Dagblaðið - 15.10.1977, Síða 24
Fokker millilenti
íReykjavík ígær
Undaríegt ástand
Flugmönnum belgísku flugvélarinnar fannst ástandið hér á landi heldur undarlegt. DB-mynd Bjarnleifur.
Fokker Friendship flugvéll
lenti á Reykjavíkurflugvelli í
gær á leið sinni frá St. Louis í
Bandaríkjunum til Belgíu.
Vélin flaug sjónflug í íslenzku
flugstjórnarsvæði frá Syðri-
Straumfirði á leið sinni hingað
til lands. Flugmennirnir skildu
lítið í þessari vitleysu sem
viðgengst hér á landi og þeim
skipunum, sem þeir fengu um
að fljúga sjónflug héðan, þang-
að til þeir komast í annað flug-
stjórnarsvæöi. Þeir flýttu sér
þvi að setja eldsneytið á vélina
og forðuðu sér héðan hið
bráðasta.
Þá var von a lítilli flugvél frá
Flugstöðinni, en hún var að
koma frá Kaupmannahöfn með
tvo sérfræðinga frá IBM til
þess að gera við tölvu
ppítalanna, en undanþága hafði
fengizt til þessarar farar frá
BSRB.
-JH.
Nýju samtökin hafa meöbyr
„Afvötnunarstöð” opnuð íMos-
feBssveit um mánaðamótin
Samtímis kemur „leitar-og leiðbeiningastöð” íReykjavík
og endurhæfingarstöð á næsta ári
„Það er meðbyr hja okkur núna
og hann notum við til hins ýtr-
asta,“ sagði Hilmar Helgason for-
maður hinria nýstofnuðu samtaka
ahugafólksum áfengismai.
„Markmiðið er núna að hefja
rekstur afvötnunarstöðvar um
eða upp úr næstu manaðamótum.
Samtökin hafa haft tvo staði i
Mosfellssveit í sigti i þessu augna-
miði. Er það annars vegar Reykja-
dalur, sem er í eigu Styrktar-
félags lamaðra og fatlaðra, hin
eignin er í einkaeign og kemur
e.t.v. síður til greina. Samtimis
afvötnunarstöðinni i Mosfells-
sveit verður opnuð „leitar- og
leiðbeiningastöð“ i Reykjavík þvi
hennar er þörf í samstarfi við
afvötnunarstöðina," sagði Hilmar.
Hilmar sagði að afvötnunar-
stöðin yrði eins og stökkpallur til
vistunar a Vifilsstöðum eða á
Freeport. I afvötnunarstöðinni
verða sjúklingar í vikutíma. „Sú
vika verður notuð til þess að gera
sjúklingum skiljanlegt að þeir
þurfi meðferðar við og í þeim
efnum verður prógramm AA-
samtakanna notað sem hið raun-
hæfasta sem nú er völ a i þessum
efnum,“ sagði Hilmar.
Næsta takmark samtakanna
kvað Hilmar vera það að koma
upp endurhæfingarstöð og stæðu
vonir til að sá draumur rættist á
næsta ari. Þegar hún fengist yrði
,,afvötnunartímabilið“ lengt og
endurhæfing fylgdi í kjölfar þess.
„Fjármál hinna nýstofnuðu
samtaka eru í mótun. Margar fjár-
öflunarleiðir eru í könnun og at-
hugun. Meðbyr er i starfinu hvar
sem leitað er fyrir," sagði Hilmar.
- ASt.
Afleið-
ingar
verk-
fallsins
Afleiðingarnar af verkfalli
opinberra starfsmanna er
víða að sjá í borgarlífinu.
Góða veðrið hefur þó þau
áhrif að fólk gengur meira í
öllu samgönguleysinu, og
hér er einn góður borgari á
ferðinni eftir Skúlagötunni
cn baksviðið geymir Ivö far-
skip frá Eimskip. Bæði eru
stopp vegna aðgerða rikis-
og borgarstarfsmanna og
hreyfa sig ekki fyrr en
vinnudcilan er útkljáð.
DB-mynd Sv.Þorm.
frjálst, úháð dagblað
LAUGARDAGUR 15. OKT. 1977.
Steypu-
sttóið
sprakk
—ogbrotfórí
höfuðmanns
Vinnuslys varð við Malar- og
steypustöðina á Akureyri á sjötta
tímanum í gær. 36 ara gamall
maður fékk hluta af sílói í
höfuðið og hlaut allmikinn höfuð-
áverka af en var þó í fyrstu ekki
talinn í bráðri hættu.
Verið var að vinna við þetta
steypusíló en þar er steypu skotið
með loftkrafti inn í sílóið. Skyndi-
lega sprakk sílóið og fór hluti þess
í höfuð eins þeirra sem nærstadd-
ir voru með fyrrgreindum af-
leiðingum.
- ASt.
Trillustrand
á Eyjafirði
. Lítill triltubátur, sem á var
einn maður, strandaði síðdegis í
gær skammt undan Skjaldarvík
utan Akureyrar. Fóru m.-a. lög-
reglumenn til bjargar manninum.
Tókst björgun hans giftusamlega
og án nokkurra meiðsla.
- ASt.
SÉRKÍN
SPILAR
ÞRÁTT
FYRIR
VERKFALL
Rudolf Serkin.
Tónlistarfélag Reykjavíkur
heldur i dag afar merka tónleika.
Það eru píanótónleikar þar sem
hinn heimsfrægi Rudolf Serkin
leikur verk eftir fjóra höfunda.
Menn höfðu nokkuð óttazt að af
tónleikunum yrði ekki vegna
verkfalls BSRB og Serkin kæmist
ekki til landsins. En þeim er
ohætt að anda léttara því Serkin
lét hvorki verkföll né annað
hindra sig i að konta hingað. Hann
kom áður en verkfallið skall á, sl.
þriðjudag.
Á tónleikunum verða verk sem
eiga það sameiginlegt að þau eru
nteð siðustu pianóverkum tón-
skáldanna sem þau söntdu. Þetta
eru Sónata nr. 49 eftir Havdn.
Rondó k. 511 eftir Mozart. Sónata
op. 111 eftir Beethoven og Sónata ,
op. posth. eftir Sehubert.
Tónleikarnir hefjast klukkan
2.30 í Austnrba'jarbiói.