Dagblaðið - 20.05.1977, Page 11

Dagblaðið - 20.05.1977, Page 11
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 20. MAÍ 1977. Dollaraseðlar voru faldir um allt húsið, m.a. í ruslafötunni, og einnig var þeim troðið í gamla innkaupapoka. K í hús frú Jackson. Hún vildi ekki hafa nein samskipti við lögregluna, eins og áður segir, og þess vegna fékk hún ekki málin til athugunar. Hún minntist aðeins á þetta við af- greiðslufólk í búðum, þar sem hún verzlaði, eða við strákinn sem kom með vörurnar heim til hennar. Líklegt er að þorparar í hverfinu hafi frétt eitthvað um auðæfi frú Jackson, eftir þeim sem brutust inn hjá henni í eitthvert af þessum þrem skipt- um. Peningaseðlar um allt húsið Slökkviliðið var kvatt að húsi frú Jackson á laugardegi, 14. maí sl. Eldur var laus, en ekki var hann mikill. Þegar slökkvi- liðsmenn fóru um húsið fundu þeir frú Jackson liggjandi á eld- húsgólfinu. Hún hafði verið skotin og særzt mikið. Henni hafði blætt út á gólfinu. Hefði hún fundizt fljótlega eftir að árásarmennirnir voru á bak og burt með milljónirnar hennar, hefði verið hægt að bjarga henni. Þegar farið var um húsið og það athugað, fundust samtals fimm milljónir dollara í reiðu- fé sem var falið um allt húsið. Peningarnir voru allt nýir eitt hundrað dollara seðlar. Þá hafði eigandinn falið m.a. í ruslafötu, áhaldakössum og alls konar innkaupapokum, sem hún hafði troðið út með peningaseðlum. Alls hafa verið um ellefu milljónir i húsinu, en innbrotsþjófarnir höfðu sex milljónir á brott með sér. Gamla konan lifði ein með milljónirnar sínar. Hún var frekar illa liðin af nágrönnun- um og skipti sér aldrei af neinum nema ef hún nauðsyn- lega þyrfti. Nágrannarnir kvörtuðu um óhirðu á lóðinni hennar og að húsið setti leiðin- legan svip á umhverfið, vegna þess að það væri í niðurníðslu. Einnig sögðu þeir að dularfullir náungar sæjust á lóð hennar. Konan lifði því í nær algjörri einangrun. Við nákvæma leit í húsinu fundu lögreglumenn um 50 heil brauð, um 70 kíló af kaffi, á þriðja hundrað pakka af kexi. Einnig fannst mikið af appel- sínum og margir pokar af popp- korni. Alls konar te'rtur, fagur- lega skreyttar með kristilegum áletrunum, fundust einnig í húsinu. I svefnherbergi gömlu kon- unnar voru mörg hundruð pakka, sem merktir voru: Til Guðs frá Marjorie. Eða þá: Til Jesús frá Marjorie. I einum pakkanum voru margir af- þurrkunarklútar. Kjallarinn Hjálmar R. Bárðarson vera meiri en um 1000 brl. Miðað við áætlaðan fjölda bifreiða var hálfur flötur eins þilfars að viðbættri lest talið nægjanlegt, miðað við tíðni ferða. Þetta atriði virðist hafa staðizt mjög vel, því mér skilst Fleiri flýja Coldítz en fangamir þar Bankcstarfsmaður stal af reikningi hennar í bankanum Það mun hafa verið fyrir um það bil ári að frú Jackson fór að bera heim til sin peningafúlg- ur. Hafði hún tekið alla pening- ana sem fundust í húsinu hennar á þessum stutta tíma. Nokkru áður en hún byrjaði að taka peningana út úr bankan- um varð uppvíst um þjófrtað af reikningi hennar. Þar var að verki starfsmaður sem var I þjónustu bankans. Hann stal alls 700 þúsundum dollara af reikningi gömlu konunnar. Þetta komst þó upp og maður- inn var dæmdur og situr nú í fangelsi. Starfsmenn bankans fóru að hafa miklar áhyggjur af frú Jackson, þegar hún fór að taka stórar fjárfúlgur úr bankanum. Hún kom með ferðatösku, troð- fyllti hana af peningaseðlum og gekk síðan út. Bankamenn buðu henni oftar en einu sinni fylgd lögreglu en hún neitaði að þiggja hana. Keyptu sér lúxusbíl í janúarmánuði sl. var brotizt inn í hús konunnar og þá köll- uðu nágrannar hennar á lög- regluna. Þegar hún kom veifaði konan leikfangabyssu framan í hana og skipaði henni að hypja sig af landareigninni. Hún vildi ekki kæra þjófa þó upþ um þá kæmist. Lögreglan telur víst að þjófarnir hafi komið I ránsferð sina á föstudegi, haft á brott með sér milljónirnar og skilið frú Jackson eftir í blóði sínu. Síðan hafi þeir komið daginn eftir og ætiað að kveikja í hús- inu. Mennirnir komu upp um sig með því að berast mjög mikið á. Einn þeirra keypti sér strax rándýran lúxusbíl. Hann kom með bunka af nýjum hundrað dollara seðlum. Það var því auðvelt að rekja slóð ræningj- anna. Annars þurfti lögreglan ekki að hafa mikið fyrir því að finna þá, því þeir komu á bíla- söluna eftir nokkra daga til að skila bílnum. Lögreglan sat fyrir þeim og handtók þá á staðnum. Enn er ekki búið að hafa upp á nema um tveim milljónum dala, það tekur sinn tíma að ná í hinar fjórar, ef þær eru þá ekki fleiri. Enginn veit með vissu hversu mikla peninga frú Jackson faldi í koppum og kirnum á heimili sínu. Nú bætti ég fyrir það sem ég hélt að væru syndir og horfði á sjónvarpið á mánudaginn. Hafi allir undanfarnir mánudagar verið svipaðir, þykist ég synd- laus á þessu sviði. Þriðjudagur- inn var litlu betrf. Enn reyna menn með lélegum árangri að flýja úr Colditz og er orðið harla leiðigjarnt. Gítartónlist er prýðileg, einkum þegar snill- ingar eins og John Williams eiga í hlut en ég kýs að hlusta á hana af plötum I gegnum góð hljómflutningstæki. Hún nýtur sín ekki I litla plastkass- anum mínum og er auk þess harla fábreytt fyrir augað. Enda sofnaði ég og rétt náði að slökkva áður en ég skreiddist inn I rúm og missti fyrir bragðið af þættinum Utan úr heimi. Nú finnst mér Rokkveita rfk- isins mega fara að lifna við, eða að minnsta kosti breytast eitt- hvað. Þættirnir virðast hrein endurtekning viku eftir viku, sviðið, kynnirinn, dans- stelpurnar, tónlistin og allir til- burðir er það sama. Æ, æ, æ! Nýjasta tækni og vísindi var óvenju líflegur að þessu sinni, enda mestur hluti hans um dýr sem mér finnst alltaf indælli en mannfólkið. Tálmyndin fyrir ti- eyring verður æ flóknari og maður er farinn að velta mikið fyrir sér hvernig þetta geti eiginlega endað. Ég beið með dálítilli eftirvæntingu eftir stjórnmálaþættinum frá strlðs- lokum þvl málefni Afriku hafa varla verið okkur hérna nógu vel kynnt. En þarna var sama Snjólaug Bragadóttir sagan, það var tæplega farið nógu vel ofan I máTin, aðeins stiklað á stóru um alla Afriku. En þó varð ég margs vísari. Ég missti af föstudeginum og þótti leitt, þvi Prúðu leikararnir hafa vafalaust staðið fyrir sínu eins og endranær. Litla lávarðinum sleppi ég ekki og þátturinn um f jórmenn- ingana frægu sem hættu að reykja var líflegur eins og búast mátti við. Þær raddir hafa heyrst að eitthvað sé grun- samlegt við hvað þessu fólki gengur vel að hætta. Er það ekki bara öfund? Hvers vegna skyldi þetta vera svona erfitt, ef fólk er nógu ákveðið? Jæja, ég sat eins og klessa allt laugar- dagskvöldið. Læknarnir eru svo sannar- lega á ferð og flugi en eitthvað á maður bágt með að ímynda sér að svona prakkarastrik tíðkist á alvörusjúkrahúsum. Svo var þarna vinur minn, Bleiki pardusinn, og þátturinn tJr einu I annað var hreint ágætur I þetta sinn og var það sá síðasti. Vestrinn I endinn var viðunandi og dæmigerður en ekkert æsispennandi. Það er alltaf gaman að sjá Jón Væna og Lee Marvin. Stundin okkar á sunnudag- inn var óvenju áhorfanleg, þar sem voru atriðin úr öskubusku þeirra fyrir norðan og hljómlist menntskælinganna úr Kópa- voginum. Eftir fréttir kom Maður er nefndur og það hefur vafalaust verið ágætis viðtal og fróðlegt eins og þau eru mörg. En ég hlustaði ekki á það þar sem I útvarpinu á sama tíma var efni sem ég hafði meiri áhuga á. Nú virðist eitthvað ætla að fara að breytast hjá Húsbændum og hjúum þar sem frúin á heimilinu er greinilega lögð I sína seinustu ferð. Loks var svo mynd um gamla fólkið I Georgiu, þar sem ekki þykir tiltökumál að komast eitthvað á aðra öldina. Er það eftirsóknar- vert I sjálfu sér? Kannski við þær aðstæður sem þarna eru en skelfing held ég að manni leiddist að vera 130 ára eða svo I vestrænni menningu. Þegar ég lít yfir næstu viku finnst mér leikritið á mánudag- inn nokkuð athyglisvert en get sennilega því miður ekki gengið úr skugga um hvort svo sé. A miðvikudag og föstudag er eitthvað um áfengismál sem kallast Ríkið I ríkinu og er vafa- laust athyglisvert, þó ekki sé nema fyrir það að framleiðslan er íslenzk. Vonandi verður ekki farið með þetta eins og feimnis- mál, það veitir ekki af að sýna hlutina eins og þeir eru. Á föstudaginn er líka söngva- keppnin árlega og hlakka vafa- laust margir til þeirrar skraut- sýningar. Laugardagsmyndin er til þess fallin að halda ein- hverjum heima hjá sér. Tvennu sleppi ég áreiðan- lega, Colditz og Arabalanda- myndinni á eftir, en afgangur- inn af vikunni er sjálfsagt nógu sæmilegur til að horfa að minnsta kosti með öðru aug- anu. / V að ennþá hafi það varla komið fyrir að neita hafi þurft um flutning á bílum milli lands og Eyja vegna plássleysis, þannig að yfirleitt virðist bilapláss nægjanlegt. Ekki verður því séð að I þessu atriði hafi orðið nein mistök I áætlanagerð eða hönnun skipsins. Óneitanlega væri þó kostur að hafa tvöfalt meira bilapláss um borð en þörf virðist vera fyrir nú, og til þæginda að geta ekið stóru vöruflutningabíiun- um I gegnum skipið, _ þ.e.a.s. inn að aftan og út að framan, en við skulum líka líta á þau atriði sem mæla gegn þessu atriði: 1) Ef allt aðalþilfarið hefði verið tekið fyrir bílageymslu hefði verið um tvöfalt meira pláss ætlað fyrir bílaflutninga en nokkurn tímann hefur enn- þá verið þörf fyrir. 2) Til að hæ'gt væri að aka bílum I gegn hefði þurft að hækka milliþilfarsrýmið I allri lengd skipsins úr 2,5 m milli þilfara upp I 4,4 metra, eins og það er lyft nú aftast á skipinu fyrir stóra bíla. 3) Fremri helmingur milliþil- farsrýmis á aðalþilfari er nú notaður fyrir farþegaklefa, vistarverur áhafnar, eldhús fyrir áhöfn og farþega, matsal áhafnar, vélarreisn, hreinlætis- rými og fleira. Engu þessu er hægt að sleppa, þannig að til að koma þessu I skipið hefði þurft að bæta við ofan á skipið einu þilfari til viðbótar I hálfri lengd skipsins. Skipið hefði þá orðið að hækka um 2,5 metra vegna þessa rýmis, auk 1,9 m vegna bílaþilfars, þ.e.a.s. skipið hefði alls þurft að hækka um 4,4 m. 4) Ef nýta hefði átt allt bílaþil- farið fyrir bíla, þá hefði orðið mjög vafasamt, hvort hægt hefði verið að tryggja stöðug- leika skipsins vegna þunga- farms á bilaþilfari nema staekka skipið verulega, því aðeins er hægt að auka stöðug- leikann að takmörkuðu leyti með auknum botnbunga. Þá er ekki síður vafasamt hvort hækkun skipsins um 4,4 metra ofan sjólínu og stækkun upp I t.d. 2000 brl. hefði verið æski- leg vegna siglingaleiðar þeirrar, sem skipinu er ætluð, og hafnarskilyrða I Þorláks- höfn, auk þess sem rekstraraf- koma 2000 brl. skips hefði orðið vafasöm. Herjólfur sýnist þegar vera nokkuð hár yfir sjó og mikið vindfang ef eitthvað er að veðri, þannig að fráleitt er að 4,4 metra viðbótarhækkun hefði orðið æskileg frá sjó- hæfnis-sjónarmiði. 5) Þá má og geta þess, að til að hægt sé að aka I ^egnum skip þarf að útbúa framstefnið þannig að það opnist upp. Þessi búnaður hefur á öllum ferjum reynzt mjög viðkvæmur fyrir minnsta hnjaski. Jafnvel smá- árekstur við bryggju getur skekkt stefnishlutann svo, að ekki verði lokað vatnsþétt. Ef það kæmi fyrir yrði að stöðva Herjólf og framkvæma fullnaðarviðgerð I hvert sinn. 6) -Siglingaleið Herjólfs er ekki venjuleg ferjuleið I vari. Hér er siglt um opið hafsvæði. Sigl- ingamálastofnun ríkisins gerði þá ófrávíkjarilegu kröfu, að skipið yrði sem öruggast sjóskip, og uppfylla mætti sem bezt fyllstu stöðugleikakröfur bæði með fullri hleðslu og án farms. Þessi grundvallarkrafa hafði því áhrif á að þunga- farmur á bílaþilfari var tak- markaður við þá flutningaþörf, sem mest var talin nauðsynleg I hverri ferð, að hæð skipsins yfir sjó var haldið I lágmarki og að innkeyrsla var aðeins að aftan, þar sem lokunarbúnaður er bezt varinn bæði fyrir sjó og fyrir óhappaárekstri við bryggjur I slæmu veðri. Lest er aftast I skipinu, aftan við aðalvél, vegna nauðsynlegra tengsla með bflalyftu við bíla- þilfarið. Ef vél hefði verið aftast, þá hefði ekki verið hægt að nýta plássið framan við aðal- vél fyrir lest, því að þar eru ibúðir yfir, og illgerlegt að setja lestarlúgukarma upp I gegnum allar vistarverur og farþegasali. Ef skipið hefði verið hækkað yfir sjó um fyrrgreinda 4,4 metra, þá hefði líka þurft að hækka krana við lestarlúgu og allan búnað annan. Mikill þungi hefði þannig, auk aukins farms á bílaþilfari, valdið mikilli yfirþyngd á skipið. Að þessum og fleiri atriðum athuguðum I heild þá hygg ég að réttsýnir menn geti vel um það dæmt, að ekki hefðu verið kostir einir við að aka inn I skipið aftan og út að framan, og í því atriði ræður sjóhæfni og öryggi skipsins mestu. Hjálmar R. Bárðarson siglingamálastjóri.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.