Dagblaðið - 23.05.1977, Side 14

Dagblaðið - 23.05.1977, Side 14
14 DAfiBLAÐIÐ. MÁNUDAGILE 23. MAt 1Q77. I Iþróttir Iþróttir Iþróttír Iþróttir Standard í þriðja sæti - Union sigraði Eisden Standard sigraði Ostende 4-0 og Union sigraði Eisden 2-1 í Brussel í úrslitakeppni 2. deildar Royale Union byrjadi vei keppnina um 1. deildarsætið sem laust er. Union var eina liðið sem bar sigur úr býtum í gær — sigraði Patro Eisden 2-1 í Brussei. í La Louviere skiidu heimamenn og Waterschei jöfn — 1-1. Þessi fjögur lið berjast um lausa sætið í 1. deild næsta keppnistímabil. Standard Liege tryggði sér sæti í UEFA-keppninni næsta tímabil með góðum sigri, 4-0 gegn Óstende í Liege. Þessi sigur gaf þriðja sætið — þar sem Ander- lecht sigraði Molenbeek 2-1. Standard hlaut 45 stig — en meistarar urðu FC Brugge með 52 stig. Anderlecht hafnaði í öðru sæti með 48 stig, Standard 45 stig og Molenbeek 44 stig. En áður en við höldum lengra skulum við líta á úrslit leikja í Belgíu í gær: Markvörður Reynis, Arskógsströnd, slær knottinn yftr mark sttt leiknum í Keflavík. Ljósmynd emm. Sandgerðingar sterkari í viðureign nafnanna! — í 2. deild íslandsmótsins í knattspyrnu Keflavíkurvöllur, Il-deild, Reynir, Sand. Reynir, Arsk. 3:1 (2:1). Nafnarnir í II-deildinni, Reynir úr Sandgerði og Reynir af Arskógsströnd, „reyndu“ með sér á malarvellinum í Keflavík á laugardaginn. Leikurinn átti að fara fram í Sandgerði samkvæmt leikjabókinni en völlurinn þar er í endurnýjun svo ekki var hægt að leika þar. Þrátt fyrir þennan hlutlausa völl báru Sandgerð- ingar sigur úr býtum með þremur mörkum gegn einu norðanmanna með þá Magnús Jónatansson, áður ÍBA, og Björgvin Gunnlaugsson, sem í eina tíð lék með ÍBK, í fararbroddi. Norðanmenn voru samt fyrri til að skora. Sandgerðingar, sem léku gegn nokkrum vindstrekk- IrDataGeneral Höfum gerst umboðsmenn fyrir DATA GENERAL tölvusamstœður. Sérfœðingur fró DATA GENERAL verður staddur hér ó landi í byrjun ncestu viku. VlnsamlcRasl haflð samband vlð okkur slrax cf ðskað cr cftlr nánarl upplýs- ineum. _______ Shrifoélin hí Box 1232. Suðurlandsbraut 12, Reykjavik, sími 85277. ingi fyrri hálfleikinn, voru mjög taugaóstyrkir og varla heil brú í leik þeirra lengi framan af, en norðanmenn voru því ákafari og það tók þá ekki nema fjórar mínútur að koma knettinum I netið. Jóhann Bjarnason, fylgdi vel og náði knettinum frá „frosn- um“ markverði Sandgerðinga og sendi örugglega í markið. En lánið lék ekki við norðan- menn, — þrátt fyrir stöðuga sókn þeirra svo til allan fyrri hálfleik höfðu Sandgerðingar komist marki yfir áður en blásið var til leikhlés. Um miðjan hálfleik elti Pétur Sveinsson knöttinn fram að endamörkum, rétt utan vítateigs- linu, meira af skyldurækni en von, — markvörður norðanmanna átti þar meiri möguleika en vegna þess að hann var eitthvað að tvínóna krækti Pétur I knöttinn og sendi hann meðfram enda- mörkunum. Öllum til mikillar furðu valt knötturinn hægt og rólega inn fyrir línu, 1:1. Skömmu fyrir hlé skoraði Ari Arason eftir hornspyrnu, lagði knöttinn vel fyrir sig og skaut, og í netið fór hann þótt skotið hafi verið hálf klúðurslegt. En horn- spyrnur Sandgerðinga áttu eftir að fara fljótari leið í netið hjá norðanmönnum. Eftir að hafa náð spilinu í gang í seinni hálfleik og blátt áfram yfirspilað norðan- menn, skoraði Pétur Brynjars- son, laginn og leikinn piltur, beint úr hornspyrnu, — með aðstoð vindsins sem sveigði knett- inum í markið, fram hjá tveimur eða þremur varnarmönnum og markverði. 3:1. Sandgerðingar hafa komið nokkuð á óvart með sitt unga lið. Þeir hafa sigrað i fyrstu tveimur leikjunum og ef liðinu tekst að sýna svipaða knattspyrnu í sumar og það gerði í seinni hálfleik, ætti það að geta orðið lengur en sumarlangt í deildinni. Júlíus Jónsson var þeirra máttarstólpi, áður sóknarmaður, nú kominn í vörnina. Reynir Öskarsson átti einnig mjög góðan markvarðar- leik, en hann kom inn á eftir hlé í staðinn fyrir Jón örvar sem meiddist. Jón Ingibjörnsson, með sinn ógnarkraft, gerði norðan- mönnum oft erfitt fyrir. Ársskógstrandarpiltarnir voru óheppnir í leik sínum, — réðu mestu um gang fyrri hálfleiks, — en fengu á sig fádæma klaufaleg mörk í gegnum galopna vörn, — þar verða þeir að kippa í liðinn, svo og virðist þrekið ekki nægi- legt til að halda fullum hraða leikinn út. Malinois-CS Brugge 2-2 Antwerpen-Winterslag 3-1 Courtrai-Beveren 3-1 Charleroi-FC Liege 3-4 Anderlecht-Molenbeek 2-1 Standard-Ostende 4-0 Lokeren-Waregem 0-0 FC Brugge-Lierse 6-1 Beringen-Beershot 1-1 Royale Union hóf baráttu sína fyrir 1. deildarsæti mjög vel í Brussel. Þar sigraði Union Patro Eisden 2-1 — og var sigurmark Union skorað aðeins 5 mínútum fyrir leikslok. Sigur Royale Union vannst án Islendinganna — Stefáns Halldórssonar og Marteins Geirssonar. Þar kom nokkuð á óvart að Marteinn skuli hafa verið settur út — hann var varamaður í leiknum. Royale Union hóf þegar mikla sókn vel stutt af um 12 þúsund áhorfendum. Þvert gegn gangi leiksins skoraði Eisden úr skyndi- sókn á 15. mínútu. Union tókst að jafna á 30. mínútu þegar Philip skoraði beint úr aukaspyrnu. Fram að þeim tíma hafði Union sótt látlaust að marki Eisden. Eftir leikhlé jafnaðist leikur- inn nokkuð — Union heldur meir með knöttinn en lítið um mark- tækifæri. Þó tókst Union að tryggja sér sigur á 85. mínútu þegar bakvörðurinn William skallaði knöttinn í netið, 2-1. Nokkur upplausn hefur verið hjá Royale Union undanfarið og gengi liðsins siðustu 10 leiki slakt. Eftir stórtapið gegn La Louviere, 2-6 sagði þjálfari liðsins, Van Heylen af sér. Hann ætlar til Courtrai er leikur í 1. deild. Þó var ákveðið að hann verði með liðið fram yfir úrslitakeppnina. Vörn liðsins hefur verið óstöðug — og því reynt nýtt. Marteinn var settur út. Þessi sigur Union var því kærkominn eftir hið slæma gengi undanfarið. — Ég get komið heim 10. júní og leikið gegn N-lrum þann 11. júní ef landsliðsnefnd óskar þess — vona sannarlega að svo verði, sagði Marteinn Geirsson. Að lokum skulum við líta á lokastöðuna í 1 . deild: leikir stig FC Brugge 34 52 Anderlecht 34 ' 48 Standard 34 45 Molenbeek 34 44 Lokeren 34 38 Waregem 35 35 Antwerpen 34 35 CS Brugge 34 35 Beershot 34 35 Lierse 34 34 Winterslag 34 32 Courtrai 34 32 Beveren 34 31 Beringen 34 26 FC Liege 34 25 Charleroi 34 25 Ostende 34 20 Malinois- 34 20 Ostende og Malinois féllu I 2. deild. Stuttar f réttir • Ernst Happel, austurríski þjálfarinn hjá belgíska meistara- liðinu FC Brugge, hefur verið ráðinn þjálfari hollenzka lands- liðsins í knattspyrnu i þeim þremur leikjum, sem liðið á eftir í riðlakeppni HM. Þar á meðal er lcikurinn við Ísland í haust. Happel, fyrrum austurrískur iandsliðsmaður, var boðin staða landsliðsþjálfara til langs tíma, en tók ekki boðinu. • Daley Thompson, Bretlandi, setti nýtt unglingamet í tugþraut á móti í Götzis í Austurríki um helgina. Hlaut 7921 stig — en átti bezt áður 7905. • Aston Villa og QPR gerðu jafntefli 1-1 í 1. deildinni ensku á föstudag. • Silvio Leonard, Kúbu, hijóp 100 m á 9,9 sek. á móti í Havana i gær. Það er jöfnun á núverandi heimsmeti, en afrekið verður ekki viðurkennt sem heimsmet, þar sem tímaverðir tóku timann. Ekki rafmagnstímataka. Eftir hlaupið faðmaði sjálfur Fidel Castro hlauparann að sér, en hann var meðal áhorfenda. Sat þar með Alberto Juantorena, olympíumeistara. • BiII Rodgers, Bandaríkjunum, sigraði i miklu maraþonhlaupi i Amsterdam á laugardag. Náði frábærum tíma 2:12.46.6. frinn Danny McDaid varð annar á 2:16.14.0. • Jody Scheckter, Suður-Afríku, sigraði í Grand Prix kappakstrin- um í Monte Carlo í gær. Annar 'sigur hans á keppnistímabilinu. Hann er nú efstur í stigakeppn- inni með 32 stig. Niki Lauda er næstur með 25 stig, en þriðji Carlos Reutermann, Argentínu, með 23 stig. Austurríkismaðurinn Lauda varð annar í gær, en heims- meistarinn James Hunt, Eng- landi, varð að hætta keppni vegna vélarbilunar. • Trabzon Spor er orðinn tyrkn- eskur meistari í knattspyrnu. Hlaut titilinn í gær með því að sigra Giresun 2-0. Liðið er einnig í úrslitum bikarkeppninnar. Rauða stjarnan, Belgrad, varð júgóslavneskur meistari í knatt- spyrnu á laugardag. Hefur 11 stiga forskot, en fimm umferðir eru eftir. • Bandaríkjamaðurinn Jim Montgomery, olympíumeistari í 100 m skriðsundi, synti vega- lengdina á 50.93 sek. á móti í Frakklandi í gær. Borussia meistari - keisarinn kvaddi Borussia Mönchengladbach, sem nk. miðvikudag leikur til úrslita við Livfrpool í Evrópu- bikarnum, sigraði í 1. deildinni þýzku á laugardag, þegar liðið gerði jafntefli 1-1 við Bayern á Olympíuleikvanginum í Munchen. Það er í þriðja skipti frá 1970, sem Borussia verður Þýzkalandsmeistari. Borussia komst í 2-0 eftir 22 mín. Jupp Heynckes og Urich Stielike skoruðu, en gamla kemp- an Gerd Muller minnkaði muninn í 2-1 níu mín. fyrir leikhléið. Nokkrum sek. fyrir leikslok skoraði Hans-Jiirgen Wittkamp sjálfsmark svo leiknum lauk með jafntefli. Ef Borussia hefði tapað hefði Schalke orðið meistari. Schalke vann Borussia Dortmund 4-2 — en liðið var stigi á eftir Mönchengladbach. Áhorfendur á leiknum á Olymípuleikvanginum voru 77 þúsund, en auk þýðingar leiksins í sambandi við meistaratitilinn, var hann einnig kveðjuleikur Franz keisara Beckenbauer í þýzku knattspyrnunni. Hann heldur nú til New York og mun leika með Cosmos næstu þrjú árin. Fær fyrir vikið þrjár milljónir dollara. Keisarinn fékk að gjöf frá Bayern gullpinna skreyttan demöntum áður en leikurinn hófst — og hann lék síðan einn sinn bezta leik. Það var sending frá honum í lokin, sem varð til þess, að Wittkamp skallaði knöttinn í eigið mark.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.