Dagblaðið - 20.05.1977, Blaðsíða 9

Dagblaðið - 20.05.1977, Blaðsíða 9
DAC.BLAÐIÐ. FOSTUDACUR 20. MAI 1977. 9 Nú skal sýntog sannaðað HÁRER HÖFUÐ- PRÝÐI Hárskerar og hárgreiðslumenn halda á sunnudaginn íslandsmót i klippingu og greiðslu hárs. Mótið er um leið keppni og þeir 5 menn sem bezt standa sig fá tækifæri til að keppa á Norðurlandamóti í hárskurði og greiðslu sem haldið verður í Laugardalshöllinni 18. september. Öllum Norðurlanda- þjóðunum hefur verið boðin þátt- taka sem þær hafa þegið. Keppnin á sunnudaginn hefst klukkan 1 í Iþróttahúsinu á Sel- tjarnarnesi. Þar verða klippt og greidd 100 módel, bæði karlmenn og konur. Konurnar verða látnar ganga í gegnum mikla þolraun. Fyrst verður hár þeirra sett upp i viðhafnargreiðslu (gala eins og það heitir á fræðimáli) og er þá skilyrði að notaðir séu 2-3 hár- toppar. Síðan eru topparnir teknir úr og hárið lagt í dag- greiðslu. Hún verður svo eyðilögð með því að bleyta hana upp og hárið verður klippt og blásið. Hárgreiðslunemum gefst tækifæri á því að sýna hæfni sína með því að kiippa tízkuklippingar á konum og blása hár þeirra. Herrarnir þurfa ekki að ganga í gegnum þolraun af þessu tagi. Hár sumra þeirra verður klippt svokallaðri skúlptúrklippingu sem ku vera erfiðasta klipping sem um getur. Á öðrum verður einfaldari klipping og tizkugreiðsla. í mótinu taka þátt 21 í karla- flokki og 32 í kvennaflokki. -DS. Mikið blásiðí Þingeyjarsýslu um helgina Það verður mikið blásið í Þing- eyjarsýslu í dag og fram yfir helgina. Skólahljómsveit Mos- fellsveitar fer þangað í tónleika- ferð og auk þess verður með í ferðinni blásaratríó úr Sinfóníu- hljómsveit íslands. Trióið er skip- að þeim Lárusi Sveinssyni, Cristinu Tryk og Ole Kristian Hansen. Tónleikar verða að Laugum í kvöld kl. 9, Skjólbrekku á morgun kl. 9 og á Húsavík á sunnudaginn kl. 4 síðdegis. Skólahljómsveitin hefur á undanförnum árum ferðazt um mestan hluta landsins. Stjórnendur eru Lárus og Birgir Sveinssynir. Efnisskráin er fjölbreytt að vanda. -ASt. Samnorrænn gervihnöttur á loft 1978? i til hvers? I Við islendingar komum tii með að þurfa að magna upp allt efni sem við fáum frá samnorræna tunglinu verði það sett upp. Til þess er nauðsynlegt að eiga gðða (og dýra) jarðstöð. í menningarmálanefnd Norðurlandaráðs hefur hug- myndinni um að skotið verði á loft samnorrænum gervihnetti, er annazt geti flutning sjón- varpsefnis til allra landanna, skotið upp og verið mjög vel tekið. t fréttatilkynningu sem DB barst frá Íslandsdeild Norðurlandaráðs er meira að segja talað unt að flestir, jafn- vel þó þeir séu mótfallnir, geri ráð fyrir að slikum hnetti verði skotið á loft innan nokkurra ára. Við snerum okkur til Gylfa Þ. Gíslasonar, formanns menning- armálanefndarinnar, og ræddum þessi mál við hann. ,,Það er auðvitað ekki gengið út frá því að þetta verði gert en tæknilegir möguleikar eru þeg- ar fyrir hendi. Á alþjóðlegri- ráðstefnu um loftskeytamál var úthlutað rásum til allra ríkja heims. Norðurlöndin fengu þar 11 rásir til að sjónvarpa á." Kostnaður við að skjóta upp samnorrænum hnetti sem að gagni kæmi er áætlaður um það bil 55 milljónir sænskra króna eða um það bil 25 milljarðar íslenzkra króna. Við myndum aðeins greiða 0.9% af honum (22.5 milljónir) en skjóta þarf upp nýjum hnetti að meðaltali á 7 ára fresti. „Þessi hnöttur á eftir að koma, það er ekki nokkur minnsti Vafi á því. Aðrar þjóðir eru um það bil að byrja með sams konar hnetti og ef við viljum ekki láta hellast yfir okkur efni frá Þýzkalandi, Rússlandi, Bretlandi, Frakk- landi og jafnvel Bandaríkjun- um, hvert í sínu horni, er sam- vinna það eina sem dugar. Norðurlandaþjóðirnar eiga eftir að slá sér saman til varnar. Kostnaðurinn vex okkur ekki svo í augum," sagði Gylfi. Verði hnettinum skotið á loft eru tveir aðalmöguleikar hvað dagskrá sjónvarps varðar. Annars vegar er ntöguleikinn á að allt efni allra stöðvanna verði sent til allra aðila. Sá möguleiki er þó að sögn Gylfa mun dýrari og auk þcss cr hann ekki tæknilega framkvæman- legur fyrirokkur íslendinga þar sem við verðum að magnaupp þann geisla sem vió fáum sökurn mikillar fjarlægðar. Seinni möguleikinn er því girnilegri fyrir okkur og ódýrari. Hann er að unnin verði samnorræn dagskrá og send til allra landanna. Nokkrir menn frá hverju landi myndu þá vinna við að búa til dagskrá sem væri frá öllum löndunum. Taldi Gylfi það skapa talsverða auglýsingu fyrir okkur að taka þátt í slíku samstarfi. Texti fyrir þær þjóðir sem tala ekki málið sem hver þáttur væri á yrði settur á myndina jafn- óðum og því myndu tungumála- erfiðleikarnir verða úr sögunni. Gylfi sagði einnig: „Sumir eru á móti þessari hugmynd og vilja heldur að komið verði upp nokkrum smástöðvum í hverju landi, t.d. á íslandi einni stöð fyrir Akureyri og annarri fyrir annan stað. Hver stöð hefði sitt sérstaka prógramm. Flestum lízt þó betur á samnorrænt prógramm." Flestar þjóðir Norðurlanda eru nú að hugsa um að bæta við sig annarri rás i sjónvarpi. í skýrslu sem okkur barst frá Norrænu menningarmála- nefndinni er sagt að mun ódýrara muni verða fyrir þau lönd að taka þátt í sameiginleg- um gervihnetti en að leggja hvert um sig net móttakara og senda sem gera aðra rás mögulega. Okkur lék hugur á því að vita hvað við íslendingar mundum bera úr býtum við það að taka þátt í hnettinum. Enn sem kom- ið er er aðeins 6% alls efnis norrænna sjónvarpsstöðva norrænt. Gylfi sagði að með til- komu hnattarins væri ætlunin að hlutur þess efnis yxi að mun og nýir möguleikar á samvinnu opnuðust. Við fengjum nýtt prógramm með tiltölulega litlum stofnkostnaði og ísland hlyti mikla auglýsingu út á við. Enn eiga ríkisstjórnir Norðurlandanna eftir að taka fullnaðarákvörðun um þátt- töku, en gert er ráð fyrir að því verði lokið vorið 1978. Þá er hægt að hefjast handa því eins og Gylfi sagði; „tæknin verður ekki stöðvuð". -DS. „MÁLIÐ ER í RANNSÓKN” — segir borgarverkfræðingur um teikningar undirmanna sinna „Það er verið að gera yfirlit á vegum borgarráðs yfir yfirvinnu allra borgarstarfsmanna sem eru i svipaðri aðstöðu og við," var það eina sem borgarverkfræðingur vildi segja þegar loksins náðist i hann til viðtals um teikningar undirmanna hans. Málið var rætt fyrir nokkru á síðum DB en fyrir þá sem ekki sáu þá grein skal drepið á aðalatriði málsins. Verkfræðingar þeir sem vinna á vegum Reykjavíkurborgar við byggingarteikningar fá 15% aukalaun fyrir það eitt að teikna ekki verk fyrir einstaklinga. í Nýstárleg bflasýning: Fimm bílar fara inn um gluggaa'Loft- leiðahótelinu Fimm spánnýir Alfa Romeo bílar munu aka inn um glugga á Loft- leiðahótelinu þann 3. júní nk. og inn i Krístalsdl. Rúðan verður að vísu tekin úr áður. Þessi lausn var valin fremur en að aka bílunum inn um aðaldyrnar, i gegnum gestamóttökuna, framhjá Kaffi- teríunni og inn í Kristalsalinn. F’yrirtækið Jöfur í Kópavogi, sem flytur nú inn Skoda, er að hefja innflutning á ítölskum Alfa Romeo bílum og hyggst fyrir- tækið sýna bílana i Kristalsalnum í nokkra daga. Alfa Romeo . verksmiðjurnar eru rótgrónar þótt framleiðsla þeirra sé lítt þekkt hér. Fimm gerðir verða sýndar, en völ er á fleiri gerðum. Sýningarhílarnir verða tveggja og fjögurra dyra, yfirleitt sportlegir í útliti. Verð þeirra er frá 2,6 milljónum upp í 3,2 en sá bíll er fimnt gíra, með leðursætum og 250 km hániarks- hraða, svo eitthvað sé nefnt. -G.S. samningnum telja.sumir (Gunnar Sigurðsson fulltrúi borgarverk- fræðings t.d.)að standi að það sé þó heimilt en aðeins með sam- þykki borgarverkfræðings. Borgarverkfræðingur sjálfur lét hins vegar hafa eftir sér í Þjóð- viljanum að hann krefðist þess ekki að fá að vitja um mál sem væru mjög smávægileg en ekki gaf hann neina skýringu á því hvað hann ætti við með þessu orðalagi. Haft var eftir Ölafi B. Thors forseta borgarstjórnar í greininni um daginn að hann teldi allar teikningar af þessu tagi beint brot á samningum við borgina. Þegar haft var samband við ólaf aftur kvaðst hann þó ekki hafa meint þetta bókstaflega. Hans skilningur á málinu væri sá að verkfræðingarnir hefðu leyfi til að teikna fyrir fólk ef um ein- stök verk fyrir kunningja væri að ræða og þá með fullu leyfi borgar- verkfræðings. Hins vegar sagðist hann hafa grun um það að bæði væri um að ræða meira en einstök mál og eins að leyfi borgarverk- fræðings væri ekki alltaf fengið fyrir þessu. Ekki gat hann þö full- yrt um magnið fyrr en eftir skýrslu þá sem verið væri að vinna um yfirvinnuna. Albert Guðmundsson stjórnar fundum borgarráðs um þessar mundir í fjarveru borgarstjóra. Hann sagði að þetta mál yrði að öllum líkindum rætt í borgarráði á föstudag ef skýrsla borgarverk- fræðings lægi fyrir en það taldi hann óvíst. Albert kvaðst sam-' mála túlkun Ólafs á samningn- um, að mönnum væri heimilt að teikna fyrir kunningja væri það ekki í miklum mæli og borgar- verkfræðingi væri heimilt að leyfa þess háttar eða banna að eigin ósk. Hann kvaðst hins vegar nokkuð viss um að út fyrir þann ramma hefði verið farið og var hræddur urn að það hefði ekki verið með samþykki borgarverk- fræðings. -DS Divisumma 33 DÆMIN GANGA UPP Með því að nota DIVISUMMA 33 reiknivélina fráOlivetti VERÐ KR. 35.600.- Fullkomin v iðgerðarþjón usta olivelki olivelli olivetti olivetti olivetti olivetti olivetti olivetti olivetti olivetti olivetti olivetti olivetti olivetti olívetti olivetti Skrifstofutækni hf. olivetti TRYGGVAGÖTU - REYKJAVÍK - BOX 454 - SÍMI 28511

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.