Dagblaðið - 20.05.1977, Page 1
3. ARG. — FÖSTUDAGUR 20. MAÍ 1977 — 111. TBL. RITSTJÓRN SÍÐUMÚLÁ 12, AUGLÝSINGAR ÞVERHOLTI 11,* AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI 2 - _ AÐALSÍMI 27022
Skyndiverkföll gætu
stöðvað samningana
Vinnuveitendur vilja
ekki semja meðan
þeim helduráfram
Skyndiverkföll VR í dag?
Nú er komin upp sú staða að
skyndiverkföll í dag kynnu að
stöðva allar samningaviðræður
í vinnudeilunni. Undir
miðnætti i gærkvöldi, á sáttá-
fundi þá, lýsti aðalsamninga-
nefnd Vinnuveitendasambands
íslands því yfir við sáttanefnd
ríkisins að hún teldi ekki fært
að halda áram samningaumleit-
unum ef áframhald yrði á ólög-
legum skyndiverkföllum.
Lýsti samninganefnd VSÍ
allri ábyrgð á hendur þeim
forystumönnum verkalýðs-
félaga innan ASÍ sem að
þessum aðgerðum standa,
tefjist samningagerð af framan-
greindum ástæðum.
Blaðið fregnaði ígær að VR,
eða a.m.k. deildir ínnan þess,
fyrirhuguðu skyndiverkföll
eftir hádegi í dag en það hefur
ekki fengizt staðfest fremur en
fregnir af undangengnum
skyndiverkföllum. Hins vegar
er öruggt að einhver skyndi-
verkföll voru fyrirhuguó í dag
hvort sem yfirlýsing VSÍ mun
breytta þeirri fyrirætlan. G.S.
Bílstjórar Samsölunnar koma af fundinum í morgun.
PB-mynd Sv. Þ.
Mjólkurútkeyrsla
stöðvuð ímorgun
— ekki skæruverkf all
heldur mótmæli
Mjólkurbílstjórar samsöl-
unnar hófu ekki útkeyrslu á
mjólk eða öðrum afurðum i
morgun kl. 7 eins og venja er.
Bílstjórarnir eru með þessu að
mótmæla því sem þeir telja
brot sölustjóra samsölunnar á
yfirvinnuhanninu. Fundir út
af þessum mótmælaaðgerðum
mjólkurbilstjóra voru haldnir í
morgun. Hafði samkomulag
enn ekki náðst um útkeyrslu
skömmu fyrir kl. 10 í morgun
en þá hafði slitnað upp úr við-
ræðum. Annar fundur var
boðaður kl. 10.
Yfirvinnubannið hefur haft
þau áhrif að undanförnu að
afgreiðsla á mjólkurafurðum
hefur ekki verið með sama
hætti og annars hefur verið.
Ekki hefur þó komið til alvar-
legrar þurrðar á þessum
vörum til þessa.
keýpt verulegt mjólkurmagn
úr sölubúð Mjólkursamsöl-
unnar við Laugaveg undan-
farna daga. Þetta telja bíl-
stjórarnir brot á samkomulagi
um að framfylgja yfirvinnu-
banninu. Telja þeir að yfir-
menn samsölunnar hafi átt að
koma í veg fyrir þessa af-
greiðslu þar sem hún sé brot á
gerðu samkomulagi.
Þegar blaðið fór i prentun
var ekki ljóst hvort samkomu-
lag næðist um að útkeyrsla
yrði hafin aftur í dag. Bílstjóri,
sem DB hafði samband við, tók
það fram að hér væri ekki
skæruverkfall á ferðinni
heldur ákveðin mótmæli gegn
broti á gerðu samkomulagi
sem ylli því að yfirvinnu-
bannið hefði ekki tilætluð
áhrif. BS
8000 dollurum stolið
f rá f erðamanni í svefn-
pokahóteli íReykjavík
Utlendingur sem hingað
kom á miðvikudaginn og
ætlaði að hafa hér einnar
nætur viðdvöl situr nú og sýtir
ófarir sínar. Hann hafði, er
hann kom, í fórum sínum
ferðatékka.samtals að upphæð
8000 dollara, eða rúmlega
hálfa aðra milljón íslenzkra
króna. Samt timdi hann ekki
að fá sér hótelherbergi, en
fékk sér svefnpokapláss inni í
borginni.
Hann lagði pjönkur sínar á
rúmbálkinn og fór síðan i
skoðunarferð um Reykjavik.
Er hann kom aftur var búið að
stela ferðatékkablokkinni úr
tösku hans. Er þetta sérstæða
mál nú í rannsókn.
Allir ferðatékkarnir eru út-'
gefniraf Ameriean Express.
-ASt.
,,Já, ennnnnn.“.
„Það þýðir ekkert „jáenn“, þetta gengur ekki.“ Lögreglumaðurinn
ungi átti í höggi við létt-mildan viðskiptavin í heitavatnsskurðinum
Moldá, eða Volgu, hvort nafnið sem verður nú látið ráða. Það var i
gærkvöldi og maðurinn var að brjóta gegn landsins “igummeð þvi að
særa blygðunarsemi samborgara sinna. Borgarráð hefur sem kunn-
ugt er samþykkt að gera Volgu (Moldá) að almennum baðstað og þá
verður væntanlega fátitt að atvik sem þessi gerist suður í Nauthols-
vik. DB-m.vnd Sveinn Þormóðsson —
Reikningsmeistarar
um sáttatillöguna:
1% meiri kaup-
máttaraukningen
VSÍhafði boðið
Blaðið hefur þær upplýsing-
ar úr röðum launþega að sátta-
tillaga sáttasemjara ríkisins,
sem lögð var fram á miðviku-
dag, geri ráð fyrir 1% meiri
kaupmáttaraukningu að með-
altali, en vinnuveitendur voru
þegar búnir að bjóða. ASÍ og
Vinnumálasamband SlS, sem
er vinnuveitandi, hafa bæði
fallizt á þessa tillögu sem
viðræðugrundvöll, með fyrir-
vara um nokkur minniháttar
atriði, en Vinnuveitendasam-
band fslands hefur hins vegar
hafnað tillögunni.
Spá um þróun kjaramála
skv. tillögu sáttanefndar
ríkisins gerir ráð fyrir 58%
kauphækkun á samningstíma-
bilinu 1. maí í ár til 1.
nóvember 1978 og 12% kaup-
máttaraukningu. Er hér miðað
við 100 þús. kr. mánaðarlaun 1.
maí sl.
Miðað við þetta verður árs-
meðaltalskauphækkun milli
áranna ’76 og ’77 36% og 4%
kaupmáttaraukning og á milli
áranna ’77 til ’78 31% kaup-
hækkun og 6% kaupmáttar-
aukning.
Hjá þeim, sem hafa 70 þús.
kr. laun 1. maí er reiknað með
meiri hækkunum eða 73%
kauphækkun á sajnningstiman-
um og 21% kaupmftttar-
aukningu.
-G.S.
Hlaömenn lögðu
niðurvinnu:
Faxarnir
stöðvuðust
— baksíða