Dagblaðið - 23.05.1977, Qupperneq 28
Formaður Sjómannasambandsins um gang samninganna:
Þeir fást ekki einu
sinni til að /agfæra staf-
setningarvillur
— ekkert þokast — nýr
fundurekki boðaður
„Þaö þokaðist ekki nokkurn
skapaðan hlut á samningafund-
inum á fimmtudaginn, þeir
voru ekki einu sinni til viðræðu
um að leiðrétta stafsetningar-
villur í núverandi samningum,“
sagði Öskar Vigfússon, for-
maður Sjómannasambands
íslands í viðtali við DB i morg-
un.
Eins og blaðið skýrði frá
fyrir helgi eru margir sjómenn
vonlitlir um að takast muni að
semja á næstunni og eru tvær
skýringar tilgreindar. Annars
vegar fer nú daufasti veiðitimi
ársins í hönd og hins vegar
munu stjórnvöld ekki þrýsta á
samninga. Yfirvinnubann og
hugsanlegt verkfall gæti nefni-
lega orðið til þess að ekki þyrfti
að grípa til óvinsælla takmark-
ana á þorskveiðum svo aflinn
fari ekki yfir 275 þús. tonn á
árinu.
Um þetta sagði Öskar að með
bráðabirgðalögunum sem ríkis-
stjórnin setti á sjómenn í síð-
ustu kjaradeilu þeirra hafi
samningstíminn, eða gildistími
laganna, verið ákveðinn þessi,
sem væri enn einn skaðinn af
þessum lögum. Sagðist hann
ekki muna til þess fyrr að
samningar sjómanna hefðu
verið lausir á þessum árstíma.
Nýr samningafundur hefur
ekki verið boðaður. Stjórnir
Sjómannasambandsins og Far-
manna- og fiskimannasam-
bandsins munu koma saman í
fyrramálið og ræða stöðuna.
G.S.
Þær fegurstu á Islandi
ISLANDSMEISTARARIHAR-
SKURÐIOG HÁRGREIÐSLU
Sigurður Benónýsson (Brósi)
sést þarna í miðið ásamt kepp-
endunum sem urðu númer tvö
og þrjú í hárgreiðslukeppni
kvenna. (DB-mynd Sv.Þ.)
Gunnar Guðjónsson hár-
skerameistari varð íslands-
meistari í hárskurði karla á ís-
landsmótinu í hársnyrtingu
sem háð var á Seltjarnarnesi í
gærdag. Gunnar starfar á
rakarastofunni Fígaró í
Iðnaðarmannahúsinu og hefur
brátt rakað og klippt í heil 20
ár. „Maður er mátulega bjart-
sýnn því þetta verður hörð
keppni," sagði Gunnar um
Norðurlandameistaramótið, en
hann ásamt fjórum efstu vann
sér rétt til að keppa á Norður-
landameistaramótinu í hár-
snyrtingu sem fara mun fram í
Laugardalshöllinni í september
í haust.
Einnig var að sjálfsögðu
keppt í hárgreiðslu kvenna, en
þar sigraði Sigurður Benónýs-
son sem rekur Hárgreiðslustofu
Brósa í Starmýri 2. Sigurður
hefur brátt unnið að hár-
greiðslu í tiu ár, eða jafn lengi
og Samband hárgreiðslu- og
hárskerameistara hefur verið
starfandi, en óbeint í tilefni
merkisafmælisins verður
Norðurlandamótið háð á ís-
landi að þessu sinni.
-BH
Glæsimeyjarnir sem kepptu til úrsiita. Talið frá hægri: Sigurlaug
Haildórsdóttir, Unnur Lilja Elíasdóttir, Guðbjörg Vilhjálmsdóttir,
Anna Björk Eðvarðs, Bryndís Arnardóttir, Guðrún Hjörleifsdóttir og
Sigurlaug Þórunn Bragadóttir. (DB-mynd Bjarnleifur).
Sautján ára Reykjavíkurmær,
Anna Björk Eðvarðs, hlaut titil-
inn Ungfrú ísland 1977 á hátíð
sem ferðaskrifstofan Sunna efndi
til i gærkvöld að Hótel Sögu. Sem
vonlegt var hafði Anna Björk
ekki áttað sig að fullu á hlutunum
er blm. ræddi við hana rétt eftir
kjörið. — „Ég trúi þessu varla,‘
sagði Anna, en hún byrjaði í
Tízkusýningarsamtökunum
Karon fyrir nokkru og komst upp
úr þvi í úrslitakeppnina með þess-
um glæsilega árangri. Anna
starfar i tízkuverzluninni Evu. Sú
er lét kórónuna á höfuð Önnu í
gærkvöld og krýndi þar með
Islandsmeistarann var engin
önnur en Cindy Breakspeare,
Ungfrú alheimur 1976. Hafði hún
orð á því að stúlknahópurinn er
keppti Tíl úrslita, 7 stúlkur, væri
afar frítt lið og kvað það ekki
myndi koma sér á óvart þó þær
yrðu ofarlega á blaði í þeim
keppnum sem framundan eru. En
það eru keppnirnar Miss Scandi-
navia '77, Teenage World '77,
Miss World '77 og Miss Universe
'78 sem Ungfrú ísland '11 tekur
þátt i af íslands hálfu. Þær
stúlkur er urðu númer tvö, þrjú
og fjögur fara í hinar keppnirnar.
Dómnefnd keppninnar var
skipuð sjö mönnum og auk þess
var áhorfendum gefinn kostur á
að láta álit sitt i ljós með atkvæða-
seðlum sem dreift var um salinn.
Meðal dómara í keppninni var
Einar Jónsson sem manna lengst
hefur starfað að fegurðarsam-
keppnum á íslandi. Hafði hann
umsjón með og veitti forstöðui
Fegurðarsamkeppni Islands, m.a.
meðan keppnir þessar fóru fram í
Tívolí. -BH__
Ekið á brúarstólpa
Um kl. 04.10 aðfaranótt
sunnudagsins ók bifreið á
brúarstólpa á brú yfir Arnar-
neslækinn. í bifreiðinni voru
tveir farþegar auk ökumanns
og voru allir fluttir á slysavarð-
stofuna. Einn var
lagður inn á Borgarspítalann
en hinir tveir fengu að fara
heim, eftir að gert hafði verið
að sárum þeirra. A.Bj.
frjálst, áháð dagblað
MANUDAGUR 23. MAI 1977.
300 þiísund
kr. slökkvi-
liðsgabb
„Það er eldur laus í her-
bergi á deild 8 hér i Klepps-
spítalanum, sem við ráðum
ekki við,“ sagði kona er
hringdi í slökkviliðið um kl.
8 á föstudagskvöldið. Hún
gaf upp nafn og kvaðst vera
hjúkrunarkona á deildinni.
Slökkviliðið brá skjótt við
og sendir voru fjórir slökkvi-
bílar og tveir sjúkrabílar á
vettvang. Jafnframt var
kallað út allt Iið slökkviliðs-
ins og allt haft tilbúið til að
senda alla bíla á vettvang, ef
þörf krefði.
Þegar fyrsti bíllinn kom á
staðinn kom í ljós að hér
var um gabb að ræða. Deild
8 á Kleppsspítala er svo-
nefnd Víðihlíð þar sem alkó-
hólistar eru til lækninga.
Engin hjúkrunarkona
starfar þarna með því nafni
sem upp var gefið.
56 slökkviliðsmenn mættu
á gabbstaðinn og svona út-
kall kostar bæjarfélagið um
300 þúsund krónur, sagði
Gunnar Sigurðsson vara-
slökkviliðsstjóri.
ASt.
Brendan
stendurí
stað
Ferð Timothy Severin og
félaga á skinnbátnum
Brendan sækist heldur seint
þessa dagana. I gærmorgun
voru þeir staddir 300 mílur
vestur af Reykjanesi og hafa
dólað þar á litlu svæði síð-
ustu fjóra daga.
Þar áður hafði þeim mið-
að nokkuð, enda blés hann
þá úr norðvestri, en nú er
ríkjandi á þessum slóðum
suð-suðvestlæg átt, svo ef
eitthvað miðar er það frem-
ur afturábak en áfram.
I gær voru hlust-
unarskilyrði svo slæm að
Brendanmenn heyrðu í
Gufunesaradíói en Gufunes
ekki í þeim. Kom þá til að-
stoðar hafrannsóknaskipið
Árni Friðriksson, sem statt
var þarna ekki langt undan,
og bar orðsendingarnar á
milli. —BH
Gamla fólkið til
sólarlanda
Það voru kátir ferðalang
ar sem lögðu af stað með
Flugleiðavélinni frá
Keflavíkurflugvelli í gær-
morgun á vegum ferðaskrif-
stofunnar Sunnu. Þeir gerðu
að gamni sínu, tóku í nefið
og einn og einn sötraði úr
bjórglasi. Þetta væri varla í
frásögur færandi ef um
venjulega sólarlandafarþega
hefði verið að ræða, — en
þarna var að leggja af stað
til Mallorka hópur aldraðs
fólks af Suðurnesjum, það
elzta yfir áttrætt. Meðal-
aldurinn í þessum 42ja
manna hópi var 68 ár, að þ.ví
er Matti Ásbjörnsson, for-
maður styrktarfélags aldr-
aðra á Suðurnesjum tjáði
okkur. Hann fór einnig með
ásamt hjúkrunarfólki sem
verður þar til aðstoðar
gamla fólkinu, ef með þarf.
Ferðin er endapunktur á vel
heppnað og þróttmikið starf
félagsins á iiðnum vetri.
eram.