Dagblaðið - 23.05.1977, Síða 12
.12
DAGBLAÐIÐ. MANUDAGUR 23. MAl 1977.
Landhelgismálið:
Gerum milljarðakröfur
á hendur Bretum
Margs er að minnast nú á 25
ára afmæli raunverulegra
framkvæmda í landhelgisbar-
áttu Islendinga. Þegar athuguð
er söguleg þróun málsins
verður margt einkennilegt,
einfalt og óskiljanlegt uppi á
teningnum. Rétt er að byrja
þessa grein með því að minnast
orða Ölafs heitins Thors er
mmjœtt
Umboðsmann vantarí
GRINDAVÍK frá l.júní.
Uppl. ísíma 91-22078
Bedford dísil árg. 73
— sendiferðabfll —
til sölu.
Til greina koma
bílaskipti eða
sala gegn fast-
eignatryggðum
skuldabréfum.
Uppl. í síma
22078.
Prvlsterkir
stólofnar
Framleiðum
samkvæmt íslenskri
hönnun, nýja tegund
stálofna sem eru
sérstaklega ætlaðir til
að þola og nýta
hitaveituvatn sem
best.
Ofnar þessir henta
einnig mjög vel við
önnur kerfi.
★ Framleiddir úr þykkara og sterkara efni en
aörir ofnar hérlendis.
★ Fyrirferöalitlir, falla vel I umhverfiö. Þykkt
frá 15 mm. Einfaldir, tvöfaldir, þrefaldir
eöa fjórfaldir, eftir aöstæöum, til bestu
hitanýtni fyrir hvern og einn.
★ Lágt verö, leitiö tilboöa. Stuttur
afgreiöslufrestur.
STfiLOFNfiRHF
rr MÝRARGÖTU 28, SIMI 28140
hann viðhafði í útvarpsávarpi
til þjóðarinnar þann dag er
fyrsta útfærslan fór fram: „Það
er að vonum að margir munu
nú spyrja, hverra undirtekta sé
nú að vænta frá öðrum þjóðum
^ út af þessum ráðstöfunum
tslendinga. Um það er bezt að
fullyrða sem minnst á þessu
stig málsins, enda ekki að því
leyti ástæða að hafa um það
miklar bollaleggingar, því að
íslendingar eiga um ekkert að
velja í þessu máli. Síminnkandi
afli íslenzkra skipa bregður
úpp svo ótvíræðri og geigvæn-
legri mynd af framtíðarhorfum
íslenzkra fiskveiða, ef ekkert
verður aðhafzt, að það er algjör-
lega óhætt að slá því tvennu
föstu; 1. að engin islenzk ríkis-
stjórn er í samræmi við ís-
lenzkan þjóðarvilja og þjóðar-
hagsmuni, nema hún geri ráð-
stafanir til þess að vernda ís-
lenzk fiskimið. 2. að þess er
enginn kostur, að Islendingar
fái lifað menningarlífi í landi
sínu, nema því aðeins að þær
verndunarráðstafanir komi að
tilætluðum notum.
Aðgerðir íslenzkra stjórn-
valda í þessu máli eru sjálfs-
vörn smáþjóðar, sem á líf sitt
og frelsi að verja. Að dómi
ríkisstjórnarinnar byggjast þær
auk þess á lögum og rétti. I
heimi samstarfs og vinarhugs
ættu Islendingar að mega
treysta því að málstaður þeirra
verði skoðaður með sanngirni.
Það nægir íslendingum, ella er
að taka því sem að höndum
ber.“
Mikil og merkileg eru þessi
orð Ólafs í dag og bera vott um
raunsæi og framsýni þjóð-
skörungs og mikils stjórnmála-
foringja. Þrátt fyrir tilvitnun
um „samstarf og vinarhug“
varar hann þjóðina við skiln-
ingsleysi og að þjóðin þurfi að
vera viðbúin óvæntum atburð-
um og berjast í æðruleysi til
sigurs.
En skelfing hafa margir
stjórnmálamenn verið skiln-
ingslausir og gleymnir á þessi
orð Ólafs heitins Thors. Á
þessum 25 árum sem í dag eru
liðin frá útfærslunni í 4 mílur
liðu heil 10 ár, eða frá 1961 til
1971, sem ekkert var gert í
landhelgismálinu og er það
blátt áfram óskiljanlegt þegar í
dag er skoðað. En eins og við öll
vitum var Ólafur sannspár í
orðum sínum um ástand fiski-
stofnanna og baráttuna, ,,að
taka því sem að höndum ber“.
Þegar Bretar treystu sér ekki
árið 1952 að beita Islendinga
hernaðarofbeldi vegna útfærsl-
unnar í 4 mílur, þar sem þeir
voru þá nýbúnir að tapa sam-
kynja máli gegn Norðmönnum,
ákváðu þeir einfaldlega að
brjóta tslendinga á bak aftur
með efnahagslegum refsiað-
gerðum. Gerðu þeir ráð fyrir að
brezki markaðurinn væri Is-
lendingum svo mikilvægur að
ekki væri mögulegt fyrir þá að
vera án hans. Því settu þeir á
löndunarbanri á íslehzkar fisk-
afurðir og stóð það efnahagsof-
beldi í heil 4 ár. Með þessu
opnuðu Bretar fyrstu dyrnar
fyrir Rússum á tslandi því
Stalin lézt í Moskvu og Rússar
voru fljótir að fylla það efna-
hagslega tómarúm sem Bretar
sköpuðu með aðgerðum sínum.
Að þessum árum liðnum skipti
brezki markaðurinn ekki
sköpum í efnahagslífi
Islendinga og því gripu Bretar
ávallt síðan til nakins hernaðar-
ofbeldis í aðgerðum sínum,
gagnvart Islendingum, eða i
alls 3 þorskastriðum.
í byrjun 7. áratugsins
byggðist afkoma tslendinga á 2
fiskistofnum, síldarstofninum
og þorskstofninum Arið 1967 er
búið að rányrkja síldarstofninn
fast að dauða. Þá er eftir aðeins
Kjallarinn
Pétur Guðjdnsson
einn stofn, þorskstofninn.
Hvaða kostir biðu þá Islend-
inga þegar svona var komið?
Ekkert annað en að beina
stórum hluta af sóknarþungan-
um, sem hafði farið í síldina,
beint í þorskstofninn. Því blasti
það við að hinn mikli og nýi
sóknarþungi mundi tortíma
þorskstofninum, alveg eins og
síldarstofninum var tortímt, ef
ekki kæmu til einhverjar að-
gerðir. Þetta hefði nú átt að
vera auðsætt og einfalt fyrir
hvern sem var, ekki hvað sízt
stjórnvöld. En ekkert var að
gert fyrr en 1971. Heil 4 ár liðu
í aðgerðaleysi. Á öllum þeim
árum jókst sóknin stöðugt og
um 1970 auka Bretar einnig
verulega sina sókn. Því blasti
nú við upphafið að endalokum
þorskstofnsins ef ekki yrði
gripið til róttækra aðgerða.
Menn hefðu átt að vera
minnugir afdrifa síldarstofns-
ins. Hvað beið Islendinga ef
þorskurinn færi sömu leið?
Friðunar- og verndaraðgerðir
tslendinga frá árunum 1952 og
1958, þegar fært var út í 12
mílur, höfðu haft tilætluð áhrif
og framlengt líf þorskstofnsins.
En sifellt aukinn sóknarþungi
og tækniþróun, sem sífellt
framleiddi stórfelldari og af-
kastameiri drápstæki, stefndi
þorskstofninum enn í bráðan
voða, nema gripið væri til
ennþá frekari aðgerða. Árið
1971 var því „sjálfsvörn smá-
þjóðar'*, sem Ólafur Thors
talaðÁum í sinni frægu ræðu 15.
maí 1952, svo sannarlega í fullu
gildi. Algjör neyðarréttur var
upp kominn. Minnkun á sókn-
inni varð að koma fram i niður-
skurði á veiðum útlendinga,
byggt á dómsorði Alþjóðadóm-
stólsins í Haag frá 1952 og síðar
staðfest enn frekar í dómsorði
hans 1974, þegar Bretar og
Þjóðverjar töpuðu málinu gegn
íslendingum og Bretar sættu
sig við það þegjandi og hljóða-
laust er Kanada skar niður
veiðar útlendinga við sínar
strendur. En skv. þessu dóms-
orði á strandríkið forgangs-
kröfu til nýtingar auðiinda
fiskistofna undan ströndum
sínum. Brétar og aðrir útlend-
ingar hafa því aldrei átt við
ísland og önnur strandríki neitt
annað en „almennar" kröfur til
fiskveiða.
Nú vita allir, sem eitthvað
hafa komið nálægt lögfræði eða
viðskiptum, að við uppgjör ber
að fullnægja fyrst forgangs-
kröfum og að þeim uppfylltum
kemur f.vrst til greina uppfyll-
ing á almennum kröfum.
Alþjóðadómstóllinn í Haag
dæmdi Islendingum „forgangs-
kröfur" til fiskistofnanna við
Island með dómnum 1974. Það
lágu lika fyrir þær staðreyndir
að ef ekki átti að taka alvarlega
áhættu á afkomu þorskstofns-
ins 1971 og þar með þjóðartil-
veru Islendinga var ekki einu
sinni hægt að uppfylla for-
gangskröfur Islendinga. Hér
var um algjöra „sjálfsvörn smá-
þjóðar" að ræða. En hvar var
„skilningurinn í heimi sam-
starfs og vinarhugar?“ Þrátt
fyrir það að 12 mílna regla
Bretanna var dæmd dauð og
jörðuð í Haag 1974, þrátt fyrir
það að Alþjóðadómstóllinn í
Haag dæmdi Islendingum for-
gangskröfu til fiskistofnanna
við tsland, þrátt fyrir það að
einn af beztu fiskifræðingum
Breta, sem sendur var gagngert
til Reykjavíkur til þess að fara
niður í gagnasöfnun og úr-
vinnsluaðferðir íslenzku fiski-
fræðinganna, staðfesti niður-
stöður tslendinganna og þar
með lægi fyrir óumdeilanlega
sú staðreynd að ekki væri einu
sinni til nægjanlegt magn til
uppfyllingar forgangskröfum
áttu Bretar engan skilning til
heldur eingöngu nakið
hernaðarofbeldi til verndar.
frekari rányrkju sinnar hér við
land.
I dag er þetta svo furðulegt,
að brezka ríkisstjórnin skyldi
geta látið sér detta I hug
-hernaðarofbeldi, sem ekki var
einu sinni hægt að verja upp á
einn eða annan máta, því allar
forsendur fyrir hugsanlegum
rétti Breta til veiða hér voru
brostnar. Síðan 1971 eru Bretar
búnir að veiða hér I gegnum
hernaðarofbeldisaðgerðir sínar
milli 500.000 og 600.000 tonn af
þorski. En það er einmitt þetta
magn og það sem það hefði
aukið og af sér gefið á þessum
tíma, sem vantar I íslenzka
þorskstofninn í dag. I dag
blasir við sú staðreynd að rán-
yrkja Breta við Island á þessum
árum, skilningsíeysi og
hernaðarofbeldi orsakar að
leggja verður íslenzkum veiði-
skipum seinni hluta þessa árs
með þar af leiðandi atvinnu-
leysi fyrir sjómenn og starfs-
fólk fiskvinnslustöðvanna
ásamt allra þjónustufyrirtækja
sjávarútvegsins. Islenzkt
þjóðarbú horfir upp á tekju-
missi sem nemur mörgum tug-
miljörðum króna, sem er bein
afleiðing af rányrkju og
hernaðarofbeldi Breta. Því ber
brezku ríkisstjórninni að skila
þessum ránsfeng sínum til baka
og bæta nú strax að hluta og á
næstu árum að fullu það tjón,
sem nú blasir við og er
staðreynd vegna ofbeldisað-
gerða þeirra. Til viðbótar þess-
ari kröfu má hér bæta við ann-
arri kröfu á hendur Bretum,
sem er nokkru meiri áð vöxt-
um, en það er krafan um bætur
vegna herráns þeirra á Islandi
og ófrjáls afnot af landsgæðum
til hernaðarreksturs.
Með þessa sögu að baki og við
þær aðstæður sem nú eru á
tslandi og ástand fiskistofna
við landið, karfinn og ufsinn
eru í ennþá verra ástandi en þó
þorskurinn, er það gjörsamlega
óskiljanlegt að Bretar séu nú að
senda Gundelach og aðstoðar-
fiskimálaráðherra sinn til
íslands til þess að neyða út úr
íslendingum fisk sem ekki er
til og þeir eiga ekkert tilkall til.
Ef vit og skynsemi eiga að sitja
í fyrirrúmi verða Bretar og
Éfnahagsbandalagslöndin að
viðurkenna opinberlega 200
mílna einkafiskveiðilögsögu
Islands, eins og aðrir hafa gert,
og láta af kröfum og beiðnum
sínum um fiskveiðar við Island.
Með þessu heiðruðu þeir einnig
helgasta grundvallaratriði
Rómarsáttmálans, sem er
„stjórnarskrá" Efnahagsbanda-
lagsins, um verkaskiptingu og
viðskipti.
Tilkynna verður þýzkum
stjórnvöldum tafarlaust um hið
alvarlega ástand á fiskistofnun-
um og um leið og komi til tak-
markana á veiðum tslendinga
verði hið sama að ganga yfir
aðra þá er stunda veiðar á Is-
andsmiðum, þótt með samningi
um ákveðið aflamagn sé. Niður-
skurðurinn á þýzka samningn-
um ætti að vera mun meira
viðvíkjandi ufsanum sem ér
sennilega mun verr á sig kom-
inn en þorskurinn.
Pétur Guðjónsson,
formaður
Félags áhugamanna um
sjávarútvegsmál.