Dagblaðið - 15.10.1977, Side 6
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 15. OKTÓBER 1977.
<)
Geðþóttaákvörðun
eins lögreglu-
manns réð úrslitum
Lögregluvarðst jórinn baðst afsökunar og velvirðingar
Það var einn lögreglumaður
á verkfallsvakt sem á eigin
spýtur tók þá ákvörðun í gær-
morgun að hefta blaðamenn
Dagblaðsins í starfi með því að
neita þeim um inngöngu á
Keflavíkurflugvöll. För blaða-
mannanna var farin til að fylgj-
ast með afgreiðslu Flugleiða-
vélar, sem undanþágu fékk til
að millilenda hér, skila af sér
íslendingum, sem „strandað“
höfðu í Bandaríkjunum vegna
verkfallsins og til að flytja
sjúka til læknishjálpar
erlendis.
„Ég harma mjög þá afstöðu
sem tekin var og bið afsökunar
á henni,“ sagði Unnsteinn
Jóhannsson lögregluvarðstjóri
á Keflavíkurflugvelli er hann
hringdi til DB fyrir hádegi í
gær. Benedikt var á fundi verk-
fállsmanna þá er geðþótta-
ákvörðun lögreglumannsins á
verkfallsvaktinni var tekin, en
blaðnmönnum DB var iafn-
framt meinað að ná fundi yfir-
stjórnar verkfallsvarða á vellin-
um, þar sem málin hefðu ljúf-
lega leystst að því er varð-
stjórinn upplýsir.
Blaðamannafélagið fékk mál
Dagblaðsmannanna til með-
ferðar og gerði ályktun það
varðandi og fleiri mál svipaðs
eðlis sem blaðainenn í starfi
hafa orðið fyrir af völdum verk-
fallsvarða.
Geðþóttaákvarðanir ein-
stakra manna í verkfalli
BSRB hafa skaðað málstað
BSRB í yfirstandandi verkfalli.
Þær hafa sýnt að einstakir
verkfallsverðir ganga of langt í
hroka pg misskilinni vald-
beitingu — lengra en æðsta
yfirstjórn málanna vill ganga.
Yfirgangi verkfallsvarða mótmælt
Blaðamannaf élagið skrifar st jórn BSRB
„Stjórn Blaðamannafélags
tslands telur vítavert, að blaða-
menn skuli hafa verið heftir í
upplýsingaleit, er þeir hafa unnið
dagleg störf sfn. Verkfallsverðir
BSRB hafa Itrekað meinað blaða-
mönnum aðgang að upplýsing-
um.“
Þessir atburðir gerðust við hlið-
ið að Keflavíkurflugvelli og von-
ast stjórn Blaðamannafélags
tslands til að slíkt endurtaki sig
ekki.“
Þannig segir I mótmælaályktun
sem Blaðamannafélagið gerði f
gær og afhent var Kristjáni
Thorlacius formanni stjórnar
BSRB.
í mótmælaorðsendingu Blaða-
mannafélagsins segir ennfremur:
„Blaðamannafélag tslands minnir
á, að blaðamenn vinna störf sín
fyrir almenning og veita honum
upplýsingar um gang mála I
þjóðfélaginu. Það ætti þvl ekki að
vera síður hagsmunamál þeirra,
sem að verkfalli standa, að eiga
góð samskipti við blaðamenn, vilji
þeir koma sjónarmiðum slnum á
framfæri við alþjóð."
-ASt.
Rólegheit við
Menntaskólann
—enþaðástand
breytist á mánu
dagsmorgun
Það er ekki alltaf svona rólegt
fyrir framan þetta menntasetur,
Menntaskólann I Reykjavlk. Þar
er allt lok, lok og læs en þessar
ungu blómarósir láta það ekki á
sig fá. Þær sleikja sinn ís, kannski
svolítið sólskin Ileiðinniog slappa
af og skoða borgarlífið. A
mánudagsmorgun á lffið að ganga
sinn vanagang við MR eins og
aðra menntaskóla og æðri
stofnanir, — þá mæta nemendur
og kennarar til leiks að nýju að
fyrirskipan menntamálaráðherra.
Ekki er ljóst hvaða álit verkfalls-
varzla BSRB hefur á þeirri
ákvörðun. Trúlega eiga húsverðir
að opna skólana með lyklum sln-
um að þeirra mati. -A.Bj.
Vilmundur enn óráðinn um framboð
„Eg legg bara inn mitt fram-
boð annað kvöld, ef af verður,"
sagði Vilmundur Gylfason I
viðtali við DB I gær. „Sem
sagt: No comment."
Benedikt Gröndal mun bjóða
sig fram I efsta sætið á lista
Alþýðuflokksins til alþingis-
framboðs. Eggert Þorsteinsson
býður sig fram I 1. og 2. sæti,
Sigurður E. Guðmundsson I 1„
2. og þriðja sætið sem og Bragi
Jósepsson.
Framboðsfrestur til próf-
kjörsins rennur út á miðnætti
I kvöld. Það er sem sagt
ekki ljóst enn hvort Vilmundur
gefur kost á sér á lista Alþýðu-
flokksins til alþingiskosninga I
Reykjavfk.
Verkamenn
óskaststrax
íbyggingarvinnu
Uppl. f'sifiia 66473
Auglýsing
Samkvæmt ákvörðun menntamála-
ráðuneytisins hefst kennsla í eftirtöld-
um skólum mánudaginn 17. október
samkvæmt stundaskrá:
Menntaskólinn I Reykjavík,
Menntaskólinn við Sund,
Menntaskólinn við Hamrahiíð,
Menntaskólinn I Kópavogi,
Kennaraháskóli Islands,
Fjölbrautaskóii Suðurnesja,
Fiensborgarskóii, fjölbrautaskóii.
Orðsending
frá Hjúkrunarskóla íslands
Kennsla hefst mánudaginn 17. okt.
Yngri hópur mæti kl. 9.30.
Eldri hópur mæti kl. 11.30.
Verklegt nám helzt óbreytt samkvæmt
vaiðskrá.
Skólastjóri.
Kristinn Karlsson
ogGuðmundurE.
Finnsson skrifa
gesta-gagnrýni
umfrumsýningu
Skagaleik-
flokksins
Himinn, Jörð
og Helvrti
Höfuðbólið og hjáleigan
heitir leikverk Sigurðar
Róbertssonar, verzlunarmanns
I Máli og menningu. Eflaust
hefur það hitað Sigurði og að-
standendum verksins um
hjartaræturnar hversu vel og
innilega þvl var fagnað að lok-
inni frumsýningu I Bfóhöllinni
á Akranesi a fimmtudagskvöld-
ið.
Verk þetta er verðlaunaleik-
rit, samið með tilliti til flutn-
ings I útvarpi. Er verkið nú
frumflutt á sviði og verður að
segja sem er að Skagaleik-
flokknum á Akrane'si hefur vel
tekizt til um uppfærsluna, enda
þótt að ýmsum atriðum megi
kannski finna, eins og oftast
þegar leikrit er fært upp a
sviði.
Efnið I sögu sfna sækir
Sigurður allt til þess tfma þegar
Drottinn Allsherjar tekur sig
til og skapar þann heim sem við
lifum I I dag. Sköpun heimsins
gengur brösótt hjá Guði þvf
hersveitir himnanna finna
fljótlega upp eitt vopn verka-
lýðsins — þeir fa betri laun I
hjáleigunni hjá Lúsifer og
gerast hans þjónar.
Þannig er haldið a efninu I
léttum dúr og það er óhætt að
fullyrða að fólk hafði mjög
Höfundur Höfuðbóisins
Sigurður Róbertsson.
Váka' Haraidsdóttir og Jakob Þór Einarsson f hlutverkum
fyrstu eintaka mannsins, Adams og Evu.
gaman af verkinu og andinn I
Bfóhöllinni var sérstaklega
skemmtilegur þetta frum-
sýningarkvöld.
Fimm leikarar fara með hlut-
verk I Höfuðbólinu, og satt bezt
að segja kom það okkur á óvart
að hitta fyrir svo ágæta leikara
á Akranesi. Mest mæðir a þeimi
Þorvaldi Þorvaldssyni (Drott-
inn Allsherjar) og Antoni Otte-
sen (Gabrfl erkiengill). Fóru
þeir báðir afburða vel með hlut-
verk sfn, enda þótt frum-
sýningarskjálftinn hafi eflaust
frekar dregið úr þeim heldur
en hitt. Lúsifer leikur Pálmi
Pálmason og fór vel með sitt
hlutverk, enda þótt reynsluna á
sviði skorti enn. Þau Adam og
Evu léku þau Jakob Þór Einars-
son og Vaka Haraldsdóttir.
Einkum var það framsögnin
hjð þessu unga fólki sem ábóta-
vant var.
Leikstjórinn, Haukur Jón
Gunnarsson, hefur skapað ótrú-
lega góða sýningu upp úr þessu
útvarpshandriti Sigurðar
Róbertssonar. Og honum hefur
tekizt að virkja áhugafólk f
leiklist og gera skemmtilega og
eftirminnilega sýningu úr.
Greinileg austurlenzk áhrif er
að finna f förðun leikenda,
hinir góðu eru hvftir, þeir
slæmu svartir. Haukur Jón
hefur reyndar numið leikhús-
fræði og leikstjórn f Japan og
Englandi.
Leikmynd Vignis Jóhanns-
sonar er sáraeinföld — en góð.
Vignir nær rétta blænum á
verkið og nýtir hið litla og
óþénuga svið Bfóhallarinnar til
hins ýtrasta. Lýsing Magnúsar
Axelssonar a trúlega eftir að
slfpast á næstu sýningum sem
ættu, vel að merkja, að verða
margar. Svo góða skemmtun
býður Höfuðbólið og hjáleigan
upp á.
Anton Ottesen og Þorvaldur
Þorvaldsson f hiutverkum sfn-
um f Höfuðbóllnu.