Dagblaðið - 15.10.1977, Qupperneq 13
l)A(iHI.At)It). I.AUCAKDAGUK 15. OKTÓBEK 1977.
13
þess að sýna styrk sinn. Þannig
segir annar makinn í upphafs-
samtalinu: „kem alveg“, en
hugsar ef til vill með sér: „Nei,
góða, þú skalt sko ekki halda að
ég komi fyrr en mér þóknast.
Ég er orðinn dauðleiður á þvf
að þú sért alltaf að stjórna í
mér.“
Nöldur er oft talið kvenna-
siður. En sérfræðingar halda
því þó fram að karlmenn nöldri
fullt eins mikið og konur. En
nöldrið er þá nefnt öðrum nöfn-
um: „hann veit hvað hann vill“,
er sagt.
Nöldri er hægt að lýsa á ótal
vegu. En þó er hægt að alhæfa
að undirtónninn í því öllu sé:
„Þú gerir hvort sem er ekki það
sem ég bið þig svo það er
tilgangslaust að fara fram á
það.“ Er það þá furða að ekki sé
brugðizt vel við?
Margt fólk fullyrðir að ekki
sé hægt að komast hjá nöldri.
Þannig sagði kona ein: „ef ég
nöldra er það vegna þess að
maðurinn minn kemur mér til
þess“. Og þetta mun í mörgum
tilfellum vera satt. Margir
menn, karlar og konur, eins og
loka eyrunum fyrir því sem
maki þeirra er að segja. Þeir
þegja alltaf og eru þolendur en
svara aldrei eða gera neitt í
málinu.
Ef mikið er nöldrað bendir
það til þess að samskiptin
séu eitthvað í ólagi. Og þá er
bezta ráðið að koma saman og
ræða málin, lausn fæst aldrei
annars.
Það er ekki auðvelt að
útrýma nöldri en hér fara þó á
eftir nokkur ráð sem gefin hafa
verið af bandarískum sál-
fræðingum og gætu jafnvel
hjálpað við íslenzkar aðstæður.
Ef þú ert nöldurskjóðan
1. Gættu að hvernig raddblæ
þú notar. Nöldur felst oft
frekar 1 því hvernig þú talar en
hvað þú segir. Ef raddblærinn
felur í sér vantrú á því að hinn
hlusti gerir hann það liklega
ekki.
2. Segðu hlutina einu sinni
og aðeins einu sinni. Farðu svo
og sinntu öðru. Félagi þinn fær
skilaboðin kannski seint og um
síðir en fær þau samt.
3. Nöldraðu alls ekki. Þetta
hljómar ögn heimskulega en
það er það alls ekki. Félagi
þinn gæti orðið svo hissa yfir
þeirri breytingu á j ér að hann
bregðist ósjálfrátt við öðruvísi
en þú taldir mögulegt.
Ef nöldrað er í þér.
1. Vertu ekki með neinn
leikaraskap. Ef maki þinn
kallar á þig í matinn og þú ert
að horfa á ensku knatt-
spyrnuna í sjónvarpinu skaltu
segja honum það hreint út.
2. Reyndu að sætta þig við
það. Félag manna sem er að
öðru leyti traust þolir vel örlítið
nöldur. -DS-þýddi.
EKKIEINS HÁSKALEGT
r
Þetta gólf er sannarlega erf-
itt yfirferðar 1 augum lltillar
dömu. Henni finnst eins og ráð-
legast sé að stikla á flötunum
sem eru milli spýtnanna. En
gólfið er ekki eins háskalegt og
sýnist.
Gólfið er sem sé allt jafnslétt
og 1 sömu hæð. En það er gert
úr mislitum viðarbútum sem
skapa þessa blekkingu.
Þetta er ekki glæný blekking
því gólfið gerði dúklagningar-
maður einn á átjándu öld. Gólf-
ið er 1 bókasafni 1 Þýzkalandi
og hefur vlst ruglað anzi márga.
DS-þýddi.
WALLY5
GALLABUXUR
Þeir hafa misst af
okkur. Nú förum við
aÖ skautahöllinni.
En þau vita ekki um manninn, sem faldi sig
j forangursgeymslunni.
En þetta verður í "1
sinn sem þau
hittast öll saman.
Nú hafa
Stuttu síðar.
Við sœkjum ^
hann í eitthvert hótel
ó Time Square.