Dagblaðið - 15.10.1977, Page 15
DACiBLÁÐIÐ. LAUGARDAC’iUR 15. OKTÖBER 1977.
Spanskar
Enski
vinsældalistinn:
Berglind
ekki með af
heilsufars-
ástæðum
Berglind Bjarnadóttir
söngkona syngur ekki meö a
jólaplötu Hljómplötuútgáf-
unnar hf. af heilsufars-
ástæðum. Á poppsíðu Dag-
blaðsins síðastliðinn mið-
vikudag var sagt að Berglind
hefði hætt við þátttöku án
nokkurra skýringa en hið
rétta er nú sem sagt komið i
ljós. -AT-
nætur á toppnum
Black Is Black, lagið, sem
allir islenzkir sólárstrandafarar
kannast svo vel við frá því í
sumar, er komið í fyrsta sádi i
Bretlandi. Hitt lagið, sem
hljómaði á öllum diskótekum
oft á hverju kvöldi, fylgir fast á
eftir. — Yes Sir, I Can Boogie
er komið í fjórða sæti.
Spænska hljómsveitin
Baccara hefur notið mikilla
vinsælda á meginla'jdi Evrópu í
allt sumar. Hún varð fyrst fræg
fyrir Yes Sir, I Can Boogie og
fylgdi því fast eftir með laginu
Sorry, I’m A Lady. Það er nú í
þriðja sæti í Vestur-Þýzkalandi.
Elvis Presley var í fyrsta sæti
i Bretlandi í síðustu viku. Lag
hans, Way Down, er svo sannar-
lega á niðurleið núna. Það er
komið í sjöunda sæti. 1 tíunda
sæti er hljómsveitin Yes með
lagið Wondrous Stories. Yes
eru ákaflega sjaldséðir gestir á
vinsældalistum lítilla platna en
þess stærri í stóru plötunum.
Af einhverjum ástæðum
barst bandaríski vinsældalist-
inn ekki þessa viku. Þess í stað
birtist hér v-þýzki listinn. Áber-
andi á honum, hversu mikilla
vinsælda svokallaðar táninga-
stjörnur njója þar í landi. Bay
City Rollers eiga þar til dæmis
tvö lög a lista, Smokie eru í
efsta sæti og þar má einnig
finna nöfn svo sem Sweet,
Shaun Cassidv og Harpo.
- AT -
ENGLAND — Melody Maker
1. (4) BLACK IS BLACK ....................LA BELLE EPOQUE
2. ( 2 ) SILVER LADY .........................DAVID SOUL
3. (10) I REMEMBER ELVIS PRESLEY ..........DANNY MIRROR
4. (21) YES SIR, I CAN BOOGIE...................BACCARA
5. (5) BEST OF MY LOVE.........................EMOTIONS
6. (11) NO MORE HEROES ......................STRANGLERS
7. (1) WAY DOWN ............................ELVIS PRESLEY
8. ( 3 ) MAGIC FLY................................SPACE
9. ( 8 ) FROM NEW YORK TO L.A..............PATSY GALLANT
10. (17) WONDROUS STORIES ...........................YES
V-ÞÝZKALAND
1. (1) IT’S YOUR LIFE............................SMOKIE
2. ( 2 ) IT'S A GAME......................BAY CITY ROLLERS
3. ( 5 ) SORRY, l'M A LADY .....................BACCARA
4. ( 3 ) STAIRWAY TO THE STARS ...................SWEET
5. ( 4 ) YOU MADE ME BELIEVE IN MAGIC ....BAY CITY ROLLERS
6. ( 7 ) YES SIR, I CAN BOOGIE..................BACCARA
7. ( 6 ) BE MY BABY .......................SHAUN CASSIDY
8. (10) MAGIC FLY.................................SPACE
9. ( 8 ) IN THE ZUMZUMZUMMERNIGHT.................HARPO
10. ( 9 ) STANDING IN THE RAIN...........JOHN PAUL YOUNG
Rod Stewart sendir
frá sér nýja plötu
Nýjasta plata Rods Stewart
kemur á markaðinn ytra næst-
komandi föstudag. Platan mun
bera nafnið Footloose ’N’
Fancy Free. Nú þegar er
komin út lítil plata með lögum
af þeirri stóru. Aðallagið á
henni nefnist You’re In My
Heart.
Hljóðfæraleikarar á Foot-
loose ’N’ Fancy Free eru þeir
sömu og fóru með Rod Stewart
í hljómleikaferðalag síðastlið-
inn vetur. Þeir eru gltarleikar-
arnir Jim Cregan, Billy Peek
og Gary Grainger, Phii Chen
bassaleikari, John Jarvis
pianóleikari og trommarinn
Carmen Appice.
Rod Stewart hefur ýmist
samið sjálfur eða í samvinnu
við aðra sjö lög á plötunni. Þá
má þar einnig heyra gamla
lagið You Keep Me Hanging
On, sem Holland, Dozier og
Holland sömdu á sinum tíma.
EIK — Hríslan og Straumurínn
Utgefandi: Steinar hf. (Steinar 017)
Upptökumaður: Tony Cook.
Stjórn upptöku: Eik og Tony Cook.
Upptakan fór fram í Hljóöríta, Hafnarfiröi.
Islenzkir hljómplötuútgef-
endur geta lært margt af þeim
viðtökum, sem Hrfslan og
Straumurinn fær hjá almenn-
ingi. Verði þær góðar er mark-
aðurinn í lagi og öllu óhætt með
áframhaldandi útgáfu þungrar
Vélvædd sveitammantík
pælingatónlistar. Seljist
platan ekki er endanlega búið
að heilaþvo meirihlutann með
léttri afþreyingartónlist sem
stíluð er upp á vinsældir í sjó-
mannaþættinum og morgunút-
varpinu.
Sjálfur er ég svartsýnn. Þrátt
fyrir ágætis lög á Hríslunni og
Straumnum og prýðisgóðan
flutning er ég smeykur um að
létta tónlistin hafi um ófyrir-
sjáanlega framtíð borið sigur-
orð af hinni. Tími þungu tón-
listarinnar ieið undir lok hér á
landi með .... lifun Trúbrots og
Magic Key-plötu Náttúru.
Eik hefur allt frá þvf að hún
var stofnuð verið sér á parti í
íslenzku tónlistarlífi. Þung,
jazzblönduð tónlist hefur setið
þar í fyrirrúmi en danstónlistin
verið aukaatriði. Smám saman
safnaðist að hljómsveitinni
tryggur aðdáendahópur, en því
miður allt of lítill. Það er fyrir
þann hóp sem Hríslan og
Straumurinn er.
Fyrir þann, sem þarf að
hiusta á velflestar plötur sem
koma út á landinu, er Hríslan
og Straumurinn fyrst í stað lítt
skiljanlegur pakki tóna og mis-
jafnrar söngupptöku. En platan
vandist blessunarlega fljótt. Ut-
gefandinn, Steinar Berg, hefur
verið þess vel meðvitandi að
það tæki kaupendur talsverðan
tíma að grípa allt það sem Eik
hefur upp á að bjóða. Því lætur
hann fylgja árs ábyrgð með
plötunni. Hafi fólk ekki áttað
sig á plötunni fyrir þann tfma
er því frjálst að skila henni.
Á Hrislunni og Straumnum
eru átta lög eftir fimm meðlimi
Eikar. Fimm lög eru sungin og
eru textarnir eftir Halldór
Gunnarsson og Gunnar Gunn-
arsson — Gunter. Athyglisvert
er að þrír af þessum textum
fjalla um náttúruna. I titilverki
plötunnar, sem er eftir Lárus
Grímsson, kveður Halldór um
þröstinn, sem flúði til landsins
úr stybbu ,,og lævisum gróða-
skýjum, sem leggjast yfir lönd-
in“. En
„Stybba með straumnum færist
að,
að Straumi sezt gulikálfanna
hjörð...”
I lagi Tryggva Húbner, Fjöll,
yrkir Halldór stórgóðan texta
um borgarbúann, sem er að
verða vitlaus á streitu. Sér til
heilsubótar gengur hann á fjöll
og finnur sig endurnærast í
kyrrðinni.
Gunnari Gunnarssyni verður
einnig sveitin að yrkisefni í lagi
Ásgeirs Óskarssonar, Atthagar.
Ljóð Gunnars fer hér á eftir:
Atthagar hverfa í auðn og tóm
eyðibýli f frjóu túni.
Burtu er bóndinn, dagsverki
iokið.
Ferðaiangur á framandi stað
minnist margs f ábúð við
gróanda jarðar
Horfið er vorið úr högunum
þeim,
hörku vetrarins stund er
senn komin.
Markaðstorg hégómans
mannfólkið kallar tll tiða.
Tii eru þeir,
semtaumlausu prjálinu fagna
— Táidregnir bændur,
malbikið veitir oss allt.
I litlu samræmi við þessa
sveitarómantík er síðan hljóð-
færaval Eikarinnar. Þar ber
mest á rafmögnuðum hljóðfær-
um, — þau náttúrulegu eru í
miklum minnihluta. Með því
má segja að rómantíkin hafi
verið vélvædd.
Hljóðfæraleikur á Hrislunni
og Straumnum kemst allur vel
til skila og sama er að segja um
allan raddaðan söng. Hins-
vegar hljómar aðalrödd
Magnúsar Finns illa og virðist i
blöndun hafa lent aftarlega.
Þetta er stærsti gallinn, sem ég
finn að plötunni. — Meðlimir
Eikar eru allir viðurkenndir í
fremstu röð íslenzkra hljóð-
færaleikara og staðfestir Hrísl-
an og Straumurinn það.
Ég sagði I upphafi að tími
þungrar tónlistar hafi liðið
undir lok hér á landi í upphafi
þessa áratugs. Það er hlutverk
Eikarinnar að reyna að vinna
þeirri tónlist sess á ný — aðrir
tónlistarmenn virðast finna
takmarkaða þörf hjá sér til
þess. Sinfóniuhljómsveit ts-
lands vinnur við það með stóru
peningatapi að viðhaida sigildri
tónlist í landinu. Með vænum
ríkisstyrk er rekstur hennar
tryggður, en Eik þiggur engan
styrk. Spurningin stendur því
um það hversu lengi meðlimir
hennar endast-til þess að leika
„æðri dægurtónlist" á sultar-
launum. Ur því sker tfminn.
- AT -