Dagblaðið - 23.05.1977, Qupperneq 16
16
DAGBT.AÐIÐ. MÁNUDAGUR 23. MAÍ 1977.
g
íþróttir
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
Manch. United. kom í veg
fyrir þrennu Liverpool
Sigraði Liverpool 2-1 í úrslitaleik ensku bikarkeppninnar íWembley á laugardag
„Herramenn. Vid munum
koma aflur ad ári og þá sigra í
hikarkeppninni," sagði Tommy
Docherty, framkvæmdastjóri
Maneh. Utd. á hlaðamannafundi
eftir að Maneh. Utd. hafði tapað
svo óvænt fyrir Southampton i
úrslitum ensku bikarkeppninnar
1976. Og það var einmitt sem
Maneh. Utd. gerði. Liðið lék
annan úrslitaleikinn í röð á
Wembley á laugardag — nú gegn
Liverpool. Gegn nær öllum
spádómum um úrslit leiksins
tókst Maneh. Utd. að sigra 2-1 í
einum hezta úrslitaleik, sem leik-
inn hefur verið á Wembley. Leik,
sem na‘r allt hafði til að bera. Þar
með er draumur leikmanna
Liverpool um þrennuna miklu,
sigur i ensku deildinni og bikar
og Evrópubikarnum, úr sögunni.
Næsta miðvikudag leikur Liver-
pool til úrslita i Evrópubikarnum
gegn Borussia Mönchengladbach
í Rómaborg. Sá leikur verður nú
erfiðari f.vrir leikmenn Liverpool
eftir tapið gegn Manch. Utd. á
laugardag.
Hefðin í ensku knattspyrnunni
er furðuleg. I sjöunda sinn fór lið,
sem tapað hafði úrslitleik árið
áður í úrslitum bikarkeppninnar,
með sigur af liólnii. Það hefur
aðeins einu sinni skeð í 105 ára
sögu bikarkeppninnar að lið hafi
tapað tveimur úrslitaleikjum í
röð. Það henti Manch. Utd. 1957
og 1958. Tap gegn Aston Villa
1957 2-1, þegar Wood, markvörð-
ur Manch. Utd. meiddist snemma
leiks og þá mátti ekki setja inn
varamann, svo Manchester-liðið
lék með 10 mönnum nær allan
leikinn. 1958 tapaði United fyrir
Bolton í úrslitum 2-0 nokkrum
mánuðum eftir að hið fræga lið
félagsins hafði splundrazt í
Miinchen-slysinu hroðalega í
febrúar 1958.
Fyrir Tommy Docherty, skozka
landsliðsmanninn hér áður fyrr,
var sigurinn á laugardag hinn
fyrsti í átta leikjum á Wembley.
Fjórum sinnum tapaði hann þar
sem skozkur landsliðsmaður í
landsleikjum við England. Einu
sinni sem leikmaður með Preston
(1954 gegn WBA) og sem fram-
kvæmdastjóri Chelsea 1967 og
Manch. Utd. 1976. Loksins stór-
sigur hjá þessum kunna kappa.
Það var mikil hátíð á
Wembley á laugardag. 100
þúsund áhorfendur fylltu hvert
sæti og stæði á vellinum og fyrir
utan var svartamarkaðsbrask með
aðgöngumiða i algleymingi.
Verðið fór yfir 30 þúsund krónur.
Þeir, sem inni á vellinum voru,
tóku þátt í miklum fjöldasöng 100
þúsund manns með undirleik
lúðrasveitar Royal Marines.
Sterpmningin var strax gífurleg í
þessum mestn sýningarleik knatt-
spyrnunnar, sem sjónvarpað var
beint til tuga landa víðs vegar um
heim — og sem verður sýndur í
Bandaríkjunum eftir viku eins og
hér á íslandi.
Áhorfendur byrjuðu að
streyrna á völlinn eldsnemma á
laugardagsmorgun og þar var
orðið þéttskipað mörgum klukku-
stundum fyrir leik. Rétt eftir kl.
þrettán að íslenzkum tíma komu
íeikmennirnir inn á völlinn —
leikmenn beggja liða saman i
fyrsta skipti í sögu úrslitaleiks, og
vináttan skein þar úr hverju and-
liti. Þetta átti greinilega að vera
leikur vináttunnar — leikur þess-
ara tveggja frægu Lancashireliða,
sem bezt eru studd allra enskra
liða. Það var hitað upp um stund,
en síðan hurfu leikmenn aftur til
búningsherbergja sinna. Söngur-
inn hélt áfram. Leikurinn átti að
hefjast kl. fjórtán að íslenzkum
tíma. Tíu mín. áður gengu leik-
menn inn á völlinn ásamt fram-
kvæmdastjórum sínum, Docherty
og Bob Paisley. 1950 lék Paisley
með. Liverpool-liðinu i undanúr-
slitum bikarsins, en var ekki
valinn í liðiö, sem lék til úrslita.
Mikil vonbrigði það hjá Paisley.
sem alltaf hefur verið Liverpool-
maðúr. Nú 57 ára — og hefur
haldið merki félagsins hátt á loft
síðan hann tók við af Bill
Shanley. Stewart Houston, skozki
landsliðsbakvörðurinn hjá
United, sem ökklabrotnaði rétt
fyrir úrslitaleikinn, haltraði inn á
Wembley og var fagnað mest af
öllum, þegar hann veifaði til
áhorfenda. Draumur hans að
leika annað árið í röð á Wembley
hafði orðið að engu á sekúndu-
broti í Bristol.
Liðin voru þannig skipuð.
Liverpool. Clemence, Neal.Smith,
Hughes, Jones, Kennedy, Case,
Heighway, Keegan, Johnson og
McDermott. — Ian Callaghan,
36 ára, varamaður. Manch. Utd.
Stepney, Nicholl, Albiston, Brian,
Greenhoff, Buchan, Macari, Mc-
Ilroy, Coppell, Pearson, Jimmy
Greenhoff, Hill. — McCreery
varamaður. Dómari Bob
Matthewson, 47 ára, sem þarna
dæmdi sinn síðasta leik. Áður at-
vinnumaður með Bolton — eini
fyrrverandi atvinnumaðurinn
meðal enskra dómara.
Leikmenn voru kynntir fyrir
hertoganum af Kent og forustu-
mönnum ensku knattspyrnunnar.
Þjóðsöngurinn var leikinn — God
save the Queen — síðan blés
Matthewson í flautu sína og stóra
stundin var runnin upp. 22 leik-
menn voru í sviðsljósi hundruð
milljóna manna — í sjónvarpi,
útvarpi og á Wembley. Fyrir-
liðarnir, Martin Buchan og Emlyn
Hughes — Hughes, sem þurfti að
halda ræðu á fimmtudag, þegar
hann tók við nafnbótinni „knatt-
spyrnumaður ársins'* og var þá
nötrandi af taugaóstyrk Buchan,
sem loks á föstudag komst
gegnum læknisskoðun vegna
meiðsla — byrjuðu strax að
.hvetja leikmenn sina, tauga-
óstyrkur var ekki til hjá þessum
reyndu landsliðsköppum. Sjötti
úrslitaleikur Liverpool — tveir
sigrar. — Sjöundi úrslitaleikur
Manch. Utd. — og eftir hann
fjórir sigrar.
Sólin hellti geislum sínum
niður á iðjagrænan Wembley-
leikvanginn og spenna var strax
mikiL„Þetta er ótrúlegur hraði —
það er eins og leikmenn séu á
þúsund mílna hraða,“ sagði
Dennis Law, sem var meðal
fréttamanna BBC. Reiknað hafði
verið með því af hálfu Manch.
Utd. — en alls ekki Liverpool.
Búizt við að leikmenn liðsins
færu hægt í sakirnar að venju í
byrjun. Paisley hafði líka sagt
fyrir leikinn. „Þetta er eins og
míluhlaup. Það þýðir ekki að
sprengja sjg á fyrsta hring.“
Liverpool náði fljótt betri
tökum á leiknum. Kevin Keegan
lék framar en venjulega og dró
sig út á vinstri kantinn. Steve
Heighway lék utarlega hægra
megin og það var greinilegt, að
Liverpool ætlaði að koma hingum
ungu bakvörðum Manch. Utd. úr
jafnvægi. Albiston 19 ára —
Nicholl tvítugur. En það
merkilega skeði, að Albiston kvað
Keegan að mestu í kútinn, svo
þessi bezti leikmaður Liverpool-
liðsins var mun óvirkari en
venjulega. Hins vegar hafði
Nicholl ekki of góð tök á
Heighway og urðu á mistök, sem
hefðu átt að kosta mörk, þó önnur
yrði raunin. Manchester-liðið
beindi spjótum sínum að Tommy
Smith. Þar átti að brjóta niður
vörn Liverpoól — og það
heppnaðist.
Jimmy Case, bezti maður
Liverpool i leiknum, var strax
ágengur við mark United. Átti
skot, sem Stepney varði. Síðan
snjallt upphlaup Manch. Utd., en
knötturinn lenti I hliðarneti
marks Liverpool eftir spyrnu
Macari. Það var næst, sem United
komst að skora i fyrri hálfleikn-
um. Sókn Liverpool var
hættulegri — en leikurinn mjög
Stuart Pearson —
Wembley.
skoraði fyrsta
opinn. Case átti sköt yfir mark
United, en á 15. mín. sendi
Gordon Hill knöttinn að marki
Liverpool — greinileg fyrirgjöf
— en knötturinn snerist inn að
horninu. Clemence varði snilldar-
lega. Leikmenn Liverpool í hvít-
um peysum og svörtum buxum
fellu talsvert í rangstöðutaktik
United, sem var ákaflega vel út-
færð allan leikinn. Sama átti sér
einnig stað hinum megin, en þó í
minni mæli. Rétt á eftir hafði
Keegan sloppið í gegn, en
Albiston bjargaði á síðustu
stundu. Hinum megin átti
Pearson skot, sem Clemence varði
auðveldlega. Knötturinn gekk
markanna á milli en svo fór þungi
sóknar Liverpool að verða enn
meiri.
Alex Stepney, elzti maður í
leiknum, 34 ára, varði hvað eftir
annað vel í sínum 95. bikarleik
með Manch. Utd. — einkum eftir
margar hornspyrnur Liverpool.
En Liverpool átti að skora.
Johnson spyrnti yfir í allgóðu
færi og á lokamínútu hálfieiksins
urðu Nicholl á mistök. Kennedy
komst í færi, en lét Stepney verja
frá sér. Þarna hefði Liverpool átt
að ná forustu í leiknum. Fyrri
hálfleikurinn — án marka — ein-
kenndist af miklum hraða. Liver-
pool sótti meira — en í vörn lagði
liðið mesta áherzlu á að gæta
Coppell. Það kom á óvart, að hann
lék lítið á kantinum — heldur dró
Coppell sig mjög inn á völlinn.
Síðari hálfleikur byrjaði heldur
rólega, — en svo varð skyndilega
sprenging. Þrjú mörk á fjórum
mínútum. Stuart Pearson náði
sendingu frá Jimmy Greenhoff —
lék á varnarmann og sendi,
knöttinn í mark Liverpool. Hann1
fór undir Clemence sem var of
seinn að kasta sér. Áhangendur
United voru enn að fagna mark-
inu, þegar Liverpool hafði jafnað
90 sek. síðar. Joey Jones gaf
knöttinn á Jimmy Case og hætta
virtist lítil, þar sem Case sneri
baki að markinu. En hann sneri
sér á punktinum og þrumuskot
hans flaug í mark Manch. Utd.
Efst í vinstra markhornið.
Stepney kom aðeins fing-
urgómunum á knöttinn — en inn
fór hann eftir spyrnu Case utan
vítateigs. Manch. Utd. geystist í
sókn — Lou Macari náði knettin-
um í sterklegum átökum við
Tommy Smith og spyrnti á mark-
ið. Á leiðinni kom Jimmy Green-
hoff við knöttinn og breytti
stefnunni, svo hann fór framhjá
Clemence, sem „strandaði" í
markinu. Nokkur heppnisstimpill
á markinu, ,sem reyndist sigur-[
mark leiksins — og Ray
Clemence, enski landsliðsmark-
vörðurinn, hefði sennilega átt að
geta komið í veg fyrir bæði mörk
United. Hann var svo niður-
brotinn eftir leikinn að hann hélt
einn til búningsherbergjanna,
þegar aðrir leikmenn Liverpool
hlupu heiðurshring um völlinn.
En áfram hélt leikurinn og
eftir mörkin var Manch. Utd.
sterkari aðilinn. Sóknarmenn
Liverpool, þar sem Keegan lék
lítið hlutverk sennilega i næst-
síðasta leik sínum fyrir Liverpool,
komust lítið áleiðis gegn sterkri
vörn United, þar sem Brian
Greenhoff og Buchan voru geysi-
lega sterkir á miðjunni. Leik-
menn Liverpool reyndu skot af
löngum færum, sem annaðhvort
fóru yfir eða Stepney varði. Á 60.
mín. tók Bob Paisley miðherjann
David Johson út af og setti Ian
Callaghan inn á — en það breytti,
ekki miklu. Kannski voru það
mistök hjá honum að velja ekki
„supervaramanninn" David
Fariclough sem varamann.
ivSkrítið að taka framherja út af
og setja inn framvörð,” sagði
Dénnis Law. En hvað um það.
Callaghan lék þarna sinn 808. leik
með Liverpool.
Docherty kippti Gordon Hill út
af 10 mín. fyrir leikslok —
nákvæmlega eins og í fyrra — en
hann hafði ekkert komizt áleiðis
gegn Phil Neal — en lokakafla
leiksins dró United sig smám-
saman í vörn. Héldu því, sem
fengið var — en Liverpool séndi
Emlyn Hughes í sóknina án
árangurs. Leiktíminn rann út án
þess að mörkin kæmust í verulega
hættu.
Matthewson blés að lokum í
flautu sína — og dagurinn
tilheyrði Manch. Utd. Hvílíkur
fögnuður. Wembley sprakk.
Manchester United, þetta fræga
félag, er komið á blað á ný. Leik-
menn liðanna gengu upp til
heiðursstúkunnar og Martin
Buchan tók við bikarnum, sem
hertogaynjan af Kent afhenti
honum. Síðan fengu leikmenn
United sín sigurlaun einn af
öðrum. Þá leikmenn Liverpooi sín
silfurverðlaun. Urslitaleiknum
1977 var lokið — úrslitaleik,
sem lengi verður í minnum
hafður.
Eftir leikinn sagði Bob Paisley.
— „Manch. Utd. hafði heppnina
með sér Við höfðum tækifæri í
fyrri hálfleik, en leikmenn
Manch. Utd. eiga heiður skilið
fyrir hve sterklega þeir léku í
síðari hálfleiknum. Ég sagði
strákunum mínum, að þeir þyrftu
ekki að skammast sín fyrir neitt
og staðreyndin er, að við höfðum
ekki heppnina með okkuar. Við
hefðum unnið á stigum ef engin
mörk hefðu verið skoruð.“
Kevin Keegan, fyrirliði enska
landsliðsins og Liverpool sagði.
Þetta var áfall og ég er mjög
vonsvikinn. I fyrsta skipti, sem ég
tapa úrslitaleiþ í bikarnum. En
við náum saman aftur fyrir úr-
slitaleikinn í Evrópubikarnum.“
Phil Neal sagði: „Sigurmark
United var Mickey Mouse-mark.
Knötturinn hefði ekki farið í
markið ef hann hefði ekki snert
Jimmy Greenhoff.“
Tommy Docherty: „Liverpool
lék snilldarlega og ég vona að
liðið vinni Evrópubikarinn."
-hsím.
Napoli-Firorentian 1-2
Roma-Bolognía 1-0
Sampdoria-Juventus 0-2
Torino-Genúa 5-1
Verona-Foggia 2-1
JUVENTUS VANNI
SAUTJÁNDA SINN
Juventus tryggði sér sinn 17.
meistaratitil á ítalíu um helgina
og fylgdi þar með eftir sigri
sínum í UEFA-keppninni í síð-
ustu viku gegn Atletico Bilbao.
Einvígi þeirra Torino-risanna var
rnikið og i lokin skildu aðeins eitt
stig — Juventus hlaut 51 stig,
Torino 50 stig. — Torino, meist-
arar frá siðasta keppnistímabili
töpuðu aðeins einum leik í vetur
af 30 leikjum. Juventus tapaði
aðeins 2 leikjum — slíkir voru
yfirburðir þessara Torino-risa.
Bæði Torino-liðin sigruðu í
ieikjum sinum um helgina.
Juventus sigraði Samdoria 2-0 á
útivelli. Sigur í þeim leik varð að
fást — hvað og fékkst. Torino,
sem hafði mun betri markatölu,
sigraði Genúa 5-1 í Torino.
Úrslitin á Italíu urðu:
Catanzaro-Lazio 1-2
Cesena-AC Milanó 0-2
Inter Milanó-Pcrugia 1-1 Cesena
Lokastaðan í ítölsku deildinni
varð því þannig, Catanzaro og
Cesena féllu í 2. deild:
Juventus 30 23 5
Torino 30 21 8
Fiorentina 30 12 11
Inter
Lazio
Perugia
Napoli
Roma
Verona
Milan
Genoa
Bologna
Foggia
Sampdoria 30
Catanzaro 30
30 10 13
30 10 11
30
30
2 50 20 51
1 51 14 50
7 38 32 35
7 34 27 33
9 34 28 31
9 11 10 32 28 29
9 11 10 38 38 29
9 10 11 27 33 28
7 14 9 26 32 28
5 17 8 30 33 27
8 11 11 40 45 27
8 11 11 24 31 27
30 10 6 14 33 39 26
6 12 12 28 42 24
7 7 16 26 43 21
30
30
30
30
30
30 3 8 19 22 48 14