Dagblaðið - 15.10.1977, Qupperneq 3
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 15. OKTOBER 1977.
3
ER RETT AÐ REFSA BÖRN-
UNUM EF FORELDRARNIR
SOFA YFIR SIG?
Móðir hringdi:
„I bréfi sem birtist í DB 11.
október segir að börn, sem
komi of seint i Fellaskóla, fái
ekki að fara inn f skólahúsið.
Skólastjórinn segir að
kennararnir „megi ekki við“ að
láta þá nemendur sem koma of
seint trufla hjá sér kennsluna
með þvi að vera að hleypa þeim
inn á fimm minútna fresti f
fyrsta tímann.
með afsökunarbeiðni þegar
þetta hefur komið fyrir, en
engu að síður fékk barnið
refsipunkt fyrir að koma of
seint.
Það má kannske segja að
börn sem komin eru „af barns-
aldri" eigi sjálf að hafa
vekjaraklukku og vakna i sinn
skóla á morgnana. En heima
hjá mér hefur það jafnan verið
svo, að við foreldrarnir höfum
þurft að vakna á sama tfma,
þannig að okkur hefur hentað
að hafa sjálf vekjaraklukku.
heimilisins.
Ef börn koma of seint æ ofan
í æ er sjálfsagt að refsa þeim,
— en ekki ef þau koma með
afsökunarbeiðni frá foreldrum.
Þá á að refsa foreldrunum og
tala við þá, en ekki börnin.
Mér finnst þessi skoðun eiga
fyllilega rétt á sér. En það er
annað atriði I sambandi við þeg-
ar sofið er yfir sig, sem mér
finnst óréttlátt.
í þeim skóla sem min börn
hafa verið i hefur sú regla verið
höfð að í hvert skipti sem ein-
hver nemandi kemur of seint
fær hann einhvers konar refsi-
punkta. Þegar punktarnir eru
síðan orðnir svo og svo margir
er viðkomandi nemandi
„rekinn" úr skólanum i nokkra
daga.
Nú er ekkert við því að segja
þó skólar hafi slíkt refsikerfi,
en mér finnst óréttlátt að refsa
börnum með slíkum refsipunkt-
um ef þau bera ekki ábyrgð á
því sjálf að koma of seint, — ef
t.d. vekjaraklukkan bilar og
foreldrarnir sofa yfir sig, — og
þá börnin um leið.
Ég hef lent I því að hringja
Börnin eru ekki látin norpa úti i vondu veðri i Fellaskóla ef þau koma of seint.
FARANLEGT
KAUP FYRIR AÐ
HNÝTA HNÚT
OG ÖNGUL
Raddir
iesenda
Gísli Kristjánsson í Hafnarfirði
hringdi:
Hnýtir þú á 1000 tauma, hnút
á annan enda og öngul á hinn,
greiða LÍU og SlS þér 1360
krónur. Þú ert varla mikið
skemur að þessu en 8 klst. og
færð þá vel 170 krónur á klst.
Ég miða þá við að verkið sé vel
af hendi leyst, annað á ekki við
þegar veiða skal þorskinn þó
heimskur kunni að teljast.
Nú er lægsta kaup karla á
fyrsta ári krónur 528 á klst.
Samkvæmt því ætti að greiða
fyrir 1000 tauma kr. 4224. Það
nær engri átt þvi þetta er þrifa-
leg vinna sem vinna má i stáss-
stofu, jafnvel án þess að nokk-
ur óþrif hljótist af. En 1360
krónur ná heldur engri átt.
Hér ber mikið á milli og
finnst mér að þjóðkunn félög
geti ekki verið þekkt fyrir að
bjóða fólki slik kjör. Þau heyra
fremur til löndum þar sem
eymd og volæði þjakar og fólkið
fær ekki rönd við reist, hrein-
lega þorir ekki.
Er trúlegt að það að greiða
mönnum kr. 170 á klst. létti svo
merkt verði erfiðleikum þeim
sem útgerðin glimir við? Ég
held naumast.
Væri ekki sjálfsagt að greiða
fyrir umrætt þúsund kr. 2400
sem svarar til hálfum verka-
mannalaunum? Mér ofbýður
hversu illa þetta er borgað og
get ekki orða bundizt. Eg beini
þessum orðum til ágætismanna
sem ráða fyrrnefndum stofnun-
um og ég er fullviss um að eru
vandaðir og réttlátir í fyllsta
máta. Ég vona að þeir hrökkvi
við og ráði nokkra bót á þessu.
VAR SKUGGA-
SVEINN SKÁLD?
í aðalheimild um vísuna, sem
ég notaði í grein minni hér í
dálkunum 10. sept. stendur orð-
ið: lærði, eins og Jón úr Vör
hefur. Hins vegar heyrði ég
ungur: gleypti. Og bæði át og
gleypti er réttara en iærði þvi
að það sem étið er eða gleypt
verður helzt að böggli fyrir
brjósti.
Mun þessi hugmynd byggjast
á ævafornri íslenzkri sögu um
niðursetning sem var heldur
einfaldur, svo og illa með hann
farið. Þegar hann átti að læra
kristinfræðin gat hann það
naumast en hrekkjalimur'einn
sagði honum að éta einn og
einn kafla i kverinu í einu og
tólgarmola með. En ekki biitn-
uðu námsgáfurnar við þetta.
Viljandi setti undirritaður
orðið át í vísuna, þegar hann
reit hana í greinarlokin en það
olli því að stuðlar urðu þrir 1
hendingunni í stað fyrir tvo og
er slíkt nefnt ofstuðlun. Rím
haggaðist hins vegar ekki. Ger-
ir svona hvekkur litið sem ekk-
ert til á atómljóðaöld. En vísa
getur orðið meira umtöluð i
svona tilfelli, sem og varð.
Enda er hin umrædda góða vísa
aldrei of oft kveðin. En hún er
eftir Skugga-Svein Matthías-
son, Jochumssonar, Eggertsson-
ar að Skógum í Þorskafirði.
Hvort sem Sveinki hefur vitnað
til hennar úr gömlum rímum
eða ekki, er þetta hið næsta
sem ég hefi komizt þvi að vita
skil a höfundinum.
Sigurður Draumland,
7848-2192
iMi nútíma
IV VERKSTJ0RN
KREFST NÚTÍMA
FRÆÐSLU
Þetta vita þeir rúmlega 1000 verk-
stjórar sem sótt hafa verkstjórnar-
námskeiðin á undanförnum árum.
Kennsluskrá vetrarins
1977
59. námskeið, fyrri hluti.31. okt.—12. nóvember
60. námskeið, fyrri hluti .14.—25. nóvember
61. Fiskvinnsiuskóiinn...6.—17. desember
1978
59. námskeið, síðari hluti .2.—14. janúar
62. námskeið, fyrri hluti .16.—28. janúar
framhaidsnámskeið......2.—4. febrúar
60. námskeið, síðari hluti.13.—25. febrúar
62. námskeið, siðari hluti..6.—18. marz
63. Stýrimannaskólinn ......3.—15. apríl
Innritun á öll þessi námskeið hefst
strax að loknu verkfalli hjá Iðn-
þróunarstofnun Islands, Skipholti 17,
sími 81533.
SOLUBORN
Merkjasala Blindravinafélags íslands
verður sunnudaginn 16. okt. nk. og
hefst kl. 10 f.h.
Merkin verða afhent úr bílum sem
verða við flesta barnaskóla í Reykja-
vík, Kópavogi og Hafnarfirði.
Sölubörn, komið og seljið merki til
hjálpar blindum.
Góð sölulaun.
Foreldrar: Leyfið börnunum að selja
merki Blindravinafélags íslands.
Spurning
dagsins
Hefur strœtisvagnaleysið
komið niður á þér?
(Spurt í Breiðholtinu)
Halidóra Svanbjörnsdóttir hús-
móðir, 36 ára: Nei, það hefur ekk-
ert komið niður á mér. Við eigum
bíl og ég þarf ekki að nota strætó.
Einar Matthiasson, vinnur á iór-
anstöðinni á Keflavíkurflugveili,
33 ára: Það hefur ekki komið nið-
ur á mér bví ég á bil og nota hann.
Kristin Aðaisteinsdóttír
móðir, 27 ára: Það hefur ekki
komið að sök þvi ég hef ekkert
þurft að fara í bæinn á meðan
verkfallið hefur staðið. Eg hef
flesta hluti sem ég þarf á að halda
hér í hverfinu.
Sigríður Pálsdóttir, vinnur i
sjoppu, 46 ára: Það hefur komið
mjög illa við mig og ég sakna
strætisvagnanna mjög mikið. Eg á
langt í vinnuna, alla leið niður í
Kleppsholt, og er vön að taka
strætó. Þar að auki er ég gift
strætisvagnabílstjóra og hann er i
verkfalli. Svo það kemur við mig
á fleiri en einn veg.
Hólmfriður Kristinsdóttir, hár-
greiðsludama vestur i bæ, 22
ára: Það hefur ekki komið niður á
mér á nokkurn hátt því ég á bíl og
þarf ekki á strætó að halda.
Jón Þórðarson kaupmaður i
Breiðholtskjöri, 45 ára:
Persónulega hefur stra'tisvagna-
leysið ekki komið niður á mér eða
verzluninni hér. Vjðskiptavinirn-
ir þurfa va-ntanlega ekki að nota
stra'tó til þess að kornast hingað
því þetta er hverfisverzlun
staðsett i miðju íbúðarhverfinu.