Dagblaðið - 15.10.1977, Page 2
2
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 15. OKTÓBER 1977.
Persónustarfs-
kraftur
—eða Hin Stdr- HáskaLega KynGreining
I upphafi var orðið, segir í
Bðkinni. Oröið er svo sem til
enn, en ekki sama orðið, því orð
eru alltaf að breytast. Sum
breytast af sjálfu sér en önnur
af valdboðum og svo eru orð
sem breytast af sjálfu sér vegna
valdboða og i akveðnum til-
gangi, svo sem eins og þeim að
þurrka út misrétti kynjanna.
Eins og alþjóð er kunnugt er
nú stranglega bannað að gera
mun a kynjum í auglýsingum
né heldur að sjálfsögðu í mikil-
vægum atriðum eins og ráðn-
ingu í störf og þviumlíkt. Þar
með er gerður reki að því að
úthýsa þeim orðum úr islenskri
tungu sem áður auðguðu hana
með því að fela i sér hvort átt
var við karlkyns persónu eða
kvenkyns, sem að sjálfsögðu
skiptir ekki máli lengur.
Auðvitað er þetta þverbrotið
eins og flest mannanna lög.
Nægir þar til dæmis að vísa til
einkamálaauglýsinga dagblað-
anna. Þar er ekkert verið að
skafa utan af því hvers konar
skapnaður er í boði eða eftir
hvers konar skapnaði er óskað.
Til er sérstakt ráð, Jafnréttis-
ráð, sem er til þess að taka á
svona málum og koma réttum
lögum yfir sökudólgana, og er
þeim hér með bent á þetta
atriði, ef það skyldi hafa farið
fram hjá þeim. Sömuleiðis
hefur persóna sú er hér ritar
veitt því athygli að í auglýsing-
um um húsnæði i boði er iðu-
lega tekið fram að persónur
með einn kynbúnað gangi frem-
ur fyrir í það húsnæði, sem
auglýst er, heldur en þær sem
eru öðru vísi líka nnaðar. Þetta
er vitaskuld mjög alvarlegt mál
og rétt að láta viðkomandi hús-
ráðendur sæta viðeigandi
ábyrgð.
Enn er eftir ótalinn einn
liður auglýsinga, þar sem frek-
lega er brotið f bága við það
meginlögmál að kyngreina
ekki. Það eru dánarfregnir og
jarðarfarir. Þar er enn mikið að
því gert að fara i kyngrein-
ingar, í stað þess að auðvitað
ber að lagfæra það og segja til
dæmis „ástkær eiginpersóna
mín“ eða „ástkær eiginstarfs-
maour minn" og gildir þá að
sjálfsögðu einu hvort kynið er
átt við. Mun það fremur fara
eftir eðli hjónabandsins og
hlutskipti hins látna í því, hvort
verður eðlilegra talið.
Eftir öllu þessu og vitaskuld
( Háaloft )
morgu fleiru verður að ganga
af fullri einurð, ef haldast a það
jafnrétti sem hér er komið og
ber að auka heldur en hitt. Það
er vel þess vert að gera sér
grein fyrir, að mikið hefur
áunnist f þessum efnum, sé
borið saman við ýmsar aðrar
þjóðir. Sjálfur dvaldist ég í eig-
in persónu ásamt eiginpersónu
minni um tíma með þjóð einni
ekki alls fyrir löngu, þar sem
berlega mátti sjá, að persónur
voru langt frá þvi jafn jafnar
og þær eru hér og voru þær þó
jafnar nokkuð, þótt ekki væru
þær allar jafn vaxnar niður.
En ennþá eru á Islandi
nokkur orð — starfsheiti, get-
um við sagt, sem eru óþolandi
kynbundin og þar með niður-
lægjandi. Ég veigra mér við að
bera þau mér i munn, heldur
mun nefna nokkur þeirra hér
eins og þau ættu að vera: Ljós-
starfskraftur, vinnupersóna,
ráðspersóna, prjónapersóna,
talsimastarfskraftur, fóstur-
starfskraftur. Vel má vera að
þau séu fleiri, en þessi verða að
duga til að gefa til kynna hvað
við er átt.
Þá er náttúrlega alvarlegt
mál, að börn skuli komast upp
með að kyngreina foreldra sina
eins og nú tíðkast, og jafnvel
foreldra foreldranna. A þvi
máli verður strax að finna
einhverja viðunandi iausn,
áður en kyngreiningarálitið
verður of áhrifamikið í þessum
ómótuðu hugum.
Nú verður ekki fram hjá þvi
horft, að stöku sinnum er af
óviðráðanlegum sökum lfk-
legra, að persóna vilji fremur
starfskraft af öðru kyninu en
hinu. Þar má til dæmis nefna ef
bóndapersóna þarf einhverra
hluta vegna á að halda fram-
kvæmdapersónu við bú sitt sem
jafnframt gæti orðið að viðtæk-
ara liði. En þá mætti vitaskuld
orða auglýsinguna i samræmi
við það, án þess að brjóta i
nokkurn jafnréttisbága. Aug-
lýsingin gæti til dæmis verið
þahnig:
Ráðspersóna óskast. Má hafa
typpi.
Þessi herrans
húðarklár
/
Vísur og
vísnaspjall
lön Gunnar Jónsson
A þeim árum, er Tryggvi Gunnarsson
sá um útgáfu almanaks Þjóðvinafélags-
ins að meira eða minna leyti, birti hann
þar oft stökur eftir móðurbróður sinn
Ölaf Briem timburmeistara á Grund í
Eyjafirði. Ólafur var sonur sýslumanns-
hjónanna Valgerðar Árnadóttur og
Gunnlaugs Briem, en þau áttu mörg
börn.
Séra Benjamín Kristjánsson ritar
langt mál og fróðlegt um Briemfólkið á
Grund í 1. bindi Eyfirðingabókar. Eg
styðst mjög við það í þessum þætti, en
margar vísnanna átti ég í fórum mínum
úr öðrum heimildum, m.a. handritum í
Landsbókasafni.
Séra Benjamín tilfærir þessa vísu
eftir Gunnlaug Briem, er hann hafi á
unga aldri ort um sig og konu sína, er
þau voru I tilhugalífi:
Varla get cg, Valgerður mín, ætlaö,
að veröldin okkur verði of þröng,
við erum bæði mjó og löng.
Ólafur Briem lærði iðn sína í Kaup-
mannahöfn, f.1808, d. 1859, hann lést á
besta aldri, einnig kona hans Dómhildur
Þorsteinsdóttir, en hún féll frá, er hún
fæddi 15. barn þeirra andvana. Meðal
þessara barna var Sigríður — dóttur-
sonur hennar var Davið skáld frá Fagra-
skógi — og séra Valdemar sálmaskáld á
Stóra Núpi, afi Jóhanns listmálara.
Einhverju sinni, er Dómhildur var
ófrísk, varpaði Ólafur fram þessuni vísu-
parti:
Hvi ert þú svo þykk að framan,
þar með föl á kinn?
I _________________________________________
Hún svaraði strax:
Við höfum bæði sofið saman,
sú er orsökin.
Talið er að þessi vísa sé frá æskuárum
Ólafsi Kaupmannahöfn:
Brosir Venus, Bakkus hlær,
burt með sorg og kvíða.
Klingjunv, drekkum kátir vær,
kyssum stúlku blíða.
Þegar Ólafur var farinn að hugsa til
heimferðar orti hann þessa vísu:
Þótt ég stundum kátur kveði
um Kaupinhafnar yndisstand,
stærsta mundi mín samt gleói
mitt að líta föðurland.
Um prest orti Ólafur:
Hann fór suður himinblár,
heim kom aftur svartur.
Þessi herrans húðarklár
á himnum verður bjartur.
Eins og oft vill verða um þá sem
hagmæltir og hraðkvæðir eru, var
Ólafur oft beðinn um vísu. Við slíkt
tilfelli varð þessi til.
Ég er orðinn vanur við
vísurnar að smíða,
einni skuluð ekki þið
eftir lengi bíða.
Á Ólafs tíð gerðu það margir sér og
öðrum til gamans að yrkja gátur. Eftir
hann er þessi alkunna svipuvfsa:
Ég er ei nema skaft og skott,
skrautlega búin stundum,
engri skepnu geri gott,
en geng í lið með hundum.
Olafur var hreppstjóri. Það var ein-
hverju sinni eftir messu að hann þurfti
að lesa upp opinberar tilkynningar í
kirkjunni. Þá heyrði hann að einn bænd-
anna, sem ekki var talinn rétt frómur,
var sofnaður og farinn að hrjóta. Hann
vakti hann með þessari vísu:
Hvað mun bóndinn hafast að
um helgidaga nætur,
hrotur sem á helgum stað
heyra til sín lætur.
öðru sinni var Ólafur að skipta arfi og
voru meðal erfingja þrír prestar og
reyndi hver að ota sínum tota og leit
ekki vel út með samkomulag. Þá kastaði
Ólafur fram þessari vísu:
Metur kæran Mammon sinn
margur hempugálginn,
í þeim nærir andskotinn
ófriðsemdarnjálginn.
Eftirfarandi vísu má taka sem dæmi
um bragleikni Olafs.
Hlaut ég stauta blauta braut,
bykkjan skrykkjótt nokkuð gekk,
þaut og hnaut, ég hraut í laut,
hnykk með rykk í skrokkinn fékk.
Bændur í Eyjafirði og viðar áttu mjög
undir högg að sækja ástundum, hja
dönsku kaupmönnunum á Akurevri.
Einhverju sinni skellti Olafur á þá þess-
ari vísu:
Víst eru miklir drottins dónar,
daufur Islands bændafans,
en þið Satans æðstu þjónar,
óskabörn og vinir hans.
Einhver sagði Ölafi frá því að tvö af
hjúum hans væru að draga sig saman,
höfðu þau orðið uppvís um rökkurkossa.
Hann tók þessu léttilega:
Þótt kvenndi og drengur kvöldum á
kyssist dátt í náðum,
má það enginn maður lá
fyrst munnur er á báðum.
Hér eru tvær vísur með almennum
hugl'eiðingum.
Margir leita langt um kring
lukkunnar, og kvarta,
vita ei, að þetta þing
þó býr hvers í hjarta.
Hóf er best að hafa, þó
hugsi gott til ferða.
Oft kann gleðin aftanmjó
endaslepp að verða.
Lif þú glaður, hóf þó haf,
í hæfan tíma verk þin æf.
Drifinn kærleiks anda af
ævinlega dyggð kostgæf.
Ólafur sá menn berja naut með svipu.
Hann kastaði þá frant þessari visu:
Nauts á hrygginn maður mátt
meira pískinn spara.
Jafningja þinn aldrei átt
illa með að fara.
J.G.J. — S. 41016.