Dagblaðið - 20.05.1977, Page 17

Dagblaðið - 20.05.1977, Page 17
17 DAGBLAnif) FÖSTUDAGUR 20. MAt 1977. AðalfundurSnarfara: Borgarráði sendar niður- stöður erlendra rannsókna á mengun frá bátavélum — vonir bundnar við að fyrirhuguð hafnaraðstaða verði að veruleika Hafsteinn Sveinsson var endur- kjörinn formaður Snarfara. Snarfaramenn eru nú búnir að láta þýða niðurstöður rannsókna á mengun frá útan- borðsvélum, sem eru fengnar bæði frá Bandaríkjunum og Noregi. Eru niðurstöðurnar byggðar á kostnaðarsömum. langtímarannsóknum í báðum þessum löndum. í skýrslunum láta þeir vísindamenn sem þær unnu í ljós undrun sína á hversu skaðlausir þessir mótorar eru vatni og lifríki. Innan tíðar verða borgar- ráði sendar þessar niðurstöður um leið og óskað verður eftir að haldið verði áfram ^gerð smábátahafnar í Elliðaárvogi út af Gelgjutanga. I fyrra ákv.að borgarráð að verja talsverðri upphæð til byrjunarframkvæmda þar. Ekkert varð þó úr framkvæmd- um vegna bréfs frá Veiði- og fiskræktarráði Reykjavíkur, þar sem þessu var mótmælt vega hugsanlegra skaðlegra áhrifaá laxagengd í Elliðaárnar. Síðan bendir æ fleira til þess, að höfnin og umferð til og frá henni muni ekki trufla laxa- gengd. Yrði þetta að raunveruleika má t.d. nefna að ekki mætti sigla nema ákveðna leið inn og út voginn og á ákveðnum hraða. Nú er ástandið hins vegar þannig að Snarfaramenn komu sér sjálfir upp aðstöðu við Elliðaárvog, við margfalt verri skilyrði en borgin fyrirhugaði, og* gilda engar sérstakar sigl- ingareglur um umferð þaðan og þangað uían venjulegar reglur. Húsfyllir var á fundinum sem haldinn v*ar i fundarsal Slysavarnafélags íslands. Félagsmenn munu nú vera orðnir talsvert á þriðja hundraðið í þessu eins og hálfs árs félagi og félagsmenn munu eiga um 100 báta. Hafsteinn Sveinsson var endurkjörinn formaður og eru aðrir í stjórn nú: Hörður Guðmúndsson varaformaður, Ólafur Skagevik, Guðmundur •Ingimundarson og Einar Nikulásson. Leigusportsiglingar við Vestmannaeyjar Nú gefst Eyjamönnum og gestum þar kostur á lysti- siglingum við og umhverfis eyjarnar eftir óskum. Þeir félagar Ölafur Gránz og Hjálmar Guðnason hafa keypt sér hátt í 30 feta bát til þessara siglinga og mun Ólafur líkleg- ast verða með hann í leigu- siglingum í sumar. Bátur þessi er svo til nýr og var áður í Hafnarfirði. Þetta er ekki fyrsti bátur þeirra félaga. í fyrra sögðum við frá öðrum minni báti sem þeir áttu þá og var m.a. búinn átta rása stereo hljómflutningstækjum, fyrir utan sterka vél og siglingatæki. Þann bát keyptu aðrir eyja- menn af þeim um leið Og stóri báturinn var keyptur. Bátur Ólafs og Hjalmar* a siglingu i Vestmannaeyjahöfn. DB-mynd: Ragnar Siguqonsaon. Sportbátamenn: Um 100 komnir með skipstjórn- arréttindi I fyrrahaust ákvað Snarfari, félag sportbátaeigenda í Reykjavik að efna til námskeiða i skipstjórn í Stýri- mannaskóla íslands. Byrjað var að ákveða eitt námskeið sem yar fullselið og svo fjölgaði þeim og eru nú um 100 manns búnir að taka skipstjórnarpróf fyrir tilstilli Snarfara. Hefur áhuginn á þessum námskeiðum náð út fyrir raðir Snarfaramanna og aðrir báta- áhugamenn fengið að sitja þau. Á þeim var kennd frumundir- staða sjómennsku, svo sem að sigla eftir áttavita og sjókorti, gera staðarákvarðanir og kennd var siglingafræði og siglingareglur. ■ Er þetta talið mikið öryggis- atriði fyrir þátttakendur í þessu tiltölulega nýja sporti, þótt umhverfi Stór-. Reykjavíkursvæðisins teljist ekki hættulegt til siglinga hvað grynningar og aðrar hættur snertir. Runólfur Guðjónsson við fyrsta bátinn sem hann framleiddi hér. Unnt verður að fá þá í ýmsum litum. Flugfiskur, nýtt fyrirtæki tekur til starfa: YFIRBYGGÐIR LYSTI- BÁTAR FRAMLEIDDIR HÉR — unnt að kaupa þá á ýmsum byggingarstigum Nú eru nýkomnir á markaðinn yfirbyggðir trefja- olast-lystibátar til vatns- og sjósiglinga, og eru þeir að öllu leyti smíðaðir hérlendis í mótum, sem nýlega voru keypt hingað frá Broadfield Boat Service í Englandi. Nýtt fyrirtæki, Flugfiskur, stendur að þessari framleiðslu og eru fyrstu bátarnir 18 feta langir, en í undirbúningi er einnig framleiðsla á 22 feta bátum. Framkvæmdastjóri brezka fyrirtækisins dvaldi hér um hríð til að veita tæknilega aðstoð við framleiðsluna. Að sögn framkvæmdastjóra Flug- fisks, Runólfs Guðjónssonar, varð þessi gerð fyrir valinu, þar sem hún er súðbyrt sem gefur aukinn styrkleika og meiri sjóhæfni. Hafsteinn Sveinsson, for- maður Snarfara, var honum til ráðuneytis um valið. Er Haf- steinn án efa einhver reyndasti sportsiglingamaður hér. Hægt er að fá bátana á öllu bygginearstiei. allt frá hráum skrokkum upp í fullfrágengna og innréttaða báta. Er það gert fyrir þá sem vilja spara með því að fullvinna bátana sjálfir og mun fyrirtækið veita þeim fulla aðstoð með efni og prófíla. Verð bátanna er frá 480 þús. og upp í 972 þús. fullkláraðir. Auk þess hefur Flugfiskur gert samning við Aqua Star LTD í Gunnsey á Englandi, sem er framleiðandi 10 til 14 tonna fiskibáta úr trefjaplasti. Einn slikur er væntanlegur hingað á næstunni og stendur til að hefja framleiðslu á þeim hér,- Hópsigling og útilega A siðasta stjórnarfundi Snarfara var ákveðið að efna til hópsiglingar félagsmanna yfir eina helgi og gera það að árlegum viðburði i fram- tiðinni. Verður þá siglt eitthvað vestur á bóginn að likindum og höfð na'turdvöl á hentuguin slað. Gert er ráð fyrir að menn Ijaldi þá eða sofi i bátum sínum. Akveðið var að fara þessa ferð síðustu helgina í júlí. Kr reiknað með mikilli þátl- tiiku í ferðinni. Séð fram i 18 feta lystibátinn frá Flugfiski.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.