Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 20.05.1977, Qupperneq 2

Dagblaðið - 20.05.1977, Qupperneq 2
'\r DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 20. MAÍ 1977. Ferdalangur án fyrirhyggju —svar til Dóru Stefánsdóttur félagsf ræðinema Bryndís Schram skrifar Mcnntaskúlans á ísafirði: f.h. Menntaskólinn á Isafirði tekur á ári hverju á móti mikl- uin fjölda gesta sem sækja skól- ann heim i tengslum við skóla- starf eða félagslíf. Skv. reynslu undanfarinna ára má ætla að gestafjöldi sé hátt á annað hundrað til jafnaðar á ári. Yfir- leitt er hér um einstaklinga eða fámenna hópa að ræða, fyrirles- ara, skáld, rithöfunda, tón- listarmenn o.s.frv. Stundum er þó um að ræða fjölmenna hópa, t.d. íþróttafólk, leikhópa eða jafnvel heila kóra. Að sjálf- sögðu höfum við reynt að leggja okkur fram um að gera gestum okkar dvölina sem ánægjuleg- asta. A sjö ára ferli skólans þekki ég ekkert dæmi þess að ástæða hafi þótt til að kvarta undan ógestrisni. Hins vegar hafa okkur ósjaldan borizt hlýjar kveðjur og þakkir að heimsókn lokinni, enda margur aufúsugestur komið á þessum árum. Þess vegna rak mig i roga- stanz, þegar ég las í Dagblaðinu (fimmtud. 12. maí sl. ) reiði- lestur Dóru Stefánsdóttur, félagsfræðinema, yfir ógestrisni er skóiinn á að hafa auðsýnt hópi háskólanema er hingað kom til námskynningar. Mér þykir að sönnu leitt að heyra hversu illa hefur verið að þeim búið en verð að gefnu tifefni að taka fram að Dóra fer húsavillt með reiðilestur sinn. Námskynning þessi fer fram á vegum Námskynningarnefndar SHl-SÍNE með fjárstyrk Menntamálaráðuneytis að sögn. Umrædd nefnd beindi erindi sínu til Skólafélags Mt. Ekki var farið fram á gistingu heldur ráðgert að halda heim sam- dægurs með leiguvél. Skömmu áður en umrædd námskynning skyldi fara fram (29. marz sl.), var hins vegar hringt í skóla- meistara og farið fram á . gistingu fyrir 20 manns á heimavist. Astæðan fyrir því að þeirri bón var synjað var fyrst og fremst sú, að þessa daga stóðu yfir valgreinapróf efri- bekkinga (mörg stúdentspróf). Væntanlega skilja háskóla- nemar það manna bezt að skóla yfirvöld eiga bágt með að biðja nemendur að víkja úr herbergj- um sínum og rúmum á sama tíma og þeir eiga að búa sig undir að þreyta próf. Það er einnig rétt að reynsla skólans af fyrsta hópi háskólanema sem sótti okkur heim til námskynn- ingar var ekki góð. Síðan hefur ekki verið farið fram á að fá inni á heimavist þar til nú. Þessa var getið í umræddu sím- tali. Hins vegar var það ekki ætlun skólans, hvorki þá né síðar, að gera það að umræðu- efni opinberlega. Forráðamenn námskynningar ættu að láta það ógert líka a.m.k. á meðan þeir þiggja af almannafé til slíkra ferða. Menntaskólinn ber því ekki ábyrgð á röngum upplýsingum um fyrirhugaða hótel- eða vistardvöl, eða að það láðist að tryggja öllum hópnum flugfar til baka. Það verða þátttak- endur námskynningar að gera upp við sinn hóp. Sama er að segja um morgunverð í mötu- neyti. Hann er framreiddur fyrir skólatíma (kl. 7.15-8.00) Hafi námskynnendum reynzt ofraun að rísa úr rekkju fyrir þann tíma hefði fararstjórinn ekki þurft annað en að tilkynna um það fyrirfram. Dóra nefnir fátæka námsmenn. Það eru menntaskólanemar lika. Starfs- mannahaldi mötuneytis er því haldið í skefjum. En svo vel þekki ég matráðskonu vora að hún hefði ekki talið eftir sér að doka við eftir siðsofendum, hefði verið farið fram á það. Hafi aðbúnaður reynzt svo smánarlegur sem Dóra lýsir, verður hún að draga rétta aðila til ábyrgðar. Farar'stjórinn og formaður SHÍ var veturlangt kennari á ísafirði og því kunnugur öllum staðháttum. Loks gefur Dóra tilefni til þess að spurt sé um æskilegt skipulag og vinnubrögð við að kynna framhaldsskólanemum háskólanám. Félagsfræðinem- inn veit vafalaust að allur þorri menntaskólanema er óráðinn um framhaldsnám fram á loka- ár. Á bókasafni Ml liggja frammi öll tiltæk gögn frá aðilum eins og Hí, SHÍ, SÍNE og Menntamálaráðuneyti um framhaldsnám heima og er- lendis. Þar að auki hefur skól- inn aflað uppsláttar- og hand- bóka frá sendiráðum, mennta- stofnunum og beint frá háskól- um þeirra landa sem íslenzkir stúdentar leita einkum til. Nemendur eru hvattir til að kynna sér þessi gögn. Og umrædd námskynning var rækilega kynnt á göngum skól- ans með nokkurra daga fyrir- vara og einnig í kennslustofum. Annars vefengi ég að æskileg- asta skipan frekari námskynn- ingar sé skyndiárás fjölda fólks sem tyllir sér niður nokkrar mínútur, meira eða minna óundirbúið, eins og raunatölur Dóru félagsfræðinema bera vitni um. Væri ekki skárra ef' kynnendur væru færri (t.d. 5), en gæfu sér meiri tíma á hverj- um stað. Þá gætu þeir skipulagt þessa fræðslu í samvinnu við kennara og einbeitt sér að þeim nemendum sem farnir eru að hugleiða sitt framhaldsnám af nokkurri alvöru. Að lokum: Dóra fullyrðir að nemendur Mí hefðu fengið kurteislegri viðtökur hefðu þeir verið sendir suður til námskynningar. A það hefur þráfaldlega reynt: hópar Mí- inga, stórir og smáir, verða iðu- lega að leita til Reykjavíkur í menningarreisur, kynnis- ferðir, til iþróttakeppni o.s.frv. í hvert einasta skipti hafa þeir mátt verða sér úti um gistingu og fæði. „Fátækir nemendur" — eins og þið, Dóra, og óniður- greiddir af ríkinu. F.h. Menntaskólans á tsaf. Bryndis Schram Bryndís Schram skólameistari Ml. Símanum lokað þótt búið væri að greiða reikninginn! Kona sem kvaðst vera mjög óánægð með þjónustu simans hringdi og bað um að eftir- farandi yrði komið á framfæri: Ég er lamaður öryrki sem kemst ekki út fyrir hússins dyr. Eins og gengur kom simareikn- ingur og var hann greiddur í banka sl. föstudag. í morgun, þriðjudag, þegar ég þurfti að nota símann var búið að loka honum! Svo vel vildi til að sonur minn var staddur heima og gat ég sent hann út í búð til þess að hringja til systur minnar og biðja hana um að láta opna símann aftur. Þegar systir mín hringdi og tilkynnti um þessa ótímabæru lokun var aðeins sagt að síminn yrði opnaður aftur, en ekki eitt afsökunarorð nefnt. Mér finnst þessi þjónusta símans alveg fyrir neðan allar hellur. Síminn er vlst nógu dýr ,þótt ekki þurfi að koma til svona óþarfa vandræða með hann. Það er með mig eins og fleiri að ég get ekki án símans verið, — en mér finnst að símnot- endur eigi heimtingu á betri þjónustu. Því miður vill oft brenna við þegar um einokunarstarfsemi er að ræða, eins og síminn er, að þjónustan geldur þess að samkeppnin er engin. Bréfritari er bundinn heima vegna lömunar og getur þvi ekki án símans verið og sömu sögu er að segja um marga aðra simnotendur. Margur blásinn belgur sprakk Vísur og vísnaspjall Jón Gunnar Jónsson Guðmundur Friðjónsson f. 1869, d. 1944 ól allan sinn aldur á Sandi í Aðaldal í Suður-Þingeyjarsýslu og var jafnan kenndur við þann bæ. Hann var eitt af svipmestu skáldum sinnar tíðar, bæði á laust mál og bundið. Sonur skáldsins Þóroddur hefur ritað tvær fróðlegar bækur um foreldra sína, sem varpa góðri birtu á heimili þeirra, starf og umhverfi. 1 þessum þætti, og kannski öðrum síðar, verða aðeins tilgreindar lausavísur, tækifærisvísur og erindi úr kvæðum sem njóta sin stök. Fyrsta kvæðabók Guðmundar á Sandi kom út 1902 og hét Úr heimahögum. Þá var höfundurinn löngu landskunnur fyrir kvæði og ritgerðir, sem hann hafði birt í blöðum og tímaritum, enda 33 ára að aldri. Margir málsmetandi menn gátu hennar að góðu, en í landsmálablaðið Þjóðólf ritaði Þórður Sveinsson, síða.r læknir á Kleppi, dóm undir dulnefni, sem þá og síðar þótti ærið ósanngjarn. Hér koma tvær vísur, sem Guðmundur hafði áður birt í Sunnanfara 1897 og kallaði Jafnvægi. F’yrri vísan er, eins og við sjáum. hinni þetri, og varð strax landsfræg.oft veriðtil hennar vitnað, hin er líka góð, en fellur i skuggann. Margur blásinn belgur sprakk, bljúgur laut að fróni, i sem giettin úngtru Mukk ástar títuprjóni. Mörg hefurguggnað meyjarlund manns f.vrir brúnaleiftri. Kær er vistin konumund karlmanns lófa greiptri. Harpa heitir kvæði, 29 vísur, náttúru- lýsingar enda um hið forna mánaðar- nafn að ræða, sem enn var við lýði á hans dögum. Þar er þessi fallega vísa: Loka krónur Ijósri brá, Ijúfrar væróar kenna. Fjallalinda lömpum á logar rauðir brenna. Og þessi. Grlma er næturkenning. Opna lindir augu frán, öll er gríman rofin. Motur bláan rekur Rán, rósasilki ofinn. Höldum áfram. Himinsbláins belti frá blikar láar salur, fjalli gljáu falin hjá faðmast á og dalur. Lýsigulls á leyndum stól léttum pells í feldi himinn blár og sumarsól sitja nú að veldi. Meðan svona er himinn hýr, hvergi élja þeli, allar minar ær og kýr á ég þar í seli. Á öðrum stað í kvæðinu er þessi vísa. Eftir dagsins ys og gný eru flestir hljóðir, sofnar hreiðri sínu í sérhver ungamóðir. Mansöngur heitir kvæði, og er svo látið heita að það sé úr óprentaðri sögu.' Ekki kemst höfundur af með minna en 26 vísur, enda verður honum ekki orðs vant. Hér er sýnishorn. Síðan, vina, eg sá af þér, sundur skiptast vegir, flestir dagar finnast mér fremur dapurlegir. Svefni horfinn sit ég því, sviptur gleði dugi, eins og svanur sárum í, sem er rændur flugi. Hvað sem liður stund og stað slúra fölar kinnar, hlustin leitar ávallt að ómi tungu þinnar. Þegar golan, blið á brá, bærist mér um kinnar, finnst mér að ég finni þá fingur vinu minnar. •lá. þessar ástavísur eru frá iildinni sem leið, þegar höfundurinn var enn ungur. F)n ætli ungskáld núlimans og vinstúlkur þeirra mættu ekki vel við þau una? Úr Vorvísum 1900, sem eru margar eins og fyrridaginn, gríp ég til þessara. Gott er að hafa geislaböð í grónum skógarleynum, þegar gola bærir blöð á birkiviðagreinum. Þýðrar golu þytinn við þar á laufgum beði, þrastaleik og kætiklið, klökkna ég af gleði. Rétt fyrir aldamótin yrkir Guðmundur langt ljóðabréf til vinar síns, 68 vísur, þar sem segir nokkuð af högum skálds ins, mest er skáldlegar sýnir. Hyggju minni hugraun þver hjartarótum innar: að mér hlýjan bjarma ber brásól vinu minnar. Þetta langa hróðrarhjal hljóðs og tíma krefur, barna minna gems og gal glepur mig og tefur. Von mín er að væn og stór verði snót og drengur. Það er verst, ef þröngur skór þeim i erfðir gengur. Við göngum aftur til fundar við skáld- ið á Sandi síðar. J.GJ. — S. 41046.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.