Dagblaðið - 20.05.1977, Side 26
DAGBLAÐIÐ. FÖSTTTDÁGUR 20. MAl 197V.
GAMLA BÍÓ
Sími' 11475
Demantaránið
Afar spennandi, ný, bandarísk
sakamálamynd með ísl. texta.
Thalmus Rasulala
■ludy Pace.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
Bönnuð innan 14 ára.
1
AUSTURBÆJARBÍÓ
D
simi 11384.
ISLENZKUR TEXTI
SϜlfurinn
(Larsen, the Wolf of the Seven
Seas)
Hörkuspennandi og mjög við-
burðarik, ný, ítölsk kvikmynd i
litum. Aðalhlutverk: Chuck
Connors, Giuseppe Pambieri.
Bönnuð innan 12 ára.
Sýnd kl. 5, J og 9.
Simi 31182.
Greifinn í villta vestrinu
(Man of the East)
Skemmtileg, ný, itölsk mynd meö
ensku tali.
Leikstjðri er E.B. Clucher, sem
einnig leikstýrði Trinity-
mvndunum.
Aðalhlutverk: Terence Hill,
Gregory Walcott, Harry Carey.
„Það er svo dæmalaust gott að
geta helgið dátt. Finnst þér'
ekki?“ H. Halls. DB.
Bönnuð börnum innan 12 ára.
Sýnd kl. 5, 7.15 og 9.30.
Athugið breyttan sýningartíma.
HAFNARBÍO
D
f Simi 16444.
Spyrjum að leikslokum
Hin spennandi Panavision lit-
mynd eftir sögu Alistair Mac
Lean.
ANTHONY HOPKINS
NATHALIE DELON
Islenzkur texti.
Bönnuð innan 14 ára.
Endursýnd kl. 1, 3, 5, 7, 9 og 11.15.
I
BÆJARBÍÓ
D
Síma 50184. '
Vanrœktar eiginkonur
Mjög djörf ný brezk kvikmynd
um eirðarlausar eiginkonur og að-
ferðir þeirra til að fá daginn til
þess að líða.
Islenzkur texti.
Aðalhlutverk: Eva Whishaw,
Barry Lineham og fl.
Sýnd kl. 9.
Bönnuð börnum innan 16 ára.
NYJA BIO
Simi 11 544 r
íSSSTfe::
Islenzkur texti
Bráðskemmtileg og spennandi ný
bandarisk gamanmynd um litla
brðður Sherlock Holmes. Mynd
sem alls staðar hefur verið sýnd
við metaðsðkn.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
1
STJÖRNUBÍÓ
Sími J8936
Horfin sjónarmið
Itslenzkur texti.
11 eíw
•HORIZON
. rsvmxmm
Afar spennandi og skemmtileg ný
amerísk stórmynd í litum.
Með úrvalsleikurunum Peter
Finch, Liv Ullmann, Sally
Kellermann o. fl.
Sýnd kl. 6 og 9.
Ath. breyttan sýningartíma.
HÁSKÓLABÍO
D
. * ‘Simi 22140.
Rauða akurliljan
(The scarlet Pimpernel)
Ein frægasta og vinsælasta mynd
frá gullaldartímabili brezkrar
kvikmyndagerðar. Þetta er mynd
sem ekki gleymist.
Leikstjóri er Alexander Korda en
aðalhlutverkið leikur Leslie
Howard af ðgleymanlegri snilld.
íslenzkur texti.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
Sama verð á öllum sýningum.
Sunnudagur
Rauða akurliljan
Sýnd kl. 3, 5, 7 og 9.
LAUGARÁSBÍÓ
D
THE TRUTH AT LAST?
The
Hindenburg
Hindenburg
Ný bandarísk stórmynd frá
Universal, byggð á sönnum við-
burðum um loftfarið Hindenburg.
Leikstjóri: Robert Wise. Aðalhlut-
verk: George C. Scott, Anne
Bancrof.t, William Atherton o.fl.
Sýnd kl. 5 og 9.
Bönnuð börnum innan 12 ára.
Islenzkur texti.
Blóðávelfínjúp
BLOOÐ
FromThc
wmf's
TÖMB
AIMDREW VALERIE JAMES
KEIR LEON VILLIERS
Ný, 'spennandi brezk hrollvekja
frá EMI.
Sýnd kl. 7 og 11.10.
Bönnuð innan 16 ára.
Útvarp
Sjónvarp
»
Sjónvarp í kvöld kl. 21,30:
YFIR 500 MILU0NIR SAU
BEINA ÚTSENDINGU FRÁ
SÖNGVAKEPPNINNI í ÁR
Söngvakeppni sjónvarpsstöðva
í Evrópu er á dagskrá sjónvarps-
ins í kvöld kl. 21.30. Keppnin fór
fram 7. maí sl. í Wembley Hall í
London. Alls tóku átján þjóðir
þátt 1 keppninni.
Eins og við var að búast var
þetta hin mesta skrautsýning, —
en minna fór fyrir hljómlistarvið-
burðum, segir í danska blaðinu
Aktuelt um keppnina.
Þar segir einnig að Abba beri
enn af og margir þeirra sem fram
komu hafi greinilega tekið Abba
sér til fyrirmyndar.
Það var frönsk söngkona, Marie
Myriam, sem vann en samkvæmt
danska blaðinu var hún hvorki
verri né betri en aðrir sem fram
komu. Er það samdóma álit þeirra
sem sáu útsendinguna að hún
hafi verið léleg, tónlistarlega séð.
Það er þó alltaf viss stemmning
þegar verið er að telja atkvæðin,
en keppninni er sjónvarpað beint
um leið og hún fer fram.
Talið er að ekki færri en 500
milljónir manna í þrjátíu og
þremur löndum hafi fylgzt með
keppninni, þannig að lögin sem
þarna komu fram eru góð sölu-
vara.
Bretland varð númer tvö og Ir-
land númer þrjú með söngflokk
sem er stæling á Abba, tveir
piitar og tvær stúlkur.
A.Bj.
Það var franska söngkonan Marie
Myriam sem varð hiutskörpust i
keppninni.
Alis eru 125 verk eftir Jóhann Briem á yfiriitssýningunni í Listasafni
Islands.
DB-mynd Hörður Vilhjálmsson.
Útvarp í kvöld kl. 20,40: Myndlistarþátturinn
Listamaðuriiin hefur komið
víða við og málað á
fimmta hundrað listaverka
„Þátturinn verður helgaður Jó-
hanni Briem en nú stendur yfir
stór yfirlitssýning á verkum hans
í Listasafni Islands," sagði Þóra
Kristjánsdóttir sem er með mynd-
listarþátt í útvarpinu I kvöld kl.
20.40.
„Jóhann Briem verður sjötugur
I júlí. Eg mun reyna að rekja feril
Jóhanns að einhverju leyti og
einnig mun hann sjálfur koma
fram 1 þættinum og ræði ég við
hann,“ sagði Þóra.
„Jóhann hefur komið viða við
þótt nokkuð hafi verið hljótt um
hann síðustu árin. Hann rak
myndlistarskóla fyrir stríð. Hann
flutti mörg erindi í útvarp um
myndlist. Hann hefur ferðazt
mikið og skrifað ferðabækur bæði
frá Austurlöndum og Grænlandi.
Hann hefur unnið að myndskreyt-
ingum á bókum og málað altaris-
töflur. Hann hefur sjálfur skrá-
sett málverk sín sem eru orðin á
fimmta hundrað, þótt ekki séu
nema 125 verk eftir hann á
sýningunni í Listasafninu.
Þá mun verða í þættinum sagt
frá öðrum myndlistasýningum
sem í gangi eru i höfuðborginni
um þessar mundir, sagði Þóra
Kristjánsdóttir.
A.Bj.
Sjónvarpsáhorfendur hafa
fengið að kynnast dansmennt
landsmanna dálítið undanfarið,
því á dagskránni hafa verið dans-
þættir frá tveimur dansskólum,
dansskóla Sigvalda og hópur á
vegum Hennýar Hermanns
sýndii nýlega. Annað kvöld kl.
20.55 sýna nemendur og kennarar
dansskóia Heiðars Astvaldssonar
listir sínar í Eden i Hveragerði.
Upptöku stjórnaði Egiil Eðvarðs-
Sjónvarp íkvöld kl. 21,00: Ríkið íríkinu
Hér er mynd af bifreið sem lenti i
árekstri með þeim afieiðingum að
þrjú ungmenni sem i henni voru
biðu bana. Þessi mynd er fra
Noregi, en við erum vön að sjá
svona illa útleikna bíla eftir
árekstra í ísienzku dagbiöðunum,
Oft á tiðum má kenna þvi um að
Bakkus hafi komið eitthvað við
sögu.
Hlutur Bakkusar íslysum er stór
Annar þátturinn um áfengis-
mál sem sjónvarpið hefur látið
gera er á dagskránni í kvöld kl.
21.00. Nefnist sá Hlutur Bakk-
usar í óhöppum og slysum.
Umsjónarmenn eru Einar Karl
Haraldsson og örn Harðarson.
Afengisþættir þessir fengu
samheitið Rikið í ríkinu og var
fyrsti þátturinn á dagskránni á
þriðjudagskvöld. Var sá um af-
skipti lögreglunnar af drýkkju-
skap í heimahúsum og fylgzt var
með störfum lögreglunnar í
fangageymslunum.
I kvöld verður aðallega fjallað
um áfengi og umferð og þann
vanda sem drukkið fólk veldur á
slysavarðstofunni.
Það er vitað mál að ótrúlegur
fjöldi fólks leyfir sér að setjast
undir stýri eftir að hafa smakkað
áfengi og stundum meira að segja
í rikum mæli. Lögreglan tekur
daglega fjölda bifreiðastjóra sem
grunaðir eru um ölvun við akstur.
Vitað er að miklu fleiri ökumenn
aka undir áhrifum áfengis, þótt
þeir verði ekki á vegi lögregl-
unnar.
Vitað mál er að mikill meiri-
hluti allra slysa og óhappa sem
verða hér á landi eru bein af-
leiðing óhóflegrar áfengisneyzlu
landsmanna.
Þegar fréttamenn ræða við
lögregluna og spyrjast fyrir um
daglegar fréttir eru svör lögregl-
unnar stundum á þá leið að það sé
ekkert að frétta, annað en „þetta
vanalega.”
„Þetta vanalega" þýðir með
öðrum orðum afskipti lögregl-
unnar af drukknu fólki, óspekt-
um í heimahúsum og öðru þvíum-
liku sem lögreglunni þykir ekki í
frásögur færandi eða fréttnæmt.
Á meðan á verkfallinu stóð í
fyrra og lokað var skyndilega
fyrir alla sölu áfengis í landinu
'brá svo við að lögreglan átti
rólega daga og borgararnir tóku
upp nýtt og betra lífefni.
Hlutur Bakkusar í óhöppum og
slysum er óneitanlega mjög stór
og í kvöld kynnumst við þessum
vanda. A.Bj.