Dagblaðið - 23.05.1977, Page 4

Dagblaðið - 23.05.1977, Page 4
4 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 23. MAÍ 1977. Gróður traðkaður niður á Austurvelli „Við urðum mjög ánægðir þegar Sigtún flutti frá Austur- velli en það stóð ekki lengi og enn er gróður traðkaður niður við Austurvöll,“ sagði Hafliði Jónsson garðyrkjustjóri Reykjavíkur í samtali við DB. Hann sagði að það ráð hefði verið tekið að byggja garð meðfram Vallarstræti og í sumar kæmi í ljós hvernig árangurinn yrði. Að sögn Hafiiða hefur það komið fyrir að gróðursett hafi verið, jafnvel þrisvar sinnum, í sömu reitina við Austurvöll vegna þess hvernig gróðurinn er traðkaður njður. Sama sagan er með gras- flötina. Fólk notar ekki gang- stíga og stéttir, en traðkar fremur á grasinu og eyðileggur það. Hann sagði að stefnt yrði að því að ljúka við að gróðursetja allt fyrir 17. júní, eins og undanfarin ár. Ekki er samt ljóst enn hvort það tekst, vegna yfirvinnubannsins sem 1 gildi er. Einnig er mikill klaki í jörðu svo jarðvinnsla verður með seinna móti í ár. Ekki er ráðlegt að setja niður sumarblómin fyrr en um miðjan júní, alla vega ekki þau viðkvæmustu, eins og t.d. daliur og rósir. Ingvar Axelsson, sem sér um uiniutun á garðlöndum til Reykvíkinga, sagði að eftir- spurn væri mikil. Á síðasta ári var úthlutað til 1035 einstaklinga. Stærðir landa voru mismunandi frá hundrað upp í þrjú hundruð fermetrar. Eftirspurn er töluvert meiri en í fyrra og sagði Ingvar að þeir sem föluðust eftirlöndum segðu að það væri vegna þess hve lélegar kartöflur væru á markaðinum og einnig hve dýr- ar þær væru. Reynt er að út- hluta öllum sem sækja um garð og ef fer sem horfir, er mögulegt að brjóta þurfi meira land til að veita öllum lausn. -KP. Hlutavelta íhjólageymslu — og lamaðir og fatlaðir njdta góðs af Fimm stelpur i Breiðholti héldu hlutaveltu í hjóla- geymslunni að Irabakka 4 og seldu þar miða fyrir 5.802 kr. i fyrradag heimsóttu þær svo Styrktarfélag lamaðra og fatlaðar og afhentu upphæðina þar sem gjöf. Hlutunum söfnuðu þær saman í nálægum húsum og verzlunin Breiðholtskjör gaf þeim einnig hluti. Þegar þær komu til okkar í heimsókn 1 fyrradag sýndu þær kvittun frá Styrktarfélaginu og báðu endilega um að allt um kvitt- unina kæmi fram. Ein konan, sem þær föluðust eftir munum hjá, bar nefnilega upp á þær að þær væru að safna í hlutaveltu fyrir sjálfar sig en ekki í góðgerðar- skyni. Stelpurnar, sem allar eiga heima við írabakka heita: Anna María Þórðardóttir, Þuríður Þórðardóttir, Kristín Biörg Pétursdóttir, Harpa Erlingsdóttir og Rósa Sigríður Guðmunds- dóttir. -GS. sterka rvksusan... # Styrkur og dæmalaus ending hins þýðgenga, stillanlega og sparneytna mótors, staðsetning hans oghámarks orkunýting, vegna lágmarks loft- mótstöðu í stóru ryksiunni. stóra. ódýra i pappírspokanum og nýju kónisku slöngunni, afbragðs sog- stykki og varan- legt efni, ái og stál. Svona er \ NILFISK: Vönduðog tæknilega ósvik- in, gerð til að vinna sitt verk fljótt og vel, ár eftir ár, með lág- marks truflunum og tilkostnaði Varanleg: til lengdar ódvrust. Nýr hljóð- deyfir: Hljóðlátasta ryksugan. Afborgunarskilmálar PnMRY háTÚN 6A rUlllA SÍMI 24420 Raftækjaúrval — Næg bílastæði VARN ARLIÐSÞYRLA SOTTI FÁRSJÚKAN MANN TIL FLATEYJAR Laust eftir hádegi á fimmtudag barst Slysavarna- félagi tslands beiðni um að sækja fársjúkan mann til Flat- eyjar á Breiðafirði. Barst sú ósk frá lækni í Stykkishólmi. Kl. 14.15 var haft samband við varnarliðið og óskað eftir að það sækti mann- inn með þyrlu og sendi jafn- framt lækni með þar sem sjúkl- ingurinn var með heilablóðfall. Var svo gert og lenti þyrlan í Flatey kl. 15.30 og kom til Reykjavíkur um kl. 17. Var maðurinn fluttur á Borgarspít- alann. -G.S. TðLVU-ÚRfráEH skeiðklukku i og tímaminni m R-18B-1 býðuruppá: 1) Klukkust., min., 10 sek.,-5 sek., 1 sek. 2) Fyrir hádegi — eftir hádegi. 3) Mánuður, dagur, vikudagur. 4) Sjálfvirk dagataisleiðrétting um mánaðamót. 5) Nákvæmni +/+ 12 sek.á mánuði. I 6) Lióshnappur til aflestrar í myrkri. a ' 7) Rafhlaða erendist yfir 15 mánuði H Verðkr. 650.- 8) Ryðfrítt stál. |i 9) 1 árs ábyrgð og viðgerðaþjónusta. STALTÆKI Vesturveri, sími 27510 KVIKMYNDIR UM ÍÞRÓTTIR Menningarstofnun Banda- ríkjanna býður til kvikmynda- sýninga mánudag og þriðjudag, þann 23. og 24. maí, klukkan 20.30. Kvikmyndirnar eru fimm og fjalla um ólympíuleikana. Mánudaginn 23. maí verða sýndar tvær myndir. Þær heita The Incredible Five og Jesse Owens Returns To Berlin. Sú fyrri fjallar um fimm ólympíu- meistara. Þeir eru: Emil Zatopek, Fanny Blankers-Koen, Vera Caslayska, A1 Oeter og Pavvo Nurmi. Sú síðari fjallar um Jesse Owens, blökkumann- inn sem kom öllum á óvart á leikunum 1936. Kvikmyndin er tekin árið 1960 og hefst á þvi að Owens er staddur einn síns liðs á leikvanginum í Berlín og rifjar upp hvað gerðist þar 24 árum áður. Dagtnn eftir,24. mai verða sýndar þrjár kvikmyndir. Thei Marathon, The Decathlon og The Women Gold Medal Winn- ers. Fyrsta myndin fjallar um hvernig maraþonhlaupið varð til og hvernig það þróaðist. Síðan kemur mynd um stangar- stökkið og beztu íþróttamenn í þeirri grein. Loks er kvikmynd sem fjallar um þær konur sem hafa unnið til gullverðlauna á leikunum. Kvikmyndirnar eru nýjar eða nýlegar og hafa alls staðar hlotið mjög góða dóma. -KP.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.