Dagblaðið - 23.05.1977, Page 17
DA(iBLAi)IÐ. MÁNUDAGUR 23. MAÍ 1977.
17
■\
Af Lé kóngi og raunum hans
Þá hefur Lér konungur
gengió sitt skeiö á enda í Þjóö-
leikhúsinu: síðasta sýning var
fyrri laugardag. Sýningar á Lé
urðu alls 13 og áhorfendur á aö
giska 4-5000 talsins. Til saman-
burðar er þess aö geta aó Sólar-
ferö var í vetur leikin 48 sinn-
um og áhorfendur aö henni
ugglaust yfir 20 þúsund manns.
í Iðnó var líka verið að leika
Shakespeare. Þar var Makbeó
sýndur 18 sinnum, áhorfendur
rúmlega 3200. Til samanburðar
má geta þess að haustfarsi
Leikfélagsins, Stórlaxar eftir
Molnar, var í vetur sýndur
32svar, áhorfendur næstum
helmingi fleiri en að Makbeð,
eða tæplega 6400 talsins.
Ekkert er það þó á við hin veru-
legu göngustykki. Tveir leikir
frá í fyrra ganga enn fullum
fetum í leikhúsinu við tjörnina,
Skjaldhamrar og Saumastofan,
ekkert lát á aðsókn, og fátt lík-
legra en annarhvor leikur, eða
báðir, verði enn á ný teknir upp
í haust.
Sjálfsagt má nú leggja alla
vega út af þessum tölum. Ætli
það hafi samt svo sem nokkuð
upp á sig að fara til að móralís-
era út af smekk leikhúsgesta,
að þeir endilega skuli taka
Guðmund, Jónas og Kjartan
fram yfir Shakespeare og aftur
Shakespeare? Líka mætti taka
annan pól í hæðina og fagna
gengi nýrra íslenskra leikrita á
sviðinu um þessar mundir. Það
er af sú tíðin þegar frumsýning
á nýju íslensku leikriti merkti
víst og öruggt fall þegar í fyrstu
lotu.
Ef litið er yfir verkefnaskrá
leikhúsanna í vetur má sjá að
frumsýningar eru orðnar sex á
aðalsviði Þjóðleikhússins, tvær
þeirra íslensk verk, Sólarferð
og Gullna hliðið, en tvær úr
klassískum leikbókmenntum,
Vojtsek og Lér, og er þá ótalið
barnaleikrit leikhússins og
færeyska leikritið, Skipið, en
eftir er í vor ein frumsýning,
músíkalíseruð gerð klassískrar
óperettu, Helenu fögru eftir
Offenbach. A litla sviðinu í
leikhúskjallaranum, var ein
íslensk frumsýning, Meistarinn
eftir Odd Björnsson, ásamt
þremur erlendum nútímaverk-
um. í Iðnó urðu frumsýningar
fimm, þrjár þeirra íslensk verk-
efni, Æskuvinir Svövu Jakobs-
dóttur, Straumrof og nýi farsi
Kjartans Ragnarssonar,
Blessað barnalán, og Leik-
félagið hefur í endilangan
vetur sýnt hinn forna hláturs-
leik Agnars Þórðarsonar,
Kjarnorku og kvenhylli, í
Austurbæjarbíói.
Vinsœldir og
verðleikar
Nú er það eflaust áhorfsmál
hversu mikil hlutdeild inn-
lendra viðfangsefna og nýrra
verka á að vera á leikskrá þjóð-
eða borgarleikhúss. Oft er talað
eins og æskilegt væri að inn-
lend verkefni leikhúsanna séu
sem allra allra flest. En er það
nú víst? Hitt má ekki gleymast
heldur að leikhúsin eru og eiga
að vera vettvangur erlendra
leikbókmennta, klassískra
verka og samtíma-bókmennta,
og þau hafa líka margsinnis á
undanförnum árum veitt
mikilsverða útsjón til umheims-
ins hér sem mikilsháttar er-
lendar bókmenntir eiga annars
harla örðugt uppdráttar í þýð-
ingum. En ekki hefur í vetur
kveðið mikið að erlendum sam-
tíma leikritum né nýmælum
leiklistar á aðalsviðum leikhús-
anna, þótt ekki skuli van-
þakkaðar sýningarnar í Leik-
húskjallaranum.
Vel má vera að það þyki
„fagnaðarefni" að þær leiksýn-
ingar sem í vetur hafa notið
ótvíræðustu almenningshylli
skuli allar vera innlend verk,
Gullna hliðið og Sólarferð,
Skjaldhamrar og Saumastofan.
Enginn mun samt halda því
fram um þessi leikrit, nema þá
ef vera skyldi Gullna hliðið, að
þau séu gild dæmi þess sem
best og markverðast gerist í
íslenskum bókmenntum og
leiklist. Hvað um það: geta þau
ekki verið nógu góð fyrir því?
Nútímalegt verk, alvarlega
stílaður gleðskapur, Æsku-
vinir Svövu Jakobsdóttur, sem
vakti verulega eftirtekt og
umtal þegar það kom fram,
virðist að sínu leyti hafa fengið
viðlíka framgang í Iðnó og
Makbeð.
Vitaskuld er aðsókn og al-
menningshylli enginn mæli-
kvarði á listræna verðleika leik-
rits eða leiksýningar. En það
hygg ég að fjölmörgum leikhús-
gestum beri saman um með
mér að einmitt Shakespeare-
leikir leikhúsanna í vetur séu
hvor með sínu mótinu til marks
um það sem þau geti best gert.
Hitt er ljóst af aðsókninni að
áhugi almennings beinist
frekar að öðrum og annars-
konar verkefnum þeirra.
Svona hefur alltaf verið,
segja menn nú — og vitna þá
kannski, til sannindamerkis, til
fornrar frægðar Arnold og
Bachs farsakarla og margra
annarra hlátursleikja fyrr og
síðar. Vera má. En samt kann
að vera varhugavert á upp-
gangstímum leiklistar og al-
menns leiklistaráhuga ef
þróunin gengur enn eindregið í
þá átt að leikhús séu áhorfend-
um fyrst og fremst staður til
meinlausrar afþreyingar, hvíld-
ar og upplyftingar að sönnu, en
ekkert umfram það. Varla er
það tilætlun leikhúsanna og
leikhúsanna sjálfra? En það
hygg ég að sýningafjöldi og að-
sóknartölur vinsælustu leikhús-
verka undanfarinna ára bendi
eindregið í þessa áttina.
Fýsir eyru
illt að heyra
Þyki mönnum aðsókn lítil
og ófullnægjandi að til dæmis
Lé kóngi ber vitaskuld í
fyrsta lagi að mæla hana við
aðsókn og undirtektir fyrri
Shakespeareleikja í Þjóðleik-
húsinu. Ekki veit ég hvað
slíkur samanburður gæfi af sér.
En það held ég að Shakespeare-
sýningar, og fleiri klassísk
viðfangsefni sem best hafa
tekist að þessu leyti, hafi oft og
einatt „gengið á skólum“ eins
og sagt er í leikhúsinu, en ekki
almennri aðsókn.
Gengisleysi Lés kóngs, ef því
er til að dreifa, verður hins
vegar fráleitt kennt ónógri
kynningu, umtali eða auglýs-
ingum um sýninguna. Satt að
segja man ég engin dæmi þess
áð sýning hafi notið annars eins
umtals fyrirfram og útifrá og f
þessi — fyrst með margum-
ræddu sögukvisi um leikstjór-
ann og hætti hans, þegar hann
var nýkominn til starfa, þá hin-
un gríðarlegu blaðaviðtölum
við hann og allri þeirri athygli
sem þau vöktu upp á nýtt á
manninum, loks af heiftarleg-
um ádeilum Helga Hálfdanar-
sonar á leikstjórann og svið-
setningu hans og deilum og um-
ræðum, sem af þeim hafa
sprottið. Ef þetta og annað eins
nægir ekki til að vekja athygli,
örva aðsókn að leiksýningu, þá
veit ég sannarlega ekki hvað
duga mundi.
Það er líklega nokkuð seint
að fara nú að blanda sér 1 deilur
Helga Hálfdánarsonar og leik-
ara út af Pilikian leikstjóra og
Lé konungi. En vitanlega er
það rétt hjá Heiga að þótt
leikarar verði hrifnir af
kynnum og samvinnu við er-
lendan leíkstjóra, hugfangnir
um sinn af hugmyndum hans,
getur allt hans og þeirra starf
þar fyrir verið misráðið og mis-
heppnað. Hitt er að sínu leyti
fráleitt, sem Helgi líka virtist
halda fram, að Shakespeare-
leikir séu hér svo fátíðir að
ekki megi freista við þá nýstár-
legra vinnubragða, heldur beri
beinlínis leikhúsunum að
semja þær að^hefð og vana,
allra helst að mér skildist eftir
breskum fyrirmyndum. Hin
kynferðislega söguspeki leik-
stjórans, sem mest veður var út
af gert í blöðunum, skiptir í
þessu sambandi engu máli
nema að því leyti sem ráða má i
hana af sýningunni sjálfri. Og
enginn heldur því fram að
sýningin á Lé hafi verið klúr
eða klámfengin til lýta, að
meir væri lagt uppúr
kynferðislegu efni leiksins en
vert og skylt er.
Hvað sem líður deilum um
keisarans skegg, getnað
Kordelíu í eða utan hjónasæng-
ur, kynferðislega eða klám-
fengna orðaleiki í textanum,
verður ekki hjá hinu komist að
í leiknum er sterkur kynferðis-
legur efnisþáttur og atburðir
snúast á meðal annars um hór-
getnað, lausaleik og saurlífi.
Um Pilikian leikstjóra og hans
verk skiptir það mestu að ótví-
rætt var sýningin á Lé kóngi
sérkennileg og svipmikil túlk-
un leiksins sem í engu sem máli
skiptir brást trúnaði við text-
ann sjálfan, að leikstjóranum
auðnaðist tök og vald á við-
fangsefni sínu og leikhópnum í
sýningunni sem alls óllklegt er
að innlendum leikstjóra hefði
tekist.
Ádeila Helga Hálfdanarsonar
á sýninguna virðist manni sum-
part sprottin af rótgróinni
íhaldssemi mannsins annars
Leiklist
ÓLAFUR
JONSSON
vegar um skilning og meðferð
leiksins, hins vegar af einhvers
konar lítt skiljanlegum
ertingum sem leikstjórinn
hefur valdið honum. með
hátterni og skoðunum sínum.
En eiginlega var það mátulegt á
Helga hve þakklátlega einhver
aumasta flórkýr blaðanna,
Svarthöfði í Vísh tók mál hans
til að reyna að brúka það í sínu
pólitiska skítkasti.
Um púðurkerlingar
Ekkert af þessu breytir því
að Helgi Hálfdanarson drap í
greinum sínum skilmerkilega á
einhvern aumasta blettinn f
starfi Þjóðleikhússins: hversu
háð það er og hefur lengi verið
erlendri leikforustu. Augljós
mál er að erlendur leikstjóri,
alls ókunnugur íslenskum
aðstæðum, leikhúsinu og leik-
hópnum og skilur ekki einu
sinni málið, á þegar af þessum
ástæðum við erfiðleika að etja
sem mjög hljóta að há honum í
starfi. Engu að síður er það
staðreynd að oft og einatt er
eins og erlendir leikstjórar
leysi beinlínis úr læðingi krafta
og orku í leikhúsinu sem ella
nýtist lítt eða ekki. Hvernig
getur nú ekki staðið á þessu?
Verra en ekki værí að fára að
ráðum Helga Hálfdánarsonar
og hætta ráðningum erlendra
leikstjóra — og neita sér þar
með um sýningar eins og Lé
kóng í ár, Náttbólið í fyrra, svo
aðeins séu nærtækustu dæmi
nefnd.
En líka er augljóst að oftlega
berast hinir erlendu leikstjórar
inn I leikhúsið nánast eins og
einhverskonar púðurkerlingar,
sópa að sér eftirtekt og fylgi um
sinn, koma þegar best tekst til
leiðar áhrifamikilli og eftir-
minnilegri leiksýningu, og eru
síðan horfnir án þess
að komu þeirra sjái meiri stað.
Aðrir eru að sjálfsögðu einnig
til sem alveg mistekst sitt
adtlunarverk. En hættan er sú
að af starfi þeirra verði enginn
varanlegur afrakstur, til fram-
búðar I leikhúsinu, að þeir auki
á heldur en hjálpi til að leysa
leikstjórnarvanda leikhússins.
Hann er enn fyrir hendi
óléystur — að efla til starfs og
dáða innlenda leikforustu,
umkomna að koma á fót jafn-
góðum eða betri leiksýningum
þeim sem erlendum leik-
stjórum hefur best tekist.