Dagblaðið - 20.05.1977, Blaðsíða 5

Dagblaðið - 20.05.1977, Blaðsíða 5
DAGBLAÐIÐ. F'ÖSTUDAGUR 20. MAÍ 1977. Hvaða vonir geta menn haft í biðstofum bankastióranna? — „Þröngt áf ram eins og verið hef ur” ..Þetta verður nokkurn vettinn óbreytt frá því sem verió hefur," saítði Valur Vals- son aóstoðarbankastjóri Iðnaðarbankans um útlánatak- ntörkunina sem gildir næstu mánuði. „Það verður áfrant mjög þröngt um lán í bönkunum en ætli þetta sé ekki búið að vera svona í 20-30 ár," sagði Valur, „svona í stórum dráttum. Verð- bólgan hefur verið mikil og eftirspurnin eftir lánsfé miklu meiri en framboðið." Bankamenn hafa nú litið á stöðuna í útlánum aó liðnum fjórum fyrstu mánuðum ársins. Eins og alltaf fóru bankarnir nokkuð fram úr því marki í .útlánum sem Seðlabankinn hafði sett. Búast má við að þeir geri það áfram. Seðlabanka- stjóri stefnir hins vegar að því að herða enn takmörkunina það sem eftir er árs til að jafna þaðl sem bankarnir fóru Fram úr fyrstu mánuðina. Verður því nú athugað hvortútlánaaukning in næstu fjóra mánuði geti orðið takmorkuð við um sex af hundraði. En eins og Valur Valsson segir má búast við nokkurn veginn svipuðu ástandi og verið hefur að undanförnu, og þeir sem setjast i biðstofuLbankastjóranna geta haft svipaðar vonir og fyrr. HH n Islensk iðnkynning Umbúðasamkeppnin 1977 Ákveðið er að umbúðasamkeppni, hin fimmta í röðinni, fari fram á þessu ári. Samkeppnin tekur til allra gerða umbúða. Hönnuðir, framleiðendur og umbúðanotendur hafa rétt til að senda inn umbúðir. Skilafrestur er til 15. júlí 1977. Þeir sem óska þátttöku í samkeppninni eru beðnir að hafa samband við skrifstofu íslenskrar iðnkynningar, Hallveigar- stíg 1, sími 24473. Frekari upplýsingar veitir Pétur Sveinbjarnarson, fram- kvæmdastjóri íslenskrar iðnkynningar. íslensk iðnkynning Ákveðin kaupmáttaraukning þýðir var um 8 til 10% launahækkun en ekki kaupmáttaraukningu, sem rétt er. Síðar í fréttinni. ________1 -------i I n I, nn lrlr«w kemur þetta rétt fram. 8 til muil næm IdUndnæKKUn kaupmáttarauknlng Wðir hins vegar mun meirt kaup- Sú villa slæddist inn í fyrir- sögn og fremst í frétt af ráðstöf- unum ríkisstjórnarinnar til lausnar vinnudeilunni að talað Hækkun í verðbólguþjóðfélagi eins og hér. d.s. Slagsíða á Júní í Hafnarfjarðarhöfn Mikil siagsíða var komin a togarann Júní um fimmleytið í gærmorgun þar sem hann lá í Hafnarfjarðarhöfn. Slökkvi- liðið í Hafnarfirði var kvatt á vettvang. Mikill sjór hafði komizt á millidekk skipsins vegna bilunar á sjálfvirkum dælubúnaði -skipsins. Slökkvi- liðsmenn voru um það bil þrjá tima að dæla úr skipinu með tveim dælum. Vatn flaut yfir rafmagnstöflu sem var í stjörnklefa vélar- rúms. Töluverðar skemmdir hafa orðið á henni vegna vatns og því líkur á því að viógerð taki nokkurn tíma. Togarinn Júní er stór spænskur togari. KP Rithöf undur og skútukarl gerir klárt fyrir siglingu heim til Englands Nú er verið að gera skútuna Baröque frá Englandi sjóklára. Hún kom hingað í fyrrahaust og hefur verið hér í vetur. Skútan er svonefndur pilot eutter og var smíðuð í Englandi 1902. Skútan liggur við Ingólfsgarð og við gerðum okkur ferð þangað i góða veðrinu í gær og ræddum við Til- man. forsvarsmann beirra skips- félaga. Tilman, sem er rit- höfundur að atvinnu, fer um öll heimsins höf á kútternum og er orðinn svipað gamall og hann. Hann er'eins og ekta skútukarl, veðurbarinn og gráskeggjaöur. Tilman sagði okkur að þeir væru 5 um borð en aðeins tveir þeirra væru komnir. Hinir koma þó að líkindum í dag. Karlarnir eru að ganga frá köólum og gera allt klárt fyrir sjóferðina en þeir fara aftur til Englands héðan. Tilman sagði að þeir notuðu segl skútunnar á hafi úti, enda gengi hún mun hraðar þannig, en hún er einnig búin hjálparvél sem er notuð inni á höfnum. Ekki var að sjá að aldurinn skipti Tilman nokkru máli því hann kleif upp i reiða fimur sem köttur og ekki var lofthræðslunni fyriraðfara. JH \i/FECURÐARSAMKEPPNI ÍSLANDSW k Hótel SögUj 22. maí 1977 Fjölbreytt og góð skemmtun, fjör og gleði á Sunnuhátíðum Munið að panta borð tímanlega i sínia 20221. Dagskrá m.a: Avarp Claude Berr fulltrúi alþjóða fegurðarsamkeppna. Hinir heimsfrcegu LOS PARAGUAYOS TROPICALES syngja spönsk og suður amerísk þjóðlög. Fegurðarsamkeppnin, þátttakendur koma fram í kjólum. MISS WORLD, Cindy Breakepeare, kemur fram Tískusýning, nýjasta tískan sýnd með nýju fyrirkomulagi. Fegurðarsamkeppnin, þátttakendur koma fram í baðfötum. Kynntar verða nokkrar íslenskar fegurðardrottningar fyrri ára. Úrslit kynnt, MISS WORLD krýnir ungfrú ísland. Dans. LOS PARAGUA YOS M1MWOQLD1976 Cindy Breakspeare HRflASKBIFSTBHH SUNNft LffKJftRCDIU 2 SÍMflB 16400 12070,

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.