Dagblaðið - 20.05.1977, Qupperneq 28
Fresta sjómenn verk-
fóllum til áramótanna?
—tel ja samningsaðstöðuna vonlausa — verkfallið verði dregið á langinn til
að þorskaf linn fari ekki yfir 275 þús. tonn
Sjómenn hafa að undanförnu
verið að afla sér verkfallsheim-
ilda en nú síðustu daga bendir
æ fleira til að þeir muni fresta
verkföllum, jafnvel til áramóta.
Á fundum sem haldnir hafa
verið undanfarið til öflunar
heimildanna, hefur staðan til
verkfalla verið mjög til um-
ræðu. Vetrarvertíð og loðnuver-
tíð er 'nú lokið og i hönd fer
daufasti tími ársins, nema þá
hjá togurunum.
Sýnist mönnum því ljóst að
útgerðarmenn muni ekki leggja
mikið kapp á skjóta lausn
vinnudeilunnar. Ennfremur
telja sjómenn að ríkisstjórnin
muni ekki leggja neina áherzlu
á að leysa hana í bráð. Er sú
hugmynd studd því að með
verkfalli muni hún losna við að
grípa til einhverra óvinsælla
sóknartakmarkana.
Það er ljóst að þorskveiðarn-
ar muni fara yfir 275 þús. tonn í
ár, með sama áframhaldi og nú,
en þetta hámark lögðu fiski-
fræðingar til. Telja sumir úr
þeirra röðum það jafnvel of
hátt, einkum með hliðsjón af
síðustu vetrarvertíð
Þvi telja margir sjómenn nú
samningsaðstöðuna vonlausa og
vilja fresta samningum til ára-
móta, eða þar til vetrar- og
loðnuvertíð gengur í garð.
-G.S.
SKYNDIVERKFALL
STÖÐVAÐIINNAN-
LANDSFLUG FLUG-
LEIÐAÍGÆR
Alít innanlandsflug Flug-
félagsins stöðvaðist í gær vegna
skyndiverkfalls híaðmanna
félagsins. Það var því rólegt í
biðsölum Flugfélagsins eftir
hádegið i gær og úti fyrir biðu 5
Fokker-vélar í röð, verkefna-
lausar.
Dagblaðsmenn hittu nokkra
vaktmenn að máli og grennsl-
uðust fyrir um ákvörðun verk-
fallsins. Þeir sögðu að
ákvörðunin hefði verið tekin í
gærmorgun. Allir viðstaddir
vaktmenn voru sammála um
ákvörðunina. Verkfallið er að
sjálfsögðu til þess að leggja
áherzlu á kjarabætur, en
úrslitaáhrif hafði það, að vélar
félagsins voru fylltar af bensini
i fyrrakvöld af starfsmönnum
Skeljungs, en þeir áttu frí í
gær. Síðan voru vélarnar
fylltar úti á landi i gærmorgun.
„Þegar slíkar aðferðir eru
notaðar er sjálfsagt að stoppa
flugið."
„Við tókum þessa ákvörðun
alveg sjálfir og ekki eftir
neinni ákvörðun ofan frá.
Verkfallið verður bara í dag og
það verður eðlileg vinna á
morgun. Það verður að koma í
ljós síðar, hvort einhver eftir-
köst verða. Yfirmenn voru fyrst
í stað vondir, en síðan hefur
ekkert verið gert.‘‘
Stöðvun Flugfélagsvélanna
hafði það í för með sér að álag
jókst mikið á litlu flugfélögin.
Allt var í fullu fjöri hjá
Vængjum og ætluðu þeir að
fljúga eins margar ferðir og
hægt var í gær. Ferðir voru
farnar til Akureyrar, Sauðár-
króks og Vestmannaeyja, en
þangað fljúga Vængir ekki
endranær. Einnig voru
áætlaðar fjórar ferðir á Súg-
andafjörð í stað einnar með far-
þega á leið til lsafjarðar.
Flugstöðin áætlaði að fljúga
meðan næg verkefni væru fyrir
hendi, en þeir sögðu að einn
svona dagur breytti þó tiltölu-
lega litlu. -JH
Flugfélagið Vængir hélt áfram innanlandsflugl sinu i gær enda þótt
stóri keppinauturinn yrði að ieggja vélum sinum er hlaðmenn
lögðu niður störf. — DB-mynd Bjarnleifur.
Skyndiverkfall við afgreiðslu millilandaflugvéla
var yfirvofandi á morgun:
Frestað vegna utanfarar
aldraðra Suðurnesjamanna?
„Við skipuleggjum ekki
skyndiverkföll," sagði Karl
Steinar Guðnason, formaður
Verkalýðs- og sjómannafélags
Keflavíkur, er blaðið spurði
hann í morgun hvort skyndi-
verkfall hefði verið fyrirhugað
við afgreiðslu millilanda-
flugvéla á morgun.
„Hins vegar spyrst fjöldi
verkafólks fyrir um með hvaða
hætli unnt sé að þrýsta á gerð
samninga og þ.á m. hafa mér
borizt fyrirspurnir fólks við
þessi störf." sagði hann.
Blaðið hefur fregnað að
verkafólkið hafi frestað
aðgerðum á morgun þar sem
fjöldi aldraðra Suðurnesja-
manna hyggst þá halda til
Spánar til hvíldar og heilsu-
bótar. Hefur þessi ferð verið i
undirbúningi i allan vetur og
hefði hún getað riðlazt öfyrir-
sjáanlega ef til sk.vndiverkfalls
hefði komið. -G.S.
— kviknaði í út f rá logsuðutækjum
Eldur kom upp í bílskúr við Nýbýlaveg í Kópavogi um miðjan dag í
gær. Kviknað mun hafa í út frá logsuðutækjum, sem verið var að vinna
með í skúrnum. Eldur mun fyrst hafa komizt í mótorhjól en smám
saman breiddist hann út. Miklar skemmdir urðu á skúrnum og mun
allt hafa brunnið í honum sem brunnið gat.
Maðurinn sem var að vinna í skúrnum slasaðist nokkuð. Hann hlaut
brunasár á hendi og fæti. — KP.
PRESTSKOSNING
— íEskifjarðar-og Reyðarfjarðarprestakalli
Prestskosningar verða á
Eskifirði og Reyðarfirði næst-
komandi sunnudag hinn 22.
maí. Tveir prestar eru í kjöri:
Sr. Kolbeinn Þorleifsson og
Davíð Baldursson, cand. theol.
Ekki hafa tveir prestar verið
i kjöri i þessu prestakalli síðan
árið 1913 fyrr en nú.
Sóknarpresturinn í Eski-
fjarðar- og Reyðarfjarðar-
prestakalli situr á Eskifirði.
Kjörstaðir verða opnaðir kl. 10
árdegis á sunnudag en kosn-
ingu lýkur kl. 22.
Regina Thor.
ELDUR í BÍLSKÚR
„Þið svindluðuð á
Hreini Halldórssyni”
Talsverður ótti greip um sig í
brezka sendiráðinu í gær er
starfsmenn þar urðu varir við tvo
litla pakka á tröppum hússins.
Þorðu þeir ekki að snerta
pakkana — enda e.t.v. sjálfsagt.
Var lögreglan til kvödd og var
fljót á staðinn.
Þarna var unt að ræða vasa-
ljösarafhlöður, sem vafðar voru
saman með einangrunarbandi og
voru virspottar látnir standa út i
loftið. Reyndist þetta með öllu
hættulaust.
Með pökkunum tveimur fylgdi
miði og þar stóð eitthvað á þessa
leið: „Þið svindluðuð á Hreini
Halldórssyni, helv... ykkar. Þið
eruð þorskhausar."
Þótti sýnt að þarna var um
unglingaærsl að ræða en sendi-
ráðsslarfsmönnum stóð ekki á
sama um talið um þorskhausana.
-ASt.
frjálst, áháð daghlað
FÖSTUDAGUR 20. MAt 19TL
Lyfjum
og flug-
eldum
stolið
Lyfjakassar báta hafa
löngum verið eftirsóttir
munir fingralangra. Rétt
eftir hádegið i gær varð þess
vart að tollbáturinn örn og
hafnsögumannabáturinn
Nóri höfðu fengið óboðna
gesti í heimsókn. Er grípa*
átti til bátanna í gær kom f
ljós að lyfjakassinn í Erni
var horfinn með öllm
innihaldi. í Nóra fékk lyfja-:
kassinn að vera um kyrrt, en
hann var með öllu tæmdur.
Ætla mætti að þjófarnir
hafi ætlað að halda veglega
upp á að hafa náð í slíkan
feng,' því í leiðinni tóku beij;
allar flugeldabirgðir sem í
Nóra voru. Eru þetta
neyðarblys og flugeldar sem
notaðir eru t neyðartilfell-
um.
-ASt.
Réðst á
fölk
með hnífi
Mjög mikil ölvun var í
miðbæ Reykjavíkur frá
hádegi í gær og fram á nótt.
Lögreglan hafði nóg að gera
við að taka fólk úr umferð
og margir fengu gistingu í
fangageymslum. Einnig
þurfti lögreglan að hafa af-
skipti af fólki í heimahúsum
vegna öivunar. Lögreglu-
menn voru kallaðir til í hús
eitt þar sem maður hafði
ráðizt á fólk með hnífi.
Særði hann konu á hægri
hendi. Hún var flutt á slysa-
deild og gert þar að sárum
hennar. Maðurinn fékk
gistingu hjá lögreglunni.
-KP
SÆRÐIR
SJÓMENN
TIL EYJA
Tveir sjómenn voru í nótt
settir á land i Vestmanna-
eyjum með blæðandi sár er
þeir höfðu hlotið við störf
sín á hafi úti. Annar þeirra
var af varðskipinu Þór.
Hafði hann verið að vinna
með hnif og gekk hnífurinn
svo illa í fingur hans að ráð-,
legra þótti að 'læknir byggi
um sárið.
Hinn sjómaðurinn var af
togaranum Klakki. Hafði
hann hrasað í veltingi
skipsins og lent á beittu
járni. Fékk hann djúpt og
slæmt sár í lófa. Hélt skipið
þegar til næstu hafnar af
þeim sökum.
-ASt.