Dagblaðið - 23.05.1977, Síða 5
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 23. MAÍ 1977.
5 '
**>»»««■(
„Svínað” fyrir bfl,
sem lenti ofan íf jöru
Um miðjan dag á föstudag var
þessi bifreið á leið vestur
Skúlagötu. Kom þá skyndilega
önnur þifreið niður Frakkastíg og
„svínaði“ gróflega. Hugðist öku-
maðurinn forða árekstri, en
beygði of skarpt með þeim af-
leiðingum að bifreið hans hafnaði
ofan í fjörunni. Svo vel vildi þó-til
að ökumaðurinn slapp við meiri-
háttar meiðsli, og bifreiðin er
furðulítið skemmd. Engar spurnir
eru af bifreiðinni sem „svínaði“.
Samkvæmt upplýsingum
Slysarannsóknardeildar
lögreglunnar urðu þrjátíu og
■fjórir árekstrar á föstudag og tólf
á laugardag. Rólegrá var á
sunnudag, því um miðjan dag
höfðu aðeins orðið fjórir
árekstrar. Mikið eignatjón varð í
þessum árekstrum en blessunar-
lega lítið af meiðslum á fólki.
-DB-mynd Sveinn Þormóðsson.
A.Bj.
Fullnýtió
hjólbatóana
Sólum flestar gerðir hjólbarða.
Margra ára reynsla í heitsólun og
önnumst nú einnig kaldsólun.
Höfum jafnan gott úrval nýrra og
sólaðra hjólbarða.
Alhliða hjólbarðaþjónusta í rúmgóðu
húsnæði.
Leitið fyrst til okkar.
Góð póstkröfuþjónusta.
STOrAN
GÚMMI
IVINNU
Skipholti 35, Rvík. Sími 31055
MISTÖK 0G SHNAGANGUR
A ÆFINGU ALMANNAVARNA
NORDANLANDS
Flutningur „stórslasaðra" með þyrlum tók mun lengri tima en
áætlað hafði verið. DB-mynd F.Ax.
Björgunaræfing fór fram á
vegum Almannavarna Akur-
eyrar og Þingeyjarsýslna á
laugardag. Tilkynnt var á
áttunda tímanum á laugardags-
morgun að týnd væri flugvél
með fjörutíu manns
innanborðs. Almannavarnir
Húsavíkur og Akureyrar voru
þegar kallaðar út og leit hafin.
DB hafði samband við Öfeig
Eiríksson bæjarfógeta á Akur-
eyri, stjórnanda björgunar-
aðgerðanna frá Akureyri, og
spurði hann hvernig æfingin
hefði gengið. Ófeigur sagði að
nokkuð stór mistök hefðu kom-
ið fram og seinagangur á
flutningi „slasaðra" frá slysstað
hefði verið allt of mikill.
Sendingartæki á hugsuðum
brotlendingarstað vélarinnar
hefði ekki farið í gang fyrr en
þremur stundarfjórðungum
síðar en áætlað var.
Mistök hefðu verið að láta
varnarliðsþyrluna taka þátt í
leitinni. Hún hefði frekar átt að
bíða tilbúin til flugtaks á flug-
vellinum til þess að flytja
slasaða á sjúkrahús. Eftir
fyrstu ferð þyrlunnar þurfti
að fylla tanka hennar og tók
það á annan klukkutíma.
Einnig átti að vera til staðar
önnur þyrla frá Landhelgis-
gæzlunni. En þegar til átti að
taka var hún í Reykjavík, senni-
lega biluð. Ófeigur sagði að þeir
hefðu um of treyst á þyrlurnar.
Flugvél Landhelgis-
gæzlunnar átti að flytja 13
sjúklinga til Húsavíkur en gat
það ekki þar sem hún var
fulllestuð af bensíni og gat því
ekki lent svo þung og hefði því
þurft að fljúga lengi eða losa
sig við bensin, þannig að hún
kom ekki að notum.
Það kom einnig áætlun
nokkuð úr skorðum að raf-
magnslaust varð á Akureyri á
12. tímanum á laugardaginn.
Kom þá til greina að flytja
„sjúklingana“ til Reykjavíkur,
en til þess kom þó ekki, þar sem
rafmagnið komst á aftur eftir
u.þ.b. hálfa klukkustund.
Aætlað var einnig að senda
vélsleða ,á slysstað, en það
þurftiþóekkiþarsemslysið var
á auðu.
En þrátt fyrir ýmis mistök
fengu menn þó nauðsynlega
æfingu og reynslu. Síðar verður
unnið úr því sem fram kom og
reynt að læra af mistökunum.
-JH.
Við þofum
oð óbyffjjd/l
þjónu/lu okkor
g bjóðum auk þess hagstæðasta verðið
myndiðþn
HÁSTÞÓR
Hafnarstræti 17 — Suðurlandsbraut 20