegna lækjarbaðgesta
og hreinsun vatnsins í læknum
er meiri og betri en i nokkurri
sundlaug vegna straumsins og
stöðugrar endurnýjunar
lækjarvatnsins.
Lögregluyfirvöld munu ekki
hafa sett fram neinar óskir eða
kröfu um að læknum skuli
lokað, þvert á móti telja þau að
næturgestir lækjarins fái þarna
útrás og myndu ekki rólegri
annars staðar, eða minna fyrir
þeim fara, eins og fyrr segir.
-ASt.
SA GAMLIER GLÆSILEGUR
Þessi glæsilegi slökkviliðsbíll,
Ford '23 verður meðal atriða á
Slökkviliðsdeginum í Reykjavík á
morgun. Verður bílnum — ásamt
fleiri gömlum bílum — ekið um
borgina í fyrramálið.
Þessi. slökkvibíll er sá fyrsti,
sem fluttur var til landsins tH
slökkvistarfa utan Reykjavíkur
Gegndi hann hlutverki sínu í
fjölmörg ár á Akureyri.
Erlendur Halldórsson í Hafnar-
firði, sem í mörg ár var starfs-
maður Brunamálastofnunar
ríkisins, byrjaði að dunda við það
í frístundum 1971 að gera bílinn
upp. Var því verki lokið fjórum
árum síðar. „Þetta tók náttúrlega
engin fjögur ár,“ sagði Erlendur
okkur, „en ég þurfti að bíða í þrjú
ár eftir því að dekkin væru
steypt. Það var ekki hægt að setja
undir hann dekk sitt af hverri
sort.“
í dag fær gamli Fordinn númer
og á morgun verður honum ekið
um götur borgarinnar. „Með
nýjum vatnskassa færi ég á hon-
um alla leið til Hornafjarðar,"
segir Erlendur.
-ÓV/DB-mynd: Hörður
þrjú ár eftir að dekkin væru steypt.
Erlendur á gamlan Ford ’23:.Beið
Þeim fækkar gömlu húsunum í Múiahverfinu. Tvö voru rifin í
vikunni, — eitt brann í morgun. Það hú: var ekki lengur notað
til íbúðar, og átti að hverfa næstu dagana. Myndin sýnir slökkvi-
liðið að vinnu við að hefta eldinn í morgun. —DB-mynd. Hörður.
ÞEIM FÆKKAR ÓÐUM
Kirkjukór Akraness:
Syngur popp
í Betlehem
á jólanótt
Kirkjukór Akraness fyrir-
hugar söngför til Israels um
næstu jól og mun þá syngja
í Betlehem á jólanótt ásamt
fjölda kóra víðs vegar að úr
heiminum. Kemur þetta fram í
staðarbláðinu Umbroti á Akra-
nesi, þar sem rætt er við
Guðrúnu Vilh-jplmsdóttur, for-
mann kórsins.
Æfingar hófust um sl. ára-
mót og verður dágsKráin
blönduð. Auk kirkjulegra
verka verður léttara efni svo
sem popplög, negrasálmar og ef
til vill blues.
•Kórnum bauðst þessi þátt-
taká fyrir tveim árum en gat
ekki þegið boðið þá né síðan
þar til nú. Segir formaðurinn
þetta mikinn heiður fyrir kór-
inn, og sennilegast munu flestir
hinna 50 kórfélaga fara utan.
-G.S.
frfálst, úháð daghlað
FÖSTUDAGUR 13. MAI 1977.
mmmmmm^mmmmmmm—mmmmmmmmm
Einar Ágústsson:
Bretarinn
—síðar
Bretar geta hugsanlega
komið með togara sína aftur
inn fyrir landhelgismörkin,
en ekki fyrr en fiskistofn-
arnir hafa jafnað sig.
Þetta hefur Reuter-
fréttastofan eftir Einari
Ágústssyni utanríkisráð-
herra. Ekki náðist samband
við ráðherrann í morgun,
þar sem hann er erlendis.
Viðræður tslendinga og'
Efnahagsbandalagsmanna
verða 9. og 10. júní í Reykja-
vík HH
Vorkappreiðar
Fáks á sunnudag:
Fjórgangur
ogfimm-
gangur
með meiru
Gæðingaskeið, fjór-
gangur, fimmgangur og
hindrunarhlaup eru meðal
nýrra keppnisgreina á árleg-
um vorkappreiðum Fáks,
sem verða á skeiðvelli
félagsins að Víðivöllum á
sunnudaginn og hefjast kl.
14. Eru þetta sömu keppnis
greinar og ákveðnar hafa
verið fyrir -Evrópumót
íslenzkra hesta, sem haldið
verður í Danmörku seinni-
hluta sumars.
Um eitt hundrað fræknir
hestar munu mæta til leiks
og af fræknum skeiðhestum
má nefna Stokkhólma-Blesa,
Vafa og Fannar, sem jafnaði
íslandsmet Öðins sl. sumar.
I 350 m stökki keppa m.a.
Loka, sem er Islandsmethafi
í þessari grein, og Gustur.
Einnig er búizt við spenn-
andi keppni í 250 m stökki
þar sem fram munu koma
lítt þekktir hestar til þessa,
sem mikils er vænzt af.
Að sögn forráðamanna
Fáks hefur hin nýstofnaða
íþróttadeild félagsins orðið
til að auka áhuga á hesta-,
mennsku, ekki sízt meðal
ungs fólks. Veðbanki verður
starfræktur á kappreiðun-
um. G.S.
Staðreynd um
blaðadreifingu:
DBá
toppnum á
Patreksfirði
ásamt
Mogganum
Á Patreksfirði er dreifing
dagblaðanna þessi: eintök
Dagblaðið 85
Morgunblaðið 85
Tíminn 40
Þjóðviljinn 10
Vísir 10
Alþýðublaðið 6