Dagblaðið - 23.05.1977, Page 11

Dagblaðið - 23.05.1977, Page 11
PAC.HKAim). M AXI DAC.UK 2:i. MAÍ 1977. Á flugvellinum í Massawa. Börn Baldvins tvö, Gísli Rúnar og Helena, áamt aðstoðarhótelstjóranum á hóteiinu sem fjölskyidan bjó á. Fyrir töku þessarar myndar átti að fangelsa Baldvin og taka af honum Ijósmyndavélina því strangt bann er við töku ljósmynda á vellinum þótt hvergi væri það bann tiigreint á skilti. Allt fór þó vel að lokum en hermennirnir eru tákn um ástandið í landinu. sést á ferli eftir það er hann skotinn. — í bezta falli fang- elsaður. Miklar varúðarráðstafanir eru hvarvetna. Alls staðar eru hermenn og' byssuieit gerð áður en kontið er inn í helztu byggingar, til dæmis banka og opinberar byggingar. Einnig er mjög strangt eftirlit ef maður vill fara inn á hafnarsvæðið og flugvöllinn. Hér eru allir mjög varir um sig gagnvart útlendingum og reyndar öllum. Fólk segir sem allra minnst og sér alls staðar njósnara. Jafnvel skóburstararnir og betlararnir eru sagðir hafa stór eyru í þágu rikisstjórnarinnar. Ekki er þetta að ástæðulausu því að fyrir ca tíu dögum eða svo, var allt starfsfólkið hjá einni skipa- afgreiðslunni tekið til fanga, sakað um áróður gegn ríkis- stjórninni. Einn hlaut ævilangt fangelsi, hinir frá sjö til tultugu og fimm ára. ítalskur starfsmaður, sem þar vann, fékk tuttugu og fjögurra tíma frest til að yfirgefa landið. Þutfti á engum sönnunum eða réttarhöldum að halda, aðeins grun. Dómar voru kveðnir upp samdægurs. A þessum slóðum er ströng bensínskömmtun og fá einka- bílar aðeins þrjá lítra á dag fimm daga vikunnar. Lítið þætti það heima á Fróni að fá fimmtán lítra á viku en hér eru aðeins litlir og sparneytnir bí 1- ar svo fólk getur frekar sætt sig við þetta. Aður fyrr bjó hér mikið af ítölum og höfðu margir komið sér mjög vel áfram, eignazt verzlanir og ýmiss konar fyrir- tæki ásamt flottum villum við sjóinn. Fljótt eftir að óeirðirnar komust í algleyming flýði mest af þessu fólki burt. Fyrirtækin voru þjóðnýtt og húsin standa auð, utan eins eða tveggja þjóna (öryggisvarða) sem gæta eignanna. Þarna gefur að líta rnörg hús í sama gæðaflokki og húsin á Arnarnesinu heima og jafnvei sum ennþá skemmtilegri. Talið er ‘að fimm hundruð þúsund manns séu flúnir burt úr Iandinu. Mest eru þetta Erítrear sem hafa flúið til Súdan og annarra nálægra landa þar sem þeir starfa og reka jafnframt áróður gegn ríkisstjórninni i Addis Ababa. Allt þetta fölk segist snúá aftur eftir að Erítrea verður orðin sjálfstætt ríki. Þennan tíma (fimm vikur) sem ég var í Massawa var alltaf mikið af mönnum sem komu til mín og báðu mig um vinnu á skipi mínu. Hefði ég getað ráðið margar skipshafnir, því allir vilja komast úr landi, og margir sögðust vilja vinna kauplaust bara ef ég vildi taka þá með. Segja má að um algjört at- vinnuleysi sé þarna að ræða. Fólk hefur enga vinnu og þar af leiðandi engin peningaráð. Mikið af fólkinu sefur þar sem það er niðurkomið, úti á götum og gangstéttum. I Massawa bjuggum við á rnjög góðu hóteli, Red Sea Hotel. Áður fyrr var hótel þetta í eigu félags á Ítalíu, en nú er það eitt af mörgum, sem hefur verið þjóðnýtt og er nú rekið af stjórnvöldum. Mest allan tímann sem við vorum þarna bjuggum við ein á þessu hundrað og fimmtíu manna hóteli og höfðum þrjátíu og níu manna starfslið í kringum okkur. Kjallarinn iön L. Arnalds Reynir Hugason ekki þá fyrir- hyggju að spyrjast fyrir í sjávarútvegsráðuneytinu um, hvernig þessi mál þróuðust á sínum tíma? Verkfræðingurinn er i ti 1- vitnuðum orðum að ræða aðvar- anir fiskifræðinga við því að veiða smásíld á árinu 1967. Sannleikurinn er hins vegar sá. að smásíldarveiðar voru bann- aðar með reglugerð um bann við veiði smásíldar nr. 7 22. febrúar 1966, sem tók gildi þegar í stað. Bannað var að veiða smásíld 23 cm að lengd eða minni, væri hún verulegur hluti síldarafla fiskiskips. Undir reglugerðina rita sjávar- útvegsráðherra Eggert G. Þor- steinsson og Gunnlaugur E. Briem. Þá er þess að geta, að útvegs- menn fóru að hafa frekari áh.vggjur af þessum málum fyrir jól 1966 og hefjast þá bréfaskriftir sem lyktar með bréfi frá Landssambandi is- lenskra útvegsmanna, dags. 21. febrúar 1967, eða nokkrum vikum áður en bréf fiski- fræðingsins er skrifað. 1 því bréfi LÍU er lagt til að síld- veiðar á svæðinu frá Hornafirði vestur um að Rit verði bannaðar á tímabilinu 1. mars til 15. júní ár hvert, þannig að siá má því föstu að útvegsmenn og sjómenn voru þeir aðilar er fyrst vöruðu við og tóku ábyrga afstöðu. Víkjum þá aftur að aðvörunarbréfi fiskifræðings- ins, sem átti að hafa r.vkfallið í ráðuneytinu. Bréfið eða megin- innihald þess er að finna í 6. tölublaði Ægis útg. 1. apríl 1967, en dagsett er það 11. mars Áður en ástand þetta skapaðist var mikiil straumur af ferðafólki þarna og var þá margra mánaða pöntun fyrir- fram nauðsynleg á þessu hóteli. Hér er allavega svarta- markaðsbrask stundað, ber þar mest á peningum. Fyrir amer- íska dollara er hægt að fá allt upp í þrjá eþíópska dollara, en bankagengi er 2,05. Allir vilja eignast erlenda peninga, enginn treystir Eþíópíudollur- unum lengur. Einni helgi eyddunt við í ferðalag til Asmara sem er mjög falleg og hrein borg uppi í fjöllum í 2700 metra hæð, um 110 kílömetra frá Massawa. Ekki er mögulegt að ferðast í bíl vegna ástandsins. Þó fara bílalestir einu sinni i viku á milli, jafnan í f.vlgd skriðdreka og nokkur hundruð hermanna. Farkosturinn var Douglas Dakota C-3, gömul og vinaleg að vanda. Flugið tók um tuttugu mínútur, sem var að mestu upp í móti. Þegar fjölskyldan fór frá hótelinu í Massawa var hún leyst út með gjöfum, samanber styttuna, sem Helena litla heldur á. Lengst af voru þau ein á hótelinu með 39 manna starfslið í kringum sig. í Asmara er ástandið mun verra en í Massawa. Þar hefur ríkt útgöngubann í fimmtán inánuði og eru óeirðir þar flest- ar nætur. Seinni nóttina okkar vaknaði ég við skothríð og morguninn eftir fréttum við að um þrjatíu manns hefðu verið drepnir í götubardaga skammt frá hótelinu. Þarna þraukar enn töluvert af itölum, sem ekki hafa gefizt upp og flúið frá eignum sínum. Margt af þessu fólki býr á hótelum því þar er stöng gæzla vopnaðra manna og því allt öruggl. Þetta fölk hefur hús sín auð og yfirgefin og þorir ekki að lifa í þeim án verndar. Borgin sjálf er mjög falleg og hrein, hún minnir jafnvel á Evrópuborgir. Margar og góðar verzlanir eru þar og verðið er enn mjög lágt, sennilega eitt ódýrasta land í heimi. Gull og silfur er sérstakt og margir fallegir munir ótrúlega ódýrir. Þarna, sem annars staðar i Eþíópiu, kynntumst við mjög góðu og hjálplegu fólki. Allt þetta fólk lifir í skugga óttans en ber þá von jafnan í brjósti að senn fari allt að batna og verða eðlilegt sem f.vrr. Fjölskylda Baldvins fyrir utan höll Haile Selassies, fyrrum keisara i Eþíópíu, í Massawa. Höllin er nú notuð sem aðsetur hersins og er strangiega gætt af vopnuðum vörðum. 1967 og er fylgibréf með bréfi Hafrannsóknastofnunarinnar, dags. 15. mars 1967. Ráðuneytið hafði þá þegar hinn 11. mars fengið umsögn Fiskifélags íslands um málaleitan Lands- sambands íslenskra útvegs- manna og eftir móttöku bréfs Hafrannsóknastofnunarinnar fékk það líka umsögn Fiski- félagsins um það bréf. Ekki má ég gerast langorður, en það er verið að tala um „næstum fullkominn glæp á hinni íslensku þjóð“, svo notuð séu orð Reynis Hugasonar, og hann lætur ekki þar við sitja heldur lýsir hann því einnig að glæpamaðurinn sé Gunnlaugur E. Briem. Gunnlaugur E. Briem stakk ekki bréfum niður í skúffur. Hann var ekki að eyða, kæfa, svæfa eða deyfa mál. Það vita þeir, sem muna þessi 10 ár aftur í tímann, sem Reynir Hugason leitar með skrif sín. Fyrir áratug hafði Gunnlaugur þegar starfað þrjár tylftir ára í stjórnarráðinu og þjónað eða leiðsagt a.m.k. tveim tylftum ráðherra, sumum þeirra tvisvar og jafnvel oftar. En hvað varð þá um bréfið frá 15. mars 1967? Jú það fékk afgreiðslu, sem nú skal greina: Umsögn Fiskifélags íslands dágs. 22. mars 1967, var látin ráða, en bréfið hljóðar svo, undirritað af Davíð Ólafssyni, þáverandi fiskimálastjóra: „Vér höfum móttekið bréf hins háa ráðuneytis, dags. 15. þ.m„ ásamt afriti af bréfi Haf- rannsóknastofnunarinnar dags. sama dag, varðandi friðun síldar við Suður- og Vesturland á tímabilinu 1. mars—15. júní o.fl. svo sem fram er tekið í bréfi Hafrannsóknastofnunar- innar. Að athuguðu máli teljum vér sjálfsagt að bannaðar verði sild- veiðar svo sem lagt er til í 3. tiliögu Hafrannsóknastofn- unarinnar. Varðandi 1. og 2. tillögu Haf- rannsóknastofnunarinnar teljum vér nauðsynlegt, að oss gefist betra tóm til athugunar þeirra og ákvörðun verði því ekki tekin um þær nú, enda fáum vér ekki séð, að knýjandi nauðsyn sé að setja slíkar reglur nú þegar, er veiðar verða hvort eð er bannaðar á fyrrgreindu tímabili. Virðingarfyllst, Davíð Ólafs- son." Þær greinargerðir fyrr og síðar um stærð íslensku síldar- stofnanna, sem Hafrannsókna- stofnunin hefur látið ráðunevt- inu í té, eru í miklu ósamræmi við þær tölur sent verk- fræðingurinn nefnir, en ég vil ekki eyða orðum á það. Þær friðunarráðstafanir, sem í kjöl- farið fylgdu frá 1967 og siðar, eru einsdæmi í heiminum og hafa orðið okkur til ómetanlegs framdráttar í landhelgisbarátt- unni og á alþjóðavettvangi. Þótt verkfræðingurinn segi að vorgots- og sumargotssíldinni hafi verið endanlega útrýmt, þá verða landsmenn rækilega var- ir við annað í ár, eins og reyndar í fyrra og hitteðfyrra, þegar veiðar á sumargotsstofn- inum hófust á ný. 1 3. tbl. Ægis 61. árg. 15. febrúar 1968 segir Jakob Jakobsson fiskifræðingur þessi orð, er hann ræðir sumar- og haustsíldveiði við Suður- og Suðvesturland 1967, og þessi orð eru niðurlagsorð greinar- innar: „Ekki sé ég ástæðu til að fjölyrða um áhrif slíkra veiða að öðru leyti en því aö meðan þær eru stundaðar er tæplega hægt að búast við þeirri fjölg- un, sem þyrfti að verða i ís- lensku síldarstofnunum til þess að veiðarnar yrðu arövænlegar aftur." Jakob talar hér ári eftir sakaárið 1967 og ræðir um „fjölgun". Eg ásaka ekki Jakob Jakobsson. i7. MAl 1977 Jón L. Arnalds ráðuneytisst jóri.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.