Dagblaðið - 23.05.1977, Page 3

Dagblaðið - 23.05.1977, Page 3
DACHLAÐIÐ. M ANUDAC.UR 23, MAÍ 1977. 3 HUSIÐ GRETTISGÖTli 46 • REYKJAVÍK • SÍMI 25580. Verzlunin flytur í Bankastræti 14 a Það væri nær að kenna nemendunum að nota að komast í Árbæinn en áður virtist Pétur Urbancic hringdi: Pétur vildi taka það fram vegna skrifa H.T. í DB 11. maí sl. þar sem H.T. kvartar yfir því að erfitt sé að komast með SVR i Árbæjarhverfi á kvöldin og um helgar, að leiðir 2 og 5 eru mun heppilegri gagnvart leið 10 á kvöldin en leiðir 3,4 og 6. Ef leiðir 2 og 5 eru notaðar úr vesturbæ þarf aðeins að bíða í 7 til 10 mínútur eftir leið 10 í stað 20-25 mínútna ef hinir vagnarnir eru notaðir. Ánægðir með ákvörðun borgarráðs Við undirritaðir viljum lýsa ánægju okkar yfir afgreiðslu borgarráðs á lækjarmálinu svo- kallaða. Við höfum stundaó þessa heilsulind á hverjum einasta degi í langan tíma ásamt fjölda fólks sem mætir þarna og nýtur útiveru og heita vatnsins í rikum mæli. Við lækjarunnendur viljum alls ekki slæma umgengni við lækinn enda höfum við bæði reynt að halda honum hreinum sem og umhverfinu. Með réttum ráðstöfunum verður þetta áfram öllum til ánægju og heilsubótar. Þökk sé borgarráði. Pálmi Gunnarson, Birgir Hrafnsson, Sigurður Karlsson, Bjarni Harðarson, Páll Arsælsson. tolvurnar — heldur en að banna notkun þeirra í reikningstíma Leið 2 hentar vesturbæingum Arbæjarvagninn. Auðveldara vel ef þeir þurfa að komast í veg fyrir Anna skrifar: Sonur minn, sem hefur verið í 1. bekk gagnfræðaskóla í vetur, fékk litla vasatölvu í jólagjöf. Hann þóttist nú heldur en ekki góður og sá fram á að reikningstímarnir yrðu hreinasti sæludraumur eftir að hafa eignazt tölvu. Þá brá svo undarlega við að í þeim bekk, sem hann er í, — getur verið að það séu ekki alls staðar sömu reglur? — er bannað að nota vasatölvur í reikningstímum! Það má aftur á móti nota þær í eðlisfræðitímum, — eðlis- fræðikennarinn virðist vera eitthvað nær í tíma og rúmi heldur en reikningskennarinn. Væri ekki miklu nær að kenna nemendunum að nota’ vasatölvurnar til þess að af þeim megi hafa sem mest gagn? Mér finnst svona álíka bjána- legt að banna notkun vasatölv- unnar í reikningstíma eins og nemendunum væri bannað að skrifa á rafmagnsritvél. Ég hefði haldið að aðalatriðið væri að nemendurnir kynnu reikningsaðferðina, — en ekki að þeir væru að eyða dýrmæt- um tíma i langa útreikninga með hefðbundnum aðferðum. Krakkar i 1. bekk í gagnfræða- skóla ættu að vera búnir að fá nægilega leikni í flóknu útreikningunum á gamla mátann. Þegar út í lífið kemur er ekki lengur notaður hugar- reikningur eða útreikningar á blaði. Allt er unnið með tölvum og vélum nú til dags. Þess vegna ætti auðvitað að leggja áherzlu á að kenna krökkum að nota þessi tæki eins fljótt og þeir eru færir um að læra á þau. Lygilega lagt verö fyrir nýlegar, góóar vörur. Allt aó 80/ áfsláttur. so aiNðttw o o Raddir lesenda Umsjón: Jónas Haraldsson Ert þú flughrœdd(ur)? Fólk í biðsal Fiugfélags fslands spurt. Stefán Gunnarsson sjómaður, á leið til Vestmannaeyja. — Nei, alls ekki. Ég hef gaman af flugi og hef aldrei fundið til hræðslu. Eydís Ólafsdóttir húsmóðir, að bíða eftir vél frá Eyjum. — Já, ég er flughrædd og það lýsir sér með titringi og skjálfta og oft uppköstum eftir lendingu. Ég hef mest flogið til Eyja og það er nú yfirleitt ekki gott að fljúga þangað. Guðrún Halla Jónsdottir af- greiðslustúlka, á leið til Vest- mannaeyja. — Nei, alls'ekki. Ég er frekar sjóhrædd ef eitthvað er. Sigrún Ragnarsdóttir nusmooir, a leið til Vestmannaeyja. — Nei, aldrei fundið fyrir því. Aftur á móti hef ég ekki hugsað út í það hvort það er sérstaklega gaman að fljúga. Björn Oddsson sjómaður, nýkominn frá Eyjum. — Nei, það er alveg útilokað að ég hafi nokkurn tímann fundið fyrir flug- hræðslu. Erla Andrésdóttir, húsmóðir, að koma frá E.vjum. — Nei, alls ekki. Það var þó ekki gott að fljúga áðan. Það hristist allt og skalf.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.