Dagblaðið - 15.10.1977, Page 7
DAGBLAÐIÐ. LAUGAKDAGUK 15. OKTOBER 1977. ___7
Ákynningar- 1 fundi Starfs- ■ .IUA BJARGAÐIÞÓR-
manna- ■ félagsins: f IALU FYRIR HORN
Það var vel mætt á fundinum I Hafnarhúsinu og undirbúningur állur fyrir fundinn var nú til fyrirmyndar. DB-myndir Bjarnleifur
Samningur Starfsmanna-
félags Reykjavíkurborgar og
Launadeildar borgarinnar
hefur greinilega valdið miklu
fjaðrafoki innan BSRB. Telja
forystumenn hreyfingarinnar
að verið sé að reyna að reka
fleyg í samstöðu samtakanna.
Stjórn Starfsmannafélagsins
telur sig hins vegar hafa neytt
þess réttar sem hún hefur til
sjálfstæðra samninga og
minnug fundarins a Sögu sl.
mánudag hélt hún marga
kynningarfundi um
samninginn í gær. Félagsmenn
eiga að greiða atkvæði um hann
í dag og á morgun. Blaðamaður
DB sat einn slíkan:
„Þetta er tafl sem við erum
að tefla f fyrsta sinn. Nú skul-
um við vega og meta hvort við
teljum okkur geta lifað af þess-
um launum,“ sagði Lilja Ólafs-
dóttir. „Persónulega tel ég mig
geta lifað af þeim launum sem
ég fæ út úr þessum kjara-
samningum, sem ég tel að við
eigum að samþykkja. Við skul-
um ekki þreyta almenning um
of í þetta fyrsta sinn, sem við
höfum verkfallsrétt, en leika
betur næst. Ég tel laun okkar í
Þórhallur, mikið lán að
samningurinn var felldur.
sumum launaflokkunum orðin
fullkomlega sambærileg við
hinn almenna vinnumarkað."
Þessi orð Lilju Ólafsdóttur
hjá Skýrsluvélum, (hún hefur
206.599 kr. f mánaðarlaun eftir
nýja samningnum) björguðu
Þórhalli Halldórssyni formanni
fyrir horn. Minnstu hafði
munað að óánægjuraddirnar á
fundinum f Hafnarhúsinu
hefðu náð yfirhöndinni, enda
þótt sá hópur væri greinilega
fámennari.
Þórhallur byrjaði vel, var út-
sofinn og vingjarnlegt
andrúmsioft rfkti á fundinum.
Allir fundarmenn fengu nú
samninginn upp í hendurnar og
vel flestir höfðu fengið hann
sendan heim kvöldið áður, and-
stætt þvf sem var á fundinum á
Sögu þar sem fáir vissu um
hvað var verið að tala.
Eftir að Þórhallur hafði
rakið langa forsögu að
samningnum og viðurkennt að
stjórninni hefðu orðið á mistök
varðandi fundinn a Sögu (þar
sem hann lagði hart að fólki að
samþykkja þáverandi
samning), sagði hann: „Ég tel
það mikið lán að sá samningur
var felldur. Það gaf okkur auk-
ið svigrúm til samninga og
leiddi í ljós, að við gátum treyst
frekari samningavilja borgar-
yfirvalda. Með þessum fundi
viljum við útskýra samninginn
og reyna með öllum ráðum að
koma f veg fyrir að hann verði
felldur."
Þórhallur áminnti einnig
fundarmenn um það að það
væri þýðingarmikið að
opinberir starfsmenn stæðu
saman á félagslegum grund-
velli í BSRB, en sagði einnig að
það yrði að vera á jafnréttis-
grundvelli.
Rakti hann síðan samningana
og þá breytingu sem orðið
hefði á þeim frá því á mánudag.
Þá var boðið upp á 3%
launahækkun en nú var einu
prósenti bætt við frá 1. des.
Auk þess var sa :iið um hækkun
launaflokka eftir 15 ára starfs-
aldur, persónuuppbætur gerðar
þríþættar, frekari heimild
gefin á klifi milli þriðja og
fjórða launaflokks og fjórða og
fimmta, auk annarra hluta sem
greint hefur verið frá.
I samningnum er ekki kveðið á
um endurskoðunarrétt og það
útskýrði Þórhallur með því að
hafa eftir Kristjáni Thorlacius
formanni BSRB: „Mér er það
ljóst að við munum ekki fá
þennan endurskoðunarrétt í
Lilja, — kom formanninum tii
hjálpar.
þetta skiptið." Þetta mun
Kristján hafa sagt a samninga-
nefndarfundi i Háskólanum sl.
laugardag að þvi er Þórhallur
sagði.
Einn fulltrúi úr fulltrúaráði
félagsins sté í pontu og upplýsti
fundarmenn um það að á fundi
fulltrúaráðsins hefði beinlínis
verið einhugur um að aflýsa
verkfalli borgarstarfsmanna nú
um helgina og að láta útbúa
upplýsingabækling um
samninginn i þeim anda.
„Eins prósents hækkun
verður uppétin 1. desember.
Hvers vegna getum við ekki
náð hliðstæðum samningum og
gerðir hafa verið á Akranesi og
á Neskaupstað?" spurði fulltrú-
inn og hvatti fólk til að fella
samninginn. Fékk lítið klapp.
Formaður tók föðurlega á
þessum mótbárum og taldi
þetta vera misskilning. Að vísu
væri hér aðeins um eins
prósents hækkun frá fyrra
tilboði að ræða — en — spurði
Þórhallur: „Hvað halda menn
aí muni gerast, ef þessi
->mningur verður felldur?? Þá
um við í þessu sama og þeir
í»já BSRB. Það er ekki talað við
þá. Við megum ekki gera
kröfur sem geta kolfellt okkur
Sjálf.“
Við þetta nikkuðu margir
fundarmanna, sem voru eldra
tólk f meirihluta og ekki vant
þvf að vera að brúka munn við
höfðingja. Sumir komu 'í
ræðustól, menn sem sögðu
„aunga kjarabót" og að
hlutirnir kostuðu bæinn (með
stórum starf) svo og svo mikið.
Flestir voru þeir sammáia um
að ekki vildu þeir þurfa að
standa ! svona samningaþrasi
og töldu samninganefnd hafa
unnið gott starf.
Upp úr þessu fóru fundar-
menn að tínast út.
Stjórnin upplýsti að Starfs-
mannafélagið myndi ekki taka
þátt f útifundi BSRB í dag en
sagði félagsmenn frjálsa að þvf
að sækja þann fund, ef þeir
vildu.-
Kvörtuðu sumir fundarmenn
yfir samgönguleysi f borginni
og blm. DB fór af fundinum
með óljósa hugmynd um hversu
margir félagar Starfsmanna-
félags Reykjavfkurborgar
myndu mæta á útifundinn.
-HP.
ALLSHERJARATKVÆÐAGREfÐSLA
um kjarasamning milli Reykjavíkurborgar og Starfsmannafélags Reykjavíkur-
borgar.
Atkvœðagreiðslan fer fram í Miðbœjarskólanum laugardaginn 15. okt. fró kl.
14—20 og sunnudaginn 16. okt. kl. 10—19.
SKRIFSTOFA VEGNA ATKVÆÐAGREIÐSLUNNAR VERÐUR AÐ TJARNARGÖTU 12. HUN
VERÐUR OPIN FRA KL. 9—24 1 DAG OG- A MORGUN. Þar liggur samningurinn frammi til nánari
athugunar fyrir félagsmenn, svo og kjörskrá.
Simar skrifstofunnar eru:
VFIRKJÖRSTJÖRN — 28237
KJÖRSKRA —28561
SAMNINGURINN — 28544
FÉLAGAR - FJÖLMENNIÐ TIL ATKVÆÐAGREIÐSLUNNAR: KJÓSUM SNEMMA:
SAMEINUMST UM BÍLFAR Á KJÖRSTAÐ