Dagblaðið - 15.10.1977, Side 14
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 15. OKTÖBER 1977.
„Gamla bump, bump maskáian
þarfað vera til stadar”
Ævintýrið um Boney M.
hófst fyrir tveimur Srum er
vestur-þýzkur upptökustjóri og
söngvari, Frank Farian að
nafni, akvað að verða ríkur.
Hann sá að diskótektónlist með
bumpi og tilheyrandi hristingi
atti vaxandi fylgi að fagna svo
að hann valdi þa tónlist til að
safna auðinum. Stúdíótónlistar-
menn og söngvarar voru
fengnir til og útkoman varð lag
sem nefndist Do You Wanna
Bump.
Creole plötufyrirtækið tók að
gefa lagið út og Farian ákvað að
kalla flytjendurna Boney M.
eftir þýzkum sjónvarpsþætti.
En platan tók miklu betur við
sér en Farian hafði gert sér í
hugarlund svo að nú vantaði
hann fólk í snatri sem hann
gæti látið koma fram ð sviði
undir Boney M. nafninu.
Hann hafði lengi langað til að
koma sér upp kvartetti með
þremur konum og einum karl-
manni og nú lét hann þann
draum rætast. Stúlkurnar
þrjár, sem hann réði, voru allar
ættaðar frá Jamacia. Þær heita
Marcia Barett, Liz Mitchell og
Mazie Williams. Karlmaðurinn
1 hópnum er frá Antillaeyjum
og heitir Bobby Farrell.
Áður en þau fjögur réðust til
Franks Farian fengust þau við
ýmiss konar störf hvert í sínu
lagi. Mazie Williams var til
dæmis lengi búsett í Eglandi.
Hún söng með fjölda
hljómsveita, en var aldrei
nálægt þvi að slá í gegn. Arið
1973 var hún kosin ungfrú
„black and beautiful". Sá titill
gaf ekkert i aðra hönd, annað
en smáupphefð svo að hún
gafst upp og fluttist yfir til
Þýzkalands.
Marcie Barrett fluttist einnig
til Englands frá Jamaica. Hún
var aldrei sérlega söngvin né
áhugasöm um tónlist. Hún
starfaði um nokkurt skeið sem
einkaritari, en leiddist starfið
ákaflega. Til að skipta um
umhverfi fluttist hún til
meginlandsins og hóf þar söng-
feril sinn.
Liz Mitchell fluttist beint frá
Jamaica til Þýzkalands. Ferill
hennar 'var hvað viðburða-
ríkastur þeirra fjögurra er hún
réðst til Frank Farian. Hún
söng í söngleiknum Hair í
Hamborg og er sýningum a því
stykki lauk réðst hún til Les
Humphries Singers.
„Það var mjög gaman að
starfa með Les Humphries,"
segir hún, „en þreytandi til
lengdar. Ég var vön hópvinnu í
Hair en algjört einræði ríkti í
söngflokki Les Humphries. Við
vorum aðeins launaðar
brúður."
Bobby Farrell flutti frá
Antillaeyjum til Hollands
fimmtán ára gamall. Hann
hefur verið viðriðinn tónlist
mestallt sitt líf, ýmist sem
söngvari í soulhljómsveitum
eða plötusnúður.
Daddy Cool, Sunny og Ma
Baker. Sú síðastnefnda náði
þeim árangri að komast í annað
sæti á brezka vinsældalistan-
um. Þá var Donna Summer
númer eitt með I Feei Love af
nýjustu piötu sinni.
Mjög skiptar skoðanir eru um
tónlist þá, sem Boney M. flytur.
Eitt eru allir orðnir sammála
að pæla eða hugsa,“ sagði
Marcia Barrett í viðtali við
Melody Maker fyrir nokkru.
„Astfangið fólk fer þangað
ekki. Það fer til að ræða málin
og skemmta sér. Taktföst
tónlist þarf að vera til staðar, —
gamla bump, bump, bump
maskínan. Það er þess konar
tónlist, sem Boney M. býður
Piötur Boney M. hafa selzt
eins og heitar lummur um
gjörvalla Evrópu og ekki hvað
sízt á Islandi. Tvær stórar
plötur hafa komið út með
hljómsveitinni. Þær eru Take
The Heat Off Me og Love For
Sale. Þá hafa einnig komið
nokkrar litlar plötur með
Boney M. Þær söluhæstu eru
um nú orðið. Hún er ekki
soultónlist heldur hrein og hrá
diskótónlist. Margir láta hana
fara ákaflega í taugarnar á sér
og þykir hún neðsta þrepið í
þróunarstiga tónlistarinnar.
Aðrir — reyndar mikill
minnihluti — vilja helzt ekki
heyra annað en Boney M.
„Fólk sækir ekki diskótek til
upp á.“
Marcia Barrett hefur sínar
skoðanir á fólki, sem telur það
fyrir neðan virðingu Vestur-
Indíabúa að syngja diskólög.
„Þetta er heimskulegt,“ segir
hún. „Ég yfirgaf Jamaica barn
að aldri og hef aldrei komið
þangað síðan. Að sjálfsögðu
kann ég að meta reggaetónlist
en ekki hvaða lög sem er. Þegar
ég starfa með Boney M. likar
mér vel sú tónlist, sem við
flytjum, og það er það, sem
mestu máli skiptir."
Það hefur Marcia einnig sitt
að segja um að Boney M. sé
aðeins hópur af stúdíóbrúðum,
sem lúta í einu og öllu vilja
Frank Farians.
„Það er rétt að við höfum
lítið að segja um valið á lögum
við Boney M. flytur,“
viðurkennir hún. „Við syngjum
um það bil þrjátíu lög á band
áður en hin eiginiega plötu-
upptaka hefst. Ég myndi segja
að Frank Farian hefði 80%
vald yfir því, sem velst á
plöturnar. Hann hlustar á
skoðanir okkar að vissu marki.
En hvað ættum við svo sem að
segja, þegar ákvarðanir nans
gagna jafn vel upp og raun ber
vitni?“
En hvaða starfsaðferðum
beitir Frank Farian þegar
Boney M. plöturnar eru
hljóðritaðar?
„Jú, hljóðfæraleikurinn er
tekinn upp í Míinchen," svarar
Marcia Barrett. „Ég held að
hljóðfæraleikararnir séu héðan
og þaðan að úr heiminum. Þó er
ég ekki viss því að ég hef aldrei
hitt þá.
Raddir okkar eru síðan
hljóðritaðar í bænum Offen-
bach,“ heldur hún Sfram.
„Frank kemur með
upptökurnar og hlustar á þær
með okkur. Síðan segir hann
okkur hvernig hann telur að
söngurinn eigi að hljóma. Þeg-
ar tekin eru fyrir velþekkt lög,
sem jafnvel hafa verið vinsæl
áður, leyfir Frank okkur að
heyra gömlu útsetningarnar.
Frank er þolinmóður og
rólegur meðan upptökurnar
fara fram. Fari svo að við ljúk-
um ekki lagi á einum degi,
höldum við bara áfram daginn
eftir þar til allt hljómar eins og
það á að gera. Við notum aldrei
utanaðkomandi söngkrafta.“
Hvað segir Marcia Barrett þá
við þeirri fullyrðingu ýmissa að
stíll Boney M. minni mjög á
söngtríóið Silver Convention,
sem naut mikilla vinsælda viða
um heim til skamms tíma. Hún
svarar:
„Donna Summer hefur sinn
eigin stíl, Silver Convention
sinn stíl og við okkar — jafnvel
þó að strengjaútsetningarnar
hljómi kannski dálítið svipað....
já og trommurnar líka.“
Or MELODY MAKER. VI UNGE og vfðar.
sagt frá hljómsveitinni BONEY M.
c
Verzlun
Verzlun
... 1 BUCHTAL
WJ keramikflísar.
„ÚTI & INNI“ Á GÓLF 0G VEGGI.
Komið og skoðið eitt mesta flísaúrval
landsins.
JL-húsið Bvggingavörukjördeild Sími 10600.
Þungavinnuvélar
Mlar gcrðir og slau ðir vinnuvcla og viirubíla á siiluskrá.
l'lvcgum úrvals vinnuvclar og hila crlcndis frá.
Vlarkaðslorgið. Einliolti 8. sinii 28590 og 74575 kviildsími.
MOTOROLA
Allcrnalorar i bíla og hála. (i/12/2 4/32
volla.
I'lalinulausar Iraiisislorkvcikjur i flcsla
bíla.
HAUKUR & ÓLAFUR HF. Aripula 32. Sími 37700.
Verzkin
O&B
■j Síini 40299
INNRÉTTINGAR
J Auðhrckku 32. Kópav ogi.
Eldhúsinnréttingar. - Hnota og eik.
Til afgreiðslu innan 2ja (il 3ja vikna.
Uppstiiltar á-slaðnum.
Verzlunin ÆSA auglýsir:
Setjum gulleyrnalokka í eyru
með nýrri tækni.
Notum dauðhreinsaðar gullkúlu
Vinsamlega pantið í sima 23622.
Munið að úrvalið af tizkuskart
grlpunuin cr í ÆSU.
i2.
A